Vikublaðið


Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ l.JULI 1994 Víðtalið 9 Svefnbæir þurfa ekki að vera leiðinlegir - segir Guðný Halldórsdóttir Laxness, nýkjörinn bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Mosfellsbæ Davíð og flokkurinn hans héldu Reykjavík á ráðhúsi og Perlu á sínum tíma. Flokksbrœður hans í Mosfellsbœ vildu gera slíkt hið sama. Þeir voru stórhuga og hófu smíði margra hœða ráðhýsis. En draumurinn breyttist í martröð. Ráðhúsið stendur hálfklárað og hvorki pen- ingar né vilji til að klára það. Og það sem meira er - sjálfstœðismenn misstu meirihluta sinn í kosningunum nú í maí. Fylgi þeirra fór úr 64% niður í 43%. Þeir fengu einungis 3 af 7 mönnum í bœjarstjórn, höfðu 5 áður. Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn, sem fengu 2 menn hvor, hafa myndað nýjan meirihluta í bœnum og búið er að auglýsa eftir nýjum bœjar- stjóra. Vikublaðinu lék forvitni á að heyra hljóðið í alþýðubanda- lagsmönnum í „sveitinni" eft- ir þennan sæta sigur. Því sóttum við Guðnýju Halldórsdóttur Laxness, annan rnann á lista Abl. og nýkjörinn bæjarfulltrúa Mosfellinga, heim og byrjuðum á því að forvitnast eilítið um hana sjálfa. Guðný er borinn og barnfæddur Mosfellsbúi, ólst upp hjá föður sínum, nóbelsskáldinu á Gljúfrasteini. Eftir að hafa unnið við sjónvarp og kvik- myndagerð hér heima í nokkur ár hélt hún utan til að nema kvikmyndagerð. Hún var í tvö ár í London og lauk prófi ffá „International Shool of Filming" árið 1981. Eftir að Guðný kom heim stofnaði hún, ásamt fleir- um, kvikmyndafélagið Umba og hefúr unnið að öllum myndum þess sem handritshöfundur, framkvæmdastjóri eða leikstjóri. Myndirnar þekkja allir landsmenn, Skilaboð til Söndru, Stella í orlofi, Kristiúhald undir Jökli og Karlakórinn Hekla. Og nú þegar ys og þys kosninganna er að baki lokaði Guðný sig inni til þess að vinna að nýju handriti eftir smásögu Halldórs Laxness. „Nú þýðir ekkert annað en vera kominn með fúllsmíðað handrit eigi að fást fjármagn til að kvikmynda það,“ segir Guðný. „Það þýðir ekki lengur að koma með tíu síðna uppkast og gera ráð fyrir að peningar fáist út á það eins _og dæmi voru úm í árdaga ís- lenskrar kvikmyndagerðar." íþróttir „Við gengum út frá því að Jónas Sigurðsson, sem var í fyrsta sætinu, Margrét Einarsdóttir kæmist inn en yrðum ósköp glöð ef við fengjunt fleiri. Við vorum mjög ánægð með að fella þennan meirihluta .en.nú er bara að fá næði til að vinna og breyta áherslunum og forgangsröð- inni á verkefnum hér,“ segir Guðný þegar hún er innt eftir því hvort úrslit 'kosninganna hafi komið alþýðu- bandalagsmönnum á óvart. „Fyrrver- andi meirihluti ér reyndar búinn að setja okkur í mjög erfið mál í næstu framtíð. Með ráðhússbyggingunni og skuldbindingum vegna íþróttamann- virkja." Guðný kemst í ham þegar talið berst að íþróttum: „Ég get ekki skilið til hvers eyða á öllum þessum pening- um í skemmtun fýrir fólk, eins og íþróttir eru. Það var byggður hér úti- völlur fýrir einhverjum árum, m.a. fyrir frjálsar íþróttir, sem alltaf virðist vera tómur. Iþróttamannvirki virðast vera það eina sem kemst að. Þegar ég var krakki var einn lftill íþróttasalur látinn duga og svo vorum við bara send.út í boltaleiki. Mér finnst það loða við allsstaðar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum að það þurfi einhverja voða- lega íþróttaleikvanga. Ég hef mikla óbeit á íþróttaleikvöngum, veit ekki betur en hroðaleg fjöldamorð hafi verið ffamin á slíkum stöðum." Er þitt starf ekki leikur líka, bara annars konar leikur? getur blaðamaður ekki stillt sig unt að skjóta inn í. ,Já, ég veit það ekki. Ilér eru skólar allir löngu sprungnir. Mér finnst frek- ar að það eigi að leggja áherslu á að byggja skóla heldur en íþróttahús og íþróttainannvirki. Af því að pening- arnir eru ekki endalausir," segir Guð- ný og lætur ekki athugasemd blaða- manns slá sig út af laginu. „Það eru svo miklir þrýstihópar í þessum íþróttafélögum. Það er eins og menn þar hafi ekkert annað að gera heldur en að þrýsta á stjórnvöld til þess að fá fleiri velli til þess að leika sér á. Þessir hópar hafa svo gróna íþróttahreyfingu í ríkiskerfinu til þess að styðja við bakið á sér. Mér finnst að ef Afturelding hefur svona mildnn tíma til þess að vera í boltaleikjum þá eigi bara að gera þetta í sjálfboða- vinnu. Það er búið að yfirfæða þetta fólk í íþróttahreyfingunni af góðgerðum og gera að ffekjudollum. Það er fullt af börnum og fullorðnum líka sem hafa ekkert gaman af íþróttum, og hvað er gert fýrir þau? Ekki neitt, unglingarn- ir hér í Mosfellsbænum hanga fýrir utan sjoppurnar og enga aðstoð er að fá. Það er haldið að öllu sé reddað með íþróttamannvirkjum. Þetta tekur ffumkvæðið frá börnununt, að fá allt upp í hendurnar." Andlegt fóður Andleg menning er Guðnýju meira að skapi heldur en líkamleg. „Fólk þarf að fá eitthvert andlegt fóður líka. Andlega fóðrið hefur að nokkru legið niðri hér í sveitinni út af þessum yfir- gengilega íþróttaþrýstingi. Það er ekkert skákfélag, ekki bridge, fáar tómstundir aðrar en þetta djöfuls hopp og hí, sviti og táfýla. Ég vil að hér séu fleiri valkostir. Þetta er orðið öf einstefnulegt, þessar miklu keppn- isgreinar. Að sumu leyti finnst mér þær ýta undir ofbeldi hjá krökkum. Foreldrar koma að horfa á leiki og standa þarna og hvetja börnin áfram eins og grýlur í áhorfendastúkunum. Ég get ekki séð einhverja fiigra hugs- un á bak við þetta.“ Guðný tekur fram að í „sveitinni“ sé reyndar mikið tónlistarlíf sem sé einkum að þakka einum manni, Birgi T. Sveinssyni, núverandi skólastjóra. Hann stofúaði skólahljómsveit þegar hann flutti í Mosfellssveitina fýrir ein- um 30 árum og lyfti tónlistarlífi stað- arins, sem lá í láginni, upp í hærri hæðir. „Og hér eru margir kórar. Hug- myndin að Karlakórnum Heklu kviknaði einmitt hér. Ég hef oft verið spurð að því erlendis í ferðum með myndina hvort það sé algengt hér á landi að svona stór kór finnist í ekki stærra bæjarfélagi. Þá segi ég sem satt er að ég komi úr um 4000 manna bæj- arfélagi og hér séu 6 starfandi kórar. Það er svo fallegt bræðralag í kór. Þar syngja rnenn sarnan sem deila annars hart, t.d. í pólitíkirini." Ráðhús eða skóli Frá íþróttunum og andlega fóðrinu til þeirra verkefna sem eru á döfinni hjá nýja meirihlutanum í Mosfells- bænum. „Það verður byggður nýr skóli. Það eru svo margir í grunnskólanum hér að það er ekki forsvaranlegt að bæta við þar. Það er verið að gera vísinda- lega úttekt á því hvar best sé að reisa þann skóla. Uppi á Reykjum eða á Vestursvæðinu svokallaða. Vandamál- ið við Vestursvæðið er að þá verða báðir skólarnir sörnu rnegin ‘við Vest- urlandsveginn. Það væri eðlilegra að bæjarstjórnin væri í einhverjum bjálkahúsum heldur en að láta krakkarna hírast í slíku bráðabirgðahúsnæði, eins og nú er gert. Þetta er þeirra vinnustaður í 6 - 7 tíma á dag. Það væri nær að þau fengju sæmilegt húsnæði. Það vill brenna við að yfirbygging- in sé svo flott, samanber ráðhúsið, en það sem mestu máli skiptir, börnin, séu látin mæta afgangi. Þetta er ekki bara svona hér heldur í mörgum öðr- um sveitarfélögum í landinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið löguni og lofúm. Það virðist vera eitt- hvert hugmyndaleysi á ferðinni þar. Byggingiri á þessu ráðhúsi er éitthvað voðalegt frumhlaup. Ég skil ekki í fýrrverandi meirihluta að hafa dottið þetta í hug. Þetta er svo ljótt líka, er þvílíkt umhverfisslys, gín hér yfir bæj- arbúum eins og einræðisherra sé að byggja yfir sig musteri." Ný vandamál „Hér vantar heilsdagspláss fýrir börn á leikskólaaldri. Það eru rniklu færri heilsdagspláss heldur en þörf er fýrir. Það þarf ekki endilega að byggja meira heldur breyta skipulaginu. Fjölga heilsdagsplássum á kostnað hálfsdagsplássanna." Guðný telur margt hafa breyst í Mosfellsbænum á síðastliðnum-4 - 5 árum. „Margt fólk á í miklu basli, konur eru eihar með börn sín og fólk er að missa íbúðir sínar en það er ekki nóg gert fyrir fólk sem á bágt. Hér er skortur á leiguhúsnæði, auk skóla- og leikskólaörðugleika. Þetta er nýtt vandamál sem verður að taka á. Það er stór hópur hér sem varla skrimtir. Hér er líka nýtt vandamál á ferð- inni, sem eru málefni aldraðra. Sveit- arfélagið bólgnaði allt í einu út, upp úr Vestmannaeyjagosinu.'73. Bólgan er ekki enn horfin. Hér voru bara stórfjölskyldur og sveitaheimili. Áður fýrr var hægt að stóla á Reykjalund til að taka við öldruðu fólki sem ekki gat séð um sig sjálft en nú er hann bara spruriginn. Hér var byggt elliheimili fyrir sjálfbjarga fólk en eftir að stór- fjölskyidan sprakk og allt það vantar aðstöðu fyrir ósjálfbjargá fólk. Það er stórt mál. Þar erurn við með allt til endurskoðunar og umhugsunar. Reykjalundur mun taka þátt í þeim umræðftm.“ Umhverfisvernd og minjasafn „Það er mitt hjartans mál að stoppa þá kerfisbundnu landeyðingu sem á sér stað hér í kring, segir Guðný. „Það er verið að keyra hér um með ein- hverja kónga en ásarnir hér fýrir ofan eru eins og eftir kjarnorkustyrjöld." Guðný á hér við grjót- og rnalar- nám landeigenda við Köldukvísl. „Þetta er svo ljótt og vanþróunarlegt. Þetta er í þjóðleið og það hlýtur að rnega gera þetta einhvern vegipn öðruvísi heldur en að spæna allt upp þannig að ekki sést glóra vegna mold- viðris þegar blæs að norðan. Ég vil stoppa þetta áður en Oddseyrarbrekk- urnar, garnla þjóðleiðin til Þingvalla, verða eyðilagðar.“ A stríðsárunum var Mosfellssveitin einn stór kampur, með bíói, spítala og öllu saman. Þessar stríðsminjar hafa svo til allar verið jafnaðar við jörðu. Guðnýju þykir það miður og viil líka koma í veg fýrir minjaeyðingu. „Það þarf að skilja eitthvað eftir af öllu því sem þjóðin verður fyrir, hvort sem um er að ræða góðar minningar eða vond- ar.li í framhaldi af þessari umræðu tekur Guðný fram að nýi meirihlutinn hafi áhuga á að koma upp minjasafni. Minjar frá stríðsárunum gætu verið hluti af því safni. Svefnbæir þurfa ekki að vera leiðinlegir Eins ogvera ber spyrjum við Guð- nýju að því í lokin hvernig sé að búa í Mosfellssveitinni eða Mosfellsbæ eins _og hann heitir orðið opinberlega þótt það orð sé hvorki Guðnýju né blaða- manni tamt í munni. „Þetta er svona tiltölulega þægileg- ur svefúbær,“ svarar Guðný. „Það þarf að nýta svefúbæiná á skemmtilegan hátt. Svefúbæir þurfa ekki endilega að vera leiðinlegir. Það þarf að gera eitt_- hvað í því að fólk sé sér meðvitað um sinn eigin svefúbæ. Hér er inikið um að fólk fari í vinnu á morgnana og koini heim á kvöldin og viti ekki hvað er að gerast. Margir sjálfstæðismenn, sent hafa kosið flokkinn blint ár eftir ár, hafa ekki fylgst með ráðhússbygg- ingunni eða öðru því sem hefúr verið að gerast hér. Allt í einu gein þessi sveppur yfir fólkj inni í miðri byggð og það varð svo hissa og reitt en gerði sér því miður ekki grein fyrir því fyrr en of seint -að þetta var ekki það sem það vi!di.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.