Vikublaðið


Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 10
VIKUBLAÐIÐ 1. JULI1994 Alþýðubancfalagið Norðurlandi vestra Sumarhátíð 1994 Haldin á Siglufirði 9.-10. júlí Dagskrá: Laugardagur 9. júlí 13.30 Mæting í Suðurgötu 10 - Kynning dagskrár 14.00 Opnun Síldarminjasafns í Róaldsbrakka. Ávarp, fræðsla, harmoníkuhljómsveit, síidarsöltun 17.00 Málverkasýning í ráðhúsinu, Ragnar Páll 20.00 Kvöldverður - síldarréttir og fleira, kvöldváka 23.00 Dansleikur Sunnudagur 10. júlí Gönguferð í Héðinsfjörð í fylgd leiðsögumanns. Héðinsfjörður er næsti fjörður við Siglufjörð og lagðist í eyði um miðja þessa öld. í Héðinsfirði verður tekið á móti hópn- um og athyglisverð saga staðarins kynnt. Boðið er upp á siglingu til Siglufjarðar. Á leiðinni verða markverðir staðir kynntir. Verði ekki fært til Héðinsfjarðar verður dagskrá í Siglufirði, m.a. farið í Hvanneyrarskál, skógræktin skoðuð og litið inn í Glaðni. Ýmsar hagnýtar upplýsingar Boðið er upp á gistingu í „Hótel“ Hvanneyri, svefnpoka- pláss í tveggja manna herbergjum kr. 1.000 á mann. Fyrir bátsferðina-frá Héðinsfirði til Siglufjarðar þarf að greiða kr. 1.000. Þátttakendur þurfa að sjá sérfyrir nesti í Héðinsfjarðarferð- inni. Greiða þarf fyrir mat á laugardagskvöldið, verðinu verður mjög stillt í hóf. Þeir sem fara á dansleik greiða sjálf- ir aðgangseyrinn. Þátttöku skal tilkynna í síðasta lagi 6. júlf til: Signýjar Jóhannesdóttur í síma 96-71845 eða Hinriks Aðalsteinssonar í síma 96-71363 / Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Norðurlandi vestra ÞJÓÐHÁTÍÐARMARTRÖÐ / Eg fór ekki á Þingvöll. Enda er ég ekki samræðuhæf þessa dag- ana þegar fóik sldptíst á reynslusögum af þjóðhátíðinni. Eng- inn minnist á hátíðahöldin, það ær ferðin fram og tíl baka sem virðist minnisstæðust. Hvaða leið viðkom- andi fór, hve lengi hann var á leiðinni, hversu langt hann þurftí að ganga frá bílastæðinu, heimferðin... Þeir sem lentu ekki í neinu skynja sig annað hvort sem lukkunnar pamfíla eða sitja uppi með smá eftírsjá, hitt var meira ævintýri, einkum eftír á. Lýsingarnar minna mest á fféttaskot af flótta- mannastraumi: eldri konur klæddar upphlut og á hælaskóm, grátandi dauðuppgefin börn, þreyttar eigin- konur, pirraðir eiginmenn sem óttast það eitt að missa af fyrsta leiknum í heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Fólk sem þurftí að arka allt upp í tvo tíma að bílunum sínum bara til að sitja pikkfast á veginum tímunum saman. Ekki voru allir með nesti, hvað þá þvaglegg. ITvílfk lífsreynsla. Og nú deila allir um hver beri sök- ina. Er það gatnakerfið í Reykjavík, lögreglan, þjóðhátíðarnefndin eða Al- þingi? Auðvitað er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á, það hefði átt að skipa þjóðhátíðarnefndina fyrr, hafa lög- regluna á hestum, fara með hina tignu gesti í þyrlunt, banna einkabíla og flytja alla í rútum, skipuleggja betur hvenær fólk legði af stað, bjóða aðeins upp á teppandi fæðu svo fólk þyrfti ekki að fara á salerni og svona mætti lengi telja. En það fór allt úrskeiðis sem gat gert það og það eina sem hægt er að gera núna er að læra af reynsl- unni og gera betur næst, t.d. á þúsund ára afmæli kristnitökunnar sem við ætlum að fagna - á Þingvöllum - eftir sex ár. Kona nokkur sem hringdi í frain- kvæmdastjóra hátíðahaldanna í beinni útsendingu á Rás 2 var full ásökunar og sagði að þetta rnyndi skilja eftir sár á þjóðarsálinni. Ég held því miður að konan hafi rétt fyrir sér. Ég heyrði til dæmis af svo til nýgiftum hjónúm sem skunduðu á Þingvöll af því að hana langaði svo tíl að vera þar á þessum merkisdegi. ITann nennti ómögulega að fara en gerði það fyrir hana. Þegar klukkan var orðin fjögur, formlegri dagskrá lokið og þau enn í bílnum víðsfjarri vildi hann snúa við - til að missa ekki af leiknum. Hún hafði ekki yrt á- hann síðast þegar ég frétti. Hvernig ætli ástandið hafi þá verið í öðrum bílum þar sem grundvöllur hjónabandsins var ekki alveg eins góður, jafnvel þreytt og svöng börn meðferðis? Unglingar sem vildu ekki fara en létu tilleiðast vegna þrábeiðni foreldranna? Hvernig var með fólkið sem sat fast í rútunum með bláókunn- ugu fólki tímunum sarnan, matarlítíð og vonsvikið? Munu hátíðahöldin draga þann dilk á eftir sér að hjóna- skilnuðum fjölgi? Hversu margir tnunu brosa framan í myndatökuvél- arnar á 75. ára afmæli lýðveldisins og lýsa því hvernig þeir fundu ástina í rútu sem var fiinm tíma á leiðinni árið •1994, eða í biðröð á salernið? Þar sem augljóst er að niargir munu þurfa að leita sér sérfræðiaðstoðar næstu mánuði vegna þeirrar lífs- reynslu sem Þingvallaferðin var, kæmi sér vel fyrir þorra fólks að ríkið niður- gréiddi heimsóknir til sálffæðinga, a.m.k. til þeirra sem geta sannað að þeir hafi lagt af stað tíl Þingvalla. Þú sem ért félagshyggjumaður. Af hverju að kyssa á vöndinn? Hefur Mogginn haldið uppi vörn fyrir skoðanir þínar? Auglýsing í DV - Aftur-á móti halda útgefendur Tímans uppi vörnum fyrir félagshyggjuna með því að ráða samstarfsmann Davíðs OddsSonar í yfirmannsstöðu á DV. Kyssa hvaða vönd?

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.