Vikublaðið


Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 11
11 VIKUBLAÐIÐ l.JULI 1994 Viðhorf Lýð veldishátíð ar- hugvekja á er lýðveldishátíðinni lokið. Hún var sem vænta mátti í alla staði hin glæsilegasta og þjóð- inni til mikillar sæmdar. Tignir gestir sóttu okkur heim og íremstu íúlltrúar þjóðarinnar stigu á stokk. Helmingur ' þjóðarinnar skundaði á Þingvöll í sól- skinsskapi og við það myndaðist þröng á vegum og við klósett. Svo er þessum hátíðahöldum fyrir að þakka að nú er fásinninu lokið að sinni og ný þjóðaríþrótt hafin til vegs og virðing- ar - að hafa uppi á vegateppuvöldum. Og þar er af mörgu að taka: Þjóðhá- tíðarnefhd, lögreglan í Reykjavrfk og lögreglan á Selfossi. Maður rekst ekki svo á kunningja eða vinnufélaga eftir hátíðina að ekki sé minnst á þetta heita umræðuefni. I rauninni ætti þetta ekki að koma okkur Islendingum á óvart því við höfum áralanga reynslu af okkur sjálf- um og vinnulagi okkar. Mér liggur við að segja að engin önnur þjóð hafi get- að haldið slíka hátíð. Það er með lýðveldishátíðina eins og annað hjá okkur;, við komumst ekld í rétt hátíðaskap nema hefjast handa á elieftu stundu þannig að við getum rétt bjargað hlutunum fyrir horn með linnulausri vinnu síðustu sólarhringana. Fyrir það fyrsta þá var þjóðhátíðarnefndin ekki skipuð fyrr en á liðnu hausti vegna þess að forsæt- . isráðherra sleit þingi í fússi á vdrmán- uðum 1993. Þegarvinna nefndarinnar var komin af stað virðist ekki hafa tek- ist fyllilega að stilla saman krafta þannig að hinir ýmsu aðilar vildu haga undirbúningi hver með sínu móti og töldu ekki þörf á að tilkynna öðrum um niðurstöðu sína fyrr en rétt áður en hátíðahöldin skyldu byrja. Svipað var uppi á teningnum hjá almenningi. Enginn þeirra fjömörgu sem ég ræddi við höfðu ráðgert að halda til Þing- valla. „Ætli maðursjái ekki til hvernig veðrið vcrður." Þegar til kom hitti ég þá alla á staðnum. Svo virðist sem tug- ir þúsunda manna hafi fengið sömu hugdettuna fyrir frarnan sjónvarpið á milli klukkan tíu oghálftólf um morg- uninn þann 17. júní: „Það er þetta fína veður og góð stennning. Við skulum drífa okkur af stað.“ Og svo héldu all- ir af stað í bílum sínum í þjóðhátíðar- skapi og mjög stoltir yfir því að vera íslendingar. Hreint alveg að rifna af stolti. Þetta var alveg sérstök söguleg stund sem maður hreinlega varð 'að upplifa með öðrum á hinum sögu- fræga stað. Hefst þá næsti kapítuli. Vegir fyllt- ust af bílum og rútum og enginn komst neitt áfram. Ég og fjölskylda mín vorum ekki „nema“ þrjá tíma til Þingvalla. Það er merkilegt hvað þess- ir þrír ömurlegu tímar í biðröð urðu skyndilega þægilegir þegar maður heyrði af hinum sem voru tíu tíma og fengu ekki einu sinni reykinn af rétt- unum. Við sáum þó barnaefnið og stórhljómsveit Gunnars sveitunga míns Þórðarssonar. A vegunum birdst enn eitt þjóðareinkennið. Ekki var hægt að fylgja fyrirmælum og leggja á bílastæðum á Þingvöllum eins og tíl var ætlast, heldur varð að leggja mcð- fram vegum eftir eigin hentugleikum. Vér Islendingar höfurii aldrei verið þekktir fyrir að fara eftir reglum og fyrirmælum. Við látum ekki einhverja yfirboðara segja okkur fyrir verkum! Mætur Islendingur-sagði cinu sinni um Svía að þeir héldu að reglur væru bara til að fara efrir. Og bætti því við að vér Isleridingar vissum betur. Þegar hátíðinni vel var lokið upp- hófst mikil umræða - og reiði - yfir því hvað olli því að allt fór í hnút á vegunum. Sumir vildu draga lærdóm af reynslunni og aðrir vildu draga méiin til ábyrgðar. Sem betur fer voru nokkrir aðilar ábyrgir þannig að hægt var að benda á einhvern annan undir hinu góðkunna kjörorði: „Það vorum ekki við sem brugðust, heldur hinir“. Hér birtist enn eitt sérkenni okkar ís- lendinga. Enginn vill axla ábyrgð og ekki höfum við langa hefð fyrir því að ganga fast eftir fólki í þeim cfnum. Af framansögðu má ljóslega ráða að vér Islendingar héldum lýðveldishátíð með þeim hættí sem ökkur er einum lagið, Hátíðin ber meira að segja svip- mót okkar á afgerandi hátt. Hún ber vott um mikið þjóðarstolt, fyrir1 hýggjuleysi, einstaklingshyggju og ábyrgðarfælni. Það kæmi mér ekki á óvart þótt svipað vandamál-og við fengum að sannreyna þann 17. júní skyti upp kollinum þegar við fögnum aftur að nokkrum áratugum liðnum' því við gefum okkur sjaldan tíma til að læra af mistökum sögunnar. 'Með kærri þjóðhátíðarkveðju. Gistiaðstaða í Grundarfirði í Grundarfirði er ágætis aðstaða ítélagsheimiii Alþýðubandalagsins til þess að nota fyrir svefn- pokapláss. Grundfirðingar hafa ákveðið að gefa flokks- mönnum og öðrum sem hug hafa á kost að gista í félagsheimilinu í sumar gegn vægu gjaldi. Hafið samband við Birnu, Guðbjartsdóttur í síma 93-86864 ef þið viljið nýta ykkur þessa þjón- ustu. Alþýðubandalagið í Grundarfirði INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Hinn 10. júlí 1994 er nítjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 19 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 550,80 " " 10.000,-kr. " = kr. 1.101,60 " " 100.000,-kr. " = kr.11.016,00 Hinn 10. júlí 1994 er sautjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í Lfl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 17 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.923,80 Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1994 til 10. júlí 1994 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 11. júlí 1994. Reykjavík, 29. júní 1994. SEÐLABANKI ÍSLANDS AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1977- 2.fl. 1978- 2.fl. 1979- 2.fl. 10.09.94 -10.09.95 10.09.94-10.09.95 15.09.94 -15.09.95 kr. 1.054.663,40 kr. 673.778,50 'kr. 439.259,90 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1985-1.fl.A 1985- 1.fl.B 1986- 1 .fl.A 3 ár 1986-1 .fl.A 4 ár 1986-1 .fl.A 6 ár 1986-1. fl.B 1986-2.fl.A 4 ár 1986- 2.fl.A6 ár 1987- 1 .fl.A 2 ár 1987-1 .fl.A 4 ár 1989-2.fl.D 5 ár 10.07.94 - 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94 - 10.01.95 10.07.94 - 10.01.95 01.07.94-01.01.95 01.07.94 - 01.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94 kr. 63.478,80 kr. 33.379,70**) ' kr. 43.755,10 kr. 49.251,40 kr. 51.214,30 kr. 24.618,80**) kr. 40.935,90 kr. 42.484,10 kr. 34.410,30 kr. 34.410,30 kr. 17.691,60 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1994. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.