Vikublaðið


Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 1
FrjáJsar komir á Forum Nú flykkjast konurnar á Forum og skjálfti fer um karla sem óttast hvað þær gætu tekið upp á lausar úr taumhaldinu. Sjá pistil á bls. 6 og baksíðu Röskvukynslóðin Er sameining félagshyggju- manna í HI og sigrar árangur aukins srjórnmálaþroska eða þess að engir eru lengur með neinar skoðanir til að greina á um? Bls. 4-5 M V I T E R Svo fæ ég vexti og vaxtavexti... Stór hluti verðs á vöru og þjón- ustu myndast vegna vaxtakostn- aðar, en vextir fylgja sjúklegu vaxtamynstri líkt og krab- bamein. Afnemum þá! Bls. 8-9 29. tbl. 3. árg. 29. júlí 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Davíð heim með stefnu Alþýðubandalagsins? Eftir viðraeður Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra við forystumenn Evrópusam- bandsins þykir orðið ótvírætt að aðildarumsókn íslands að ESB get- ur ekki verið á dagskrá á næstu árum og í raun ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir ríkjaráðstefhu ESB sem hefst 1996. Henni verður vart Iokið fyrr en 1998-1999 og fram að þeim tima verður sjávarútvegsstefha ESB óbreytt. Um leið er ljóst að engum nýjum ríkjum verður hleypt inn í ESB fyrr en að ríkjaráðstefh- unni lokinni og því tilgangslítið og ótímabært að ræða aðildarumsókn nú, hvað þá að láta næstu þing- kosningar snúast um þetta mál. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðuban- dalagsins í samtali við Vikublaðið. Olafur segir að niðurstaðan í við- ræðum Davíðs Oddssonar við for- ystumenn ESB sé í senn ánægjuleg og sérkennileg. „Hún er ánægjuleg vegna þess að hún staðfestir réttmæti þeirrar stefnu sem Alþýðubandalagið hefur haft síð- an 1992, að varanlegir samningar við ESB ættu að byggja á viðskiftaþætti EES-samningsins og einfaldara stjórnkerfi. Nú er niðurstaða Davíðs og Delors að það verði auðvelt og æskílegt að gera slíkan tvíhliða samn- Alþýðan fær skatta fyrirtækjanna Niðurstaða álagningar skattyfirvalda vegna ársins 1993 sýnir 12 prósent hækkun tekjuskatts á einstaklinga miHi ára. Á sama tíma breyttust skattgreiðslur fýrirtækja Iítið þrátt fyrir lækkun tekjuskattshlutfaUs og afhám aðstöðugjalds, sem þýðir að hreinn hagnaður fyrirtækjanna hefur aukist milli ára um nálægt 20 prósent. Þessi niðurstaða ætti ekki að koma lesendum Vikublaðsins á óvart, en blaðið hefur ítrekað bent á hvernig núverandi ríkisstjórn hefur aukið á- lögur á fólkið í landinu en létt skatt- byrði íyrirtækjanna. Af fréttatilkynn- ingu fjármálaráðuneytisins varð ár- angurinn af þjóðargjöfinni til fyrir- tækjanna mun meiri en búist var við. Með öðrum orðum varð hagur fyrir- tækjanna talsvert betri en gengið var út frá, bæði í hagnaði og í nettó eign- Það vekur sérstaka athygli við á- lagningu skatta nú að skattakóngur ársins er kona, Valgerður Blomster- berg í Hafnarfirði, með rúmar 44 milljónir í skatta, en skattakóngur margra undanfarinna ára, Þorvaldur Guðmundsson í Sfld og fisk, greiðir „aðeins" 41 milljón. Valgerður er eig- inkona Bjarna Blomsterberg í Fjarð- arkaupum, en Bjarni seldi á árinu hlut sinn í versluninni til meðeigandans Sigurbergs Sveinssonar og má því bú- ast við því að um tilfallandi háan sölu- hagnað sé að ræða hjá Valgerði. Þau eru tengdaforeldrar Ingvars Viktors- sonar fráfarandi bæjarstjóra í Hafhar- firði. Islenskir aðalverktakar greiða hæstu skatta fyrirtækja eða 705 millj- ónir, en af öðrum fyrirtækjum má nefha að Eimskipafélaginu er gert að greiða 230 milljónir króna. Hús í úllöndum fyrir milljarð Islendingar eiga a.m.k. 232 íbúðir og fasteignir í útlöndum, sem aU- flestar hafa verið keyptar frá 1991. Kaupverð þessara fasteigna er að lágmarki um 976 milljónir króna og eru þá ekki meðtaldar fasteignir sem íslendingar kaupa án milligöngu eða atbeina hérlendra stofnana, né heldur eru hér um að ræða fasteignir fyrirtækja með rekstur er- lendis eða opinberra aðila á borð við sendiráða. Fjárfesting íslendinga í fasteignum erlendis náði hámarki árið 1991 þegar keypt var fyrir rúmar 220 milljónir. Árið 1992 dróst svo fjárfesting saman um rúmlega 30 prósent er fjárfest var fyrir tæplega 150 milljónir króna. Arið 1993 jukust kaupin á ný þegar 29 fasteignir voru keyptar fyrir samtals um 188 milljónir króna á gengi í lok þess árs. Fasteignirnar fyrirfinnast í 17 löndum, en tvö lörid hafa algera sérstöðu. Tæplega 80 prósent fasteignanna eru á Spáni og í Bandaríkjunum (einkum í Florida og þá sérstaklega í Orlando). 131 fasteignanna eru á Spáni og kaup- verð þeirra nálægt 350 milljónum króna. Um 45 íbúðir eru skráðar í Bandaríkjunum og er um öllu dýrari fasteign- ir að ræða því kaupverð þeirra er skráð um 360 milljónir króna. I báðum þessum löndum hafaþróast upp nokkurs konar Islendingabyggðir. Nánar er fjallað um húsakaup Islendinga erlendis á blaðsíðu 3. ing, sem meðal annars fæli í sér að lausn mála byggði á viðræðum ráð- herra, sem er veigamikill þáttur eins og Alþýðubandalagið hefur bent á frá því í júní 1992. Viðræður Davíðs við Delors og Dehaene staðfesta raunsæi og réttmæti stefnumótunar Alþýðu- bandalagsins. Ég hef, bæði sem formaður Al- þýðubandalagsins og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefhd, rekið í allan vet- ur á eftír Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra um að hann sinnti því verki að undirbúa slíkan tvíhliða samning í samræmi við stefhu okkar og Alþingis, en hann hefur skotið sér undan því með alls konar undanslætti. Niðurstaðan í þessum viðræðum er síðan sérkennileg vegna þess að þær voru nauðsynlegar til að sýna fram á að öll þau megin rök sem Jón Baldvin hefur haldið fram undanfarna mánuði hafa reynst staðlausir stafir. Það sem kallað er á hversdagsmáli rugl. Þetta vekur upp þá spurningu hvort utan- ríkisráðherra hafi vísvitandi verið að blekkja þjóðina og því hafi Davíð þurft að fara til Brussel til að leiðrétta þá blekkingu eða hvort Jón Baldvin sé svo heillum horfinn að hann sér ekki raunveruleikann," segir Ólafur Ragn- ar. Hann bætir því við að Alþýðu- bandalagið hljóti að fagna því að för Davíðs hafi sýnt fram á réttmæti stefnumótunar Alþýðubandalagsins frá 1992. „Það liðsinni kemur úr óvæntri átt, en öllu liðsinni ber að þakka sama úr hvað átt hún kemur." j JSúpassa bæði strákar og stelpur sig á þvt ao veroa ekki ofurólvi og Uka upp á hvert annaðtu að enginn skaðist á sál eðalíkama um þessa helgi. Munið bæði eftir smokknum og Stígamótum. Góða verslunarmannahelgil Stjórnkerfi borgar innar í úttekt Það hefur verið ákveðið að fara út í úttekt á stjórnsýsl- unni hjá borginni og stofn- unum hennar. Það er í fyrsta lagi í samræmi við kosningaloforð okkar í Reykjavíkurlistanum og í öðru lagi blasir við að það hefur engin endurskoðun farið fram á stjórn- kerfinu um langt árabil. Hefur af og tíl verið lappað upp á kerfið og starfsheitum breytt, að mér flnnst frekar tíl að laga kerfið að einstak- lingum, heldur en að gera stjórn- kerfið virkara, segir Guðrún Agústsdórtír forsetí borgarstjórn- ar. Samþykkt hefur verið í borgarráði að taka út ýmsa þætti í rekstri borgar- innar og er markmiðið ekki síst að leita leiða til að gera stjórn borgarinn- ar markvissari. Endurskoðunarskrif- stofu Sigurðar Stefánssonar hefur ver- ið falið að gera sérstaka úttekt á fjár- hagsstöðu borgarsjóðs og gera tillög- ur um breytta meðferð fjármála borg- arsjóðs. Sama ráðgjafafyrirtæki er með mál- efhi Strætisvagna Reykjavíkur í skoð- un. Hvað stjórnsýslukerfi borgarinnar varðar hefur Stefáni Jóni Hafstein verið falið að annast forkönnun næstu vikurnar. Þá hefur verið skipuð þriggja manna nefhd til að meta reynsluna af aðgerðum borgarinnar í atvinnumálum á undanförnum miss- erum, en efast hefur verið um gildi ýmissa átaksverkefha. „Stjórnkerfi borgarinnar er óvenju þungt í vöfum, nema þar sem einstaka maður ræður öllu og þá skortir á lýð- ræðið. Nú skoðum við stjórnkerfi borgarinnar sjálfrar, en síðan á eftir að skoða embætti borgarverkfræðings. Margir sem til embætttisins hafa leit- að þekkja það að hafa þurft að leita til margra aðila jafnvel út af smávægilegu verki. Við vonum og ætlumst til þess að úttekt leiði bæði til sparnaðar og þess að hlutirnir gangi betur fyrir sig." Guðrún segir aðspurð að það sé út, af fyrir sig eðlilegt að stjórnendur í borgarkerfinu hafi beig af slíkum út- tektum. „Það kemur alltaf upp ótti þegar hlutír eru endurskoðaðir, hvórt sem það eru ný öfl sem það gera eða eldri. Ég tel að slíkur ótti eigi að vera óþarfur því umfram allt er þetta gert með jákvæðum formerkjum. Til að laga og bæta," segir Guðrún.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.