Vikublaðið


Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 29. JÚLI1994 FjArmagnið 3 Samdráttur hjá einstaklingum á hinum innlenda fasteignamarkaði en Milljarður í húsakaup erlendis „íslendingabyggðir“ hafa á síðustu árum verið að rísa á sólarströndum Spánar og í Orlando á Florida. Með minnkandi gjaldeyrishömlum hafa fjölmargir einstak- lingar keypt sér fasteignir erlendis, alls fyrir tæpan millj- arð á nokkrum árum. Eru þá aðeins talin þau húsakaup þar sem kaupendumir hafa þurft á gjaldeyrisyfirfærslu Seðlabankans að halda. Dæmi um misbrest á tilkynn- ingaskyldu eru þær 11 íbúðir á Spáni sem Olafur Laufdal greindi þrotabústjóra ekki frá. / slendingar eiga a.m.k. 232 íbúðir og fasteignir í útlöndum, sem all- flestar hafa verið keyptar frá 1991. Kaupverð þessara fasteigna er að lág- marki um 976 milljónir króna, en oft kemur aðeins hluti kaupverðs fram í gögnum gjaldeyriseftirlits Seðlabank- ans. Að auki eru ekki inn í þessum gögnum fasteignir sem Islendingar kaupa án milligöngu eða atbeina hér- lendra stofhana, né heldur eru hér um að ræða fasteignir fyrirtækja með rekstur erlendis eða opinberra aðila á borð við sendiráða. Spánn: 48 fermetra íbúð á 2,7 milljónir króna Fjárfestdng íslendinga í fasteignum erlendis náði hámarki árið 1991 þegar keypt var fyrir rúmar 220 milljónir, reiknað á meðalgengi þess árs. Arið 1992 dróst svo fjárfesting saman um rúmlega 30 prósent er fjárfest var fyr- ir tæplega 150 milljónir króna. Arið 1993 jukust kaupin á ný þegar 29 fast- eignir voru keyptar fyrir samtals um 188 milljónir króna á gengi í lok þess árs. Sem fyrr segir eru þessar tölur ekki tæmandi, því í nokkrum tilfellum hafa kaupsamningar ekki borist og kemur þá aðeins fram sú greiðsla sem innt hefur verið af hendi, stundum að- eins lág innborgun. A fyrri hluta þessa árs gefa gögn Seðlabankans vísbend- ingar um kaup á 14 fasteignum fyrir um 45 til 50 milljónir króna, en í að minnsta kosti 5 tilfellum vantar heild- arverð eignanna. Fasteignirnar sem keyptar eru fyr- irfinnast í 17 löndum, en tvö lönd hafa algera sérstöðu. Tæplega 80 prósent fasteignanna eru á Spáni og í Banda- ríkjunum (einkum í Florida og þá sér- staklega í Orlando). Af 232 fasteign- um eru minnst 131 eða 57 prósent á Spáni. Kaupverð þessara fasteigna er með áðurgreindum fyrirvörum skráð nálægt 350 milljónum króna. Það þýðir að meðaltalsverð er um 2,7 Húsakaup Islendinga erlendis Lönd: Upphæð: Fjöldi: Spánn 349.068.116 133 Bandaríkin 357.849.900 45 Austurríki 4.781.600 1 Bretland 84.209.340 7 Danmörk 44.544.737 11 Frakkland 14.461.938 5 Holland 1.890.139 1 Belgía 1.150.000 1 Kanada 277.900 1 Kanaríeyjar 2.543.170 1 Kýpur 4.993.253 2 Luxemburg 8.114.400 1 Noregur 17.222.825 5 Portúgal 61.732.720 9 Svíþjóð 18.389.280 5 Tékkland 1.260.300 1 Tyrkland 3.990.950 1 Ótiltekið 2 Samtals 976.480.600 232 milljónir króna á hverja fasteign. Kaupin á Spáni virðast eingöngu vera bundin við sumardvalarstaði í minni kantinum eða af svipaðri stærð og ger- ist með sumarhús hér á landi. Þetta eru hús allt ffá 30 fermetrum upp í 70 fermetra, en meðaltalið liggur í námunda við 48 fermetra. Florida: 162 fermetra hús á 8 milljónir króna Um 45 íbúðir eða 19,5 prósent eru skráðar í Bandaríkjunum, fyrst og fremst í Florida-fylki, þar s.eni nálægt 36 íbúðanna eru. Hér er um öllu dýr- ari fasteignir að ræða því kaupverð þeirra er skráð um 360 milljónir króna. Hver fasteign kostar með öðr- um orðum að meðaltali um 8 milljón- ir króna. Hér er um að ræða mun stærri fasteignir en á Spáni, á bilinu 115 til 200 fermetrar og liggur meðal- talið í námunda við 162 fermetra. Fasteignirnar í Bandaríkjunum eru því nálægt þrefalt stærri og dýrari en á Spáni. I þriðja sæti er Danmörk með 11 í- búðir og þar hefur hver fasteign kost- að um 4 milljónir að meðaltali. 9 þess- ara fasteigna eru í Portúgal, 6 í Bret- landi, 5 í Svíþjóð, 5 í Noregi og 5 í Frakklandi. A Spáni hafa þróast nokkurs konar nýlendur Islendinga í þessu sambandi, þar sem kaupendur hafa gjarnan vilja fá sumarhús sem eru í námunda við hús annarra Islendinga. Svipað rná segja um ákveðin hverfi í Orlando á Florida. Þess má geta að búast má við því að kaup Islendinga á fasteignum erlendis aukist með breyttum reglum. Með á- kvörðun Seðlabankans um kaup á fasteignum erlendis, sem öðlaðist gildi 1. september 1990, var innlend- um aðilum heimilt að kaupa fasteignir erlendis. Kaupverð mátti í fyrstu ekki vera hærra en 3,75 milljónir króna. Fjárhæðarmörkin voru hækkuð 1. jan- úar 1992 ogfelldniður 1. janúar 1993. Seðlabankinn kannar gjaldeyrisyfirfærslu fram- hjá kerfinu Af þessum 232 fasteignum Islend- inga erlendis eru engar sem tilheyra opinberum aðilum á borð við sendi- ráð; eigendur þessara fasteigna eru fyrst og ffemst einstaklingar með lög- heimili hérlendis, en eiimig einstaka fyrirtæki eða félög. Þarna er ekki að finna fasteignir sem menn kaupa án atbeina íslenskra gjaldeyrisyfirvalda með einum eða öðrum hætti. I því sambandi minnast menn vafalaust þess að við meðferð á þrotabúi Olafs Laufdals veitingamanns komu í ljós alls 11 íbúðir á hans nafni og eigin- konu hans, sem ekki fundust á skrám hérlendis. Vikublaðinu er kunnugt um að Seðlabankinn rnuni rannsaka með hvaða hætti kaup á þessum fast- eignum gátu átt sér stað án þess að það kæmi ffam hérlendis, þ.e. með hvaða hætti yfirfærsla á gjaldeyri fór ffam. Það skal undirstrikað að í þessari umfjöllun er ekki um að ræða húsa- Nokkur dæmi af húsakaup- unum 26. apríl síðastliðinn var tilkynnt um kaup á 45 fermetra íbúð í raðhúsi á Torrevieja á Spáni fyr- ir 3,35 milljónir peseta eða á nú- verandi gengi um 1,8 milljónir króna. 23. apríl síðastliðinn var skrifað undir kaupsamning þar sem ís- lendingur kaupir 170 fermetra einbýlishús í Florida og kaup- verðið tilkynnt 97.500 dollarar eða um 6,7 milljónir króna. 22. apríl síðastliðinn var skrifað undir kaupsamning, þar sem ís- lendingur kaupir 120 fermetra einbýlishús í Surrey á Englandi fyrir 170 þúsund pund eða um 18 milljónir króna. 1. júrtí í fyrra var skrifað undir kaupsamning þar sem íslending- ur kaupir 200 fermetra einbýlis- hús í Florida á 230 þúsund doll- ara eða nálægt 16 milljónir króna. 30. júlí í fyrra var tilkynnt um kaup á íbúð á Kýpur og kaup- verð sagt tæplega 25 þúsund dollarar eða um 1,7 milljónir króna. 31. mars í fyrra var skrifað undir kaupsamning á 72 fermetra íbúð á Torrevieja fyrir 7 milljónir pes- eta eða um 3,7 milljónir króna. 5. mars ( fyrra var skrifað undir kaupsamning á 100 fermetra íbúð í London sem kostaði hvorki meira né minna en 293 þúsund pund, eða á núverandi gengi um 31 milljónir króna. 1. desember 1992 var skrifað undir kaupsamning á 60 fer- metra raðhúsaíbúð í Los Angel- es og þótt íbúðin sé lítil kostaði hún 260 þúsund dollara eða yfir 25 milljónir króna. 14. september 1992 var tilkynnt um kaup á 80 fermetra íbúð í Kusadasi í Tyrklandi og kaup- verðið sagt 95 þúsund þýsk mörk eða yfir 4 milljónir króna. kaup íslendinga sem skráð hafa lög- heimili sitt erlendis. Þá er ástæða til að undirstrika að öll þau húsakaup sem hér er fjallað um eru samkvæmt settum lögum og reglum og því á eng- an hátt tortryggileg. Dæmið af Olafi Laufdal er af hinu gagnstæða. Minni kaup á sumarhús- um hér og meiri kröfur Hér á Islandi hefur verið deyfð í fasteignakaupum og íbúðarbygging- uin allt frá 1991. Fyrir utan efhahags- samdrátt og kaupmáttarrýrnun má ekki síður rekja samdráttinn í fast- eignakaupum tíl þess er stjórnvöld á- kváðu að lækka þakið á húsbréfum úr 9,6 milljónum í 5 milljónir, en það dró verulega úr kaupum á stærri eignum. Hér verður ekkert fullyrt uin hugsan- leg tengsl rnilli fasteignakaupa erlend- is og samdráttar hérlendis, þau eru sjálfsagt ekki mikil samanborið við aðra áhrifaþættí. Hins vegar hafa við- skiptí með sumarhús hérlendis breyst. „Það er ýmislegt sem segir mér að með minnkandi hömlum hafi menn í frekara mæli en áður fjárfest í sumar- húsum erlendis en á Islandi. Fólk ger- ir nú mun meiri kröfur en áður varð- andi staðsetningu á sumarhúsunum og hvað húsunum fylgir; það t.d. selst varla sumarhús hér nema tryggt sé að því fylgi nægt heitt vatn og rafmagn. Frá því þessar hömlur minnkuðu á fjárfestíngu erlendis hefur ekki verið sama efrirspurnin efrir sumarhúsum hér á landi. Sem segir mér að fólk hafi frekar flutt peningana út og keypt er- lendis,“ segir Jón Guðmundsson í Fasteignamarkaðinum, formaður Fé- lags íslenskra fasteignasala. Ekki er vitað tíl þess að eigendur fasteigna erlendis, t.d. eigendur sum- arhúsa, hafi myndað með sér félags- skap. En talsmaður Sambands félaga sumarhússeigenda hér á landi, Krist- ján Jóhannsson, er ekld hissa á því að margir kaupi sumarhús erlendis. Sumarhusamál hér heima í graut „Ég veit svo sem ekkert um sumar- hús erlendis, en hitt veit ég að málefhi sumarhúsaeigenda hérlendis eru í ein- um graut og er óskaplegt til þess að hugsa hvernig að þeim málum er stað- ið. Við búum við vitlausar reglur og afskiptalaus sveitarfélög. Það ætla allir landeigendur að græða á því að búta sundur lönd sín til að selja sumarhúsa- lóðir og sveitarfélögin ætla að græða á fólkinu með óheyrilegum gjöldum, án Einbýlishús á Florída, nokkuð dæmigert fyrír þau hús sem íslending- ar hafa verið að kaupa þar. þess að veita viðunandi þjónustu á mótí,“ segir Kristján. Kristján var fyrir hönd sambandsins í nefnd á vegum félagsmálaráðuneyt- isins sem skoðaði tekjustofnamál, skipulagsmál og réttindi og skyldur varðandi sumarhús og skilaði nefndin skýrslu fyrir nokkru, en Kristján neit- aði að skrifa undir álit nefndarinnar. „Þar var kveðið á um að sveitarfélögin hefðu heimild til að veita þjónustu. Ég vildi auðvitað að þeim væri það skylt. Það væri hægt að hafa langt mál um það andstreymi sem sumarhúsaeig- endur á íslandi búa við, yfirvöld vinna öll gegn hagsmunum þessa fólks,“ segir Kristján. Ofangreind kaup Islendinga á fast- eignum erlendis eru í sainræmi við aðrar fjárfestingar landsmanna er- lendis, sem Vikublaðið sagði ffá í síð- ustu viku. Milljarðar í verðbréf og hlutabréf erlendis Seðlabankinn hefur upplýst að fyrstu 5 mánuði ársins hafi hrein kaup innlendra aðila á verðbréfum sem gef- in hafa verið út erlendis numið nær 5 inilljörðum króna. Kaupin þetta tíma- bilið voru reyndar 5,8 milljarðar, en bréf upp á 1 milljarð voru seld á mótí. Rúmur þriðjungur voru skuldabréf útgefin af erlendum aðilum í erlendri mynt, en þau voru keypt nettó fyrir 1,7 milljarð króna. Þessu tíl viðbótar má bæta því við að nettókaup Islendinga á hlutafé er- lendis fer vaxandi. A árinu 1992 voru nettókaupin uin 140 milljónir króna, en nýrri upplýsingar eru enn ekki fyr- irliggjandi hjá Seðlabankanum. Er þó af nógu að taka, því í árslok töldust fjárfesringareignir íslendinga í at- vinnurekstri erlendis vera tæplega 6,8 milljarðar, þar af 2,8 milljarðar í eigin fé. Stærstí hlutí fjárfestíngareigna ís- lendinga erlendis liggja í sjávarútvegs- fyrirtækjum eða 6 milljarðar. Um 75 prósent þessara fjárfesringa hafa átt sér stað í Bandaríkjunum. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.