Vikublaðið


Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 29. JÚLÍ 1994 Rd§kvukyn§léðln eða sundrungar? Brot úr sögu róttækra stúdentafélaga við Háskóla íslands Samtök félagshyggjufólks við Há- skóla Islands hafa verið nokkuð til umræðu á síðum Vikublaðs- ins í vor og sumar. I þeirri gleðivímu sem vinstrimenn og félagshyggjufólk í Reykjavík komust í eftir stofnum Reykjavíkurlistans og kosningasigur hans hefur mönnum verið tíðrætt um að í Háskólanum væri ungt félags- hyggjufólk vant að vinna saman en ekki í sundur. Og vant að sigra en ekki tapa. Ekki kemur þessi söguskoðun alveg heim og saman við mína. I mínum huga hefur saga róttækra stúdenta- hreyfinga innan Háskóla ísland ekki síður verið saga sundrungar og kosn- ingaósigra en sameiningar og sigra. Eg ætla mér þó ekki að fara að hártog- ast um hvor skilningurinn sé réttari. En þar sem svo viil til að inni á tölv- unni minni á ég greinarstúf þar sem stíklað er á stóru í sögu róttækra stúd- entahreyfinga innan HI þótti mér við hæfi að endurskrifa hann tíl birtingar fyrir Vikublaðið. Og getur þá hver dæmt fyrir sig um sameiningu og sundrungu, sigra og ósigra róttækra stúdentahreyfinga í áranna rás. Greinarstúfinn umrædda skrifaði Guðmundur Auðunsson stjórnmála- ffæðingur í fyrsta eða annað tölublað Röskvu, blað félagshyggjufólks í HI. Gaf hann mér góðfúslega leyfi tíl þess að endurskrifa hann og birta hér en vildi taka fram að skrif sín hefði hann fyrst og ffemst byggt á verki Páls Björnssonar, „Saga Vöku“. Ekki hefur hann þó þurft verk annarra til að skrifa um atburði áranna '84 - !89 er hann var sjálfur í forystusveit vinstri- manna í Háskólanum. Reyndar er það umhugsunarvert að enn skuli saga róttækra stúdenta- hreyfinga ekki hafa verið tekin saman í ítarlegu máh. Væri það ánægjulegt ef þessi skrif yrðu tíl þess að hvetja ein- hvern sagnfræði- eða stjórnmála- ffæðinemann til þess að gera það að lokaverkefni sínu við HI. Sundrung hægrimanna Stúdentaráð Háskóla íslands var stofnað árið 1920 en það var ekki fyrr en 14 árum síðar, árið 1934, sem póli- tískar kosningar voru teknar upp. Tvö félög buðu fram í þessum fyrstu kosn- ingum, annars vegar Félag róttækra stúdenta, félagsskapur kommúnista, vinstrisinnaðra ffamsóknarmanna og jafnaðarmanna, og hins vegar Félag þjóðernissinnaðra stúdenta, sem aðal- lega var félagsskapur íslenskra nasista, ásamt öðrum hægrimönnum úr ung- liðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Róttækir stúdentar unnu nauman sig- Nýjar fíugur daglega Líf hins vitiboma manns á ofan- verðri 20. öld einkennist af hraða og eirðarleysi. 20. öldin er öld „upplýsingamiðlunar" þar sem meginmarkmiðið er að ná til sem flestra á sem skemmstum tíma. Um leið verður allur flóki, öll átök og í- hugun að hverfa. Þetta truflar hrað- ann. Við lifum á tíma þegar sjónvarps- fféttir eru að leysa af hólmi dagblöð og tímarit. Engin ffétt má vera lengri en 2-3 mínútur. Innantóm slagorð koma í stað raka. Auglýsingar mega ekki hafa of mikinn texta. Bækur mega ekki vera án mynda. Lokkandi um- búðir eru orðnar mikilvægari en vand- að innihald. I slíku hraðasamfélagi verður allt að vera grípandi. Aftur á móti skiptír engu máli hve lengi áhrifin vara. Þess vegna hefur líf okkar fyllst af dægur- flugum sem samkvæmt eðli og nafhi lifa bara einn dag og þá þarf nýjar í staðinn. Við erum fólkið sem þarf 365 dægurflugur á ári. Nýjar flugur dag- lega. Að sjálfsögðu einkennist öll stjórn- málaumræða af þessu sama. Hug- myndaffæði og stefna eru hugtök sem hvíla nú á ruslahaugum sögunnar. Þetta er stjórnmálasamtökum tíl trafala auk þess sem raunverulegar lífsskoðanir hafa þann ókost að lifa lengur en einn dag. Þær eru líka oftast flóknar og leiðinlegar og ná ekki til al- mennings. Þá eru hressileg slagorð betri. Sameinaðir stöndum vér Sumar dægurflugurnar hafa raunar meiri lífsþrótt en aðrar og lifna við með reglulegu millibili. Þær má því nota aftur og aftur. Ein þeirra er goð- sögnin um sameiningu „vinstriafl- anna“ en það hugtak er notað fyrir alla íslenska flokka sem eru- minni en Sjálfstæðisflokkurinn, hvaða pólitík sem þeir annars reka. Þessi goðsögn þrífst á tveimur alkunnum staðreynd- um: a. Það er ekki hægt að leggja á fólk að hafa úr fleiri kosmm en tveimur að velja („skýrir valkostír“ heitir þetta á stjómmáli). b. Það er alls ekki hægt að leggja á venjulegt fólk að muna fleiri en tvær stefnur, til dæmis vinstri og hægri (sem fólk þarf hvort sem er að muna í umferðinni). Þess vegna er um að gera að sam- eina eitthvað af þessu vinstradótí og þó að fólk í þeim hópi hafi gjörólíka stefnu í flesmm máluin gerir það ekk- ert tíl því að það á líka við um Sjálf- stæðismenn sem eiga ekkert sameig- inlegt nema trú á flokkinn. Best af öllu væri auðvitað ef Sjálf- stæðisflokkurinn og þessi nýi „vinstri“ flokkur gæm síðan komið sér sainan um að bjóða bara upp á eina stefnu í hvert sinn. Þá þarf fólk bara að skoða myndir af frambjóðendum og velja þá sem eru myndrænastír. Tilraunin Röskva Nýlega las ég í blaði að sú kynslóð sem ég telst væntanlega tíl gæti nú loksins tekið gleði sína á ný. Megin- vandamál þessa fólks (sem væntanlega er milli tvímgs og þrímgs núna) er að hafa skort vænlegt vörumerki eða slagorð tíl að fylkja sér undir en þarna var þetta fólk (og ég þá trúlega líka) kallað „Röskvukynslóðin“ og kennt við sameinaða fylkingu vinstrimanna í Háskóla Islands (jafnvel þeir sem ekki hafa nein kynni af þeirri stofhun). Við gemm því tekið undir með Kól- umbusi forðum: Leitínni er lokið. Astæðan fyrir þessari nafngift er væntanlega sú að fyrir sex árum var stofnuð ný fylking vinstrimanna í Há- skólanum og hefúr síðan boðið fram í kosningum tíl Stúdentaráðs, samtaka stúdenta þar. Fyrstu árin (áður en Röskvukynslóðin hafði öðlast meðvit- und) beið félagið raunar ósigur í þeim kosningum en vorið 1991 bar það sig- ur úr býtum og hefur síðan haldið meirihluta í Stúdentaráði í þrennum kosningum. Lærdómurinn af þessu er auðvitað: Vinstrimenn í öllum flokk- um, sameinist og sjá, fyrir yður mun upp lokið verða. Hvað hefur Röskva gert síðan ann- að en að vinna kosningar? Félagið hefur séð um ýmsa menningarvið- hurði og uppákomur með miklum myndarbrag. Það hefur sýnt að vinstrimenn geta rekið fyrirtæki með hagnaði. Því hefur á glæsilegan hátt tekist að halda nokkurn veginn sömu stefnu í lána- málum og félagsinálum og Vaka, félag hægrimanna, og í suinurn tílvikum framkvæmt stefriu Vöku mun betur en Vaka sjálf. Stefha Röskvu í menntamálum er með öllu óráðin gáta. Hver er þá ávinningur vinstri- manna af sigrum Röskvu ár eftír ár? Næsta lítill, nema auðvitað að þeir geta gengið uppréttir og sagt: Við erum sigurvegarar (Röskvukynslóðin segir væntanlega: „We are the Champions“ eins og í vinsælu dægur- lagi). Ungt vinstrifólk, því að til þess vís- ar væntanlega heitið - fremur en til formanns Heimdallar og annarra af þessari sömu kynslóð - hefur undir merkjum Röskvu sýnt að það getur unnið glæsilega sigra á sameiginleg- um lista þegar engin málefhi eru leng- ur fyrir hendi tíl að deila um. Það get- ur unnið saman að því að berjast fyrir sömu málum og Vaka gerði áður. Röskva hefur bestu slagorðin, bestu veggspjöldin og bestu kosningaher- ferðirnar og hún getur byggt stúd- entaíbúðir jafh vel ef ekki betur en Vaka, útvegað stúdentum sumarstörf jafh vel ef ekki betur en Vaka og mót- mælt menntamálaráðherra Sjálfstæð- isflokksins af sama kraftí og Vaka starfsbróður hans úr Alþýðubandalag- inu. Það hefur líka sýnt sig að vinstri- mönnum gengur langbest að sigra þegar engin vinstristefna (a.m.k. eng- in sem Arni Sigfusson gæti ekki skrif- að undir) flækist fyrir þeim. Henni er ekki tíl að dreifa í Stúdentaráði. Röskvukynslóðin Hvað einkennir þá þessa nýju kyn- slóð vinstrimanna sem nú er búið að skíra? Eklci þykist ég geta greint það allt í einni grein en ætla þó að hefja umræðuna með því að nefha nokkur atriði. a. Þetta er kynslóð hraðans og vinn- ur því sína stærstu sigra í slagorðum, umbúðum og fimm mínútna grein- ingu á vandamálum heimsins. b. Þetta er „póstmóderníska“ kyn- slóðin sem trúir ekki á neitt og síst af öllu sósíalisma eða annað sem stendur undir nafni sem hugsjón af einhverju tagi. c. Þetta er lata kynslóðin sem nenn- ir ekki að hugsa of lengi og mikið um málin - enda hefur hún ekki tíma tíl þess. d. Þetta er neyslukynslóðin, draum- ur auglýsandans. Kynslóðin sem ávallt mun velja hlutí fram yfir hugsjónir. e. Þetta er uinburðarlynda og opna kynslóðin. Hún er ekki föst í neinum hugsjónum sem takmarka víðsýni hennar. f. Þetta er leitandi kynslóðin en leit hennar takmarkast ávallt af íhaldssemi velferðarinnar. Þetta er hið fyrsta sem mér dettur í hug um Röskvukynslóðina. Undir hennar forystu mun gengi „vinstri- flokkanna“ örugglega aukast. En raunveruleg vinstristefna á vonandi líf sitt undir einhverju öðru. Höfundur er íslenskunemi við HÍ. » V ♦ • t t 1 , « í >

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.