Vikublaðið


Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 29. JULI1994 Viöhorf 7 Launabarátta á siðferðilegum forsendum Ibók sinni Siðfræði lífs og dauða hefur höfundurinn, Vilhjálmur Amason, það efrir þýska heim- spekingnum Jurgen Habermas „að siðffæðileg hugsun hafi verið gerð burtrækúr nútíma samfélagi". Látið er að því liggja að þessi afneitun sið- ferðilegrar hugsunar sé fylgifiskur tæknihyggjunnar, það sé ekki leng- ur til siðs að ræða um hluti á sið- ferðilegum forsendum. Jafnréttishugsjónin er hornsteinn siðmenn- ingarinnar Þessi orð hafa gjarnan komið upp í hugann þegar ég hef lesið eða heyrt umræður um launamál að undanfömu. Eg hygg að í hugum allra ærlegra manna og kvenna hafi það verið frágengið mál fyrir ára- tugum, jafnvel öldum, að allir menn væra fæddir jafnir og að allir menn undantekningarlaust, ungir sem gamlir, sjúkir og heilbrigðir, ættu kröfu á því að fá að lifa mannsæm- andi lífi að svo miklu leyti sem það var á mannlegu valdi. Að vísu hefur það gengið misjafnlega að útfæra þessa hugmyndaffæði í gegnum árin, en það haggar ekki þeirri stað- reynd að jafnréttishugsjónin og rétturinn til lífsins era hornsteinar þeirrar siðmenningar sem við stát- um okkur stundum af. Hvað varð af réttlætis- kenndinni? Barátta verkalýðsins fyrir bættum kjöram var löngum háð fyrst og ffemst á siðffæðilegum forsendum, út ffá jafriréttiskröfunni og kröfunni um réttinn til lífsins. Verkalýðsfor- ingjarnir á fyrri hluta aldarinnar þurftu ekki margbroma töluffæði eða hagspekinga til að heyja sína launabaráttu, en þeir vora sið- menntaðir menn og það skipti sköpum. Réttlætiskenndin vísaði þeim veginn, sú bjargfasta sannfær- ing að allir menn væra fæddir jafhir og siðgæðisvimnd þjóðarinnar var svo vel vakandi að málflutningur þeirra fékk hljómgrann. Þeir unnu hvern sigurinn af öðram undir þess- um merkjum. Sannleikurinn aðeins á tölvutæku formi En nú er hafinn annar óður. I launamálaumræðunni er nú ekki minnst á rétt eins eða neins, allra síst hins veika. Jafnrétti er eitthvað sem menn skammast sín fyrir. Það eitt er rétt sem hægt er að reikna út og tölvukeyra. Svo virðist sem eng- inn hafi rétt til lífsins nema sá sterki og ríld. Latmabarátta, ef um baráttu er að ræða, er háð á svokölluðum hagffæðilegum eða efnahagslegum forsendum. Það era tölurnar sem gilda, en aldrei er minnst á siðferði- legan rétt. I stað siðferðilegra raka er beitt tölum og töluffæði sem enginn virðist þó vita með vissu hvað merkir, sSr. launavísitöluna. Það er á þessum efhahagslegu for- sendum sem nú er krafist lækkunar TOKUM ár yUIVIFERÐAR RAÐ á lægstu launum og kallað sveigjan- leiki á vinnumarkaði. Ekki spurt hvort hægt sé að lifa af laununum Þessi krafa er um launalækkun niður fyrir 50 þúsund á mánuði um ótiltekna upphæð og er þá eingC'ngu átt við lægstu launin. Þegar spurt er hvort hægt sé að lifa af þeirri upphæð fæst ekkert svar. Umræða um það er gerð burtræk, krafan um að fá að lifa mannsæmandi lífi fæst ekki rædd. Þessi leið, að lækka lægstu launin til að bjarga efnahagsvanda, var far- in í Bandaríkjum Norður-Ameríku með þeim afleiðingum að 30 millj- ónir launþega þar í landi urðu að þiggja af sveit þrátt fyrir fulla vinnu. Siðfræðileg tómhyggja ríkjandi Launastefha af þessu tagi er sið- leysi. I þjóðfélagi þar sem slík launastefna er sett ffam án teljandi andmæla, þar hefur siðffæðileg hugsun verið gerð burtræk. Þar rík- ir siðffæðileg tómhyggja. Þegar ofan á þetta bætist svo að stór hópur forréttindamanna fær að skammta sér á sama tíma laun sem nema allt að tvítugföldum verka- manns auk hlunninda þá kastar fyrst tólfunum. Krafan um jafhrétti er svo gjörsamlega gleymd að jafhvel forystumenn láglaunafólks minnast varla á hana. Sumir segja að það sé vegna launakjara verkalýðsforingj- anna. Latmamunur af þessu tagi er sið- leysi. Þjóðfélag sem lætur þetta við- gangast hefur glatað velsæmistil- finningu sinni, þar hefur siðffæðileg hugsun verið gerð burtræk. Og sú láglaunastétt sem ekki andæfir slíku siðleysi á ekki glæsta ffamtíð fyrir sér. Launþegasamtökin þurfa siðferðilega end- urnýjun Þær staðreyndir sem hér hefur verið drepið á sýna kannski fyrst og ffemst að launabarátta sem háð er eingöngu með svokölluðum hag- ffæðilegum rökum er vonlaus. Það era hin siðferðilegu rök sem eiga fyrst og ffemst að móta launabarátt- una. Það er skylda launþegasamtak- anna að sjá um að svo verði. Launa- greiðendur hafa aldrei beitt fyrir sig siðferðilegum rökum, enda kannski ekki í þeirra verkahring eins og í pottinn er búið. Það þarf að vekja upp kröftuga umræðu um launamál á siðffæðileg- um forsendum. Viðbrögðin við úr- skurði Kjaradóms um laun hátekju- manna á sínum tíma sýna að það er hægt að heyja slíka launabaráttu með árangri. Það þarf aðeins einurð og góðan málatilbúnað - og óbrenglaða réttlætiskennd almenn- ings Höfundur er fyrrveraridi heilsugæslulæknir. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Borgaðu rafmagnsreikninginn áður en þú ferð í fríið! n^iiniCí I 8 iim: I n ánægjulegri Það er ómetanlegt að komast í gott sumarfrí en það er líka notalegt að koma heim aftur — ef allt er í lagi. Áður en við förum göngum við tryggilega frá öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn svo að heimilistækin geti sinnt skyldum sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur strax við heimkomuna. ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur þar á bætast við dráttarvextir - og þá er líka stutt í hvimleiða lokun. Rafmagnsreikningar eru sendir út á tveggja mánaöa fresti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur næsta mánaðar eftir útgáfudag. Ef reikningur hefur ekki verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir. Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykja- víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi. Láttu rafmagnsreikniiiginn hafa Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og forgang! J3 V u-> RAFAAAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 ... 108 REYKJAVÍK SÍMI 60 46 00

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.