Vikublaðið


Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 4
VIKUBLAÐIÐ 12. AGUST 1994 Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar áður en Jóhanna stökk Fréttir af andlátinu reyndust ýktar, en bó ekki stórlega, Heiladauði ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur ákveðið að hanga saman til næsta vors en í hugum allra er ríkisstjómin öll. Undanfarna mán- uði hefur lífi verið haldið í henni með nýjustu tækni og vísindum læknis- ffæðinnar. í raun höfðu tækin gefist upp á því að dreifa þessum fáu blóð- dropum sem enn eru eftir í húknum. Öndunarvélin hafði verið tekin úr sambandi en þá gerðist hið óvænta: Lífið fjaraði ekki út. Jón Baldvin og félagar vildu ekki gera Davíð Odds- syni til hæfis, leyfa sjúklingnum að deyja og fara út í haustkosningar. Jón Baldvin veit að nú er samúðin með Jó- hönnu Sigurðardóttur í hámarki. Hann treystir sér frekar til að leggja út í erfiðan ágreining um afgreiðslu hallafjárlaga en að takast á við Jó- hönnu í kosningum. Öllum eru minn- isstæð síðustu þinglok þegar allt ætl- aði vitlaust að verða út af sjávarút- vegsmálum og landbúnaðarmálum. Jón Baldvin kýs ffekar að vaða út í for- arpytt hallafjárlaga á kosningavetri en að berjast við Jóhönnu um atkvæðin. Þeir komu með roða í vöngum frá Viðey Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var ætlað að hefja nýtt og langvarandi við- reisnarskeið og í upphafi var útlitið gott, því Davíð ogjón Baldvin komu úr Viðeyjarferð hressir perluvinir með sérstakt trúnaðarsamband og roða í vöngum. Þegar nú er horft upp á fylu- svipina og rústirnar og ruslið á stjórn- arheimilinu undrast manni að stjórnin skuli þó hafa haldið velli í næstum heilt kjörtímabil. Svipur sterka mannsins á andliti Davíðs Oddssonar er horfinn fyrir lifandi löngu og í dag dettur engum í hug menn á borð við Ólaf Thors eða Bjarna Ben þegar þeir sjá Davíð. Þegar menn virða Davíð fyrir sér í dag sjá menn einna helst Hrafn Gunnlaugsson fyrir sér og fá hroll og gæsahúð. Stjórnin lagði afstað vorið 1991 og sagðist æda að búa tíl sáttargjörð um sanngjörn kjör með sérstöku tilliti til hinna tekjulægstu og barnafjöl- skyldna. Hún boðaði lækkun ríkisút- gjalda og jafnvægi í ríkisrekstri, en án hækkunar skattbyrði. Hún sagðist ætla að tryggja öllum tældfæri til menntunar við sitt hæfi. O.s.frv. Kjós- endur fá ekki að dæma ffammistöðuna í haust, eins og hefði verið við hæfi á afmælisári lýðveldisins. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar var að gefa út hvítu bókina „Velferð á varan- legum grunni" unt nýja viðreisn en sú bók var ansi fljót að gleymast og fýrir- finnst helst í fornbókaverslunum. Ráðherrarnir sneru sér að öðrum verkefnum. A fyrstu mánuðum sínum í embætti létu Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson kaupa undir sig nýja bíla. Rikisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að fara hefði átt í gegnum Innkaupastofnun ríkisins með kaupin, leita tilboða og leggja kaupin fyrir Bílanefnd ríkisins, en hvorugt af þessu var gert. Um svipað leyti komst ríkisskattstjóri að þeirri niðurstöðu að ráðherrarnir ættu að borga skatt af bílaffíðindum sínum. Fjármálaráðherra lét af sinni alkunnu snilld búa til nýjar reglur og strikaði samstundis út 4 milljón króna skatt- skuld þeirra kolleganna. Bílamál hafa löngum verið ráðherrum erfið. Stálu frá fátækum og færðu þeim ríku Ríkisstjórnin var ekki búin að sitja lengi þegar álversdraumurinn varð að engu. Hún missti því strax stóran spón úr aski sínum. I janúar 1992 hóf stjórnin síðan atlögu sína að sjúkling- um með lögum þar sem kveðið var á uin greiðslu sjúklinga fyrir læknishjálp og aukna þátttöku þeirra í lyfjakostn- aði. Þrátt fyrir þetta færði launþega- hreyfingin ríkisstjórninni gjöf í apríl sama ár þar sem niðurstaðan var að- eins 1,7 prósent launahækkun. Fáein- um mánuðum síðar ákvað Kjaradóm- ur hins vegar að hækka laun embættis- mannastétta landsins verulega. Neyddist ríkisstjórnin til að gefa út bráðabirgðalög til að afnema dóm Kjaradóms. Og alþýðunni hefur verið sagt að éta það sem úti ffýs. Hún hefur fengið á sig ómælda skattpíningu og hrika- lega launalækkun. Barnabætur hafa verið lækkaðar. Sjómannafrádráttur sömuleiðis. Endurgreiðsla tannlækna- kostnaðar hefur verið lækkuð. Ný þjónustugjöld hafa verið tekin upp, skólagjöld lögð á. Staðgreiðsluhlutfall skatta hefur hækkað verulega en per- sónuafsláttur lækkað. Bifreiða- og bensíngjöld hafa hækkað. Atvinnu- leysi hefur fjórfaldast, úr 1,5% í nær 6%. Vextir eru enn geysilega háir og einhverjir þeir hæstu í heiminum. Skuldir heimilanna vaxa jafnt og þétt, því fólk þarf að grípa til örþrifaráða til að framfleyta sér og sínum. Frá því best lét árið 1987 hefur VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Bíldshöfða 16 - Pósthólf 12220 -132 Reykjavík Asbest Innöndun asbestsryks getur valdið alvarlegum sjúkdómum Samkvæmt reglugerð nr. 74/1983 er allur innflutningur og notkun á asbesti bannaður. Vinnueftirlit ríkisins getur, að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, veitt undan- þágu frá banninu, ef önnur efni geta ekki komið í stað asbests. Engar undanþágur eru í gildi frá ofangreindu banni. Sérstaklega er vakin athygli á að bannið gildir einnig um allan búnað í vélar og bifreiðar. Sækja verður um leyfi til innflutnings og notkunar í hverju tilviki fyrir sig, ef önnur efni geta ekki komið í stað asbests. Sam- kvæmt reglum nr. 75/1983 um asbest er öll vinna með asbest og þar á meðal niðurrif á byggingum, byggingar- hlutum og búnaði bönnuð nema með leyfi Vinnueftirlits ríkisins. Vinnueftirlit ríkisins veitir uþþlýsingar í sambandi við heilsufarshættu vegna asbests og undanþágu á notkun þess. Sjúkrahúsið á Húsavík hf. Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða í eftirtalin störf: Stöður hjúkrunarfræðinga á legudeildum. Stöðu hjúkrunarfræðings á skurð- og skiptistofu, 80%. Viðbótarstarf á deildum ef óskað er. í sjúkrahúsinu er rúm fyrir 62 sjúklinga. Á Húsavík eru rúmlega 2.500 íbúar. Þar er grunnskóli, framhaldsskóli og tónlistarskóli. Góð aðstaða er til úti- vistar, íþrótta- og heilsuræktar. Góðar samgöngur við suðvesturhornið. Fr(á Húsavík er stutt til margra af feg- urstu náttúruperlum landsins. Húsnæði og önnur fyrirgreiðsla fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Aldís Friðriksdóttir hjúkrunar- forstjóri í síma 96-40500 og 96-40542.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.