Vikublaðið


Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 11500 FJÓRFALDUR 1. VINNINGUR Steingrímur J. Sigfússon: Is- lendingar þurfa að verjast ásökun- um um stjórnlausar veiðar með yfir- lýsingu um að þeir muni hafa eftirlit með veiðum íslenskra skipa og grípa til aðgerða ef ástæða þykir til. íslend- ingar þurfa stefnu í úthafs- veiðum Islenskir sjómerm og útgerð- armeitn hafa skrifað nýjan kafla í sjávarútvegssögu lands- ins með því að sækja afla á fjar- læg mið. Nú er komið að því að stjómvöld móti stefnu í út- hafsveiðum. Þetta segir Stein- grímur J. Sigfússon þingmaður og varaformaður sjávarútvegs- neffidar alþingis. - Við þurfum að undirbyggja rétt okkar með skynsamlegum rökum, meðal annars þeim að við áskiljum okkur rétt til að nýta fiskimið í samræmi við ákvæði Hafréttarsáttmálans. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld lýsi yfir vilja sínum til að hafa samráð við viðkontandi aðila og að þau séu tilbúin til að takmarka sóknina gerist þess þörf, segir Steingrímur J. Sigfusson. Hann bendir á að Rússar mót- mæltu veiðum Islendinga í Srnug- unni á þeim forsendum að um ó- heftar veiðar sé að ræða. Islend- ingar þurfi að verjast ásökunum urn stjórnlausar veiðar með yfir- lýsingu um að þeir muni hafa eft- irlit með veiðum íslenskra skipa og grípa til aðgerða ef ástæða þykir til. Steingrímur telur óráðlegt að setja lög um veiðarnar með tilliti til þess hversu viðkvæmt ástandið er. - Vegna ffammistöðu íslenskra sjómanna og útgerðarmanna get- um við verið bjartsýn á það að hafa unnið okkur varanlega hlutdeild í úthafsveiðiafla. Það er ekki fyrir stuðning stjórnvalda sem þetta hefur tekist, enda hefur ríkis- stjórnin dregið lappirnar í málinu. En nú er kominn tími til að ríkis- stjórnin taki sig á og vinni sína heimavinnu, segir Steingrímur J. Sigfusson. Þingflokkur og formenn kjördæmisráða bera saman bækur á vinnufundi um helgina. N'eytendasamtökin hafa boðið forsvarsmönnum viðskiptaráðuneytisins, banka og sparisjóða á fund til við- ræðna um ágreining um réttmæti þeirra þjónustugjalda sem fésýslu- stofnanimar hafa dengt yfir lands- menn. Má skilja á fundarboðinu að í Ijósi þessara viðræðna verði á- kveðið hvort Neytendasamtökin grípi til aðgerða til að reyna að hnekkja þessum nýju gjöldum. I sömu andrá og fundarboðið var sent út hófu bankamir að inn- heimta 55 til 200 króna milli- fierslugjald af debet-kortum. Jón Magnússon formaður Neyt- endasamtakanna segir í samtali við Vikublaðið að ákaflega erfitt sé að ána sig á því hvert bankastofnanirnar séu að fara með gjaldtöku sinni. „Eðlileg- ast væri að hver banki fyrir sig hefði stefnu út frá mismunandi kostnaði vegna mismunandi þjónustu, annars vegar gagnvart föstum viðskiptavin- um sínum, sem t.d. hafa reikning í bankanum og hins vegar gagnvart þeirn sem fá tilfallandi þjónustu. En þarna virðast menn koma á samráðs- fundi og bara sisvona ákveða að taka upp þetta gjald eða hitt. Reikningseig- endur fá vanskilagjald, útskriftargjald, úttektargjald, millifærslugjald og þar fram eftir köflunum. En utanaðkom- andi aðili gemr labbað inn í banka og fengið millifærsluþjónusm áji þess að greiða krónu, þótt gjaldkerinn þurfi að nota tæki og eyða tíma.“ - Neytendasamtökin vilja að banka- Bankarnir samræma aðgerðir til að fá meira í sinn hlut og til að vega upp töpuð út- lán. Neytendasamtökin spyrja: Hvað kemur næst? Mynd:ÓI.Þ. stofnanirnar endurskoði þjónusm- gjöldin. Teljið þið þau vera bæði of há og óeðlileg til að byrja með? „Við erum ekki að segja að þjón- ustugjöld séu útilokuð. Við höfum einmitt verið að segja að það sé óeðli- legt að skuldarar greiði ineð vöxtum allan bankakostnaðinn. Þá er að skil- greina hvernig greiða skuli fyrir slíka þjónusm og við segjum að það sé ekk- ert einkainál bankastofnananna sam- eiginlega. Það er ekki eðlilegt að bankarnir taki einhliða ákvörðun um þetta. Ef kaupmenn hringja sín á milli og ákveða sameiginlegt verðlag þá er það kallað ólögmætt verðsamráð. Við eruin einfaldlega að tala um sama hlutinn.“ - I lefur verið tekið saman hversu þjónustugjöldin nýju safnast saman í háar upphæðir? ,Já, já, þetta hefur verið metið. Eg inan ekki töluna nákvæntlega, en þetta skiptir hundruðum milljóna króna. Þetta safhast þegar sainan kemur. Ég myndi vilja vera í þeirri stöðu að ef einn banld innheimti 19 króna færslu- gjald á hverja ávísun gæti ég ákveðið að versla frekar við næsta banka sem tæki lægra gjald eða jafiivel ekkert gjald. Nú hafa fféttir borist af því að Sparisjóður Onfirðinga ætli að gera tilraun með að hafa ekki þessi þjón- usmgjöld. Ég vona að viðskiptin auk- ist hjá honum.“ - Talsmaður bankakerfisins hefur sagt í útvarpi að samráðið um gjald- skrána sé einfaldlega tala sem bank- arnir fá ffá reiknistofnun bankanna? „Það er ekki gild skýring, því kostn- aður bankanna af þjónusmnni hlýmr að vera mismunandi. Fjöldi færsla er mismunandi og strúktúrinn er mis- munandi. Ég á ffekar von á því að þetta sé eftiráskýring og síðari tíma réttlæting. Ef kosmaður Reiknistofu bankanna er 19 krónur á hverja ávísun þá held ég að það mætti taka Reikni- stofuna til skoðunar.“ - Er fólk að fá eitthvað á móti þjón- usmgjöldunum, hagstæðari vaxtamun eða eitthvað slíkt? „Vextir fóru lækkandi ákveðið tímabil, en ýmislegt bendir til að þeir séu á uppleið á ný. Hitt skiptir meiru að vextir eru og hafa verið óeðlilega háir hér á landi og það er vart hægt að segja að bankarnir lækki vexti til að taka upp þjónusmgjöld í staðinn. Þeg- ar vextirnir fóru upp varð engin um- ræða um þjónusmgjöldin. Þetta eru einfaldlega samræmdar aðgerðir bankastofnananna til að fá meira í sinn hlut. Ef til vill til að vega upp töpuð útlán. Og maður spyr: Hvað kemur næst? Ætla þeir t.d. að taka færslugjald af kreditkortanotkun ofan í gjaldtöku greiðslukortafyrirtækj- anna?“ Þingflokkur og formenn kjiirdæmaráða Alþýðu- bandalagsins hittust á vinnufundi á laugardag til að ræða undirbúning kosninga. A fundinum var stjómmálaá- standið rætt og farið yfir skipu- Iag og undirbúning framboða í kjördæmunum. Málefnastaða t Alþýðubanda- lagsins er sterk í upphafi kosn- ingavemrs og flokkurinn býr að skipulegri vinnu síðusrn missera sem sett hefur verið ffam í Grænu bókinni, Utflutningsleiðinni. Þegar fundurinn var haldinn hafði Davíð Oddson forsætisráð- herra ekki blásið af fyrirætlanir sínar að efna til haustkosninga en í máli fundarmanna kom frain að AJþýðubandalaginu var ekkert að vanbúnaði og tílbúið í kosningar með skömmum fyrirvara. I umræðum um stjórnmálaá- standið kom ffain að Alþýðu- Jóhann Ársælsson þingmaður sá spaugilegu hliðina á pólitíkinni. bandalagið er tilbúið til samstarfs við einstaklinga og samtök sem vilja vinna að framgangi stefnu jafnaðarmanna. Bönkum hótað hörðu vegna þjónustugjalda Alþýðubanda- lagíð í upp- hafí kosn- ingaveturs

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.