Vikublaðið


Vikublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 8
8 Heimurinn VIKUBLAÐIÐ 19. AGUST 1994 Skyggðu löndin hafa þurft að sæta skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og/eða Heimsbankans um „nútíma- væðingu" efnahagslífsins á tímabilinu 1980-91. Ástœðan er ekki skortur á mat heldur skortur á lýðrœði Ruslahaugur á Filíppseyjum og nokkrir þeirra fjölmörgu sem þangað þurfa að sækja lífsviðurværi sitt. Walden Bello: Dark Victory. The United States, Structural Adjustment and Global Poverty. Pluto Press í samvinnu við Food First og Transnational Institute, London 1994. 148 bls. Síðastliðin fimmtán ár hafa mikil umskipti átt sér stað í heiminum, svo mikil að hinar raunverulegu breytingar virðast hafa farið fram hjá mörgum - trén skyggðu á skóginn. Hungur, fátækt, ójafnrétti og um- hverfiseyðing hefur farið stigvaxandi í þriðja heiminum; svarta Afríka ramb- ar á barini borgarastyrjaldar og bók- stafstrúarmenn hafa fest sig í sessi sem fulltrúar hinna fátæku og útskúfuðu í löndum múslima. Atvinnuleysi hefur fest sig í sessi í iðnríkjum heimsins með fylgifiskum sínum: mikil fjölgun heimilislausra og annarra útskúfaðra frá lífsins gæðum, lífskjörum og ör- yggi þeirra sem vinnu hafa hrakar á meðan minnihluti safnar miklum auði. Austantjaldslöndin hrundu eins og spilaborg: einstaklingar, mafíur og fjölþjóðleg fyrirtæki sölsuðu þar undir sig þjóðarauðinn í nafni einkavæðing- ar, og á meðan býr almenningur við eymdarkjör. Þar, sem á Vesturlönd- um, vex hægrisinnuðum öfgahópum og róttækum þjóðernissinnum fylgi. I bók sinni Dark Victory er Walden Bello að leita að samhenginu í þessari þróun. Höfundurinn er félagsfræðing- ur og var til skamms tíma fram- kvæmdastjóri „mannúðarsamtakanna“ Food First í Bandaríkjunum. Þau sam- tök ganga út frá þeirri forsendu að á- stæða hungurs í heiminum sé ekki skortur á fæðu, heldur skortur á lýð- ræði. Með rannsóknarstarfi sínu reyn- ir Food First að grafast fyrir rætur hungurs, fátæktar og umhverfiseyð- ingar og leggja þannig sitt af inörkum til að berjast gegn þeim andlýðræðis- legu stofnunum og trúarkerfum sem viðhalda þessu ástandi. Eftistríðsárin í heiminum ein- kenndust af áhrifuin Keynes á hag- fræðina. A heimavettvangi þótti sjálf- sagt að ríkisstjórnir gripu inn í efna- hagsmálin til að leiðrétta misgjörðir markaðarins. Og utanlands þótti það ekki tiltökumál þó ríkisstjórnir ný- frjálsra ríkja beittu áhrifum sínum á íslensk siðfræði Um dágimi las ég í dagblaði í flugvél, sem hafði seinkað um þrjá klukkutíma að ís- lenskum sið og jós síðan upp um sig skýjum, grein eftir fjölmiðlakóng. Efnið væri ekki þess virði að færá í aðra grein, ef kóngurinn hefði ekki farið hörðum orðum um annan fjölmiðlakóng og ásakað hann og pólitíska aðstandendur hans um hálf- partinn siðleysi, því honum hafði verið veitt hjá borginni staða sem hann var óhæfúr til að gegna, enda ekki lærður í faginu, að mati greinarhöfundar. Þetta væri ekki annað en gott og blessað, ef það hefði ekki hent sið- vædda kónginn, að fyrir nokkrum árum var hann ásakaður harðlega fyr- ir að hafa þegið ómaklega einbætti, sem hann stóð ekld undir, að mati fremstu fjölmiðlakónga ]rá. Nokkrum árum síðar, leystur úr embættinu,' án þess að hafa gert allt vitlaust á staðnuin, og kominn í nýtt, veitist hann harkalega að klíkunni í kringúm hinn kónginn, enda eflaust orðinn hreinn af syndum sinnar klíku, ef nokkrar hafa verið. Það merkilegasta í málinu er, að fregnir herma frá ótal kóngum, þótt ekki sé það haft í hámæli, að munur- inn á umræddum kóngum sé aðeins sá, að siðvæddi kóngurinn hafi unnið sig frá ótrúlegri róttækni og hatri á afturhaldinu upp í það að verða á miðjum aldri ástmaður þess. Hins vegar hafi sá siðlausi komist í þætti í fjölmiðlum og þá aðstöðu að vera tal- inn til kyntrölla, svo þegar hann nál- gaðist fertuga skóginn fór hann að ráfa eða villast til róttækni og ritstarfa og byrjaði að langa í bitlinga. Slíkt er ekkert einsdæmi á Islandi. Hér hefur löngum verið lítið um stóra bita handa stórlynduin kóngum, en nóg af bitlingum, svo kröfum um sið- gæði hafa menn fremur beint að öðr- um en sjálfum sér. Þetta er samkvæmt erfðum frá Iúterskuin pokaprestum, sem mótuðu íslenskan þjóðaranda. Mannlegir kóngar eru líka fljótir að gleyma fortíð og hegðun sinni, en þeim mun minnugri á fortíð og hegð- un hinna skarfanna. Ofan á þetta bæt- ist, hvað varðar umræður um menn og málefni, að á þessum árstíma rennur á leiðtoga okkar eins konar hunda- dagaæði í hugsun. Því er ekki úr vegi að taka til greina það sem stóð í ljóði: Menn geta ekki talað og hugsað í senn. Mig langar að bæta við: Þess vegna er best að hugsa örlítið áður en talað er til fólksins. Á meðan ég las greinina í flugvél- inni, sem flaug ekki eítir neinni evrópskri áætlun og hafði seinkað, bæði í tíma og rúmi, mundi ég eftir að eitt sinn sat ég í rútu. Hún jós upp á sig álíka mikilli for, á fyrrverandi þjóðvegum okkar, og skýjaþykknið var mikið fyrir utan flugvélina. Þá sást ekki heldur út uin glugga og allir augafullir nema bílstjórinn. Andrúnrs- loftið gat því ekki verið íslenskara. Rétt áður en vélin lenti og ég lauk við að lesa nefnda grein varð mér hugsað: Hvað hefur sú þjóð að bjóða sjálfri sér og öðrum, sem leggur kapp á að vera alltaf of sein í hugsun, siðfræði og framkvæmdum, sé þess nokkur kost- ur, og fjölmiðlakóngarnir hennar bjóða upp á röfl í stað réttlætis? Bjarni Guðbjörnsson efnahagsþróunina, settu verndartoll til að byggja upp innlenda ffamleiðslu og strangar hömlur á erlendar fjár- festingar. Til að berjast gegn áhrifúm kommúnista var talið nauðsynlegt að draga úr hættu á samfélagsátökum í þriðja heiminum, með því að berjast gegn fátæktinni og með því að veita þessum löndum lán og auðvelda þeim verslun. Og á Vesturlöndum var því almennt trúað að atvinnulífið væri til að stuðla að blómlegu samfélagi og velferð þegnanna en ekld til að tryggja hag einstakra atvinnurckenda eða svo- kallaðra fjárfesta eins og nútímalegir Islendingar kalla þá. Hin nýfrjálsu ríki í suðri áttu sitt biómaskeið á árunum 1950-1980, bjuggu við verulegan hagvöxt þó þau væru um margt ólík, sérstaklega hvað stjórnarfar varðaði. Þau áttu það þó sameiginlegt að telja sig hafa verið arðrænd af löndunum í norðri, að ætla að ná þeim í lífskjörum með rík- isstýrðri efnahagsþróun og trúðu því að samvinna væri lykillinn að því að rétta af ójafnvægið milli norðurs og suðurs. Þó átök austurs og vesturs hefðu áhrif á stjórnmál heima fyrir, komu þau ekki í veg fyrir að svo ólík lönd sem Brasilía, Kúba, Líbía, Sádí-Arab- ía, Víetnam og Indónesía gætu sam- einást um drög að uppstokkun efúa- hagslegra áhrifa ineð samþykkt Sam- einuðu þjóðanna 1974 uin Nýja efna- hagslega heimsskipan. Ný efnahagsleg heimsskipan Arangur olíuríkjanna í að auka hlut- deild sína í ágóðanum sem vestræn ol- íufélög höfðu áður einokað var hvati að tilraunutn annarra þriðjaheimsríkja til að bindast samtökum uni aðrar mikilvægar útflutningsvörur og von- uðust þau eftir stuðningi olíuríkjanna. Og eftir ósigur Bandaríkjanna í Víet-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.