Vikublaðið


Vikublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 19. ÁGÚST 1994 Heimurinn 9 nam trúði þriðji heimurinn því að hann stæði í raun á þröskuldi nýrrar sjórnmálalegrar og efnahagslegrar heimsskipunar um miðjan sjöunda áratuginn. Á hádögum kalda stríðsins töldu Bandaríkin, sem fulltrúi fjölþjóðlegs auðmagns, mikilvægt að koma á efna- hagslegum stöðugleika í löndunum sem voru að losna úr viðjum nýlendu- stefnunnar. Þó valdbeiting væri oft á- litlegur kostur í átökum þar, þá lék að- stoð við þriðja heiminn mikilvægt hlutverk í utanríkisstefnu eftirstríðs- áranna. 1 þessum anda var koinið á fót ýms- urn stofnunum sem áttu að aðstoða þriðja heiminn í efnahagsþróun og jafna út viðskiptakreppur vegna skyndilegra verðbreytinga á helstu út- flutningsvörpm þeirra. Hlutverk þess- ara stofnana var að stuðla að takmark- aðri endurdreifmgu auðæfanna, en til að Vesturveldin gætu stýrt ferðinni voru þessar stofnanir settar undir stjórn Heimsbankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, en ekki undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Með því að stuðla að efnahagsþróun og tak- mörkuðum samfélagsumbótum von- uðust Vesturveldin til að draga úr á- hrifum kommúnistahreyfinga sem og þjóðernishreyfinga í anda Sukarno í Indónesíu og Nassers í Egyptalandi, en þær kröfðust róttækra breytinga á samskiptum norðurs og suðurs. Þessi utanríkisstefna lét sig litlu varða verndarstefhu eða hlutverk rík- isins í efnahagslífinu. Markalínan var dregin þegar kom að þjóðnýtingum bandarískra/fjölþjóðlegra fyrirtækja, eins og ríkisstjórn Salvadors Allende gerði sig seka um í Chile 1971. Svo lengi sem lönd þriðja heimsins héldu sig réttu megin í baráttunni gegn kommúnismanum gátu Bandaríkin vel unað lokuðum mörkuðum og mjög takmarkandi lögum um erlendar fjárfestingar eins og tíðkaðist á For- mósu og í Suður-Koreu. Afturhaldsmenn á Vesturlöndum voru ekki par hrifnir af þessum gangi mála. Þeir sáu beint samhengi milli ósigurs Bandaríkjanna í Víetnam, ol- íuhækkana Arabaríkjanna 1973 og yf- irlýsinar Sameinuðu þjóðanna um Nýja efnahagsskipan í heiminum 1974. En þessi túlkun náði þó ekki yf- irhöndinni í utanríkisstefnu Banda- ríkjanna strax. Hún beið þess að Repúblikanar kæmust til valda með Reagan í broddi fylkingar. Síðasdiðin fimmtán ár hafa stjórn- endur Vesturlanda, sérstaklega Banda- ríkjanna, leitast við að vinda ofan af ávinningum undanfarinna áratuga og gera efhahagslíf landanna í suðri sér undirgefið. Á heimavígstöðvum hafa þeir ráðist gegn ávinningum vinnandi fólks, kjörum þess og velferð. Erlendar skuldir Mörg Arabaríkjanna ávöxtuðu olíu- gróða sinn í bönkum Vesturlanda. Þetta gífurlega fjármagn reyndu bankarnir að ávaxta með ábyrgðalaus- um lánveitingum tíl landa þriðja heimsins og, í minna rnæli, til land- anna austan járntjalds. Lán þessi fóru mikið í óarðbærar fjárfestingar, hern- aðaruppbyggingu eða einkaneyslu einræðisherra. Sumt fór jafnvel aftur til baka inn á einkareikninga ráða- manna í vestrænum bönkum. í upp- hafi áttunda áratugarins fór þess að gæta að skuldunautarnir, samfélög þriðja heimsins sem lítilla ávinninga höfðu notið af þessum lánveitingum, gátu ekki staðið í skilum. Til að forða hruni fjármagnskerfisins var Alþjóða- gjaldeyrissjóðinum og Heimsbankan- urn falið að grípa inn í. Til að tryggja endurgreiðslur til einkabankanna var opinberu fé veitt inn í þriðja heiminn í forrni lána, gegn ákveðnum skilyrð- unt: viðtakendur urðu að hrinda í framkvæmd ákveðnum breytingum á efnahagsh'finu í anda frjálshyggjunn- ar. Þessi stefna var kölluð structural adjustment, en á íslensku tala fýlgj- endur þessarar stefnu um að gera efnahagslífið nútímalegt. Kjarni hennar er niðurskurður ríkisútgjalda, launa og neyslu, gengisfelling og einkavæðing. Markmiðið er að beina efnahagslífinu inn á brautir útflutn- ings, til að tryggja gjaldeyristekjur til að standa skil á erlendum skuldum. Afleiðingarnar af þessari eyðilegg- ingu þjóðarauðsins eru þekktar: stig- vaxandi ójafnrétti og fátækt; endur- greiðsla erlendra lána hefur forgang umfram allt; umhverfinu er fórnað á altari einhæfrar magnrækmnar til út- flutnings. Á sama tíma og löndin í suðri greiða rúmlega 100 milljarða dollara árlega í vexti af lánum sínum hjá stofhunum norðursins, þyrfti ein- ungis að kosta til 30-40 milljörðum dollara árlega í 10 ár (að mati SÞ) til að tryggja öllum jarðarbúum drykkj- arhæft vatn, bólusetja öll börn, tryggja öllum lágmarks læknisþjónusm, draga svo um munar úr vannæringu, barna- dauða og ólæsi. Slíkt verkefni ætti Heimsbankinn að ráðast í að fjár- magna, enda stæði það nær yfirlýstu markmiði þessa Heimsbanka til upp- byggingar og þróunar heldur en þau innheimtustörf sem hann hefur tekist á hendur. í smtm máli, eins og einn af fýrrum forráðamönnum Heimsbankans segir, þá hefur slíkt flæði fjárinagns til land- anna í norðri ekki átt sér stað ffá því spænskir landvinningamenn fóru ránshendi um Rómönsku Ameríku. Og samkvæmt skýrslu Heimsbankans sjálfs mun það taka Affíku fjóra ára- mgi að ná affur þeim tekjum á íbúa sem höfðu náðst í upphafi sjöunda áratugarins. Þessi nýja skipan mun ekki setja endapunkt á söguna. Hún mun ekki verða draumalandið, heldur eru átök líklegri nú eftir að kalda stríðinu lauk og markaðurinn sigraði. Ójafnréttið mun ldjúfa hina nýju heimsskipan jafn örugglega og Berlínarmúrinn skipti Evrópu hér áður fyrr. I dag virðist engin undankomuleið undan þessu nýja „skrifræði“ sem fjöl- þjóðleg fyrirtæki og handbendi þeirra á vettvangi stjórnmálanna hafa byggt upp og teygir arma sína um heim all- an. Austantjaldslöndin höfðu ekki fyrr losað sig úr viðjum skrifræðisins sem kommúnistaflokkarnir höfðu byggt upp, en þau vörpuðu sér í gin hins nýja. Hin nýju iðnríki í Asíu urðu til vegna velheppnaðra ríkisafskifta af at- vinnulífinu og úrvinnslu á nýrri tækni- þekkingu, og duttu ekki í skuldapytt- inn, en eru mkmð til með viðskipta- reglum og refsingum innan ramma GAlT-sainkomulagsins. Með þeint samningi er þrengt mjög að möguleikum ríkisins til afskipta af efhahagslífinu auk þess sem tryggt er að þekking dreifist ekki án þess að gjald komi fyrir. Með þeim samningi er slík þróunarleið meðvitaðra ríkisaf- skipta gerð útlæg. Og baráttan gegn áhrifum verkalýðsfélaganna og gegn velferðarkerfinu á Vesturlöndum fær síðan kröftuga réttlætingu vegna þess- arar fátæktarþróunar um heim allan. 1 orði kveðnu var markmið „um- bótastefnunnar" að leysa skulda- vandamál þriðja heimsins og skapa skilyrði nýs og varanlegs hagvaxtar, en á þessum sviðum hefur hún borið al- gert skipbrot. Hagvöxturinn hefur ekki tekið við sér og skuldir þriðja heimsins hafa aukist verulega, þó svo að breytt hafi verið um lánadrottna. En ef við notum mælikvarða þess stjórnlistarlega markmiðs að tryggja hagsmuni Vesturlanda og gera löndin í suðri undirgefin á heimsmarkaði, þá hefur henni orðið vel ágengt. Þegar Reagan fór ffá völdum 1989 gat hann því sagt: „Ætlunin var að breyta þjóð, en við breyttum heiminum". Það sem vantar í bók Walden Bello er að fjalla unt þær ráðandi stéttir sem hafa beinan hag af þessum „umbót- um“. Hingað til hefur engin stjórn í suðri hvatt þegna sína til að veita þess- ari umbótastefnu andspyrnu. Þvert á móti taka þær galvaskar við henni, um leið og þær leita skjóls bak við þær sem óyfirstíganlegar kröfur eða ytri nauðung. Rétt eins og þeir sem ráða ferðinni í að leiða ísland inn í nútím- ann, afhema hin forneskjulegu höft framsóknarstefhunnar, þeir segja við vinnandi fólk: launin ykkar eru of há, velferðarkerfið er of dýrt, réttindi ykkar eru of mikil. Þið verðið að njóta félagafrelsis sem þýðir: þið fáið vinnu ef þið sættið ykkur við þau kjör sem atvinnurekendur bjóða. Sagt er að það rýri samkeppnisstöðu þeirra á hinum alfrjálsa heimsmarkaði, en hann nær nú orðið einnig yfir heimamarkað, að þeir séu bundnir af lágmarkskjara- samningum, uppsagnafresti, takmörk- ununi á vinnutíma, greiðslunt fýrir veikindadaga, í lífeyrissjóði, sjúkra- tryggingasjóði osffv. Samt er þessi bók þörf lesning t.d. þeim vinstri mönnum sem barist hafa gegn inn- göngu Islands í EES og eru nú að opna möguleikann á að gerast aðilar að NAFEA, sem er ekkert annað en staðbundinn samningur til að tryggja yfirráð bandarískra stórfyrirtækja. Þeir sent áhuga hafa á að kynna sér Food First-samtökin eða gerast stuðn- ingsfélagar í þeim geta skrifað til: Food First Institute for Food & Development Policy 398 60th Street Oakland, CA94618, USA Höfundur er sagnfræðingur Bandarískir heimilisleysingjar í Kaliforníu 1989. Á tímum Reaganstjórnarinnar fjölgaði Bandaríkjamönnum undir fátækramörkum óðfluga Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn gömlu kvæði. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Hvalsker. 1 5— A) V 8 T" 0 2 10 ii /i 13 s? (d IS W~ T 3 )í 15 T H■ 17- 5 m— 13 io "K ¥ TT w~ IV- zl T W~ 13 m— 3 oT~ 11 n T n 2o 21 0 15 12 6 1 V V u 12 13 T~ T ¥ ZH 77 II 10 V ii 2? 22 n- I0> IZ W~ IZ ¥ 18 n T Z) 11 12 15 i °i Iþ' ¥ \T 18 ‘U )L> ¥ 0 " 7T~ T Uo V 21 )S )& z? 2J JT~ T )? 3 W— 2U 10 ll )0 'JC+ 28 T 3 10 . 15 ? )0 V TT~ Up ¥ V ¥ IJÍ 11 II 2 W~ V 2 J~ 3 )lfi V II 28 15 n Ife' ‘18 )8 Ý n 15 & 12 22 10 (P 30 5 T )3 )S T 31 /9 11 T H 2 22 ir~ 11 21 17- 31 W~ 11 21 )2 T 20 12 73— 7 )9 w~ llff T— IZ 1°) 1 2Í 15- IZ 2 10 lí> A = 1 = Á = 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = S = E = 6 = É = 7 = F = 8 = G = 9 = H = 10 = 1 = 11 = í = 12 = J = 13 = K = 14 = L = 15 = M = 16 = N = 17 = o = 18 = Ó = 19 = P = 20 = R = 21 = S = 22 = T = 23 = U = 24 = Ú = 25 = V = 26 = x = 27 = Y = 28 = Ý = 29 = Þ = 30 = Æ = 31 = Ö = 32 =

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.