Vikublaðið


Vikublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 19. ÁGÚST 1994 11 B 'illy Crystal snýr aftur í myndinni City Slickers. Hér getur að líta sýnishorn úr fyrri myndinni. City Slickers II: The Legend of Curly's Gold ★★V2 Sýnd í Stjömubíó Leikstjóri: Paul Weiland Aðalhlutverk: Billy Crystal, Jon Lovitz, Daniel Stem, Jack Palance City Slickers hin fyrri var liður af þeirri uppsveiflu grínmynda sem byggja á áhrifam ffá gömlu Hollywoodmyndunum sem einkenndust af óbilandi jákvæðni. Þeirri uppsveiflu er vart lokið meðan myndir eins og Heart and Souls og It Could Happen to You eru að stinga upp kollinum. City Slickers II reynir allt hvað hún getur til að endurskapa andrúmsloft fyrri myndarinnar og tekst það að mestu leyti þó svo að öðru hvoru fari í taugarnar á manni hversu augljóslega reynt er að höfða til þeirra sem höfðu gainan af fyrri myndinni. Ef maður hefar séð þá fyrri veit maður sem sé nákvæmlcga við hverju á að búast af þessari. Meirihlutinn af persónunum í fyrri myndinni eru komnar á kreik að nýju, þó finnst mér fjarvera Bruno Kirby skapa nokkuð tómarúm, ekki síst því að þeir létu ekki einu sinni svo lítið að útskýra af hverju hans persóna hyrfi svona allt í einu. Jon Lovitz var fenginn til að fylla hans skó í hlutverki nýrrar persónu og má segja að hann fylli noklcuð vel upp í það tómarúm sem myndaðist við hvarf Kirby með góðum grínleik. Það hefði verið glappaskot að gera framhald af City Slickers án Jack Palance, en þar skapast nokkuð vandamál þar eð persóna Palance, Curly, dó í fyrri myndinni. En þeir redda því á nokkuð ódýran hátt með því að láta hann snúa aftur sem tví- burabróðir Curlys og gengur það upp þar eð persónan fellur ágætlega inn í söguþráð myndarinnar. Það er sem sé hægt að mæla með myndinni fyrir fólk sem hafði garnan af þeirri fyrri og því sem er ginkeypt fyrir jákvæðum og góðhjörtuðum grínmyndum yfirleitt. En ef fólk er nýbúið að sjá núnter eitt gæti það dregið örlítið úr ánægjunni hvað þær rninna óþægilega hvor á aðra. Silence of the Hams 0 Sýnd í Regnboganum Leikstjóri: Enzio Greggio Aðalhlutverk: Billy Zane, Enzio Greggio, Dom DeLuise Löngum hefur tíðkast sá merki siður að taka fyrir kvikmyndir sem verða frægar og vinsælar og hafa þær að háði og spotti í von um að afskræmingin hljóti eitthvert brotabrot af þeirri frægð og þeim vin- sældum sem frummyndinni hlotnað- ist. Sá maður sem hefar orðið hvað ffægastur fyrir slíkt er Mel Brooks en rnyndir hans Young Erankenstein og High Anxiety eru góð dærni um skrumskælingar sem gerðar eru af list- fengi. En oftast er gróðavonin í fyrir- rúmi og auðséð er með mynd þá er þessi pistill fjallar uin að annað hvort hefar metnaðurinn verið í lágmarki eða þá að kínmigáfa þessa „vinsælasta grínleikara ítala“ (Enzio Greggio) hefar staðnað einhvers staðar á leik- skólastiginu. Þar eð ég treysti mér ekki til að draga dómgreind ítalskrar alþýðu í efa hallast ég ffekar að fyrri kostinum. Greggio þessi ber einmitt hitann og þungann af verkinu, hann er bæði handritshöfundur og leikstjóri og handbragðið bendir ekki til mildllar færni í því að miðla kímni til áhorf- . enda. Eins og oft vill verða með myndir sein þessa er húmorinn allt of augljós, sem leiðir til þess að hann •verður bæði gegnsær og fyrirsjáanleg- ur. Það fer hreint og beint í taugarnar á manni að vera sleginn utan undir nteð tuttugu fimmaurabröndurum á mínútu, sérstaklega ef maður getur svo ekki brosað að nerna einu prósenti af þeim sökum þunnleika og ófrum- leika. Fjöldinn allir af kunnuglegum and- litum prýða þennan óskapnað. Billy Zane (Dead Calrn, Orlando) er hvergi nærri því eins góður að leika Leslie Nielsen og Arntand Assante var í myndinni Fatal Instinct. Charlene Tilton (Lúsí úr Dallas, það muna nú allir eftir henni) leikur þessa týpísku ljóshærðu skutlu og fer það ágætlega. Dont DeLuise fær þann vafasama heiður að skopast að Ilannibal nokkrum Lecter og að mínu mati er hann betur geymdur í Falinni mynda- vél (Candid Camera) á Stöð 2. Áður- nefndur Mel Brooks kernur fram í nteira en lítið hallærislegu aukahlut- verki og sömuleiðis leikstjórinn John Landis. Mér er spurn hvort Italinn Greggio hefar átt greiða inni hjá þess- um mönnum, mér finnst ólíklegt að þeir hafi látið hafa sig út í þetta ótil- neyddir. Eg veit svei mér ekki hvort ég get mælt með þessari niynd fyrir nokkurn einasta mann, hún er það slærn að flestir markhópar ættu að hafha henni. Þegar ég sá téða mynd voru aðilar úr flestum aldurs- og þjóðfélagshóp- um viðstaddir og ég gat ekki séð ann- að en að öllum hundleiddist. Nálgist með mikilli varúð. Utboö F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: „Nesjavallaheimreið - klæðning" Verkið felst I að endurbæta og leggja efra burðarlag og klæðningu á um 800 m kafla af Nesjavallaheimreið á Nesjavöllum. Einnig skal koma fyrir Ijósastólpum og ganga frá veglýsingu ásamt lagn- ingu rafstrengja meðfram vegarkaflanum. Helstu magntölur eru: Neðra burðarlag 2.000 m3 Efra burðarlag 500 m3 Tvöföld klæðning 5.000 m2 Ljósastólpar 22 stk. Verkinu skal lokið 1. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 24. ágúst 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.