Vikublaðið


Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 1
Grár regnbogi Eftir pólitískan titring og málamiðlanir milli grasrótar og flokkseigenda voru stjórn- málasamtök Reykjavíkur- listans stofnuó um síðustu helgi. Bls. 4-5 Hagstjórn á villi- götum Þeirri skoðun vex hratt fylgi að hagvaxtarhyggjan sé einn þeirra neikvæðu drifltrafta sem stuðla að eyðileggingu vistkerfis jarðarinnar. Bls. 8 WikuUa B L A Ð S E M E R RúBek-jaz/ Jazz-unnendur kætast þessa dagana því RóRek jazzhátíðin hefst urn helgina. Um þrjátíu tónleikar verða haldnir á fjölmörgum stöðum um alla borg til 10. september. Bls. 6-7 34. tbl. 3. árg. 2. september 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Handafl heldur vöxtum niðri Ríkisfjármál í ólestri og markaðurinn hafnar vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar. Fjárfestar búast við vaxtahækkun. Seðlabankastjóri segir lánsQárþörf ríkissjóðs of mikla. Húsnaeðisstofinun er rekin með yfirdrætti hjá ríkis- sjóði og erlendum lánum. I síðustu fjórum útboðum hefur Húsnæðisstofnun ekki selt eitt ein- asta húsnæðisbréf vegna þess að fjárfestar hafa krafist meiri ávöxt- unar en nemur þeim 5 prósentum sem er vaxtaþröskuldur ríkis- stjómarinnar. I verðbréfafyrirtækjum er almennt litið svo á að fjárfestar búist við vaxta- hækkun fljótlega og haldi þess vegna að sér höndum. A sama tíma og mark- aðurinn hafnar algjörlega húsnæðis- bréfum sem gefin eru út til 10, 15 og 20 ára seljast ríkisvíxlar og jafnvel 5 ára spariskírteini á 5 prósent vöxtum. Þó er sama tilhneigingin á markaðn- um með skammtímabréf; vextir eru á leiðinni upp. - Fjárfestar vilja ekki festa fé sitt til langs tíma og sennilegasta skýringin er sú að þeir telji að vextir muni hækka innan tíðar, segir Davíð Björnsson deildarstjóri hjá Landsbréfum. I síðasta útboði Húsnæðisstofnunar gerðu fjárfestar kröfu um 5,33 prósent ávöxtun og með því að hafha þeim eru stjórnvöld í raun að afneita markaðs- vöxtum og taka upp stýringu á vöxt- um. Ilandaflsaðgerð ríkisstjórnarinn- ar felst í því að fjármagna lánsfjárþörf Húsnæðisstofnunar með beinu frarn- lagi úr ríkissjóði. Framan af árinu keypti Seðlabank- inn húsbréf og húsnæðisbréf til að halda niðri vöxtum. Bankinn á um fjóra milljarða í húsbréfúm og hús- næðisbréfum. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi hætt að kaupa þessi bréf í júlí enda er óeðlilegt að Seðlabanldnn kaupi hús- bréf og húsnæðisbréf fyrir slíkar upp- hæðir. Um leið og Seðlabankinn hætti að kaupa hækkaði ávöxtunarkrafa á húsbréfum og er hún núna um 5,3 prósent. - Til að viðhalda hóflegum vöxtum þarf hið opinbera að draga úr lánsfjár- þörf sinni, sérstaklega gildir það um ríkissjóð og húsnæðiskerfið, segir Ei- ríkur Guðnason. Þegar í mars varaði Jón Sigurðsson þáverandi Seðlabankastjóri við aukn- um lántökum ríkissjóðs og taldi vaxta- hækkun yfirvofandi ef ekki yrði gripið í taumana. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við varnaðarorðum Seðla- bankans og í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1995 sjást ekki merki þess að stjórnin grípi til nauðsynlegs aðhalds. I yfirliti verðbréfafyrirtækisins Handsals yfir þróun verðbréfavið- skipta undanfarna mánuði er það staðfest að fjárfestar hafa ekki trú á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og búast við vaxtahækkun fljótlega. Van- trúin kemur fram í sölutregðu á verð- bréfum sem bera lága vexti. Verð- bréfasalar segja að kappnóg sé af fjár- munum á markaðnum en fjárfestar haldi að sér höndum og láti peninga ffemur liggja í bönkum en að kaupa langtímabréf með 5 prósent ávöxtun. Fjársterkir aðilar, t.a.m. lífeyrissjóðir, fá allt að 5 prósent vexti hjá bönkum. I nýju fféttabréfi Þjóðhagsstofhun- ar er vantrú á getu ríkisstjórnarinnar til að ráða við ríkisfjármálin sögð á- stæðan fyrir því að þrýstingur á vaxta- stigið eykst jafnt og þétt. Enn hefur enginn opinber aðili lagt í að segja upphátt það sem markaðurinn veit nú þegar; vaxtastefna ríkisstjórnarinnar er eins og nýju fötin keisarans. - Sjá leiðara á bls. 2 HaUinn á kjörtíma- bilinu 40 milljarðar Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra hefur staðfest að væntanlegt fjárlagaffumvarp muni fela í sér nálægt 9 milljarða króna halla. Fjármálaráðherra hef- ur um leið staðfest að heildarhalli ríkissjóðs verði minnst 40 millj- arðar króna á kjörtímabili ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar. Ríkisstjórnin, sem við upphaf valdaferils síns sagðist ætla að eyða fjárlagahallanum á tveimur árum, hef- ur staðið fyrir meiri hallarekstri ríkis- sjóðs en dæmi eru um. Miðað við reynsluna síðustu árin þýða fjárlög með nálægt 9 milljarða halla endanlega útkomu með halla upp á allt að 15 milljarða og kallar það á auknar erlendar lántökur. Samkvæmt upplýsingum Seðla- Gramir um víðtæka spillingu innan Flugmálastjórnar Starfsmenn Flugmálastjómar telja að stórfelld spilling hafi lengi grasserað meðal æðstu yfirmanna stofhunarinnar og upp- sögn ffamkvæmdastjóra sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Obreyttir starfsmenn höfðu ffumkvæðið að rannsókn Ríkisendurskoðunar sem leiddi til uppsagnar ffam- kvæmdastjórans. Heitar umræður urðu á síðasta fundi flugráðs þegar fjallað var um uppsögn Agústs Valdimarssonar ffamkvæmdastjóra fjármálaþjónustu Flugmálastjórnar vegna meints fjár- málamisferlis hans í starfi. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hefur vísað málinu til rannsóknar hjá RLR, en ýmsir viðmælendur Vikublaðsins óttast að rannsóknin verði vísvitandi takmörkuð við Agúst einan og það þriggja ára tímabil sem hann hefiir starfað hjá Flugmálastjórn. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Vikublaðsins eru menn innan Flugmálastjórnar og flugráðs ekki í vafa um að fleiri starfsmenn stofriun- arinnar tengist með einurn eða öðr- um hætti því sem Agúst er grunaður um, en þar er ekki síst átt við ábata af greiðslum eftir tilbúnum reikning- um. Það var að frumkvæði lægra settra starfsmanna Flugmálastjórnar að Ríkisendurskoðun hóf að kanna mál þetta og leituðu þessir starfs- inenn vísvitandi ekki til Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra til að koma upplýsingum á frainfæri. Það hafi áður verið reynt án nokkurs árang- urs. Uppsögn Agústar bar brátt að. Hringt var í hann þar sem hann var í sumarffí á Spáni og honum boðnir tveir kostir: Að hann segði upp eða yrði rekinn. Framkvæmdastjóri flugmálaþjón- ustunnar hefur umsjón með fjármál- um stofnunarinnar, „en hann er ekki ineð öll tékkheftin“, fullyrðir einn viðmælenda blaðsins. Er talið nauð- synlegt að fjármálin séu könnuð ofan í kjölinn aftur fyrir þau þrjú ár sem Agúst hefur starfað hjá stofituninni. Einn flugráðsmaður segir í samtali við Vikublaðið að ástæða sé til að rannsaka fjárreiður ýmissa yfirmanna stofnunarinnar og deilda hennar, ekki síst að fara ofan í sauinana á því hvernig framkvæmdafé Flugmál- stjórnar hefur verið varið og nefria menn þá einkum „týndu ICEAO peningana". Einnig nefiia menn skráningargjöld stærri flugvéla, þar sem heimilaðar hafa verið skamm- tímaskráningar vegna ferjuflugs. Urn þetta síðarnefJida var sérstaklega spurt á flugráðsfundi fyrir þremur árum, en svör fengust aldrei. Þorgeir Pálsson vill lítið tjá sig urn mál þetta, en segir aðspurður að ekk- ert komi fram í frumniðurstöðum Ríkisendurskoðunar sem bendi til að fleiri en framkvæmdastjórinn séu viðriðnir meint misferli. „En það er auðvitað ekki hægt að úttala sig um slíkt fyrr en að ránnsókn liðinni." Fram- sókntil vinstri ogvill róttækni Róttæk stefiiumið voru samþykkt á sameiginleg- um fundi þingflokks og lands- stjómar Framsóknarflokksins um síðustu helgi. I ályktun fundarins segir að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi „leitt þjóðina inn í vítahring kjaraskerðingar, skattahækkana, atvinnuleysis og fjárlagahalla.“ Framsóknarflokkurinn telur að grípa þurfi til „róttækra aðgerða sem krefjast nýrrar hugsunar og nýrra vinnubragða í stjórnkerf- inu.“ Þá segir í álykmn fundarins að flokkurinn telji að það þurfi að ná „þjóðarsátt um útrýmingu at- vinnuleysis, uppbyggingu at- vinnulífs, auka verðmætasköpun, réttlátt skattkerfi, uppstokkun í ríkisbúskapnum og aukið félags- legt réttlæti." bankans voru erlendar langtímaskuld- ir 62,8 prósent af landsframleiðslu um síðustu áramót og er það Islandsmet. Enn fremur kemur í Ijós að um ára- mótin var greiðslubyrði af afborgun- um og vöxtum erlendra langtímalána sem svarar 27,6 prósent af útflutn- ingsverðmæti, sem einnig er Islands- met. Félagsleg ábyrgð verð- ur ekki einkavædd Efnahagsþróunin í Evrópu er andstæð velferðarsamfélaginu. A síðasta áratug hafo markaðsöflin sótt mjög á og æ stærri hluti samfé- lagsins seldur undir lögmál við- skiptanna. Ibúar Norðurlanda hafo fylgst með því hvemig markaðsöfl- in hafe náð tökum á efhahags- og peningastefhu stjómvalda. Samtök ríkisstarfsmanna á Norður- löndunt, NSO, þinguðu á Hótel Ork í Hveragerði í síðustu viku og helsta dagskrármálið var einkavæðing opin- bers reksturs. I ályktun þingsins segir að velferðarsamfélagið muni eftir sem áður vera besta tryggingin fyrir rétt- látri skiptingu þjóðfélagsgæða. Sú fé- lagslega ábyrgð sem hvílir á herðuin opinbérra starfsmanna getur aldrei yf- irfærst yfir á einkarekstur og mark- aðskenningar eiga ekki við á sviði samfélagsþjónustunnar, segir enn- freinur í ályktuninni. Norrænir ríkisstarfsmenn benda á að fhll ástæða sé til að þróa áfram vel- ferðarþjónustuna sem einkennt hefur þennan heimshluta enda leita inargar þjóðir tii Norðurlanda að fyrirmynd. Félögin í NSO hafa innan sinna vé- banda um 300 þúsund ríkisstarfs- menn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.