Vikublaðið


Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 2. SEPTEMBER 1994 3 Árásarstefnan gegn Kúbu heldur áfram Margir fylgjast þessa dagana með atburðarásinni þar sem Bandaríkjastjórn eykur þrýstinginn á Kúbu. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að rjúfa tengsl Kúbu- manna í Bandaríkjunum við ættingja á Kúbu, þar sem leiguflug hefur verið bannað og peningasendingar. Banda- ríkjaher hefur sent herskip allt að 12 mílum frá ströndum Kúbu og strand- gæslan er með tugi skipa á þeirn slóð- um. Skipin eiga að tína upp fólk af bát- um og fara með inn á landsvæði Gu- antanamo flotastöðvarinnar austast á Kúbu. Guantanamo er elsta herstöð Bandaríkjanna á erlendri grund, sett upp 1898 með hervaldi. Ilún er starf- rækt gegn vilja Kúbumanna. I Banda- ríkjunum hafa ráðamenn gegnum tíð- ina rætt ýmsar lausnir á samskiptum við Kúbu, en aldrei hefur heyrst hvísl- að að herstöðin geti verið til umræðu. Hún er fremsta vígi og strandfesta Bandaríkjanna á eyjunni. Meira en áratugur er síðan Banda- ríkjastjórn hefur viðhaft jafn áreitið framferði gegn Kúbu, eða frá því hún hóf enduruppbyggingu herstöðva á þessu svæði efrir sigur byltinganna í Nicaragua og Grenada 1979. Byltingarstjórnin sem tók við völd- um þegar harðstjóranum Batista var kollvarpað 1959, hafði frumkvæði meðal fjölmennrar stéttar smábænda og landbúnaðarverkamanna auk borgaralþýðunnar, um að þjóðin lærði að lesa og skrifa. Farið var að meta mannlíf og heilsugæslu til verðmæta. Ný félagsleg og pólitísk tilvera opnað- ist með þessuin hætti og með því að skipuleggja alþýðufólk til að yfirtaka sjálft eða í formi ríkisins jarðnæði og auðmagn sem gamla kúgunarkerfið byggði á. I öllum heimshlutum og sérstaklega í Ameríku skildu þeir sem bjuggu við harðræði og ungt hug- sjónafólk að byltingin á Kúbu opnaði Getuleysi Evrópu Mörgum finnst eflaust vera undarlegt að hinar fornu nýlenduþjóðir Evrópu, sem lögðu undir sig heiminn með her- valdi, slægð og kristinni trú og hlutu fyrir bragðið dýrðarheitið heimsveldi, hafi aðeins getað leyst fátt af stórvægi- legum vandamálum sínum heimafyrir frá því í Heimsstyrjöldinni fýrri. Síð- an hafa þær þurft að kalla á Banda- ríkjamenn sér til hjálpar. Að hjálp fenginni hafa þær reynt að svívirða hjálparhellu sína með ýmsu móti, einkum því sem kennt hefur verið við vitsmunina, eins og að segja að Ameríkanar séu barnalegir og einfald- ir miðað við þá iniklu og flóknu visku- brunna sem Evrópubúinn varðveitir í hofði sínu og eys úr í prentað mál. Svo illa hefur viljað til, en er sam- kvæmt lögmáli mótsagnanna, að Bandaríkjamenn hafa þroskast í viðhorfi sínu til heimsins og sjálffa sín á meðan Evróþubúar hafa orðið stöðugt barnalegri og eru nú næstum dýrkendur einfeldni og árásargjarnrar flónsku. I þessu og öðru, sem fylgir barnaskap, er fólgin raunveruleg amerískun Evrópu á meðan Banda- ríkin hafa færst í átt til þess sem Evrópa var: slungið og veraldarvant heimsveldi. Evrópa er orðin að öld- ungi sem hverfur aftur í vöggu og bablar þar sjálfsánægður af því hann heyrir ekki tii sín og á engan spegil til að skoða í andlit sitt. Evrópa er áttavilltj ekki aðeins hver þjóð innan landamæra sinna, heldur líka innan álfunnar: þær eru álfuvillt- ar. Um þetta 'eru til ótal dæmi. Eitt gleggsta er Evrópusambandið og þær „hugsjónir“ sem það er reist á: að gera Evrópu að eins konar Bandaríkjum sem er í andstöðu við eðli álfunnar og mistókst þégar Napoleon ætlaði að sameina hana með hervaldi. Þjóðverj- um hefur líka mistekist það hvað eftir Guðbergur Bergsson annað í heimsstyrjöldum sem Banda- ríkin leystu í lokin og reyndu að láta Evrópuþjóðirnar vera áfram í „ástandinu" þótt stríðið væri að vísu kalt, með því að hafa heri sína í álfun- ni. Astandinu er nú loksins lokið en Evrópa reyni næstum að „mana Kan- ann“ upp á sig vegna óleysanlegs stríðs í landi sem heitir á fréttamáli Fyrrverandi Júgóslavía. Kaninn neitar að hjálpa og ekkert þýðir lengur að kalla: Rússarnir koma! Rauða hættan var aldrei til nema í höfði gáfaðra, glámskyggnra manna. Sovétríkin voru sú mesta niðurlæging sem vitsmunamenn hafa orðið fýrir frá því að maðurinn hætti að vera api og fékk heitið homo sapiens. Þau voru öðru fremur hugarfóstur vitsmuna- manna, því alþýðan og allir bjánarnir litu varla við uppspunninni dýrðinni. Það er því ekki að undra að hin nýi vegur til flónskunnar, sem liggur til afbakaðra Bandaríkja Evrópu, sé lagður svo mörgum hindrunum að enginn viti Iengur hvað er vegur og hvað ófærur. Vegurinn að brúnni hefur verið tekirin aftur og hann verður ekki lagður á ný nema með ósköpum. Skáldsögur þrífast ágætlega á. for- múlum fyrir tilbúinni veröld sem stendur óstudd og fyrir sínu á ákveðnuin blaðsíðufjölda, en þjóð- félög fleyta sér áfram á hörðum hönd- um og glettnislegu viti ólíklegustu manna, ekki þeirra sem virðast fleyta skútunni. því óteljandi möguleika. Forystan á Kúbu áleit réttilega frá upphafi að varnir og ffamsækni byltingarinnar væri nátengd byltingarþróun annars staðar. Engin skynsamleg von er til þess^að Bandaríkjastjórn striki yfir eignaupptöku eða sætti sig við sam- búð með Kúbu meðan nokkuð lifir af byltingunni þar. Bandaríkjastjórn stefhir að því að koma stjórn Castrós frá völdum, sagði Clinton Bandaríkjaforseti á frétta- mannafundi nýverið. Hún „hefur gert meira en nokkuð annað land“ með því að banna skipum sem sigla til Kúbu að koma til bandarískra hafna lengi á eft- ir, banna fyrirtækum að eiga dóttur- fyrirtæki sem skipta við Kúbu og með almennu viðskiptabanni. „Við höfum gengið hart ffam, offast einir og við höldum því striki ineð öllum tiltækum aðferðum." Sjö sinnum hefur bámm verið rænt á Kúbu í sumar, tveir menn drepnir og byggingar skemmdar. Nokkuð fjölmennur hópur milhstéttarfólks og einstaklingar úr öðrum stéttum hugsa sér að með kapítalisma myndi draga úr erfiðleikunum og hafa vænst þess að slíkar lausnir væru í aðsigi. Ekkert bendir til slíkrar ríkisstjórnarstefnu. Margir velja einstaklingsbundnar leiðir, svo sem að koma sér úr landi og eru jafnvel til alls vísir. Bandarísk yfir- völd veita aðeins örfáum landvistar- leyfi eftir löglegum leiðum. Aðfarir fólks úr þessum hópi í Havana og Mariel fyrr í mánuðinum er „eitthvað sem lagt hefur verið á ráðin um og Bandaríkjastjórn ber að mestu ábyrgð á“ sagði Castró forseti Kúbu á fréttamannafundi, því hún „vill blóðbað, byssubardaga, fyrst og ffemst í áróðursskyni en líka til að geta stundað niðurrifsstarfsemi og að endingu ráðist inn í landið.“ Aróðursherferð Bandaríkjastjórnar beinist einkum að venjulegu vinnandi fólki utan Kúbu. Markmiðið er að rugla menn og sá doða hvað varðar stríðsáætlanir stjórnar Clintons. Lygasaga getur þá orðið að átyllu fyr- ir hcrnaðaraðgerð. Hver sá sem hefur áhyggjur af yfir- gangi Bandaríkjastjórnar og hers, sem ríkisstjórnin á Islandi fylgir og styður, hver sú sem er á móti innrás Banda- ríkjahers í önnur Iönd og herstöðvum hans um \áða veröld, þarf að kynna sér staðreyridir um Kúbu. Sigurlaug S. Gunnlaugs- dóttir Það þarf að átta sig á hvers vegna Bandaríkin hafa haldið úti í 35 ár árás- arstefnu gegn Kúbu á sviði efnahags, í stjórnmálum og hernaði. Til að skilja aldarlanga sögu arðráns og stjórn- málakúgunar í Mið- og Suður-Amer- íku og Karíbahafinu og hvað byltingin á Kúbu setti af stað, er besti kosturinn að lesa Che Guevara eða Fidel Castró um þessi atriði. Bækurnar má finna í Pathfinder-bóksölunni Klapparstíg 26, og öfugt við flestar blaðasjoppur er engum sem ekki getur keypt bann- að að sitja og grandskoða. Allir þeir sem ekki sætta sig við framferði Bandaríkjastjórnar og hers hennar þurfa að opna munninn á op- inberum vettvangi og krefjast þess að Bandaríkin hætti árásarstefnu sinni gagnvart Kúbu. Herstöðinni á Kúbu á að loka eins og herstöðinni hér. Við- skiptabanninu á að aflétta. Flug og peningasendingar á að leyfa og veita þeim áritanir sem vilja flytjast til Bandaríkjanna. Og ekki hvað síst, hætta skainmarlegum uppspuna og sögusögnum. Höfundur er skrifstofumaður Utboð F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í dælubún- að, stjórnloka og hraðabreyta vegna vatnslistaverks í Laugar- dal. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 30. ágúst 1994. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. september 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 2. FL. B 1985 Hinn 10. september 1994 er átjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 18 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.491,90 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1994 til 10. september 1994 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 18 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 12. september 1994. Reykjavík, 30. ágúst 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.