Vikublaðið


Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 5
VTKUBLAÐIÐ 2. SEPTEMBER 1994 Regnboglnn 5 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpaði fundinn: Er hún foringi nýrra tíma í íslenskri pólitík eða fangi málamiðlunar? sem er þaulvant umræðu á opinberum fundum. Senniiega hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir vorkennt þeim sem komu á fundinn til að heyra póli- tík þegar hún bað um orðið til að ræða um klásúluna í lagadrögunum sem segir að aðalfundur skuli kjósa for- mann og varaformann stjórnar. Þór- unn taldi þetta píramítaskipulag óþarft og hægt væri að halda út virkri framkvæmdastjórn án þess að hafa tvo toppa. Enginn bað um orðið á eftir Þórunni og aftur myndaðist kjánalegt andrúmsloft í salnuin. Fundarstjóri sá sitt óvænna og dreif sig í næsta dag- skrárlið sem var kjör bráðabirgða- stjórnar. Stjórnin var sjálfkjörin og enn skapaðist pínlegt ástand því Ing- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var ekki rnætt en hún átti að ljúka fundinum með ávarpi. Sjálfsagt hefur borgarstjóri gert ráð fyrir að fóik hefði eitthvað um að ræða á stofh- fundi nýrra stjórnmálasamtaka þegar hún skipulagði dagskrá sína þennan laugardag. Fundarstjóri brá útaf boðaðri dag- skrá og gerði kaffihlé. Von bráðar kom Ingibjörg Sólrún og hélt sína tölu þar sem hún óskaði sér og borg- arfulltrúum þess að stjórnmálasam- tökin sem verið væri að stofha myndi veita meirihlutanum „innblástur og ferskar og raunhæfar hugmyndir." Ef einhver hefur sagt Ingibjörgu Sólrúnu frá því hvernig fundurinn gekk fyrir sig hlýtur hún að hafa orðið hugsi yfir þróun hreyfingarinnar sem hún leiddi til valda í Reykjavík. Sérstaklega ef hún hefúr munað eftir orðunum sem hún lét falla á fyrsta opinbera fundin- um sínum efitir að hún tók áttunda sætið á Reykjavíkurlistanuin. - Verkefnin eru ögrandi og við höf- um heilan heim að móta. Við eigum að hugsa upphátt og ekki vera hrædd við að setja ffam nýjar hugmyndir. Oft hefur 'verið stutt í svikabrigsl og ritskoðunartilhneigingar vegna þess að vinstrimenn „megi ekki“ hugsa þetta eða hitt og við þurfum að af- leggja þennan hugsunarhátt, sagði Ingibjörg Sólrún, þá þingkona og borgarstjórnarefni, á fundi Verðandi, félags ungs alþýðubandalagsfólks og óháðra, um miðjan febrúar í vetur. Ingibjörg Sólrún var kosin sem for- ingi hreyfingar nýrra hugmynda, nýrra vinnubragða og nýrra siða en andinn sem sveif yfir vötnum í Súlna- sal Hótel Sögu vakti hugboð um að hún væri orðin fangi málamiðlunar sundurleitra hópa. Tragíkómísk tilvistar- kreppa Akaflega margir vinstrimenn búa við tilvistarkreppu sem stafar af því að þeir tilheyra flestir einum af þeim fjórum flokkum sem kenna sig við fé- lagshyggju og jafnrétti, hafi þeir ekki gefist upp á kerfinu, en eiga fjarska erfitt með að koma auga á hvað það er sem greinir flokkana að. Af þessu draga sumir þá ályktun að ekkert vit sé í öðru en að steypa fjórflokkunum í eitt án þess þó að geta fest hönd á sameiginlegum grundvelli. Samtímis reyna menn að sýna þeim flokki holl- ustu sem er núverandi lögheiinili þeirra. Afleiðingin af þessu öllu getur tekið á sig tragíkómískar myndir eins dæmið um Tímann sýnir. Dagblaðið Tíminn kynnir sig sem málgagn félagshyggjufólks og reynir að markaðssetja sig sem slíkt. Æda mætti að Tíminn myndi grípa hvert tækifæri fegins hendi tíl að undirstrika félagshyggjuprófílinn. En eins og áður kom fram reyndi Tíminn að spilla fyrir stofnfundi Regnbogans á laugardag með því að viðra óánægju- raddir tveggja einstaklinga á baksíðu undir nöldurslegri yfirfyrirsögn: „Ekkert samráð haft við félagshyggju- flokkana um stofnun Regnbogans.“ Tónninn er að það sé bölvuð frekja að fólk hittist til að ræða vinstripólitík án þess að hafa til þess leyfi flokkanna. Þarna var samúðinni með félags- hyggjunni ekki tíl að dreifa heldur voru það þröngir flokkshagsmunir Framsóknarflokksins sem réðu ferð- inni. Snöggsoðið bandalag við ffain- kvæmdastjóra Alþýðuflokksins á laug- ardag sýnir bara hversu langt Tíminn gengur í þjónkun sinni. Svo líður helgin og flokkseigendur Framsóknarflokksins jafha sig á hy- steríukastinu. Það gerir Tíminn líka og birtir á þriðjudag fjórdálka frétt undir fyrirsögninni „Pólitískur titr- ingur hverfur á stofnfundi.“ I fféttinni er þessi kostulega málsgrein: „Gagnrýnisraddir um að frekari undirbúnings væri þörf áður en farið yrði frarn mcð skipulagslegt form af þessu tagi hafa þó að mestu þagnað eftir fundinn á laugardag þar sem skýrt kom fram að Regnboginn væri ekki vísir að samtökum á landsvísu og að Regnboginn væri ekki stjómmálaflokkur. Auk þess var fundi ekki slitið heldur ffestað urn nokkrar vikur til að gefa flokkunum og öðrum betra ráðrúm til að fara yfir útfærsluna á lögum og samþykktum félagsins." [leturbr. pv] Hér höfum við það. Tíminn er fé- lagshyggjublað en telur alveg út í hött að félagshyggjufólk reyni að skipu- leggja sig án þess að hafa blessun Framsóknarflokksins. Það voru ekki flokkarnir og „aðrir“ sem þurftu meira ráðrúm, þessir „aðrir“ höfðu rætt um stofiiun samtakanna í allt sumar. Flokkseigendurnir þurffu að ráða ráðum sínuin og Tíminn hrein- lega býr til „pólitískan titring“ þegar minnsta hætta er á að bönd kerfisins bresti. Tíminn og líkt þenkjandi öfl í flokkunum fjórum sem bára ffam Reykjavíkurlistinn vilja einangra og draga vígtennurnar úr hreyfingunni sein felldi meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í vor. Við blasir hálf-geggj- uð staðreynd, sú að stjórnmálamönn- um úr innsta hring vinstriflokkanna, sem iðulega mæla fagurt um samstarf félagshyggjufólks, stendur ógn af hreyfingu sem getur töffað fram þrjú til fjögur hundrað manna fund með litíum fyrirvara. Gamla lagið var miklu betra þar sem tveir til þrír tugir mættu á fund og maður vissi fyrirfram hvaða skoðanir fólk hafði. Andstæð- ingar sem og samherjar voru skil- greindir hópar, og það svo kyrfilega að í sumum flokkum er til önnur kyn- slóð innanflokksandstæðinga. Ekkert kemur á óvart, nema kannski óendan- legt langlundargeð þjóðarinnar gagn- vart litlu hópunum í litlu flokkunum. Sælir eru einfaldir. Páll Vilhjálmsson ERINDI GUÐMUNDAR ANDRA THORSSONAR Á REGNBOGAFUNDINUM: ónar, litir, ilmur - og smjör Nóttina eftir að Mörður Árnason hringdi í mig og bað mig um að ávarpa þennan fund dreymdi mig að borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, skipaði mig sérlegan sendimann Reykjavikurborgar í Smugunni. Ég man ekki hvað henni gekk til: hvort ég átti að vera milligöngu- maður brjálaðra landsbyggðarmanna í Noregi og brjálaðra iandsbyggðarmanna á íslandi eða hvort ég átti að krefjast reykviskra yfirráða á heimshöfunum - eða hvort ég átti bara að hafa það gott. Ég man ekki heldur hvort ég þáði starfann. Ég man ekki einu sinni hvort Sjálfstæðismenn lögðu fram fyrirspurn í borgarstjórn um það hvort ég fengi greitt orlof og hvar skrifstofan min ætti að vera. Þegar mig dreymir er ég yfirleitt sofandi og ekki nógu vakandi fyrirþví sem gerist. En draumurinn er dularfullur og kannski er hann þvæla sem ekki einu sinni Njáll á Bergþórshvoli og Gestur Oddleifsson hefðu ráðið í sameiningu - ekki einu sinni Guðlaugur og Guðrún Berg- mann með víkingaspilunum. Mig grunarþó að draumurinn tengist því á einhvern máta að eftir sigur R-listans í vor, sem ég taldi ekki sist mitt verk, þá lét ég á mér skilja við téðan Mörð, sem ég taldi þá vera áhrifamann innan sam- takanna, að ég væri reiðuþúinn að Ijá máls á því að vera alls ekki fráhverfur þvi að hugleiða gaumgæfilega tilboð um að gerast menningarlegur erindreki Reykjavíkur um víða veröld - ekki þó þannig að um væri að ræða klíkuskap og spiHifígu, helduryrði ég fremur sem nokkurs konar Charge d'affair í þvi að kynna mér menningu ýmissa stórborga en einkum þó þá menningu sem kvað blómstra í þeim snekkj- um sem sigla i karabiska hafinu. í draumnum hafði þetta karaþíska hafbreyst í Smuguna. í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Draumarnir verða að martröð. Ekki er mark að draumum sagði Sturla Sighvatsson þegar hann vaknaði til að skunda í Örlygsstaðabardaga - og sé einhver merking í þessum þá felur hann svo sem ekki annað i sér en jafn nauðaómerkileg sann- indi og þau að geri maður heimskulegar og óbilgjarnar kröfur til annarra en engar til sjálfs sín, og tengi maður drauma sína við gerðir annarra en ekki sjálfs sín, og hafi maður óraunhæfar væntingar til annarra fremur en sjálfs sin - þá endar maður inni í verndarsvæðum annarra siglandi undir hentifána glataðrar sjálfsmyndar. Ég held að ég sé búinn að flækja mig í eitthvert myndmál hérna - ég held ég ætti að reyna losa mig úr því. Allt og sumt sem ég vlldi sagt hafa erað við getum ekki ætlast til þess að smjör drjúpi hér afhverju strái eftir fjögur ár og að hér vaxi akrar ósánir eins og löngum hefur verið draumur þessa hirðingjaþjóðflokks sem hér býr. Við getum ekki vænst þess að þorgarstjórnarmeirihlut- inn muni gefa blindum sýn, að öll sumur verðl sólrik sem þetta, að náttúrulögmálin gufi upp og sjúkdómar hverfi og bensínlitrinn lækki- við eigum ekki einu sinnineina sérstaka heimtingu á að uppfyllist jafn hógvær og sjálfsögð ósk og að verða hamingjusöm. En við getum ætlast til þess að framkvæmdir í borginni okkar miðist við almannahag en ekki ein- göngu verktaka, og er Elektrólúx-málið einmitt ágæt byrjun og glæsilegt dæmi um að sú tíð er liðin að slíkir útgerðamenn á almannafé fái að moka upp óáreittir afla á verndarsvæðunum. Og við getum ætlast til þess að eftir fjögur ár verði það liðin tíð að taugaveiklað fólk sé að hendast með taugaveikluð börn bæjarenda á milli til að henda þeim í fangið á taugaveikluðum dag- mæðrum fyrir stórfé; við ættum að geta vænst þess að litið verði á umönnunarstörf sem störf en ekki köllun og þau launuð samkvæmt þvi; að gömlu fólki í sárri neyð verði fundin önnur úr- ræði en að skrá það á biðlista; að iögreglan fari að lita á það sem sitt verkefni að fjarlægja vit- firringa sem misþyrma saklausu fólki á kvöldin í miðbænum; að strætó verði raunhæfur farkost- ur fyrir venjulegt fólk sem hefur engan áhuga á að montast um bæinn á einkabílum; að hjóla- brautir komi um allan bæ svo að hjólreiðafólk þurfi ekki að hossast eftir glerstráðum syllum og stöllum og sprungum gangstétta eða biðja til guðs um að bílstjórarnir í kringum það séu nú í góðu skapi í dag. Við getum ætlast til alls konar hluta af þessari borgarstjórn. Þetta er okkar stjórn. Þetta er sú stjórn sem við knúðum fram þegar við sameinuðumst um verkefni nútiðar og framtíðar, og gleymdum því um stund að þessi væri allaballi, þessi úr kvennó, þessi krati og þessi frammari; allt í einu leið manni ekki lengur eins og sauðkind; allt í einu voru kosningar ekki lengur þessar venjulegu réttir og gömlu fjaHkóngarnir stóðu álengdar og horfðu agndofa á það hvernig var rokkað i réttunum - út úr þeim streymdi fólk sem hafði ekki við að heilsast og kynnast og brosa vegna þess að i pólitik er aðeins eitt ánægjulegra en að þoka einhverju áleiðis, og það er að þoka einhverju áleiðis með öðrum. Og fólkið sem við kusum tilýmissa trúnaðarstarfa á ekki að þurfa að puða fyrir okkur í tómarúmi og einrúmi. Til þess að smjör drjúpi af hverju strái hér eftir fjögur, átta, tólf eða fimmtíu ár, þá þarf hvert og eitt okkar að taka að minnsta kosti eitt strá ein- hvers staðar - og smyrja það. Mig dreymir um borg en ekki drive-in vinnu- og neytendabúðir. Mig dreymir um miðbæjarkvöld með öðrum brag en þeim sem rikir þegar fimmhundruð full börn veltast um með landa- pepsípela um hálsinn. Ég heyri tóna: ég vil að lögreglan hætti að handtaka þá sem spila fyrir klinki á götum úti og hafa ekki þevís upp á að vera trúfífl. Ég vil að Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitin Svanur sameinist og ganginiður Laugaveginn fyrsta laugardaginn í hverjum mán- uði þegar ekki eru beinlínis tíu vindstig. Ég sé liti: ég vil að grámanum verði sagt stríð á hendur; ég vil Hallgrímskirkjan verði líka máluð rauð. Ég heyri tóna, ég sé liti, ég finn ilm - áfram með smjörið.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.