Vikublaðið


Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 2. SEPTEMBER 1994 A flækingí Samband ungra íhaldsmanna hefur afhent Friðrik Sophussyni lista yfir ríkisbatterí, annars vegar fimm best reknu og hins vegar fimm verst reknu batteríin. Þetta fannst Elínu Hirst og félögum á Stöð 2 ákaflega sniðugt, einkum og sér í lagi af því að Sambandið útvegaði þeim um leið RUV á silfurfati sem skotmark. Stöð 2 smjattaði á þessu óþurftarapparati sem RUV er og lét Sambandsfor- manninn Guðlaug Þór Þórðarson segja að RUV ætti ekki að vera til því að einkaframtakið væri til staðar. Maður saknaði ýmislegs í frásögn Stöðvar 2. Það hefði t.d. verið fróð- legt að heyra hverjir hafi farið með yfirstjórn mála hjá RÚV á undan- förnum árum. Nefna má sjálfstæðis- mennina Markús Orn Antonsson, Heimir Steinsson og Hrafn Gunn- laugsson. Hvers eiga þeir að gjalda að fá ekki „kredit“? Maður saknaði líka nánari lýsingar á einkaframtakinu. A sviði útvarps- miðlunar eru vissulega til margir aðil- ar aðrir en RÚV. Stöð 2 getur nefnt dótturfyrirtækið Bylgjuna sem dærni. En það er sammerkt með þessum frjálsu stöðvum að þær bjóða nær ein- hliða upp á rokk og röfl. Innihalds- laust blaður. Ef RÚV hyrfi af út- varpsbylgjunum stæði Bylgja Stöðvar 2 eftir með markaðsráðandi stöðu. Og ef sjónvarp RÚV hyrfi stæði Stöð 2 eftir með einokunarstöðu. Engir aðrir eru á markaðnum. Þegar Sýn ætlaði eitthvað að brölta gleypti Stöð 2 barnið í fæðingu. Ef hægt er að segja með sannfær- ingarkrafti að RÚV sé verst rekna ríkisapparatið þá er alveg eins hægt að segja að Stöð 2 sé verst stjórnaða einkafyrirtækið. Jú, víst skilar Stöð 2 einhverjum hagnaði samkvæmt papp- írunum. En horfið á stjórn fyrirtækis- ins (varúð: ykkur gæti orðið flökurt). Rjóminn af forstjórum landsins eru þar innanbórðs með lögfræðinga- gengi í fararbroddi að gera sitt ítrasta til að kála hverjir öðrum. Ingimundur í Hekiu í blóðugum slagsmálum við Jón Ólafsson í Skífunni. Kærur út um allt; RLR, Ríkisskattstjóri, ráðherra. Hefur þessi fréttnæmi forarpyttur al- veg farið framhjá Elínu Hirst? Hefði t.d. ekki verið upplagt að segja frá lax- veiðiferð toppanna innan Stöðvar 2 sem Óskar Magnússon treysti sér ekki til að fara í vegna þess að Sigur- jón Sighvatsson fór í ferðina? Var slegist? Mætti „Mulningsvélin"? Flaut fleira en laxablóð? Fékk Palli Magg á kjaftinn? Sparkaði einhver í Harald í Andra? Mætti Jói Óla með Securitas á staðinn? Var Dóri Blöndai nokkuð á staðnum? Það fór ekki framhjá Elínu þegar blaðið hans Friðriks eiginmanns sagði að Halldór Blöndal hefði þegið laxveiðiboð af Istaki. Pressan hans Friðriks fékk myndarlegt „kredit". Strax á eftir kom frétt sem DV var fyrst með, en DV féldc ekki „kredit“. DV er ekki að fara á hausinn eins og Pressan. DV þarf ekki á aðstoð að halda. Kannski er samt -verst rekna apparatið af öllum apparötum borg- arstjórnarminnihluti . íhaldsins. „FIveitibrauðsdagar“ Reykjavíkurlist- ans eru liðnir. I útvarpi voru feiddar saman Ingibjörg Sólrún óg Inga Jóna Þórðardóttir Haarde og á Stöð 2 Ingibjörg Sólrún og Arni Sigfússon. Frammistaða Ingu Jónu og Arna var pínlega aumkunarverð. Hvað segir Sambandið um þann rekstur? Rithöndin Kona hinna sterku afla Skriftin þín segir að þú sért stór- brotinn persónuleiki, eða það sem stundum er kallað „allt eða ekkert" manneskja. Smámunasemi fellur þér mjög illa, einnig allt sem er í ætt við nísku og eftirtölur. Þú vilt að annað hvort sé verkið gert eða ekki, meðal- vegir virðast ekki falla í þinn smekk. Skapið er stórt og þú getur reiðst illa. Þú getur þó stillt þig ef mikið liggur við. Og þótt þú sért skapstór þykir mörgu fólki vænt um þig. Þú vinnur hvað það vel sem þú tek- ur þér fyrir hendur og oft gerir þú jafnvel betur eða meira en þér ber. Þú munt eiga margt hæfileikafólk í ætt- um. Enda er sjálfstraust þitt í góðu Iagi, þú ert örugg til stórræða eins og sagt var í fornum sögum. Hins vegar hættir þér nokkuð til að sjást yfir smá- muni sem þú kallar svo, en eru kannski ekki alltaf neinir smámunir. Athugaðu þetta. Hér gætu komið til fjölskyldumál, gamlir vinir o.þ.h. Annars ertu yfirleitt jákvæð og náms- gáfur eru ágætar. Þú munt vera forlagatrúar, enda vafalaust oft rekið þig á mátt forlag- anna. Þér mun stundum finnast lífs- baráttan hörð, en ólíklegt er að þér leiðist hún. En þó þú virðist kona hinna sterku afla í tilveruni þá geturðu líka verið blíð og hlý í þinn hóp. Líklega verður sú hlið meira ráðandi á þínum efri árum þegar þú getur horft róleg yfir glímuvöll tilverunnar. Opinber störf og stjórnmál eiga trúlega vel við þig. Gangi þér vel. R.S.E. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkona. Hörður Torfason er með sönnu nefndur brautryðjandi trúbadúr-sönglistarinnar á Islandi og hugsanlega er hann einnig brautryðjandi í þeirri fádæma íhalds- semi að halda árlega hausttónleika sína hvað sem tautar og raular; sami staður og sami tími og síðast. 'I'ón- leikar hans verða sem sagt í Borgar- leikhúsinu í kvröld, föstudag, og hefj- ast klukkan 21 stundvíslega. I anda Harðar er þetta orð „stund- víslega" áréttað, því hann er maður hinnar öguðu og fáguðu nákvæmni sem líklega á rætur að rekja til lista- mannsuppeldis hans innan leikhúss- ins. Þessi ögun gerir tónleika Harðar ekki síst að leikrænni upplifún, því hann sker sig úr öðrum tónlistar- mönnum íslenskum að því leyti að sviðsframkoma hans, leikrænn söngurinn og tímasetning er meira í aitt við leiklistarhefðina en tónlistina, hjá Herði rennur þetta tvennt reyndar saman í einn glæsilegan „perfor- mans“. Þriðji uppi- stöðuþráðurinn í tón- leikuin hans er svo auð- vitað textarnir - beittir, gamansamir ádeilutext- ar sem iðulega afhjúpa fyrir áheyrandanum hans eigin smásálarhátt, en líka fínleg og ofur- næm ljóðræna sem lýkur upp hólfum í hjartanu þar sein Hörður hefúr fyrir löngu tekið sér ból- festu. Miðar eru seldir í Borgarleikhúsinu og kosta 1200 krónur. Þrjár konur í Nýlistasafninu Amorgun, laugardag verða þrjár sýningar opnaðar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík. I efri sölum sýnir Rúna Þorkelsdóttir og í neðri sæsbvng verði sölum safnsins sýna Ragnheiður Ragnarsdóttir. I Setustofu sýnir Björk Guðmundsdóttir. Rúna Þorkelsdóttir sýnir verk unn- in í blandaða tækni. Flún býr í Ainsterdam og starfar ýmist þar eða á íslandi. Jafnfamt því að vinna að myndlist rekur hún bókagalleríið Boekie Woekie í Ainsterdam. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1976 og stundaði famhaldsnám við Konstfack Skolen í Stokkhólmi og Gerrit Rietvald Aka- demíuna í Amsterdam. Hún hefur haldið þölmargar sýningar hérlendis óg erlendis. Ragnheiður- Ragnarsdóttir sýmir rýmisverk í neðri sölum safnsins. Hún útskrifaðist úr MHÍ 1991 og er þetta fyrsta einkasýrting hennar. I Setustofú sýnir Björk Guðmunds- dóttir en hún lauk námi frá MHÍ í vor. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14 til 18 og þeim lýkur sunnudag- inn 18. september. Stúdentar sýna ljósmynda- maraþon Nú stendur yfir sýning á vegum Félagsstofnunar stúdenta í anddyri Stúdentaheimilisins við Hringbraut á myndum sem urmu til verðlauna í ljósmyndamaraþoni Háskóla íslands. Maraþonið var haldið laugardaginn 26. mars og var þetta í annað sinn sem það er haldið. I ár voru 163 þátttakendur skráðir til keppni, en það er mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í keppni af þessu tagi hérlendis. Hún hófst að morgni laugardagsins 26. mars og fengu keppendur þá tólf mynda filmu í hendurnar ásamt Iista með tólf verkefnum. Filmunum átti-að skila áteknum tólf tímum síðar og kláruðu ríflega 100 manrjs verk- 'efnið. Hugmyndaauðgi keppenda réð mestu um úrslitin en alls komu um 60 keppendur til álita er sigurveg- aranna var leitað og var keppnin því jöfn og spennandi. Sýningin stendur yfir til 1. október og er húsið opið alla virka daga frá kl. 8 til 18. Hausttónleikar Harðar Torfasonar Tölvur geta verið hin mestu þarfaþing en óþurftargripir einnig. Til að m'mda er allt of auð- velt að setja hið ómerkilegasta bull á pappír eftir að tölvurnar komu til sögunnar. Aður var það þó ákveð- inn hemill á ritgleði manna hversu erfitt var að standa í vélritun og leiðréttingum. Nú er það fiTÍr bý. Sumir fara þó full iangt í tölvu- notkun. Eg heimsótti gamlan vin um daginn eftir að hafa frétt að hann væri illa þjáður af tölvuvírus. Sá vírus lýsir sér þannig að maður- inn er ófær um að gera nokkuð sem ekki fer á einhvern hátt í gegnum tölvuna hans. Allt heimilislífið er geirneglt í kringum þau forrit sem maðurinn hefur "fir að ráða. Að sjálfsögðu er bókhald heimilisins þar og sérhverjum heimilismanni er skamintaður vasapeningur sam- kvæmt staðli Hagstofunnar um ne"slu vísitölumannsins á mismun- andi aldursskeiðum. Auk þess er bætt inn í meðaltölum frá athugun- um Manneldisráðs á réttu meðaleldi Islendinga þannig að fitumagn sé í láginarki en blóðs,Tkur miðaður við íþróttamenn í toppformi. Eitthvað er líka þarna inni frá Ne’tendasam- tökunum en ekki veit ég hvað. Út frá þessu fær hann hinar fjöl- bre'Ttilegustu kúrfur og gröf og vikulega rnæta allir íjölsk”ldumeð- limir á kontórinn, fram er kallað graf viðkomandi tengt tekjuin fjöl- sk’ldunnar og út kemur hvað við- komandi fær í vasapening. Engar deilur, samningar eða annað þvað- ur, allt pottþétt og staðlað. En þetta er nú bara einn þáttur vitle,Tsunnar. A hverjum morgni bTTrjar vinurinn á að ke'rra út tossa- lista dagsins og þegar menn setjast við morgunverðinn liggur við hlið- ina á diskunum listi þess fjölsk’ldu- meðlims er þar situr samkvæmt út- reikningum á hvernig birta nýtist best á hvaða aldursstigi. Þetta ber að gera "fir daginn, klukkan þetta. Og að kveldi er síðan farið "fir hvernig gengið hefur, strikað ’Tir með rauðu það sem búið er, með bláu það sem komið er á rekspöl og svörtu það sem algerlega hefur farist fi-rir að sinna. Morguninn eft- ir - nýr tossalisti. Það fór ágætlega á með okkur vinunum þegar ég heimsótti hann. Þó verður að játa að samræður vildu verða nokkuð endasleppar og slitr- óttar. Það stafaði af því að við og við gaf tölvan frá sér einhver undarleg hljóð. Stundum lék hún eitthvert stef, stundum vældi hún ámátlega og einu sinni eða tvisvar gaf hún frá sér öskur eins og nautgripir í slátur- húsum. Og það brást ekki að í hvert sinn sem kvikindið æmti þá spratt vinurinn á fætur, brá sér frá og gerði eitthvað. Stundum hringdi hann, einu sinni skipti hann um dekk á bílnum, öðru sinni hellti hann upp á kaffi og einu sinni varð ég að fara með honum að skila bókum á bóka- safnið. Og þegar öskur nautgrip- anna rufu upprifjun okkar á menntaskólaárunum, rauk hann inn á salerni og læsti að sér. Mér er sagt að það sé mun erfið- ara að lækna þetta en alkóhólisma.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.