Vikublaðið


Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 11
VTKUBLAÐIÐ 2. SEPTEMBER 1994 11 TheClient ★★★ Sýnd í Bíóborginni Leikstjóri: Joel Schumacher Aðalhlutverk: Susan Sarandon, Tommy Lee Jones, Brad Reníiro Bækurnar hans John Grisham um lögfræðinga á hlaupum hafa þott vinsæl lesning og ekki síðri efhiviður í vinsælar bíómyndir. Þetta er þriðja myndin á stutm tíma- bili sem Hollywood ungar út eftir hugverki hans og satt að segja ber hún höfuð og herðar yfir hinar tvær, að rnínu mati. Þó á hún það sameiginlegt með hinum tveim að lítið fer fyrir frum- leika í frásögninni, þetta er formúlu- spennumynd í húð og hár, sem geng- ur þó upp sökum góðrar uppbygging- ar og sniðugrar kímni á köflum. Það er leikstjórinn Joel Schu- macher (Flatliners) sem fær þann höfuðverk að feta í fótspor 'ekki ómerkari manna en Sidney Poliack (sem féll flamr á því að gera „The Firm“) og Alan J. Pakula (sem gerði hina aðeins skárri „Pelican Brief‘) við að koma hugarfóstri Grishams á filmu. Schumacher þessi hefur áður sýnt að hann getur haldið vel utan um spennumyndir og mynd þessi stað- festir það enn frekar. Andrúmslofdð er ansi raffnagnað þegar best lætur. Tónlistarhöfundurinn Howard Shore á hlutdeild í heiðrinum af sköpun andrúmsloftsins með sterkum tón- smíðum sem minna þó eilítið á Jerry Goldsmith á köflum. Það er samt ekki síst leikur þeirra í aðalhlutverkunum sem gerir myndina jafh áhorfanlega og raun ber vimi, Susan Sarandon slær ekki feilnóm ffekar en venjulega og Tommy Lee Jones virðist verða betri með hverri mynd. Brad Renfro á stórgóðan leik í sínu fyrsta hlutverki og Anthony LaPaglia stendur sig vel í dæmigerðu hlutverki. Það sem fór kannski mest í taugarn- ar í mér við myndina „The Client“ er tilhneiging hennar til að klifa á smáat- riðum, það virtist ekki vera nóg að koma skilaboðum einu sinni til áhorf- andans, það þurfti aí berja hlutina ofan í mann ef ske skyldi að inaður gripi ekki ábendinguna í fyrsta skipti. Þetta var þó ekki svo algengt að það næði að gera varanlegan skaða á upp- byggingu myndinarinnar sem er heil- steypt, þótt ófrumleg sé. Eg geng varla svo langt að staðhæfa að fólk sé einhverju bættara eftir að hafa séð þessa mynd, en hún er tilval- in leið til að myrða kvöldsmnd fyrir fólk sem hefur gaman af spennu- myndúm. True Lies ★★★V2 Sýnd í Bíóhöllinni og Háskólabíó Leikstjóri: James Cameron Aðalhlutverk: Amold Schwarzenegger, Jamie Lee Curt- is, Tia Carrere egar Cameron og Schwarzen- egger leiddu síðast saman bikkjur sínar varð til myndin Terminator 2: Judgment Day sem kostaði heil ósköp en halaði það þó allt inn affur í miðasölu. Persónulega fannst mér þeir kumpánar gera miklu betri hluti með Terininator 1 sein kostaði skít og skóreimar (A bíómæli- kvarða), en það er nú bara mitt álit. Hér er tvíeykið komið afrnr á ferð, og enn er eytt um efhi fram, en í þetta skipti tók myndin ekki nándar nærri nóg inn í kassann til að standa undir kostnaði, alla vega ekki í Bandaríkjun- um. Sem er miður, því að mínu rnati er þessi mynd talsvert mikið betri en áðurnefnd Tortímandinn 2. Báðar eiga þær það sameiginlegt að vera heiladauðar hasarmyndir, en svo lengi sem fólk býst ekki við vitsmunalegri örvun er það svo sem í lagi. Söguþráðurinn í True Lies er þó öllu áhugaverðari en sá í T2 og þeirn tekst býsna vel að blanda sarnan hasar og gríni og gera úr hina bestu skemmtun. í raun er þessi mynd fullkomnun á bandarísku hasarmyndaformúlunni, ég sé ekki fram á að^þurfa að sjá bandaríska hasarmynd næstu árin, leiðin getur aðeins legið niður á við. Cameron sullar saman hefðbundinni hasarmyndauppbyggingu, framúr- skarandi tæknibrellum og augnglenn- andi áhættuatriðum svo úr verður eitt stórt adrenalínferðalag sem rninnir á galgopalega rússibanaferð, manni hálfsvimar þegar maður gengur út úr salnum. Auðvitað er handritið meingötótt, viss atriði sem ganga alls ekki upp en þetta eru allt minni háttar gloppur. Eini gallinn af einhverri stærðargráðu sem ég gat fundið var yfirheyrsluat- riðið umdeilda yfir Jamie Lee Curtis, það var eiginlega hálf óþarft. Þar fyrir utan er myndin hinn fullkomni lífs- flótti á föstudagskvöldi og er alveg jafn gjaldgeng aðra daga vikunnar. Schvarzenegger vígalegur í smóking í myndinni True Lies sem sumir telja úrelda myndirnar um 007. Sagt nied mynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.