Vikublaðið


Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 1
Kreppa í kerflnu Trúin á þjóðríkið IHps i Viðvarandi kreppa flokkakerf- Fyrir skömmu deildi Arni Berg- \\\ isins liggur í rótum íslenskrar 'ÆmS mann hér í blaðinu á „unglinga í ■ stjórnmálahugsunar þar sem stjórnmálafræðum“ og níðið um samband foringja og skjól- Æm fflk þjóðríkið. Hallfriður stæðinga gengur þvert á evr- Þórarinsdóttir mannfræðingur ópska lýðræðishugsun Bls. 4 svarar fullum hálsi. Bls. 3 Mikið knús Eg er svo mikill káfari, ég vil fá að koma við, snerta, káfa á lífinu, segir Margrét Vilhjálms- dóttir söng- og leikkona í viðtali við Elísabetu Jökuls- dóttur. BIs. 8 35. tbl. 3. árg. 9. september 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Umsátursástand í Flugmálastjórn Ríkisendurskoðun fer í saumana á öllum Qárreiðum Flugmálastjórnar. Flugráðs- menn kallaðir á neyðarfund og látnir skrifa undir yfirlýsingu um að þeir hefðu ekki rætt við Vikublaðið. Rannsókn er hafin hjá Ríkis- endurskoðun á öllum fjár- reiðum Flugmálastjómar. Vikublaðið hefur fengið staðfest að rannsókn þessi sé hafin í kjölfar þess að frumskoðun Ríkisendur- skoðunar leiddi til þess að meint fjársvik firamkvæmdastjóra fjár- málaþjónustu Flugmálastjómar vom kærð til RLR og maðurinn rekinn. Vikublaðið greindi ffá grunsemdum um víðtæka íjármálaspillingu innan Flugmálastjórnar í síðasta blaði og var flugráð kallað saman á neyðarfund síð- asta þriðjudag vegna fréttar blaðsins. A þeim fundi gerðist sá fáheyrði atburð- ur að allir níu aðal- og varamenn í flugráði voru látnir skrifa undir yfir- lýsingu þess efnis að þeir hefðu ekki rætt um málefni Flugmálastjórnar við Vikublaðið. Hjá Ríkisendurskoðun fékkst stað- fest að í núverandi rannsókn yrðu öll fjármál stofnunarinnar könnuð í tilefni áðurnefnds rnáls og undir það tók Hilmar Baldursson formaður flugráðs. í þessu sambandi skal þess getið að Ríkisendurskoðun kannaði í fyrra samkvæint beiðni affnarkaða þætti fjármála stofiiunarinnar, er lutu að flugferðum og farseðlum. Engin heildarskoðun hefúr því fyrr farið ffam Meirihluti Reykjavíkurlist- ans hefur ákveðið að ráða tvo eða fleiri starfsmenn til að sinna sérstaklega atvinnu- uppbyggingu í borginni og hrinda þannig í framkvæmd stefnumiðum listans. Starfsmenn þessir munu mynda vísi að sérstakri atvinnu- máladeild og væntanlega starfa undir atvinnumálanefnd borgar- innar. á fjárreiðum stofnunarinnar. Sem fyrr segir voru níu flugráðs- menn látnir með n.k. galdraofsóknum skrifa undir yfirlýsingu um að þeir hefðu ekki talað við Vikublaðið, sem í síðustu viku hafði uinmæli efdr ónafn- Að sögn Arthúrs Morthens, sem á sæti í atvinnumálanefnd, er hugmynd- in að starfsmennirnir sinni atvinnu- uppbyggingu og veiti ráðgjöf og upp- lýsingar í nývirkjamiðstöð. „Mark- ntiðið er að auka atvinnu, t.d. með því að örva smáiðnað. Þarna á að sinna bæði fólki í atvinnuleit og smáfyrir- tækjuin sem vilja vinna að nýjum verkefnum. Við höfum sagt að Reykjavíkurborg sé með fjölda manns greindum flugráðsmanni. Af þessu dró flugráð þá ályktun að viðhöfð ummæli væru marklaus. Vikublaðið tekur fram að sú ályktun flugráðs er röng og hef- ur ekkert komið ffam sem rengir efni fféttar blaðsins í síðustu viku. í vinnu við að sinna ýrnsum verkefn- um, t.d. við að eyða meindýrum, en enga til að byggja upp atvinnu og veita ráðgjöf í þessum málaflokki“, segir Arthúr. Meirihlutinn var áður búinn að ráða tvo ráðgjafa til Vinnumiðlunar Reykjavíkur, en sú stofhun hefur ekki atvinnusköpun á sinni könnu og því er nú að myndast vísir að atvinnumála- deild. Borgin ræður ráð- gjafa í atvinnuináliiin Verkalýðssinnar stofna Alþýðubandalagsfélag Alaugardag verður Alþýðu- bandalagsfélagið Framsýn stofnað á Hótel Sögu. Að fé- Iaginu standa trúnaðannenn úr röðum Iaunþegasamtakanna og menntamenn sem Iítið hafa starfað að stjómmálum undanfarið. Undirbúningshópur boðaði til blaðamannafundar í sal Dagsbrúnar á miðvikudag og þar kom fram að hug- inyndin að félagsstofhuninni liafi kviknað fyrir ári. Tilgangur félagsins er að taka þátt í þeirri gerjun sem er á vinstri kanti íslenskra stjórnmála og beita sér fyrir samvinnu vinstrimanna. - Við erum sannfærðir um að breiðfylking vinstrímanna verður ekki til án þátttöku Alþýðubandalagsins, segir Halldór Guðmundsson útgáfu- stjóri Máls og ntenningar en hann hefur starfað í undirbúningshópnum. Tvö almenn félög Alþýðubanda- lagsins eru þegar starfandi í Reykja- vík, Alþýðubandalagsfélag Reykjavík- ur (ABR) og Birting. Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambandsins sagði að fjöldi fólks hafi ekki viljað koma til starfa á vettvangi Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna ágreinings sem hafi verið á milli ABR og Birtingar. Frain- sýn vilji brjóta upp stöðuna og segja skilið við fornar eljaraglettur. - Við viljurn ræða stjórnmál, hvort heldur þau eru um menningarmál eða verkalýðspólitík, en ekki að karpa við félaga okkar, segir Björn Grétar. I drögum að stefnuskrá Framsýnar kemur fram að félagið hugsar sér að vera vettvangur umræðu um róttæka umbótastefnu í þjóðmálum og beita sér fyrir nýjum hugmyndum í stjórn- málabaráttu. Félagið mun leggja áherslu á umbætur í efiiahagsmálum, lifandi menningarstefnu, lýðræðislega skipan almannavalds, mannúðlega skynsemisstefnu í velferðarmálum, raunhæf svör í umhverfismálum og nýsköpun Islendinga í samfélagi þjóð- anna. Undirbúningshópur kynnir fyrirhugaða stofnun Framsýnar: Þorsteinn Óskarsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Björn Grétar Sveins- son, Bryndís Hlöðversdóttir, Halldór Guðmundsson, Róbert Marshall og Leifur Guðjónsson. Jafnaðar- maiuiafé- lag íslands hafnar Al- þýðuflokki Jafhaðarmannafélag Islands hafnaði á mánudagskvöld aðild að Alþýðuflokknum en áður hafði félaginu verið veitt innganga í flokkinn með því skilyrði að það felldi út „ís- land“ í nafni sínu. Jafhaðarmannafélag íslands er liðlega hundrað manna félag sem skipað er mörgum Alþýðu- flokksmönnum er telja sig til vinstri við núverandi flokksfor- ystu. Fyrrum félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokks- ins, Jóhanna Sigurðardóttir, er meðal stofnfélaga Jafnaðar- mannafélagsins. I kjölfar úrsagnar félagsins úr Alþýðuflokknum hefur Jón Baldvin Hannibalsson formaður flokksins gert opinberlega þá kröfu á hendur Jóhönnu að hún lýsi því yfir hvort hún sé með eða á móti Alþýðuflokknum. Talsmenn Jafnaðarmannafé- lagsins segja allt óráðið með framtíðarstöðu félagsins. Það sem gerst hafi á ntánudagskvöld hafi einfaldlega verið staðfesting á því að vaxandi fjöldi Alþýðu- flokksmanna telji þörf á því að sýna með áþreifanlegum hætti ó- ánægju sína ineð störf og stefhu- rnótun ráðherra flokksins í ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. Þrýst- ingur á vextina Ekkert spariskírteini til 10 ára var selt í útboði Lána- sýslu ríkisins í fyrradag. Að- eins var tekið tilboðum að upphæð 162 milljónir króna í flokk 5 ára skírteina. Að fyrirmælum fjármálaráð- herra tekur Lánasýslan ekki til- boðum sem krefjast hærri ávöxt- unar en 5% til að verja vaxta- stefnu ríkisstjórnarinnar. Verðbréf sem bera fimm pró- sent vexti seljast æ verr á opnum markaði og hefur Húsnæðis- stjórn ekki selt eitt einasta bréf ffá því í vor. Verðbréfamiðlarar segja að fjárfestar búist við vaxta- hækkunum hvað úr hverju og vilji því ekki festa fé sitt á lágum vöxtum. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestarnir og þeir kaupa ekki langtímabréf með 5% vöxtum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.