Vikublaðið


Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 1
Kreppa í kerfínu Viðvarandi kreppa flokkakerf- isins liggur í rótum íslenskrar stjórnmálahugsunar þar sem samband foringja og skjól- stæðinga gengur þvert á evr- ópska lýðræðishugsun Bls. 4 Trúin á þjóðríkið Fyrir skömmu deildi Árni Berg- mann hér í blaðinu á „unglinga í stjórnmálafræðum" og níðið um þjóðríkið. Hallfríður Þórarinsdóttír mannfræðingur svarar fullum hálsi. Bls. 3 ^H^kubla B L A Ð S E M V I T E R Mikiðknús Eg er svo mikill káfari, ég vil fá að koma við, snerta, káfa á lífinu, segir Margrét Vilhjálms- dóttir söng- og leikkona í viðtali við Elísabetu Jökuls- dóttur. Bls. 8 35. tbl. 3. árg. 9. september 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Umsátursástand í Flugmálastj órn Ríkisendiirskoðun fer í saumana á öllum fjárreiðum Flugmálastjórnar Flugráðs- menn kallaðir á neyðarfund og látnir skrifa undir yfirlýsingu um að þeir hefðu ekki rætt við Vikublaðið. Rannsókn er hafin hjá Ríkis- endurskoðun á öllum fiár- reiðum Flugmálastjórnar. Vikublaðið hefur fengið staðfest að rannsókn þessi sé hafin í kjölfar þess að frumskoðun Ríkisendur- skoðunar leiddi til þess að meint fjársvik framkvæmdastjóra fiár- málaþjónustu Flugmálastjórnar voru kærð tíl RLR og maðurinn rekinn. Vikublaðið greindi frá grunsemdum um víðtæka fjármálaspillingu innan Flugmálastjórnar í síðasta blaði og var flugráð kallað saman á neyðarfund síð- asta þriðjudag vegna fréttar blaðsins. A þeim fundi gerðist sá fáheyrði atburð- ur að allir níu aðal- og varamenn í flugráði voru látnir skrifa undir yfir- lýsingu þess efnis að þeir hefðu ekki rætt um málefni Flugmálastjórnar við Vikublaðið. Hjá Ríkisendurskoðun fékkst stað- fest að í núverandi rannsókn yrðu öll fjármál stofnunarinnar könnuð í tilefni áðurnefhds máls og undir það tók Hilmar Baldursson formaður flugráðs. í þessu sambandi skal þess getið að Ríkisendurskoðun kannaði í fyrra samkvæmt beiðni afmarkaða þætti fjármála stofhunarinnar, er lutu að flugferðum og farseðlum. Engin heildarskoðun hefur því fyrr farið fram á fjárreiðum stofnunarinnar. Sem fyrr segir voru níu flugráðs- menn látnir með n.k. galdraofsóknum skrifa undir yfirlýsingu um að þeir hefðu ekki talað við Vikublaðið, sem í síðustu viku hafði ummæli eftir ónafn- greindum flugráðsmanni. Af þessu dró flugráð þá ályktun að viðhöfð ummæli væru marklaus. Vikublaðið tekur fram að sú ályktun flugráðs er röng og hef- ur ekkert komið fram sem rengir efni fréttar blaðsins í síðustu viku. Borgin ræður ráð- gjafa í atvinnumálum Meirihluti Reykjavíkurlist- ans hefur ákveðið að ráða tvo eða fleiri starfsmenn til að sinna sérstaklega atvinnu- uppbyggingu í borginni og hrinda þannig í firamkvæmd stefhumiðum listans. Starfsmenn þessir munu mynda vísi að sérstakri atvinnu- máladeild og væntanlega starfa undir atvinnumálanefhd borgar- innar. Að sögn Arthúrs Morthens, sem á sæti í atvinnumálanemd, er hugmynd- in að starfsmennirnir sinni atvinnu- uppbyggingu og veiti ráðgjöf og upp- lýsingar í nývirkjamiðstöð. „Mark- miðið er að auka atvinnu, t.d. með því að örva smáiðnað. Þarna á að sinna bæði fólki í atvinnuleit og smáfyrir- tækjum sem vilja vinna að nýjum verkefhum. Við höfum sagt að Reykjavíkurborg sé með fjölda manns í vinnu við að sinna ýmsum verkefh- um, t.d. við að eyða meindýrum, en enga til að byggja upp atvinnu og veita ráðgjöf í þessum málaflokki", segir Arthúr. Meirihlutinn var áður búinn að ráða tvo ráðgjafa til Vinnumiðlunar Reykjavíkur, en sú stofnun hefur ekki atvinnusköpun á sinni könnu og því er hú að myndast vísir að atvinnumála- deild. Verkalýðssinnar stofna Alþýðubandalagsfélag Alaugardag verður Alþýðu- bandalagsfélagið Framsýn stofnað á Hótel Sögu. Að fé- laginu standa trúnaðarmenn úr röðum launþegasamtakanna og menntamenn sem lítið hafa starfað að stjórnmálum undanfarið. Undirbúningshópur boðaði til blaðamannafundar í sal Dagsbrúnar á miðvikudag og þar kom fram að hug- myndin að félagsstofhuninni hafi kviknað fyrir ári. Tilgangur félagsins er að taka þátt í þeirri gerjun sem er á vinstri kanti íslenskra stjórnmála og beita sér fyrir samvinnu vinstrimanna. - Við erum sannfærðir um að breiðfylking vinstrímanna verður ekki til án þátttöku Alþýðubandalagsins, segir Halldór Guðmundsson útgáfu- stjóri Máls og menningar en hann hefiir starfað í undirbúningshópnum. Tvö ahnenn félög Alþýðubanda- lagsins eru þegar starfandi í Reykja- vík, Alþýðubandalagsfélag Reykjavík- ur (ABR) og Birting. Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambandsins sagði að fiöldi fólks hafi ekki viljað koma til starfa á vettvangi Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna ágreínings sem hafi verið á milli ABR og Birtingar. Fram- sýn vilji brjóta upp stöðuna og segja skilið við fomar eljaraglettur. - Við viljum ræða stjórnmál, hvort heldur þau eru um menningarmál eða verkalýðspólitík, en ekki að karpa við félaga okkar, segir Björn Grétar. I drögum að stefnuskrá Framsýnar kemur fram að félagið hugsar sér að vera vettvangur umræðu um róttæka umbótastefhu í þjóðmálum og beita sér fyrir nýjum hugmyndum í stjórn- málabaráttu. Félagið mun leggja áherslu á umbætur í efhahagsmálum, lifandi menningarstefhu, lýðræðislega skipan almannavalds, mannúðlega skynsemisstefhu í velferðarmálum, raunhæf svör í umhverfismálum og nýsköpun íslendinga í samfélagi þjóð- Jafnaðar- mannafé- lag íslands hafnar Al- þýðuílokki Jafhaðarmannafélag íslands hafhaði á mánudagskvöld aðild að Alþýðuflokknum en áður hafði félaginu verið veitt innganga í flokkinn með því skilyrði að það felldi út „ís- land" í nafhi sínu. Jafhaðarmannafélag Islands er liðlega hundrað manna félag sem skipað er mörgum Alþýðu- flokksmönnum er telja sig til vinstri við núverandi flokksfor- ystu. Fyrrum félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokks- ins, Jóhanna Sigurðardóttir, er meðal stofhfélaga Jafnaðar- mannafélagsins. I kjölfar úrsagnar félagsins úr Alþýðuflokknum hefur Jón Baldvin Hannibalsson formaður flokksins gert opinberlega þá kröfu á hendur Jóhönnu að hún lýsi því yfir hvort hún sé með eða á móti Alþýðuflokknum. Talsmenn Jafnaðarmannafé- lagsins segja allt óráðið með framtíðarstöðu félagsins. Það sem gerst hafi á mánudagskvöld hafi einfaldlega verið staðfesting á því að vaxandi f^öldi Alþýðu- flokksmanna telji þörf á því að sýna með áþreifanlegum hætti ó- ánægju sína með störf og stefhu- mótun ráðherra flokksins í ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. Undirbúningshópur kynnir fyrirhugaða stofnun Framsýnar: Þorsteinn Óskarsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Björn Grétar Sveins- son, Bryndís Hlöðversdóttir, Halldór Guðmundsson, Róbert Marshall og Leifur Guðjónsson. Þrýst- ingur á vextina Ekkert spariskírteini til 10 ára var selt í útboði Lána- sýslu ríkisins í fyrradag. Að- eins var tekið tilboðum að upphæð 162 milljónir króna í flokk 5 ára skírteina. Að fyrirmælum fjármálaráð- herra tekur Lánasýslan ekki til- boðum sem krefjast hærri ávöxt- unar en 5% til að verja vaxta- stefnu ríkisstjórnarinnar. Verðbréf sem bera fimm pró- sent vexti seljast æ verr á opnum markaði og hefur Húsnæðis- stjórn ekki selt eitt einasta bréf frá því í vor. Verðbréfamiðlarar segja að fjárfestar búist við vaxta- hækkunum hvað úr hverju og vilji því ekki festa fé sitt á lágum vöxtum. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestarnir og þeir kaupa ekki langtímabréf með 5% vöxtum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.