Vikublaðið


Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 9. SEPTEMBER 1994 Menningln 9 Endalok kalda stríðsins Þetta er hús árstíðanna. Hér ráfar veröldin alein um gangana og villist milli hœða á meðan þjóðfélagskerfm hrynja. Þessi gamla þvottavél sem stendur þarna í horninu var eitt sinn kölluð Vatnajökull. Það er langt síðan miðstöðvarklefinn þagnaði og eldurinn í fjallinu dó. Samt er barist á hœðunum. Til varnar sauðkindinni Refarækt Sviplaus ráfar sauðkindin um leiðara blaðanna og skimar aftur í aldir þar sem við stöndum með heiðina í höfðinu. Víst hefur hún fylgt okkur frá fyrstu sögunni, en þó henni sé varpað á haugana og rótað yfir hana með jarðýtum mun hún ávallt skjóta upp kollinum, sviplaus en með augun full af þjáningum, einsog við sem hreiðrað höfum um okkur á hrjóstrugri hundaþúfu undir Grœnlandsjökli. Bændur nokkrir í byggðalagi norðaii heiða sóttu um milljón króna lán hjá opinlf&rri stofnun. Ilugðust þeir nota féð til að byggja litla höfn, svo að útróðrar á gjöf- ul mið yrðu þeim auðveldari. Aðstœður til hafnargerð- ar voru mjög góðar, enda sigldu fornmenn þaðan til bardaga. Engu að síður var beiðni bœndanna hafnað en þeim boðin upphœðin fjögurhundruðföld ef þeir legðu niður bú sín og tœkju upp refarœkt. Kvikmyndir I Love Trouble ★★ Sýnd í Bíóborginni og Saga-bíó Leikstjóri: Charles Shyer Aðalhlutverk: Julia Roberts, Nick Nolte, Charles Martin Smith • Eins og sumir kunna að hafa tekið eftir, hefur tíðkast mikið afturhvarf ' í framleiðslu Hollywoodmynda undanfarin ár. Það er gert æ meira af „gamaldags" mynd- um, ekki ósvipuðum þeini seni fólk hafði gaman af fyrir 40-50 árum. Myndin „Eg elska hasar“ fellur í þennan flokk, aðallega vegna þess hversu samleikur aðalleikaranna tveggja svipar inikið til eins frægasta „pars“ kvikmyndasögunnar, þ.e.a.s. Katharine Hepburn og Spencer Tracy. Þetta er áreiðanlega með vilja gert, það er hrein unun að horfa á ást- ar/haturs samband það er einkenndi oft myndir Tracy og Hepburn og fylgjast með eitruðum hnyttyrðunum fjúka þeirra á milli. Þetta andrúmsloft rembast að- standendur „I Love Trouble" við að reyna að endurskapa, með afar tak- mörkuðum árangri. Samband Roberts og Nolte nær sér aldrei á flug, kannski vegna þess hversu ólíkir leikarar þau eru, en það má líklega ekki síður kenna veikbyggðu handritinu urn. A köflum er eins og skorti sam- hengi í frásögnina, áhorfandanum er kippt frá einurn stað til annars án þess að nægur fyrirvari sé hafður þar á. Að auki eru aðalpersónurnar ósköp klisjukennd ljósrit af þeim persónum sem Hepburn og Tracy sköpuðu í myndum eins og t.d. ,Adam's Rib“ og samband þeirra verður æ langsóttara og óáhugaverðara effir því sem lengra dregur í myndinni. Þrátt fyrir að þessi fyrirætlan aðstandenda mistakist hrapallega hefur myndin engu að síður upp á nokkra skemmtun að bjóða, hún er ágæt grínmynd á köflum og bærileg spennumynd þess á milli. Að vísu finnst mér hún frekar órökrétt samsuða af þessum tveim miðlum, báðir þættirnir stela athygli ffá hvor öðrum. Þetta er eiginlega mynd sem fólk ætti að sjá ef það hefur akkúrat ekkert betra að gera, það er engu bættara við það en tapar engu heldur. ísak Jónsson hans þó svo að ekki sé mikið fyrir frumleikanum að fara. Reyndar er meginhugmyndin bak við myndina ágæt þó svo að „minnisleysisbrandar- ar“ séu orðnir frekar útþynnt tóbak. Handritið mjólkar þessa belju sína (ininnisleysið) vel og vandlega og út- koman eru nokkur stórkostleg atriði og fleiri sem eru um og undir ineðal- lagi. Leikstjórinn Mick Jackson held- ur vel í spottana þó svo að hann sé ekki að vinna með jafn gott hráefini og þegar hann stýrði „L.A. Story" effir Steve Martin. Valeria Golino, James Earl Jones, Olivia D'abo og allir aðrir leikarar en Carvey eru aðallega til skrauts. Handritið reiðir sig algjör- lega á hann til að vera fyndinn, hinar persónurnar geta í mesta lagi verið til- efni fyrir hann til þess að gera grín að. Þess vegna er myndin hálfgerður ein- leikur hans og hún er ffamhærileg sem slík. Eg bíð spenntur eftir þeim degi sem Carvey fær gott og heil- steypt handrit til þess að moða úr, það er ekkert því til fyrirstöðu að maður fiíi að sjá flugelda þegar það gerist. Clean Slate ★★V2 Sýnd í Bíóborginni Leikstjóri: Mick Jackson Aðalhlutverk: Dana Carvey, Valer- ia Golino, Jaines Earljones Dana Carvey er maður sem hefur getið sér gott orð fyrir að leika í „Saturday Night Live“ þáttunum og fetar þar í fótspor ekki ófrægari manna en t.d. Steve Martin og Eddie Murphy sem notuðu téðan þátt sem stökkpall upp í þann feril sem þeir hafa notið. Carvey þessi er fyrirtaks grínleikari, sterkur í eftirhermu, og á hægt um að skapa skondnar persónur. Sú persóna hans sem er kannski kunnuglegust fyrir íslenska bíógesti er ofurafglapinn Garth í „Wayne's World" myndun- uin, hlutverk sem flokkast engan veg- inn undir það besta sem hann hefur gert jafnvel þótt hann hafí iðulega stolið senunni ffá kollega sínum, Mike Meyers. Hann hefur gert lítið af því að leika aðalhlutverk, en hér er hann einmitt í einu slílcu. Það má eiginlega segja að mynd þessi hvíli að miklu leyti á herð- um hans þar eð handritið er ekki það sterkbyggðasta sem þekkst hcfur þótt skondið sé, og satt best að segja-er hans persóna sú eina sem fær að segja einhverja brandara. Og það er ekki hægt að segja annað en að hann kom- ist vel frá hlutverki þessu. Sum atriðin verða hreint óborganleg í meðförum

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.