Vikublaðið


Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 9. SEPTEMBER 1994 11 Stofnfundur nýs stjórnmála- félags innan Alþýðubandalagsins Bjöm Grétar Svetnsson Brjánn Jónsson Bryndts Hlöðversdottir Grétar Þorsteinsson í ráðstefnusal A á Hótel Sögu laugardaginn 10. september kl. 14:00. stotnfundur Framsýnar f Reykjavík verður haldinn á Hótel Sögu laugardaginn 10. september næstkomandi og hefst kl. 14:00, kl. tvö eftir hádegi, í ráðstefnusal A. Framsýn er ætlað að verða félag innan vébanda kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík en samkvæmt drögum að stefnuyfirlýsingu félagsins leggur það sérstaka áherslu á samstarf jafnaðar- og félagshyggjufólks. DAGSKRÁ: 1. Undirbúningur og aðdragandi: Leifur Guðjónsson 2. Tillaga að félagslögum: Róbert Marshall 3. Drög að stefnuyfirlýsingu: Sigríður Þorsteinsdóttir Halldór Gu&mundsson Hildur Jónsdóttir 4. Tillaga um stjórnarkjör: Þorsteinn Óskarsson 5. Pallborðsumræður um efnið: RÉTTINDI í HÆTTU? - samtök launafólks á tímamótum. Stjórnandi: Hildur Jónsdóttir ritstjóri. Inngangserindi: Bryndís Hlöðversdóttir lögfr. ASÍ. Þátttakendur í umræðunum auk hennar verða Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasam- bands íslands, Brjánn Jónsson formaður Iðnnemasambands íslands, Grétar Þorsteinsson formaður Samiðnar, Guðrún Kr. Óladóttir varaformaður Sóknar og Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Fundarstjóri á stofnfundinum verður Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar. Róbert Marshall FLOKKSSTARFIÐ Alþýðubandalagiö í Kópavogi Opið hús á laugardag! Við hefjum vetrarstarfið með opnu húsi í Þinghóli, laugardaginn 10. september n.k. kl. 10 -12. -------------------------------------- Valþór Hlöðversson og Birna Bjarnadóttir mæta, svo og varabæjarfulltrúarnir Flosi Ei- ríksson og Guðný Aradóttir. Morgunbrauð og kaffi á boðstólnum. Allir velkomnir! Félagsfundur miðvikudaginn 14. sept. kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11. Dagskrá: 1. Kosning kjörnefndar vegna aðaifundar. 2. Hrimgborðsumræða um vetraestarfið. Stjórn ABK 3. Önnurmál. Alþýðubandalagið á Suðurnesjum og Hafnarfirði Haustferð á Snæfellsnes Hin árlega haustlitaferð Alþýðubandalagsins á Suðurnesjum og í Hafnarfirði verðurfarin nú um helgina 10.-11. september. Það er löngu orðin fastur liður í starfi AB að fara slíka ferð að hausti. Undanfarin ár hefur m.a. verið farið í Þórsmörk, í Jökulheima, Fjalla- baksleið nyðri og syðri og víðar. í ár verður brugðið út af þeirri venju að fara einkum hraun og óbyggðir en þess í stað verður ekinn al- faravegur um Snæfellsnes. Lagt verður af stað frá Hafnarfirði kl. 9. laugardagsmorguninn 10. september og ekið um Snæfellsnes sunnanvert. Við Vegamót slæst í hópinn Skúli Alexandersson og mun hann leiða ferðalangana í allan sannleika um undur og stórmerki byggðarlag- anna undir Jökli. Leiðin liggur fyrir nesið og litið við á Arnarstapa, í Dritvík, á Djúpalónssandi, að Hellnum og er þá fátt eitt talið. Gist verður að Görðum og grillað þar. Á sunnudaginn verður ekið til baka úm Fróðárheiði og síðan inn nesið norðanvert til Stykkishólms og suður um Kerlingaskarð og komið heim á sunnudagskvöld. Verð er 3.500 kr. á mann. 1.500 kr. fyrir 12 ára og yngri. í þessu verði er innifalið fargjald, gisting, grillmatur og morgunverður. Gist verður í svefnpokaplássi og þurfa menn því að hafa með sér það sem þeir vilja sofa við. Lagt verður af stað frá bílastæði ÁTVR í Lækjargötu í Hafnarfirði kl. 9. stundvíslega. Þátttakendur frá Suðurnesjum þurfa sjálfir að sjá sér fyrir fari til og frá Hafnarfirði. Hámarksfjöldi þátttakenda er 60 manns. Þátttökutilkynningar þurfa að berast hið bráðasta: Hafnarfjörður: Páll 54065 og Lára 652286 - Keflavík/Njarðvík: Oddbergur 12123 og Eyjólfur 11064 - Grindavík: Hörður 68603 Skólamálahópur Fundur í skólamálahóp miðstjórnar verður haldin að Laugavegi 3 miðvikudag 14. september n.k. kl. 17:00 Dagskrá: 1. Frumvarp til nýrra grunnskólalaga. 2. Frumvarp til nýrra framhaldsskólalaga Allt Alþýðubandalagsfólk er velkomið Stýrimenn. fijrír ut'H' \»ífA áKj(ir ofcrlííit oLj^- Luusn nnmdagátunnar í síðasta blaði er: „Bændur taka höndurn saman og s,tofha ný hcildarsamtök.41

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.