Vikublaðið


Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 1
Meirihlutinn og fjölmiðlarnir Áróðursmaskína íhaldsins á sterk ítök í fjölmiðlum og það bitnar á nýja meirihlutanum í borgarstjórn. Við því verður að bregðast. Bls. 3 Framsýn Stofnfundur Framsýnar var hald- inn um síðustu helgi og maettu um hundrað manns til að stofha nýtt Alþýðubandalagsfélag. Málefni vérkalýðshreyfingarinnar voru m.a. á dagskrá. Bls. 4-5 m tamtosmm 1«, - si. snransBsa «c« ^iIGMÍ©©íN!M SÝNINGARTiMAR 4^kuUa Jl ..¦•L.iLlliLUUI Amnesty 20 ára Fyrir tuttugu árum var stofnuð Isiandsdeild mannréttindasam- takanna Amnesty International. Samtökin munu halda uppá afmselið með margvíslegum hætti. Bls. 9 36. tbl. 3. árg. 16. september 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 M 250 kr. Fylgishrun hjá stjórniniii Einn af hverjum þremur stuðningsmönnum orðinn fráhverfur ríkisstjórninni. Kratar búnir að missa tvo af hverjum þremur kjósenda sinna. Jóhanna Sigurðardóttir með 10 prósenta fylgi. Fylgið við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur hrunið frá því í sumar samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísinda- stofhunar og sýnir sama könnun að hvor stjórnarflokkanna um sig hafi tapað fjórum til fimm prósentu- stigum í fylgi yfir til hugsanlegs framboðs Jóhönnu Sigurðardóttur. I þjóðmálakönnun Félagsvísinda- stofhunar kemur í ljós að stuðnings- mönnum stjórnarinnar fækkar úr því að vera 43,3 prósent í júní í að vera 29,4 prósent nú. Þetta þýðir að ríkis- stjórnin hefur misst tiltrú eins af hverjum þremur stuðningsmanna sinna frá í sumar. Flestir hafa þessir fyrrum stuðningsmenn staðnæmst í bili í flokki hlutlausra í afstöðunni til stjórnarinnar, en andstæðingum stjórnarinnar hefur fjölgað lítillega. Þjóðmálakönnunin staðfestir að fjölmargir kjósendur hafa áhuga á því að verja atkvæði sínu í þágu Jóhönnu Sigurðardóttur. Hugsanlegt framboð hennar fær 10,1 prósent fylgi í könn- Jafnaðar- mannafélag íslands vill ræða við Framsýn Talsmenn Jafhaðarmannafélags Islands hafa áhuga á að ræða samstarf við Framsýn, nýja Alþýðu- bandalagsfélagið í Reykjavík. - Okkur þykir sjálfsagt að tala við Framsýn um möguleika á samfylkingu vinstrimanna, segir talsmaður Jafhað- armannafélagsins. Jafnaðarmannafélagið telur rúm- lega hundrað félagsmenn og það klauf sig úr Alþýðuflokknum fyrir skemmstu vegna óánægju með störf og stefnu forystumanna flokksins. Efrir úrsögn félagsins úr flokknum hafa nokkrir tugir jafnaðarmanna gengið til liðs við Jafnaðarmannafélag Islands. Um helgina ræðst hverjir verða valdir til forystu fyrir félagið en búist er við að þeir Sigurður Péturs- son og Þorlákur B. Helgason verði kjörnir pddvitar félagsins. Margir helstu stuðningsmanna Jó- hönnu Sigurðardóttur fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra eru í Jafhaðar- mannafélagi Islands. Sá mikli byr sem Jóhanna hefur fengið í skoðanakönn- unum undanfarið hefur sannfært marga jafhaðarmenn um að núna sé rétti tíminn til að brjóta upp harðlæst flokkakerfi sem ekki lengur þjónar hagsmunum þjóðarinnar. uninni og 1,4 prósent til viðbótar vilja sameiginlegt framboð. Mikill stuðn- ingur við Jóhönnu samfara fylgishruni ríkisstjórnarinnar sýnir svo ekki verð- ur um villst að hún átti drjúgan hlut í því að stjórnin hafði þrátt fyrir allt hljómgrunn meðal margra kjósenda. Nú er Jóhanna farin og þolinmæði kjósenda að bresta. Um leið kvarnast verulega úr fylgis- grunni stjórnarflokkanna. Frá því í júní hefur fylgi Alþýðuflokksins minnkað úr 10,4 í 5,8 prósent eða 4,6 prósentustig. Flokkurinn hefur því misst nær annan hvern stuðnings- mann sinn frá því í sumar og næstum tvo af hverjum þremur kjósenda sinna frá síðustu kosningum. Fylgi Sjálf- stæðisflokksins hefur um leið minnk- að úr 40,7 í 36,5 prósent eða um 4,2 prósentustig. Breytingar hjá öðrum flokkum eru óverulegar og hefur fylgi Alþýðubandalagsins verið 13 til 14 prósent allar götur frá því í nóvember síðastliðnum. Á miðvikudag var meiðyrðamál Hrafhs Gunnlaugs- sonar gegn Hildi Jónsdóttur ritstjóra Vikublaðsins og Alþýðubandalaginu tekið fyrir í Héraðsdómi í Reykjavík. Málið höfðaði Hrafn vegna ýmissa ummæla í blaðirm, en sér í lagi vegna greinar um skýrslu Rikisendurskoðunar um málefhi Hrafiis. Fyrir utan ómerkingu ummæla krefst Hrafh tveggja milljóna króna í miska- og skaða- bætur og þyngstu refsingar, þ.e. fangelsunar ritstjórans. Ekki er langt síðan dómstólar dæmdu Nýtt Helgarblað til að láta Hrafh fá aur, en aðra fjölmiðla en þessa tvo hefur Hrafh ekki lögsótt. Myndina tók Ólafur Þórðarson við upphaf málflutningsins á miðvikudag. Úttektín á fjármálum Hafnarfjarðar í skoðun Forystumenn nýja meirihlutans í Hafnarfirði hafa fengið í hend- urnar úttekt á stöðu bæjarsjóðs Hafharfiarðar og eru þessa dagana að fara ofan í saumana á niðurstöð- unum. I samtali við Vikublaðið í gær vildi Magnús Jón Arnason ekki tjá sig um innihald úttektarinnar. Sem kunnugt er ákvað hinn nýi meirihluti Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins að láta gera úttekt á fjármálum Hafharfjarðar og stofn- ana bæjarins eftir valdatímabil Al- þýðuflokksins. Mikið hefur verið rætt um einstök mál kratanna og einkum verk Guðmundar Arna Stefanssonar, en þau mál eru óháð þessari úttekt. Að sögn Magnúsar Jóns munu meiri- hlutamenn skoða niðurstöðurnar og leyfa fulltrúum Alþýðuflokksins að kynna sér þær áður en fjölmiðlum verður kynnt málið á sérstökum blaðamannafundi. Sjá viðtal við Magnús Jón bls. 8-9. Framhalds- stofnfundur Regnbogans Regnboginn, Samtök um Reykjavfkurlistann, halda frarnhaldsstofhfund fimrntudag- inn 22. september á Kaffi Reykjavík í gamla Alafosshúsinu á Vesturgötu 2. Á fundinum verður gengið frá stofhun samtakamia en fyrri fundur félagsins var haldinn í Súlnasal Hót- el Sögu fýrir þrem vikum og sóttu á milli þrjú og fjögur hundruð manns þann fund. Fundurinn á Kaffi Reykjavík mun afgreiða lög félagsins en drög að þeim hafa verið kynnt. Níu manna bráðabirgðasrjórn hefur haft undfrbúning að fram- haldstofhfundinum með höndum en á miðvikudag verður kosin 21. manna stjórn. Kristín Arnadóttir aðstoðarmað- ur borgarstjóra hefur framsögu á fundinum um starf Reykjavíkurlist- ans fram að þessu og búist er við að borgarfulltrúar muni taka þátt í um- ræðum um málefni borgarbúa. Fundurinn á Kaffi Reykjavík hefst klukkan hálf m'u á miðviku- dagskvöld. Guðmundur Árni spilltastur Alþýðuflokksmenn krefja Guðmund Ama Stefansson félagsmálaráðherra og vara- fbrmann Alþýðuflokksins svara um spillt embættísverk og vilja að hann víki sem varaformaður ef hann getur ekH þvegið hendur sínar. Guðmundur Arni Stefansson felags- málaráðherra og varafbrmaður Al- þýðuflokksins er spilltastur allra spilltra í spilltasta stjórnmálaflokk landssins, skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri í leiðara DV á þriðjudag. Félag frjálslyndra jafnaðanrianna hefur sent frá sér erindi þar sem þess er krafist að Guðmundur Arni svari ásökunum í fjölmiðlum um marghátt- aða spillingu. Formaður félagsins er Margrét Björnsdóttir aðstoðarmaður Sighvats Björgvinssonar iðnaðarráð- herra. JVIunurinn á honum [Guðmundi Árna] og öðrum stjórnmálamönnum, sem daðra við spillingu, er, að hann heldur sig sem mest á gráa svæðinu og leitast við að þenja það út. Hann hefur á skömmum srjórnmálaferli hlaðið upp mun lengri lista spillingarmála en aðrir stjórnmálamenn á löngum ferli," skrif- arjónas. Ritstjórinn, sem alla jafna er svart- sýnn á siðferðisþrek og vilja almenn- ings til að rísa upp gegn spillingunni, telur ekki loku fyrir það skotið að nú kunni kjósendur að grípa til sinna ráða. „I vetur mun koma í ljós, hvert hlut- verk Alþýðuflokkurinn ædar spilltasta ráðherranum í kosiungunum, og í vor mun koma í ljós, hvert hlutverk kjós- endur æda spilltasta stjómmálaflokkn- um í kosningunum. Kannski verða menn þá loksins búnir að fa nóg af sukkinu, segir í leiðara DV."

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.