Vikublaðið


Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 16. SEPTEMBER 1994 3 Nýr meirihluti Hvar eru fréttirnar? Hefur nýr borgarstjóri okkar Reykvíkinga, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, virki- legt ekki gert neitt annað en að klúðra handboltahallannálinu, ráða tvo vini síni sem ráðgjafa og fara svo í frí með öðrum þeirra? Það mætti ætla ef aðeins er tekið mið af fréttaflutningi DV, Éintaks, Mogg- ans, Stöðvar 2, Bylgjunnar og Rík- issjónvarpsins. Við sem fögnuðum í Hótel Islandi aðfaranótt 29. maí síðastliðinn erum auðvitað farin að bíða eftir árangrin- um. Við, sem ekki eruin í neinni nefnd, ráðum engu og vitum ósköp lítið um stjórn borgarinnar, viljum fara að sjá einhvern árangur. Við erum nefnilega óþolinmóð. Það er ekki snefil af skynsemi að finna í rök- semdafærslu okkar, við viljum bara sjá einhvern mun. Var ekki kominn tíini - til að breyta? Hvenær koma breyting- arnar? Þið Reykjavíkurlistafólkið, sem nú hafið tekið við stjórn borgarinnar hljótið að skilja það að stuðningsfólk ykkar gerir kröfur. Þið vöruð skynsöm í kosningabaráttunni, lofuðuð ekki upp í ermarnar á ykkur, spöruðuð stóru orðin, en samt... Þetta var sögu- legur sigur og hvað gerist eftir sögu- legan sigur? Jú, það verða sögulegar breytingar. Og kjósendur eru óþolin- móðir, rétt eins og lítil börn. Þeir vilja sjá breytingar núna, helst í gær. IIvar eru öll þessi leikskólapláss sem þið. voruð alltaf að tala um? Eg bíð enn. Helst í gær En auðvitað er þetta tóm vitleysa. Það tekur tírna að setja sig inn í málin og viðskilnaður borgarstjórnaríhalds- ins var mjög slæmur, kannski ekki mikið betri en viðskilnaður Hafnar- fjarðarkratanna. Við sitjum líka uppi með embættismenn sem eru vanir að vinna fyrir Sjálfstæðisflokldnn og eru ekkert of fúsir að fara nú að taka við skipunum ffá nýjum herrum - eða ætti ég að segja frúm - sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Og auðvitað viljurn við ekld að Reykjavíkurlistinn hagi sér eins og meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gerði: Ani út í ffamkvæmdir án þess að hafa undirbúið þær nógu vel, sitji svo uppi með margfalt hærri reikninga en gert hafði verið ráð fyrir og þurfi jafn- vel að taka ákvarðanir og skipulags- breytingar til baka vegna þess að ekki hafði verið staðið nógu vel að undir- búningi þeirra. Þannig viljum við ekki að Reykjavíkurlistinn stjórni. Það tekur tíma að breyta. Ef farið er of hratt í hlutina, þá er jafnvel verr af stað farið en heima setið. Þessu ættu kjósendur að gera sér grein fyrir, jafn- vel þó að þeir séu (skiljanlega) óþolin- rnóðir og kalli á breytingar sem þeir hefðu helst viljað sjá ffamkvæmdar í gær. Fréttir og ekki-fréttir Gallinn er sá að kjósendur vita allt of lítið um það sem er að gerast í stjórn borgarinnar Fjölmiðlar flytja ekki frásagnir af þvf starfi sem nú er verið að vinna í nefndum og ráðum borgarinnar. Kannski hafa þeir ekki á- huga á því - það er varla nógu spenn- andi forsíðuefni. Fréttir þurfa að vera neikvæðar eða hneykslanlegar og helst hvort tveggja í senn, sérstaklega þegar verið er að fjalla um meirihluta sem flestir fjölmiðlanna eru í raun andvígir. Þess vegna er þyrlað upp moldviðri þegar Ingibjörg Sólrún leyfir sér að fara í suinarfrí. Það er gert heilmikið úr viðræðum um byggingu eða ekki byggingu handboltahallar, jafnvel lát- ið að því liggja að það sé vinstri meiri- hlutanum að kenna að ekki varð úr byggingu hennar, þegar það liggur fyrir að sjálfstæðismennirnir í rílds- stjórn og sjálfstæðismennirnir sem voru í meirihluta í borgarstjórn klúðr- uðu málinu fýrir löngu með því að taka ekki af skarið um byggingu þess fyrr. Það var líka gert mikið úr ágrein- ingi í tengslum við stoffiun Regnbog- ans - félags stuðningsmanna Reykja- víkurlistans. Mánudaginn eftir fyrri hluta stofnfundarins var því slegið upp á forsíðu Dagblaðsins að fundin- um hefði verið frestað vegna ósam- komulags. Staðreyndin var sú að það var löngu ákveðið að ffesta fundi og halda síðan framhaldsaðalfund. Nokkuð sem er algengt við stofnun félaga og fyrirtækja. Hins vegar var ekkert um það á forsíðu DV þennan dag hve inargir mættu á fundinn. Það hefur væntanlega ekki samræmst fféttastefnu blaðsins. í DV, eins og í hinum stóru fjölmiðlunum, var lítíð eða ekkert skrifað um það hversu slæmur viðskilnaður íhaldsins við stjórn borgarinnar var og þar er held- ur ekkert fjallað um það starf sem nú er verið að vinna í nefndum borgar- innar. Áróðursmaskínan er staðreynd í einni þeirra er nú markvisst unnið að því að breyta forgangsröðinni í umferðinni, þannig að ekki verði lengur allt miðað við bílana, heldur verði líka tekið tillit til gangandi, hjólandi, barnavagnaakandi og hjóla- stólandi vegfaranda. Nú munu veitu- m h wrimm »> ®r*!iM iBFwli'J ca| ML iu2§ Ifili ■ i' V'iÆ w j ’ Jjf, wajBragMÍ .■■ flffj Uppreisn viðrinanna Laugardaginn 6. ágúst árið 1994 var Hetjutorginu í Búdapest lokað. Ástæðjp var sú að verið var að æfa myndbandsglefsuna Mann- kynssagan með söngvaranum Mlch- ael Jackson í hlutverki Messíasar sem kom til Ungverjalands og leysti þjóði- na undan oki kommúnismans. Um kvöldið sama dag kornu um 700 ungir karlmenn. úr helstu vöðva- ræktarskóluin borgarinnar að Hlekkjabrúnni yfir Dóná og féllu í yfirlið, annað hvort af hrifningu á Jackson eða vegna hitans. Þeir fáu sem féllu ekki hæddust að gæsagangi rúss- neska hersins. Daginn eftir fóru þeir í einkennisbúning hans og léku í alvöru gæsagang kúgaranna í nefndri mynd sem varð að vera raunsæ. Guðbergur Bergsson Meðan á upptöku stóð var mið- borginni lokað í þrjá daga, svipað og í síðustu heimsókn Leoníds Brésnevs, sovétleiðtoga, árið 1979. Hann var karlmannlegur með miklar augabrúnir og heiðursmerki, en Jackson var tað- skegglingur með einskisnýt og ódýr merki í barmi. Þetta voru Messíasar tveggja heirna, hvor á sinn hátt; báðir með svarta hatta. Jackspn kom til Búdapest nreð konu sinni, Lísu Mary Presley, dóttur Elvis, átrúnaðargoðs æslainnar í byrj- un kaldastríðsins. Miðlar hafá komist að því að hann hafi rokkað af gleði í gröfinni þegar þau giftust. Þó eru ekki allir á einu rnáli um ánægjuna hjá rokkkónginum, fyrrum leiðtoga ung- menna sem rokkuðu inn í poppið í fyllingu tímans,.því að F.lvis var hvítur, Jackson svartur, en með áunninn hví- tan lit. Kynið er líka talið vera áunnið og eftir því fara hneigðirnar, að margra sögn, en æskan í Búdapest sá samruna nútímans f hjónunum og heimti það sem hún fór á mis við á tímum Stalíns. Fyrrum bóndinn í Kreml mun ekki hafa dansað þjóð- dansa í gröf sinni yrfir heimsókninni. Jacksonhjónin fóru ekki bara tii að gera mvndbandsglefsu handa hungr- aðri æsku, heldur leituðu þau inn á svæði áður illra anda til að sýna gæsku. Að lokinni æfingu á Hetjutorginu óku þau á barnaspítala og létu dreifa um 2000 leikföngum, einnota bleyjum og einhverjum ósköpum af mjólkurdufti í dósuin. Þannig vildu þau konia á mjólkurátaki í Ungverjalandi. Að sjálfsögðu væri þetta aðeins vest- urlandagrín, ef það væri ekki tímanna tákn, að eftir pólitíska harðstjórn skuli koma úr velmeguninni ríðrini sem hefur verið búið til á öllum sviðum „með tækni nútímans“, og það færir hinar áþreifanlegu lausnir. Ilvort sem mönnum kann að líka stofnanir Reyjavíkurborgar byggja upp tækniþekkingu innanhúss í stað þess að leita til einhverra af verkfræði- stofum Kolki'abbans eins og áður var gert. Nú er líka stefnt að því að fjölga ferðum strætisvagna á næstunni, þrátt fyrir slæman viðskilnað Sveins Andra og háan ■ herkostnað af einkavæð- ingarævintýrinu. Ekkert af þessu fær umfjöllun í þöl- miðlunum. Sum þeirra mála sem Reykjavíkurlistínn vinnur nú að eru líka bara á byrjunarreit, það er ekki kominn tími á að fjalla um þau í fjöl- miðlum. En, inálið er það og þetta var vitað fyrir ffam og þetta gerðist 1978; Um leið og vinstri flokkarnar unnu borgina fór áróðursmaskína íhaldsins af stað. Það gerðist þá og það er líka að gerast nú. Hættan er sú að fólk verði of andvaralaust gagnvart áróðri hennar. Vinnum líka friðinn Fulltrúar Reykjavúkurlistans í borg- arstjórn og í nefndum og ráðum borg- arinnar þurfa að Iáta meira í sér heyra. Ef til vill munu fyrirhugaðir opnir fundir á vegum nýstofnaðra samtaka um Reykjavíkurlista koma að ein- hverju gagni. Því miður munu aðeins hinir allra áhugasömustu mæta. Hinn almenni kjósandi mun halda áfram að treysta á það sem hann heyrir og sér í fjölmiðlum. Hann hefur ekkert ann- að. Kannski Reykjavíkurlistínn ætti að ráða sér fjölmiðlafulltrúa? Þó er ekki víst að það komi að haldi. Áróð- ursmaskína íhaldsins á nefnilega sterk ítök í stórum hluta íslenskra fjölmiðla. Þó að okkur tækist að sigra kosning- arnar, þá er það ekki nóg. Við unnum stríðið, en við þurfúm líka að vinna friðinn. Fjölmiðlafulltrúi, markvissari upp- lýsingamiðlun, fundir og greinaskrif geta komið að haldi. Það sem vantar er dagblað sem hefði mikla útbreiðslu og flytti fréttír sem ekki væru litaðar af gildismatí íhaldsins. Það þarf að stofna nýtt blað. Ekki á rústum ann- arra blaða. Það er fullreynt. Heldur nýtt blað, sem er ekki bara pólítískt heldur einnig skemmtílegt og umfram allt gott. Kannski fjarlægur draumur. Fyrir ári síðan var fall Reykjavíkurí- haldsins líka fjarlægur draumur. Sá draumur rættist. Kannski rætast líka fleiri... Höfúndur starfaði fyrir Reykjavíkurlistann í kosningabaráttunni betur eða verr er Jackson tímanna tákn. Hann er málamiðlun alls, hræri- grautur litarháttar og kyns, græðgi og gjafmildi, átrúnaðargoð menningar sem er leið á lit sínum, kyni og öllu sem hefur fylgt kristna manninum um heiminn frain á okkar daga. Það er tílgangslaust fyrir Elvis, Stalín eða aðra leiðtoga að fetta fingur eða fót í gröfinni. Elvis gaf okkur Graceland, hann liggur þar grafinn nálægt flugvélinni sinni. I Yndisland- inu eru alltaf jól og jólatré, en heiðnin í Sæluríki Stalíns er horfin. Fyrir það erum við þakklát en gætum þegið Hunangsland Jacksons. Hann lofaði að reisa það í Dóminíska lýðveldinu, þar sem hann kvæntist konu sinni í laumi. Hví ekki hérna næst?

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.