Vikublaðið


Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 4
VIKUBLAÐIÐ 16. SEPTEMBER 1994 Nýtt félag alþýðubandalagsfólks Rúmlega 100 stofn félagar í Framsýn Stjórnmálafélagið Framsýn var stofnað á Hótel Sögu í Reykjavík um helgina og hafa rúmlega 100 manns skráð sig ífélagið sem á aðild að Alþýðubandalag- * inu. A stofnfundinum var Leifur Guðjónsson starfsmaður Dags- brúnar kosinn formaður og auk þess var kjörin átta manna stjórn. Halldór Guðmundsson: Við höldum verki Reykjavíkurlistans áfram, íhaldið getur líka beðið ósigur næsta vor. Myndir: Ólafur Þórðarson Halldór Guðmundsson út- gáfústjóri Máls og menn- ingar setti fundinn og tók að sér fúndarstjórn en hann hefur starfað í undirbúningshópnum sem lagði á ráðin með félagið. Halldór sagði starf Alþýðubandalagsins í höf- uðborginni hafi verið í pattstöðu og að eitt hlutverka Framsýnar væri að brjóta upp stöðuna. Framsýn væri ekki enn eitt kloffiingsfélagið; félag- ið muni beita sér fyrri samvinnu vinstrimanna enda slíkt óhugsandi án Alþýðubandalagsins. Þá sagði Halldór að Framsýn yrði ekki aðeins vettvangur ' fyrir umræðu um launapólitík heldur yrðu stjórnmál í öllum sínum margbreytileika á dag- skrá Framsýnar. Leifur Guðjónsson tók næstur til máls og fjallaði um undirbúninginn að stofnun félagsins. Hann sagði framundan nýsköpun í stjórnmálum og að mikilvægt væri að ná til þeirra sem hingað til hefðu staðið álengdar. Félagið væri stofnað til að vinna ineð öllu félagshyggjufólki og samfylkja því gegn frjálshyggjunni og berjast fyrir fúllri atvinnu og mannsæmandi kjörum. Róbert Marshall laganemi gerði grein fyrir tillögu að lögum félagsins og eftir nokkrar umræður voru þau borin upp og samþykkt. Argjald var ákveðið 500 krónur. Sigríður Þorsteinsdóttir fjöl- skylduráðgjafi kynnti drög að stefnuyfirlýsingu Framsýnar. Sigríð- ur bjó erlendis um árabil og tók eftir ónotalegum breytingum þegar hún kom heim. - Miðstéttin er að týnast á Islandi og fátækt verður áberandi en hinir efnameiri búa við íburð sem nýríkir uppar á Austur - Manhattan myndu ekki leyfa sér. Við höfum lengi átt okkur draum um samfylkingu en nú er kominn tími til að láta drauminn verða að veruleika, sagði Sigríður. Stjórnarkjör var næst á dagskrá og kynnti Þorsteinn Oskarsson raf- eindavirki tillögu undirbúningshóps um formann og stjórn. Báðar tillög- umar voru samþykktar með lófataki. Einar Karl Ilaraldsson fram- kvæmdastjóri bað um orðið og fyrir hönd Alþýðubandalagsins bauð hann Framsýn velkomið tíl starfa. Hann kvað staðið myndarlega að stofnun félagsins. Einar Karl ræddi Pallborðsumræður um verkalýðsmál: Björn Grétar Sveinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Hildur Jónsdóttir, Grúðrún Kr. Óladóttir og Ögmundur Jónasson. Nýkjörin stjórn Framsýnar: Þorsteinn Óskarsson rafeindavirki, Kristinn Karlsson félagsfræðingur, Leifur Guðjónsson starfsmað- ur Dagsbrúnar (formaður), Bryndís Hlöðversdóttir lögfræðingur, Guðrún Kr. Óladóttir varaformaður Sóknar, Örnólfur Thorsson bókmenntafræðingur, Sigríður Þorsteinsdóttir fjölskylduráðgjafi, Halldór Guðmundsson útgáfustjóri og Stefán Pálsson nemi. gagnrýni .sem laugardagsleiðari Morgunblaðsins hafði uppi um stofnun Framsýnar, en þar sagði að samfylking vinstrimanna væri ótrú- verðug í Ijósi þeirra mörgu félaga sein vinstrimenn hafa stofnað. Hann benti á að innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væru starfandi fjölda- mörg félög sem kæmu saman í full- trúaráði flokksins og ekki hefði Morgunblaðið gagnrýnt Sjálfstæðis- flokkinn fyrir félagakraðak. Hvert stefnir verkalýðs- hreyfingin? Eftir kaffihlé voru pallborðsum- ræður undir yfirskrifrinni Réttíndi í hættu? - samtök launafólks á tíma- mótum og þeim stýrði Hildur Jóns- dóttir ritstjóri Vikublaðsins. Þátttak- endur voru Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambands Is- lands, Guðrún Kr. Oladóttir vara- formaður Sóknar, Ogmundur Jónas- son formaður BSRB, en hann var gestur fundarins, auk Bryndísar Illöðversdótmr lögffæðings ASI sem hélt inngangserindi. Hildur spurði Ögmund hvort andróður gegn samtökum launafólks hefði hitt BSRB fyrir á líkan hátt og ASI eða hvort einhver munur væri þar á. Ogmundur svaraði því tíl að hann hefði ekki tekið eftir öðru en að frjálshyggjuáróðurinn hefði bitn- að jafnt á opinberum starfsmönnum og almennum launþegum. A síðustu árum hefði verið samhljómur á milli atvinnurekenda og ríkisvalds sem hefðu endurrómað frjálshyggju Thatchers í Bretlandi. Hann sagðist sjá fyrir sér að verkalýðshreyfingin yrði hlutí af stjórnsýslunni og bætti síðar við að í þessu samhengi legði hann víða merkingu í hugtakið „stjórnsýsla." Ögmundur kvaðst sammála því prinsippi að fólk ætti að geta valið um hvaða félög það ætti aðild að en sagði jafnframt að félaga- frelsi snerist upp í andhverfú sína þegar atvinnurekendur gætu neitað að ráða fólk ef það væri í verkalýðsfé- lagi. Hildur bað Björn Grétar að segja álit sitt á þeirri hugmynd að lög yrðu sett um innri málefni verkalýðs- hreyfingarinnar. Björn Grétar sagði að núverandi vinnulöggjöf væri ekki heildstæð heldur samansafn um 30 lagabálka og það væri spurning hvort ekki mættí samræma þá. - En ég get ekki séð rökin í því að sniíða löggjöf sem bindur hendur manna, sagði Björn Grétar. Stjórnandi umræðunnar spurði um ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar og hvort hún ætti ekki einhverja sök á því hvernig komið væri fyrir hreyf- ingunni í umræðu manna á meðal. Guðrún játti spurningunni og sagði stöðnun ríkja í verkalýðshreyfing- unni. Hún sagði hreyfinguna ekki geta lifað á fornri frægð og þyrfti að skoða sín innri mál. Guðrún taldi tímabært að fækka verkalýðsfélögum til muna. Bryndís sagði spurninguna um það hvort við vildum hafa öfluga verkalýðshreyfingu eða ekki. Nýsjá- lenska verkalýðshreyfingin hefði sofnað á verðinum og látið yfir sig ganga vinnulöggjöf sem kippti stoð-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.