Vikublaðið


Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 6
VIKUBLAÐIÐ 16. SEPTEMBER 1994 Magnús Jón Árnason tekur til eftir veislu kratanna í Hafnarfirði: GLÓRULAUS FJÁRMÁLASTJÓRNUN LÉNSHERRANNA Um fátl hefur verið meira talað en viðskilnað fráfar- andi meirihluta krata í Hafnarfirði. Nýr meirihluti er kominn með pantaða áttekt á fjármálum bœjarins í hendina, en Magnús Jón Árnason bœjarstjóri vill ekki tjá sig um niðurstöðurnar á þessum tímapunkti. En í viðtali við Vikublaðið svaraði Magnás Jón því fyrst hvort allt haji verið á sömu bókina lœrl hjá krötum á síðasta kjörtímabili? SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Blómstrandi h I j ó m s v e i t Háskólabíói v/Hagatorg, sími 622255 „Það hefur mikið verið framkvæmt í Hafnarfirði, en hin síðustu ár hefur aðallega verið framkvæmt fyrir lánsfé. Og það kemur að því að það þarf að borga lánin. Jafnframt finnst mér að menn hafi farið framúr sér. Þannig komst ég að því þegar ég fór að huga að leiguíbúðum í ár að það er búið að kaupa þær og fólk flutt í þær. Við fáum peningana í ár, en þá ekki til að kaupa í ár, heldur til að borga það sem búið er að gera. Almennt má þó segja að framkvæmdir fyrri meirihluta séu margar hverjar mjög góðar og nauð- synlegar, en það sem er hins vegar á- mælisvert er að menn hafa að því að virðist ekki áttað sig almennilega á því að þessar framkvæmdir verði að borga. Það er ekki búið að borga þær enn. Fjölmargt af þessu er af hinu góða og um fjölmargt hefur verið samstaða. En annað hafa deilur staðið um.“ - Getur þií nefnt cLemi um fyrir- hyggjuleysiS? „Eg nefni t.d. uppbyggingu mið- bæjarkjarna hér. Ég fæ ekki betur séð að í gegnum tíðina sé bæjarfélagið búið að binda í þessu húsi um eða yfir 300 milljónir. Þá á ég t.d. við lán, á- byrgðir og óinnheimt gatnagerðar- gjöld. Mér hefur fundist að bygging- araðilarnir, sem byggja til að þéna á því með því að selja þriðja aðila, eigi að sjálfsögðu sjálfir að standa undir framkvæmdunum. Þessi bygging kall- ar á umbyltingu í hellulögnum og gatnagerð. Sem er góðra gjalda vert og sjálfsagt, en ég hreinlega skil ekki hvernig í ósköpunum Alþýðuflokkn- unt datt í hug að setja í fjárhagsáætlun þessa árs 60 milljónir í hellulagnir og fegrun miðbæjarins, því þegar ég sett- ist í þennan stól í janúar sl. lá á borði þáverandi bæjarstjóra áætlun um hvað þetta kostaði og sú áætlun hljóðar upp á 177 milljónir. Og það er eftir henni sem var unnið. Og þegar við komum hér að verki er búið að eyða hátt í hundrað milljónum og jafnframt ljóst að það verður að eyða 50 milljónum í viðbót bara til að forða því frá skemmdum sem gert hefur verið. Þetta kalla ég glórulausa fjármála- stjórn. Sérstaklega vegna þess að það er ekki annað hægt að sjá en að meiri- hluti Alþýðuflokksins hafi vitað af þessu, en ákveðið einfaldlega að gera þetta engu að síður og ætlað sér að laga þetta eitthvað eftif kosningar." - Eru þetta verk manna sem nœrast á þvíað deila og drottna? . „Fyrir kosningarnar 1990 þá vöruðum við mjög við því að einn flokkur kæmist til valda. En það varð staðreynd og Alþýðuflokkurinn ríkti hér í fjögur ár einn. Og mér sýnist á ýmsu að tímabilið hafi einkennst af því að menn hafi verið að leika ein- valdskonunga eða lénsherra og gleymt því að tala við fólk. Mér er það t.d. til efs að allir bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins viti af því hvernig sum- ar ákvarðanir hafa verið teknar og af hverju þær voru teknar. Og sumar af þessum ákvörðunum virðast þeir alls ekki þekkja. Þannig hefur það sýnt sig að þegar spurt er um þessar ákvarðan- ir í dag þá vísa þeir út og suður og þykjast ekkert vita.“ - Varþetta þá sólóspil tveggja, þrigg/a manna meirihlutans? „Allavega tala sumir bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins sem sátu í þeim meirihluta þannig að þeir viti ekkert um þessa hluti og það hlýtur að þýða að þeir hafi ekkert fengið að vita um þá. Það þýðir aftur að bara einn eða tveir hafi tekið þær ákvarðanir sem skipta máli.“ - Nú varst þú í meiriblutasamstarfi við Alþýðuflokkmn 1986 til 1990. Gekk það ekki ágætlega? „Það samstarf gekk um margt vel og var ánægjulegt þar sem ýmsu var þokað áffam. Við jukum skuldir á þeim tíma og sögðum í lok kjörtíma- bilsins að boginn hefði verið spenntur til hins ítrasta og að nú kæmi til þess Á tíma Guðmundar Árna var mikil upp- bygging, en það kemur í minn hlut að gera hvaðeina til að koma hlutunum í þokkalegt horf og greiða fyrir þá upp- byggingu. “ að það þyrfti að sýna aðhald. Raunar var sú áætlun til, en þegar Alþýðu- flokkurinn var orðinn einn var ekkert farið eftir þeirri áætlun um lækkun skulda, heldur voru þær þvert á móti auknar og það umtalsvert." - Var Alþýðubandalagið það aðhald sem kratamir urðu að hafa? „Ég tel það einsýnt. Reynslan sýnir réttmæti okkar málflutnings um að flokkur ætti ekki að stjórna einn. Ég skal ekki endilega segja hversu mikið aðhald okkar var, ég hef hins vegar tröllatrú á að tveir flokkar stjórni bet- ur en einn vegna þess einfaldlega að þeir þurfa að tala saman og ná niður- stöðu í málum út frá ólíkum sjónar- miðum. Og þegar inenn tala saman þá nálgast' rnenn markmiðin á annan hátt. En eftir stendur að í þeirri orra- hríð sem hefur gosið upp undanfarið hefur ekki mikið komið upp varðandi fyrra tímabilið, heldur einungis það tímabil sem Alþýðuflokkurinn stjórn- aði einn.“ - Mun nýr meirihluti hafa að leiðar- Ijósi ábyrgð og opið stjórnkeifl? „Okkar markmið er að hafa stjórn- sýsluna eins opna og við getum. Ég efast ekki um að hver sem við stjórn- völinn er getur gert mistök og við eig- um áreiðanlega eftir að gera mistök. En við ætlum að kappkosta að hafa þau sem fæst og þá að minnsta kosti að læra af þeim. En vald er aldrei meira en það sem niaður hefur fengið. Ég sit hér sem bæjarstjóri í meirihluta Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks og ég mun veita mínum félögum að- hald og ætlast til þess að þeir veiti mér aðhald og við tölum um hvernig við ráðum fram úr málum. Ég geri mér líka grein fyrir því að við erum kjörn- ir til að stjórna og verðum að geta tek- ið ákvarðanir sem eru ekki öllum þóknanlegar." - Mikið framkvcemt og mikið tekið að láni hjá krötwn. Er þá nýi meirihlutinn bundinn í báða skó? ,Já og meira til. Við Hafnfirðingar munum væntanlega þurfa að stíga á bremsurnar og ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta verður sársaukafullt. Hins vegar vonast ég til að við snúum bökum saman og vinnum okkur út úr þessum vanda. Það er nú svo að við eigum hér mörg frækin íþróttalið sem oft hafa lent í erfiðri stöðu í sínum kappleikjum, en oftar en ekki getað snúið erfiðri stöðu sér í vil. Sama ætl- um við að gera.“ - Er nóg að draga einfaldlega úr framkvœmdum eða verðiðþið að grípa til óvinscella aðgerða: Þarf að skera niður? „Við stöndum ffammi fyrir erfiðum ákvörðunum. 87 prósent af tekjum bæjarins á síðasta ári fóru í rekstur og það hlutfall er allt of, allt of hátt. Þyrfti að vera 72 til 74 prósent til að þokkalegt teldist. Þetta þýðir það að við verðum að gera það sem enginn

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.