Vikublaðið


Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 16. SEPTEMBER 1994 Hafnarflörður 7 þorir að segja; að hagræða í rekstri. Við gerum okkur jafhframt ljóst að þetta verður ekki gert umsvifalaust í erfiðu þjóðfélagsástandi. Við teljum þó að það sé víða hægt að ná fram hagræðingu og það er það sem við stefnum að.“ - Eflaust eru skiptar skoðanir hjá ólík- um samstarfsaðilum um hvar œtti að hagrœða. En hvaðfmnst þér persónulega, hvar erfitan? „Við erum að leita að fitublettun- um núna. Jafnframt er ljóst að það er ekki á einum stað sem við ætlum að hagræða, heldur sem víðast, og taka allan reksturinn til gagngerrar endur- skoðunar. En það gerist ekki á einu ári. Það þarf minnst tvö ár í slíkt.“ - Hvemig hefiir samstaifið við sjálf- stœðismenn gengiðfratn að þessu? Hvetfa hinar miklu hugmyndafræðilega and- stæður si svona? „Samstarfið hefur gengið ágætlega og ég hef ekki trú á öðru en að það haldi áffam út kjörtímabilið. Auðvitað eru gífurlegar andstæður milli Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags, en það er kannski jafhffamt kosmr vegna þess að við þurfum fyrir bragðið að setja málin enn ffekar niður fyrir okk- ur og gera út um þau ágreiningsefni sem eru okkar á milli. Og okkur hefur teldst það, höfum lagt meginlínurnar fyrir komandi kjörtímabil og ég er sannfærður um að okkur takist að nýta það besta ffá hvorum flokki til hagsbóta fyrir Hafnarfjörð." - Eruð þið meðjyrirfram ákveðna for- múlu um hvemig eigi að taka á ágrein- ingi ef upp kemur? „Nei. Eg sé ekki að neitt það geti komið upp sem stefnir meirihluta- samstarfinu í hættu. Formúla er ekki fyrir hendi, ég hef fulla trú á því að við gemm leyst úr ágreiningsmálum, hver sem þau þá verða. Auðvitað gemr hver kjörinn bæjarfulltrúi haft sína skoðun og á að hafa sína skoðun, þ.e. fara effir sinni sannfæringu. Það kann að vera að einhverjir bæjarfulltrúar kunni einhvern tímann að hafa sínar sérskoðanir og það verður þá bara að mæta því þegar og ef að því kemur.“ - Nú hafa andstæðingar ykkar í Hafnaifirði dregið upp mál sem sagt er vera spillingarmál á vegum Sjálfstæðis- „Reynslan sýnir réttmæti okkar mál- flutnings um að flokkur ætti ekki að stjórna einn. Ég skal ekki endilega segja hversu mikið aðhald okkar var, en ég hef hins vegar tröllatrú á að tveir flokkar stjórni betur en einn vegna þess einfald- lega að þeir þurfa að tala saman og ná niðurstöðu í málum út frá ólfk- um sjónarmiðum flokksins, en það er salan á Kirkjuvegi 7. Hvert er þitt mat á því máli? „Þetta er ein af allnokkrum fast- eignum sem Hafharfjarðarbær hefur selt og mun selja á þessu ári. Tvö af tilboðunum sem bárust í húsið voru keimlík. 1 bæjarráði urðu deilur um hvort tilboðið væri hagstæðara. Við því er ekkert að gera, slíkt gerist oft. Tilboðið sem var tekið er að okkar mati 100 þúsund krónum hagstæðara en næsta tilboð og það mat réði úrslit- um.“ - Víkjum að öðru. Alþýðubandalagið sigraði í kosningunum í vor. Hvemig er stemningin og pólitíska líðanin hjá Al- þýðubajidalagi Hafnarfiarðar? „Líðanin er góð. Við unnum góðan sigur í kosningunum, sem ég held að hafi helgast af þrennu. Einarðri af- stöðu okkar í minnihluta á síðasta kjörtúnabili, miklu mannvali á þeim lista sem við buðum ffam og á góðri málefhalegri stöðu. Við rifjuðum upp það sem við höfðum sagt fyrir síðustu kosningar, kjósendur hlustuðu á það og veittu okkur brautargengi." - Varla voru allir kátir með að hefia samstaif með Sjálfstæðisflokknum? „Eg veit ósköp vel að innan okkar kjósendahóps voru og eru eflaust rnjög misjafnar skoðanir um með hverjum bæri að mynda meirihluta. Sumir vildu endilega fara ineð krötum á meðan aðrir vildu fara með sjálf- stæðismönnum. Og þetta hefur tölu- vert verið rætt, en þegar þessi ákvörð- un var tekin var hún santþykkt sam- hljóða á fjölmennum félagsfundi hjá okkur.“ - Mig langar til þess að víkja mér að manriinum -Magniísi Jón Amasyni. I fyrsta lagi; hvemig pólitíkus og bæjar- stjóri eit þú og að gefnu tilefni, hvemig bæjarstjóri samanborið við bæjarstjórann Guðmund Ama Stefánsson? „Þetta er erfið spurning. Það fyrsta sem kemur í hugann er að Guðmund- ur er Ijóshærður en ég dökkhærður og hef ég reyndar gengið undir nafhinu Maggi svarti á rneðal minna nemenda. Margir Hafnfirðingar hafii sagt mér að ég ætti að brosa meira. En það fylgir svo sem ekki allt með brosinu. En við Guðmundur erum um rnargt ólíkir og ég hef kannski ekki ýmsa þá kosti sem Guðmundur hefur til að bera. Eg þykist hins vegar hafa ýmsa þá kosti sem vega það upp. Saman- burður á okkur er þó út í hött. Guð- mundur Arni var bæjarstjóri hér í sjö ár, en ég er búinn að vera hér í nokkra mánuði og þetta er spurning sem verður að svara í lok kjörtímabilsins. En þá verður líka ólíku saman að jafna, því að á tíma Guðmundar Árna var mikil uppbygging, en það kernur í ininn hlut að gera hvaðeina til að koma hlutunum í þokkalegt horf og greiða fyrir þá uppbyggingu.“ - Verður þú þá upptekinn við að hreinsa til eftir veisluna hjá Guðmundi Ania ogfélögum? „Eg er ekki að segja að allt sem gert var í tíð Guðmundar Arna hafi verið af hinu vonda, margt af því er gott og raunar þykir mér þessi fjölmiðlaum- ræða sem verið hefur snúast allt of mikið um Guðmund Arna. Því þó stjórnarhættirnir hans hafi líkst léns- skipulagi þá skulu menn ekki gleyma því að á síðasta kjörtímabili var Guð- niundur Arni ekki einn að stjórna. Hann hafði sér við hlið finnn bæjar- fulltrúa sem bera sína ábyrgð. Og áttu að veita aðhald og fylgjast með. Sem ég dreg í efa að þeir hafi gert, miðað við hve lítið þeir virðast hafa vitað um þau mál sem hafa verið að koma upp.“ - Hver er Magnúsjón Amason þegar hann er ekki að leika sér í pólitík? Atttt þér einhver önnur áhugamál? ,Já, já, þau eru fjölmörg. Eg hef fengist við ýmislegt. Hér áður fyrr þeyttist ég urn fjöll og firnindi, eyddi öllum sumrum í jöklaferðir og að ganga á fjöll. Ég hef gengið á alla höf- uðjökla landsins og þar af nokkrum sinnurn yfir Vatnajökul. Með árunum hefur dregið úr þessu, því miður. Eg hef verið kennari til fjölmargra ára og það þýðir einfaldlega að ég hef áhuga á því starfi og sakna minna nemenda. Eg fylgist grannt með kennslumálum og hef mína skoðanir á þeim. Ég les allnokkuð og þá hvaðeina. Hin síð- ustu ár hefur kannsi fremsta áhuga- rnálið verið að rækta upp f kringum sumarbústað konu minnar upp í Kjós.“ - Þú nefnir ekki íþróttimar? „Ég hef nú ekki stundað íþróttir í fjölmörg ár. Lék knattspyrnu fyrir mörgum, mörgum, mörgum árum, fyrst með Þór á Akureyri og síðan lít- illega með Haukum, af því að búning- urinn var svo til eins. Það er ekkert leyndarmál að ég hef verið í stuðn- ingshópnum „Haukar í horni“ og margir stdlla því þannig upp að Hauka-bæjarstjóri sé tekinn við af FH-bæjarstjóra, en ég stilli því ekki þannig upp. Það er og hefur verið keppikefli stjórnmálamanna að stuðla að heilbrigðri æsku og uppvexti henn- ar og þá þýðir lítið að vera að gera upp á milli íþróttafélaga. Ég er sannfærður urn að enginn bæjarfulltrúi leyfi sér slíka mismunun.“ Friðrik Þór Guðmundsson L AND S PITALINN / þágu mannúðar og vísinda BARNASPÍTALI HRINGSINS Fjórar aðstoðarlæknisstöður eru lausar á Barnaspítala Hringsins, tvær nú strax eða frá 1. október, ein frá 1. desem- ber og sú fjórða frá áramótum. Til greina kemur að ráða í einhverjar af þessum stöðum lækna sem hafa nýlega lokið eða eru að Ijúka sérnámi í barnalækningum og kæmi til mála í þeim tilvikum ráðning til lengri tíma en venja gerist með aðstoðarlækna. Hlutastarf er ekki útilokað þegar um slíka umsækjendur er að ræða en gera yrði sérsamninga þar sem tekið væri nánar fram um launakjör og starfsskyldur. Verksvið þeirra er að sinna venjulegum störfum eldri aðstoðarlækna með ábyrgð, kennsluskyldu og rannsóknarvinnu í hlutfalli við áunna starfsreynslu og þjálfun. Á Barnaspítala Hringsins eru sérfræðingar og aðstoðar- læknar á bundnum vöktum. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda for- stöðulækni, Víkingi H. Arnórssyni prófessor, sem veitir nán- ari upplýsingar. Sími 601050/1051. Ljósrit af prófskírteini og upplýsingar um starfsferil ásamt staðfestingu viðkomandi yf- irmanna fylgi. YFIRLÆKNIR Staða yfirlæknis á gigtarskor lyflækningadeildar Land- spítalans er laus til umsóknar. Umsækjandi skal vera sér- fræðingur í gigtlækningum. Umsækjandi láti fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um fyrri störf og stjórnunarreynslu, kennslu- og rannsóknarstörf. Starfinu fylgir kennsluskylda læknanema, unglækna og annara heilbrigðisstétta. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. en staða er veitt frá 1. janúar 1995 eða síðar. Umsóknir sendist stjórnarnefnd Rík- isspítala, Rauðarárstíg 31,105 Reykjavík. Nánari upplýsing- ar gefur Þórður Harðarson prófessor í síma 601266. KVENNADEILD Staða aðstoðarlæknis á kvennadeild Landspítalans er laus til umsóknar. Staðan er laus frá 1. október næstkom- andi og veitist til hálfs árs með möguleika um framlengingu. Nánari upplýsingar veitir Jón Þ. Hallgrímsson yfirlæknir í síma 601183. ENDURHÆFINGAR- OG HÆFINGARDEILD LANDSPÍTALANS í KÓPAVOGI Þroskaþjálfar - dagvinna Á vinnustofu endurhæfingardeildar Landspítalans í Kópa- vogi vantar nú í stöður þroskaþjálfa. Um er að ræða eitt og hálft stöðugildi, annars vegar stöðu deildarstjóra og hins vegar deildarþroskaþjálfa. Starfið er fólgið í forstöðu dag- deildar þar sem 10 einstaklingar með miklar fatlanir fá þjón- ustu. Starfsemin er nú að færast í nýuppgert húsnæði þar sem þroskaþjálfun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sundlaug og grunn- skóli eru starfrækt fyrir. Nánari upplýsingar gefa Margrét Kristín Guðnadóttir og Hrönn Vigfúsdóttir þroskaþjáifar á vinnustofum og Hulda Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi endurhæfingardeildar, í síma 602700. HJÚKRUNARSVIÐ Göngudeild krabbameinslækninga - dagvinna Staða deildarstjóra á göngudeild krabbameinslækninga- deilda er laus til umsóknar. Staðan veitist nú þegar eða eftir samkomulagi. Á deildinni eru einstaklingum með krabba- mein og illkynja blóðsjúkdóma veitt læknis- og hjúkrunar- meðferð. Nánari upplýsingar veitir Bergdís Kristjándóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri í síma 601303/601300. Býtibúr og ræsting Starfsmenn óskast í býtibúr og ræstingu á Landspítala. Upplýsingar veitir Kristín Þorsteinsdóttir ræstingarstjóri í síma 601530.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.