Vikublaðið


Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 16. SEPTEMBER 1994 11 Wolf ★★★ Sýnd í Stjömubíó Leikstjóri: Mike Nichols Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Michelle Pfeiffer, James Spader ó svo að yrkisefni myndarinnar „Wolf‘ geti seint talist frum- legt verður samt að segjast að hún kemur óvart þar eð leikstjórinn Mike Nichols er þekktur fyrir flest annað en hryllingsmyndir. Að vísu er „Wolf‘ svona satíra í hland en hún er að engu síður ólík því sem maður á að venjast frá Nichols. Og með það í huga kemur hún þægi- lega á óvart. Hún er góð skemmtun, án þess þó að gera miklar kröfur til áhorfandans og beitt er efhistökum sem eru nokkuð ólík því sem ég hef séð í myndum um var- kvikindi til þessa. Það er mikið gert úr því hversu skynfæri Nicholson eflast við breytinguna, og án þess að ég geti stað- hæft að það sé líf- fræðilega rökrétt að skynfæri úlfa hafi slíka yfirburði þá setur þetta ferskan blæ á varúlfaformúluna. Ef einhver maður var fæddur til að leika skepnur sem slíkar þá er það án efa Jack Nicholson. Hann þarf ekki annað en að setja upp ygglibrún og urra til að sannfæra mann um dýrseðlið. Michelle Pfeiffer er sannfærandi sem hálf- gerður anarkisti sem heillast af þessu sama dýrseðli og James Spader túlkar fullkomnun í smeðjuskap og undirferli í enn einu uppahlutverkinu sínu. Það er lítið um íburðarmiklar tæknibrellur. Þeir not- ast mest við gamaldags förðunarbrell- ur og það virkar mjög vel þar eð sögu- þráður myndarinnar krefst ekki mikils annars og ekki síst vegna þess að leik- ur Nicholsons er áhrifameiri en dýr- ustu tæknibrellur. Það er aðallega síðustu mínúturnar sem draga þessa mynd niður. Endirinn er óttaleg froða þar sem hnýtt er fyrir alla enda á snöggan, snyrtilegan en hrikalega ódýran hátt. Fyrir utan það er myndin skemmdleg blanda af gríni og hryllingi sem líður hjá án stórra hnökra og er hiklaust hægt að mæla með henni sem einfaldri dægradvöl. Renaissance Man V2 Sýnd í Laugarásbíó Leikstjóri: Penny Marshall Aðalhlutverk: Danny DeVito, Gregory Hines ær eru orðnar nokkuð margar myndirnar um kennarahetj- urnar sem taka að sér erfiða bekki og vinna svo óalandi og óferj- andi neinendurna á sitt band með elju og þrautseigju. Elsta dæmið sem ég man eftír í svipinn er „To Sir with Love“ með Sidney Poiter í aðalhlut- verki, en ótal inyndir fjalla um svipað efni. Má þar t.d. ncfna „Stand and Deliver“ með Edward James Olmos og svo auðvitað „Dead Poets Society" með Robin Williams, þó svo að nem- endurnir þar hafi ekki verið neinir villingar. Sú síðastnefnda er að mínu mari besta myndin í þessunt flokki og ætti það því ekki að koma á óvart að það sé hún sem myndin „Renaissance Man“ reynir hvað mest að líkja eftír. Gallinn er bara sá að þó að það sé auð- skiljanlegt hvernig Robin Williams getí hrifið ólíklegasta fólk með sér og kennt því 'að meta fornar fagurbók- menntir þá er hreint óskiljanlegt hvernig DeVito geti gert hið sama, alla vega eins og hann túlkar persónu sína í þessari mynd. Persóna hans er frekar ífáhrindandi en nokkuð annað og nemendurnir líta ekki út fyrir að vera af því sauðahúsi að Shakespeare falli í kramið hjá þeim. Það er gert mikið út á þær erf- iðu aðstæður sem nemendurnir hafi alist upp við og það ranglæti sem þeir hafi þurft að sæta. Allt færir þetta mig nær þeirri skoðun að þetta fólk vilji sem minnst með leikritaskáldið góðkunna hafa. Mér segir svo hugur að ef maður myndi bjóða þessu fólki innbundið eintak af Hamlet að gjöf væru þau eflaust líklegri tíl að berja þig í höfuðið með þvf og ræna af þér veskinu heldur en að reyna að kynna sér innihaldið. Samt situr þetta utangarðsfólk dolfallið og hlustar á DeVito þylja upp úr sér fróðleik um hverfingar og líkingamál og leggur hugfangið heilu kaflana úr Hinriki fimmta á minnið. Mynd þessi hefði alveg þolað að taka aðeins léttar á málunum, það er reyndar langt síðan ég hef séð mynd sem einkennist af jafn miklum of- metnaði. Það er engu líkara en að að- standendur hafi verið fullvissaðir um að þeir væru að gera meistaraverk. Þessi rembingur kemur myndinni í koll, þau fáu atriði sem eiga að vera fyndin eru kæfð innan um þau atriði sem eiga að vera dramatísk, og í raun eru fyndnustu atriði myndarinnar þau sem eiga að vera dramatískir hápunkt- ar. Þar fær klaufaleg uppbygging handritsins að njóta sín og maður hlær að því sem handritshöfimdarnir ætluðust tíl að maður táraðist yfir. Mér er spurn af hverju maður eins og DeVito, sem hefur eytt lunganum úr ferli sínum í að leika fráhrindandi persónur, er fenginn til að leika hlut- verk sem krefst þess að persónan höfði tíl annarra á jafn sterkan hátt og þörf krefur við þessar aðstæður. Enda er hann eins og illa bökuð kleina þeg- ar hann reynir að túlka hálfbakað mannskrípið sem höfundarnir dikt- uðu upp handa honum. Penny Marshall hefur leikstýrt nokkrum ágætum myndum, t.d. Big og Awakenings, en hér heldur hún öf- ugt á spöðunum og virðist, eins og aðrir aðstandendur, rangtúlka og of- meta dýpt efniviðsins sem hún er að vinna með. I það heila er myndin hrokafull og þrautleiðinleg. Leikhópurinn veit ekki hvort hann á að fara austur eða vestur sökum tílvistarkreppu hand- ritsins og ég ráðlegg fólki að sitja heima og klippa á sér neglurnar. Varúlfur tíunda áratugarins: Jack Nicholson í kvikmyndinni „Wolf“. Lausn myndagátunnar í síðasta blaði er: „Hljóðfæraleikarar fara fram á einn hundraðasta af því sem óperusöngvarinn fær.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.