Vikublaðið


Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 17500 Ef stefna menntamálaráðuneytisins nær fram að ganga mun stórlega draga úr starf- semi sálfræðideildar Fræðsluskrifstofunnar í skólunum sjálfum en það er talin for- senda fyrir því að börnum sem þurfa á aðstoð að halda sé sinnt áður en í óefni er komið. Mynd: ÓI.Þ. Sálfræðiþjómista grunnskóla skert vegna einkaskolanna Menntamálaráðherra hefur gefið sálfræðideild Fræðsluskrifstofunnar í Reykjvík fyrirmæli um að þjónusta fimm einkaskóla en neitar að tryggja deildinni viðbótarfjármagn. Skólastjórar grunnskólanna í Reykjavík andmæla fyrirsjáaidegri skerðingu á þjónustu sálfræði- deildarinnar. Forstöðumaður sálffæðideildarinn- ar, Víðir Hafberg Kristinsson, segir afstöðu ráðuneytisins óábyrga þar sem deildinni sé ekki gert kleift að sinna hlutverki sínu. - Ef ráðuneytið breytir ekki afstöðu sinni verður farið með sálfræðideild- ina í þann farveg sem hún var í fyrir 30 árum, segir Víðir. Sálffæðideildin hefúr 11 stöðugildi og á fullt í fangi með að mæta þörfum grunnskólanna í Reykjavík. Fyrirmæli Olafs G. Einarssonar ráðherra ganga útá það að deildin bæti við sig fimm einkaskólum með tæplega 700 nem- endum án þess að bæta við sig starfs- mönnum. - Okkur var sagt að við ættum að endurskipuleggja starfsemi deildar- innar til að mæta auknu álagi, ekki kæmi til greina að fá samþykkt fleiri stöðugildi, segir Víðir. Skólastjórnendum grunnskólanna líst ekki á fyrirhugaðar breytingar á starfsemi sálfræðideildarinnar. - Skólastjórar grunnskólanna í Reykjavík eru mjög uggandi vegna þessara breytinga. Við viljum alls ekki að dregið sé úr þeirri þjónustu sem skólarnir hafa fengið, segir Haraldur Finnsson skólastjóri Réttarholtsskóla. Ef stefna ráðuneytisins nær ffam að ganga mun stórlega draga úr starfsemi sálffæðideildarinnar í skólunum sjálf- um en það er talin forsenda fyrir því að bömum sem þurfa á aðstoð að halda sé sinnt áður en í óefni er kom- ið. - Allt stefhir í það að sálffæðiþjón- ustan verði eins og bráðamóttaka á spítala þar sem aðeins alvarlegustu til- fellunum er sinnt, segir Haraldur. Samskipti menntamálaráðuneytis- ins við sálfræðideild Fræðsluskrifstof- unnar hafa verið undarleg í þessu máli. Fyrir rúmu ári var deildinni sagt að hún þyrfti ekki að sinna einkaskól- unum en síðastliðið vor komu munn- leg fyrirmæli ffá ráðherra um að deildin ætti að þjónusta einkaskólana. Ekki fyrr en deildin hafði farið fram á að fá formleg tilmæli frá ráðuneytinu kom bréf þess efnis að einkaskólarnir skyldu vera á könnu sálffæðideildar- innar. „Tilmæli ráðuneytisins hafa verið misvísandi," segir Víðir. Ingólfstorg 50% framúr áætlun Framkvæmdir við Ingólfstorg munu væntanlega enda í ná- lægt 213 milljónum króna og hefúr þá farið 47 prósent ffam úr kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 145 milljónir. Þetta er enn eitt dæmið um fyrirhyggjuleysi ffáfar- anda meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík í byggingarmálum, einkum þegar flokknum liggur lífið á að reisa minnismerki mátulega fyrir kosningar. Til viðbótar þessu hefur komið ffam á fúndi borgarráðs að nauðsyn- legar framkvæmdir við Grófartorg hljóði upp á 50 milljónir. Þá má nefna að áætlaður endurbótakostnaður vegna Geysishússins er nær 230 millj- ónir króna. Þessar tölur um framúrkeyrslu koma í kjölfarið á umræðum um um- ffamkostnaðinn vegna Iðnó, en þar fór endurbyggingarkostnaður úr 112 milljónum í 184 milljónir, sem er hækkun um 72 milljónir eða 64 pró- sent. Nýr meirihluti Reykjavíkurlist- ans hefur gagnrýnt þessa þróun harð- lega, en Sjálfstæðisflokkurinn bent á að erfitt sé að meta endurbótakostnað vegna gamalla húsa. Nú hefur hins vegar sjálft Morgunblaðið kveðið upp úskurð: Framkvæmdirnar við Iðnó voru fyrirhyggjulausar. Leiðarahöf- undur Moggans er að vísu kurteis og spyr „hvort nægileg fyrirhyggja hafi verið viðhöfð við skipulagningu ffam- kvæmdanna og hvort ákvarðanir stjórnmálamanna hafi verið byggðar á nægilega ýtarlegum upplýsingum". A milli þessara lína má lesa þungan á- fellisdóm yfir verkum ffáfarandi meirihluta borgarstjórnar og fulltrúa þeirra í endurbygginganefnd Iðnó. Forystiiinál Al- þýðubandalags- ins í brennidepli Skiptar skoðanir eru innan Al- þýðubandalagsins um það hvort flýta beri landsfundi flokksins, sem að óbreyttu á að vera í nóvember á næsta ári. Þeir sem vilja flýta landsfundi telja að nýr formaður eigi að leiða flokkinn til næstu þingkosninga, sem áætlað er að verði 8. apríl, en sem kunnugt er rennur formennskutíð Olafs Ragnars Grímssonar út á næsta landsfundi. Lög flokksins koma í veg fyrir á- framhaldandi formennsku Olafs Ragnars eftir þetta kjörtímabil. Fjöl- miðlar hafa nokkuð fjallað um þessa stöðu og.þá einlcum eftir að Guðrún Helgadóttir þingmaður lýsti þeirri skoðun sinni í Tímanum um síðustu helgi að Björn Grétar Sveinsson for- maður Verkamannasambandsins ætti að verða næsti formaður flokksins. Síðasta þriðjudag lýsti Steingrímur J. Sigfússon því yfir í dagblaðinu Degi á Akureyri að hann gæfi kost á sér til formennsku í Alþýðubandalaginu og að það kæmi til greina að efna til landsfundar fyrir kosningarnar til að kjósa nýjan formann. Þá var á mið- vikudag haft eftir Svavari Gestssyni í Tímanum og Alþýðublaðinu að hann myndi styðja Steingrím til for- mennsku og að það kæmi til álita að kalla til landsfundar nú í haust. Inn í þessa umræðu hafa spilað skiptar skoðanir um stofiiun og til- gang Framsýnar, hins nýja félags sem sótt hefur um aðild að Alþýðubanda- laginu, en að því félagi stendur ekki síst alþýðubandalagsfólk innan verka- lýðshreyfingarinnar. Fyrir eru í Reykjavík Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur (ABR) og Birting. Ihaldið klofið í afstöðu til hátekjuskatts Sjálfstæðismannafélagið Óðinn á Selfossi hefur samþykkt þá kröfú til ríkisstjómarinnar að há- tekjuskattur verði áfiram lagður á. Þetta kjördæmisfélag Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra telur enga ástæðu til að hætta við hátekjuskattinn á sama tíma og Friðrik Sophusson og félagar hækka ekki skattleysis- mörkin og reka ríkissjóð með margra milljarða króna halla. Á fundi Óðins var ályktun um á- framhaldandi álagningu hátekju- skatts samþykkt samhljóða. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur ekki haft í hyggju að framlengja á- lagningu hátekjuskatts, en til þess hafa flestir kratar gert kröfu og sumir sjálfstæðismenn eru augljós- lega sammála krötum. Hörðustu andstæðingar hátekjuskattsins eru hins vegar ungliðarnir í stuttbuxna- deild íhaldsins, SUS. Starfshópur um vand- ann í öldrunarþjónustu Félagsmálaráð Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt að skipa starfshóp til þess að gera tillögur að framkvæmdaröð við úrlausnir á núverandi vanda í öldrunarþjónustu. Þar er meðal annars átt við skilvirka og sam- tengda heimahjúkrun, félagslega heimaþjónustu og eðlilega nýtingu öldrunarlækningadeildar til stuðn- ings við aldraða á heimilum. Á hóp- urinn að skila af sér störfum fyrir 10. nóvember. Starfshópurinn er þriggja manna og eru í honum Pálmi Jónsson, öldrunar- sérfraiðingur á Borgarspítala, Sigurð- ur Helgi Guðmundsson, forstjóri hjúkrunarheimilanna Skjól og Eir og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yfirmað- ur öldrunarþjónustu Félagsmálastofn- unar borgarinnar og er hún jafnframt formaður hópsins. Einnig samþykkti félagsmálaráð að skipa Kristjönu Sig- mundsdótmr starfsmann hópsins, en hún er forstöðumaður vistunarsviðs F.R.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.