Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 1
Börnin og verndin Barnavernd er bæði stéttskipt og kynskipt og beinist fyrst og fremst að fátæku fólki og þeim sem standa höllum fæti. Dr, Guðrún Kristinsdóttir er í við- tali á Bls. 6-7 Kjördæmamálið Jóhann Arsælsson kynnir athygli- verða tillögu í kjördæmamálinu og gagnrýnir hugmyndir ríkis- srjórnarinnar sem leysa ekki þann vanda að jafha atkvæðisréttinn. Bls. 5 Amnesty gaf mér von Bréfaskriftir og undirskrifta- safnanir til stuðnings samvisku- föngum víða um heim eru ár- angursrík leið til að hamla gegn mannréttindabrotum. Bls. 4 M 37. tbl. 3. árg. 23. september 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Ráðherra á bláþræði Ríkisstjórnin krefur Guðmund Árna um skýrslu. Enginn stuðningur frá Jóni Bald- vin. Morgunblaðið vill afsögn. Rýtingur í bakið frá þungaviktarmanni í Reykjanes- kjördæmi. Pólitískt h'f Guðmundar Arna Stefánssonar félagsmálaráð- herra og varaformanns Al- þýðuflokksins hangir á bláþræði. Á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðju- dag var hann kraíinn um skýrslu sem með trúverðugum hætti svar- aði ásökunum um spiilingu. For- maður Alþýðuflokksins, Jón Bald- vin Hannibalsson, hefur ekki lyft litlafingri til að veria varaformann sinn. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins er óánægðir með ljótt svipmót sem spillingarmál Guðmundar Árna setja á ríkisstjórnina og vilja að hann geri hreint fyrir sfnum dyrum. I grein sem Jón Baldvin skrifaði í DV á mánudag bar hann af sér sakir um spillingu við mannaráðningar í ut- anríkisráðuneytinu. Formaðurinn eyddi ekki einu orði á mál Guðmund- ar Arna sem hafa tröllriðið fjölmiðlum undanfamar vikur. Jón Baldvin leggur sig fram um að þegja opinberlega um varaformann sinn en Guðmundur Arni fór ekki í launkofa með stuðning sinn við Jóhönnu Sigurðardóttur sem bauð sig fram til formennsku í Al- þýðuflokknum í sumar gegn Jóni Baldvin. Morgunblaðið sem hingað til hefur haldið sér til hlés á meðan aðrir fjöl- miðlar hamast á félagsmálaráðherra gat ekki orða bundist á þriðjudaginn og sagði í leiðara að „þær ásakanir, sem hafa komið á hendur varafor- manni Alþýðuflokksins, [eru] undan- tekning en ekki regla í stjórnmálabar- áttunni hér." Síðan talar leiðarahöf- undur Morgunblaðsins um að stjórn- málamenn eins og Guðmundur Árni verði „dæmdir úr leik" og brýnir for- ystu Alþýðuflokksins til að grípa til Enn eitt áfallið reið yfir félagsmála- ráðherra þegar Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópa- vogi sagðist í DV styðja Rannveigu Guðmundsdóttur í fyrsta sæti flokks- ins í Reykjaneskjördæmi. Það sæti hefur verið „frátekið" til þessa fyrir Guðmund Árna. Guðmundur Odds- son hafði áður lýst yfir trausti til fé- lagsmálaráðherra. Sjá einnig leiðara, bls. 9 og bak- síðu Guðmundur Árni er kominn með pólitíska holdsveiki og fáir vilja eiga við hann samneyti. Mynd: ói.Þ. Nýfrj álshy ggj an tapar Nýfrjálshyggjan beið skip- brot í þingkosningunum í Svíþjóð um síðustu helgi og aftur í kosningunum sem haldn- ar voru í Danmörku í vikunni. I Svíþjóð féll ríkisstjórn hægrimanna og stjórn jafnaðarmanna hélt velli í Danmörku. Minnihlutaríkisstjórnir jafnaðar- manna í báðum löndunum munu styðjast við vinstriflokka, þó svo að það komi ekki í veg fyrir að jafnaðar- menn vinni með hægriflokkum þegar þeim sýnist svo. Einar Karl Haraldsson fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins fylgdist með lokaspretti kosningabar- . -: ... H > *4 '". J&v.^ fl^F áttunnar í Svíþjóð og Danmörku. Hann segir að þótt aðstæður séu að mörgu leyti ólíkar í löndunum tveim, Danmörk er í efhahagsuppsveiflu en Svíþjóð í lægð, séu skilaboðin skýr sem þaðan koma. - Almenningur hefur hafnað ný- frjálshyggjunni sem lausn á vanda nú- tíma velferðarríkja. Atvinnuleysi er ofarlega í sænskri þjóðfélagsumræðu og úrslit kosning- Einar Karl Haraldsson: Almenning- ur á Norðurlöndum hefur hafnað ný- frjálshyggjunni sem lausn á vanda nú- tíma velferðarríkja. anna sýna að almenningur treystir vinstrimönnum bctur til að skapa at- vinnutækifæri en borgaraflokkunum, segir Einar og bendir jafhframt á að kjósendur treysta jafnaðarmönnum í Danmörku til að festa í sessi efnahags- batann sem Danir hafa notið síðustu árin. I kosningaúrslitnum er líka að finna þverstæður. Evrópubandalagið er af sumum talin hættulegt fyrir velferða- þjóðfélög Norðurlanda en Svíar treysta jafnaðarmönnum betur til að leiða þjóðina inn í Evrópubandalagið en borgaraflokkunum. Sjá einnig sjónarhorn á bls. 2 Kosningabati forsætisráðherra Forsætisráðherra segir að efna- hagsbati sé á næsta leiti en síð- ast boðaði hann betri þjóðarhag í júlí rétt áður en hann hratt um- ræðu um haustkosningar úr vör. Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti efnahagsbatann á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudag. Meginrökin fyrir betri hag þjóðarbúsins eru að atvinnu- leysi verður minna á árinu en spáð var í upphafi þess, almenn uppsveifla í efnahagslífi Vesturlanda, Smuguveið- ar og góð loðnuvertíð. I sumar spáði Davíð batnandi hag á sömu forsendum og eins og núna lét hann þess ógetið að allt stefnir í met- halla á ríkissjóði og fjárfestingar eru hættulega litlar. - Það er ótrúverðugt af forsætisráð- herra að blása kreppuna af með farra mánaða millibili og í bæði skiptin án 25% hækkun fjárhagsaðstoðar Borgarráð samþykkti sl. þriðju- dag aukafjárveitingu upp á 110 milljónir króna til Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur til greiðslu á fjárhagsaðstoð. Þetta þýðir hækk- un á fjárhagsaðstoð úr áætluðum 433 milljónum í 543 milljónir króna, sem er hækkun um 25 pró- sent. Það skal undirstrikað að inni í þess- um tölum eru ekki afskrifuð lán og húsaleiguskuldir, sem þó má flokka undir aðstoð og var í fyrra um 12 millj. króna. Þá er ekki í þcssum töl- um rckstrarkostnaður vegna leiguhús- næðis FR, sem í fyrra var 87 milljónir. Reikna má með að í ár veiti FR um 3.500 einstaklingum fjárhagsaðstoð og þýða þessar tölur að nálægt 12.700 manns fái aðstoð FR, en það er um 12,4 prósent borgarbúa. Því blasir við að áttundi hver borgarbúi er í þeirri aðstöðu að vera undir fátæktarmörk- um í framfærslu. Fyrir 10 til 12 árum samsvaraði sá fjöldi sem fékk fjárhags- aðstoð því að 5 til 7 prósent borgar- búa þyrftu á aðstoð FR að halda. þess að leggja fram nokkur haldbær gögn, segir Steingrímur J. Sighisson þingmaður og varaformaður Alþýðu- bandalagsins. Steingrímur segir það skollaleik hjá forsætisráðherra að guma af því að at- vinnuleysi verði ekki eins slæmt og spáð var í upphafi árs. - Það kemur ekki á óvart að fyrir- tækin sýni betri afkomu á þessu ári og að skuldir þeirra við bankakerfið minnki. Ríkisstjórnin hefur staðið fyr- ir stórfelldri tilfærslu á skattabyrði frá fyrirtækjum yfir á almenning. Enda hafa skuldir almennings við banka- kerfið aukist stórkostlega síðustu misserin. Á sama tíma eru fjárfesting- ar í lágmarki sem segir okkur að fyrir- tækin þora ekki að hreyfa sig þrátt fyr- ir betri afkomu, segir Steingrímur. Framsýn í kjor- dæmisráð s ¦ Eg reikna með að Framsýn taki þátt í störfum aðalfund- ar kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, segir Arni Þór Sigurðsson formaður kjör- dæmisráðsins. Aður en Framsýn getur orðið formlegur aðili að Alþýðubanda- laginu þarf miðstjórn flokksins að samþykkja félagið, en miðstjórn- arfundur verður haldinn í byrjun nóvember. Til að Framsýn, sem var stofn- að fyrir hálfum mánuði, geti fengið fulltrúa í kjördæmisráð þarf að seinka aðalfundi ráðsins. Árni býst við að endanleg ákvörð- un um aðalfund kjördæmisráðs verði tekin eftir helgi. Leifur Guðjónsson formaður Framsýnar fagnar þessum tíð- indum. - Eg vonast eftir góðu og breiðu samstarfi í kjördæmisráði, segir hann. Miðstjórnar- fundur á Suðurnesjum Haustfundur miðstjórnar Al- þýðubandalgsins verður haldinn á Flughótelinu í Keflavík helgina 4.-5. nóvember næstkomandi. Aðalmái fundarins verður und- irbúningur kosninga, en nánari dagskrá verður auglýst síðar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.