Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Side 1

Vikublaðið - 23.09.1994, Side 1
Börnin og verndin Barnavernd er bæði stéttskipt og kynsldpt og beinist fyrst og fremst að fátæku fólki og þeim sem standa höllum feti. Dr, Guðrún Kristinsdóttir er í við- tali á Bls. 6-7 Kjördæmamálið Jóhann Arsælsson kynnir athygli- verða tillögu í kjördæmamálinu og gagnrýnir hugmyndir ríkis- stjórnarinnar sem leysa ekki þann vanda að jafna atkvæðisréttinn. Bls. 5 Amnesty gaf mér von Bréfaskriftir og undirskrifta- safnanir til stuðnings samvisku- föngum víða uin heim eru ár- angursrík leið til að harnla gegn mannréttindabrotum. Bls. 4 37. tbl. 3. árg. 23. september 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Ráðherra á bláþræði Ríkisstjórnin krefur Guðmund Árna um skýrslu. Enginn stuðningur frá Jóni Bald- vin. Morgunblaðið vill afsögn. Rýtingur í bakið frá þungaviktarmanni í Reykjanes- kjördæmi. Pólitískt líf Guðmundar Ama Stefönssonar félagsmálaráð- herra og varaformanns .41- þýðuflokksins hangir á bláþræði. A fundi ríkisstjómarinnar á þriðju- dag var hann krafinn um skýrslu sem með trúverðugum hætti svar- aði ásökunum um spillingu. For- maður Alþýðuflokksins, Jón Bald- vin Hannibalsson, hefur ekki lyft litlafingri til að verja varaformann sinn. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins er óánægðir með ljótt svipmót sem spillingarmál Guðmundar Árna setja á ríkisstjórnina og vilja að hann geri hreint fyrir sfnum dyrum. I grein sem Jón Baldvin skrifaði í DV á mánudag bar hann af sér sakir um spillingu við mannaráðningar í ut- anríkisráðuneytinu. Formaðurinn eyddi ekki einu orði á mál Guðmund- ar Arna sem hafa tröllriðið fjölmiðlum undanfarnar vikur. Jón Baldvin leggur sig fram um að þegja opinberlega um varaformann sinn en Guðmundur Arni fór ekki í launkofa með stuðning sinn við Jóhönnu Sigurðardóttur sem bauð sig fram til formennsku í Al- þýðuflokknum í sumar gegn Jóni Baldvin. Morgunblaðið sem hingað til hefur haldið sér til hlés á meðan aðrir fjöl- miðlar hamast á félagsmálaráðherra gat ekki orða bundist á þriðjudaginn og sagði í leiðara að „þær ásakanir, sem hafa komið á hendur varafor- manni Alþýðuflokksins, [eru] undan- tekning en ekki regla í stjórnmálabar- áttunni hér.“ Síðan talar leiðarahöf- undur Morgunblaðsins unt að stjórn- málamenn eins og Guðinundur Árni verði „dæmdir úr leik“ og brýnir for- ystu Alþýðuflokksins til að grípa til aðgerða. Enn eitt áfallið reið yfir félagsmála- ráðherra þegar Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópa- vogi sagðist í DV styðja Rannveigu Guðmundsdóttur í fyrsta sæti flokks- ins í Reykjaneskjördæmi. Það sæti hefur verið „frátekið" til þessa fyrir Guðmund Árna. Guðmundur Odds- son hafði áður lýst yfir trausti til fé- lagsmálaráðherra. Sjá einnig leiðara, bls. 9 og bak- síðu Guðmundur Árni er kominn með pólitíska holdsveiki og fáir vilja eiga við hann samneyti. Mynd: Ói.Þ. Nýfrjálshyggjan tapar Nýfrjálshyggjan beið skip- brot í þingkosningunum í Svíþjóð um síðustu helgi og aftur í kosningunum sem haldn- ar voru í Danmörku í vikunni. I Svíþjóð féll ríkisstjóm hægrimanna og stjóm jafhaðarmanna hélt velli í Danmörku. Minnihlutaríkisstjórnir jafnaðar- manna í báðum löndunum munu styðjast við vinstriflokka, þó svo að það komi ekki í veg fyrir að jafnaðar- menn vinni með hægriflokkum þegar þeim sýnist svo. Einar Karl Haraldsson fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins fylgdist með lokaspretti kosningabar- áttunnar í Svíþjóð og Danmörku. Hann segir að þótt aðstæður séu að mörgu leyti ólíkar í löndunum tveim, Danmörk er í efnahagsuppsveiflu en Svíþjóð í lægð, séu skilaboðin skýr sem þaðan koina. - Almenningur hefur hafnað ný- frjálshyggjunni sem lausn á vanda nú- tíma velferðarríkja. Atvinnuleysi er ofarlega í sænskri þjóðfélagsumræðu og úrslit kosning- Einar Karl Haraldsson: Almenning- ur ó Norðuriöndum hefur hafnað ný- frjálshyggjunni sem lausn á vanda nú- tíma velferðarríkja. anna sýna að almenningur treystir vinstrimönnum bctur til að skapa at- vinnutækifæri en borgaraflokkunuiu, segir Einar og bendir jafnframt á að kjósendur trey'sta jafnaðarmönnum í Danmörku til að festa í sessi efnahags- batann sent Danir hafa notið síðusm árin. í kosningaúrslitnum er líka að finna þverstæður. Evrópubandalagið er af sumum talin hættulegt fyrir velferða- þjóðfélög Norðurlanda en Svíar treysta jafiiaðarmönnum betur til að leiða þjóðina inn í Evrópubandalagið en borgaraflokkunum. Sjá einnig sjónarhom á bls. 2 Kosningabati forsætisráðherra Forsætisráðherra segir að efna- hagsbati sé á næsta leiti en síð- ast boðaði hann betri þjóðarhag í júlí rétt áður en hann hratt um- ræðu um haustkosningar úr vör. Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti efnahagsbatann á ríldsstjórnar- Borgarráð samþykkti sl. þriðju- dag aukafjárveitingu upp á 110 milljónir króna til Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur til greiðslu á Ijárhagsaðstoð. Þetta þýðir hækk- un á fjárhagsaðstoð úr áætluðum 433 milljónum í 543 milljónir króna, sem er hækkun um 25 pró- sent. fundi á þriðjudag. Meginrökin fyrir betri hag þjóðarbúsins eru að atvinnu- leysi verður minna á árinu en spáð var í upphafi þess, almenn uppsveifla í efnahagslífi Vesturlanda, Smuguveið- ar og góð loðnuvertíð. I sumar spáði Davíð batnandi hag á Það skal undirstrikað að inni í þess- um tölum eru eldd afslcrifuð lán og húsaleiguskuldir, sem þó má flokka undir aðstoð og var í fyrra um 12 millj. króna. Þá er ekki í þessunt töl- um rekstrarkostnaður vegna leiguhús- næðis FR, sem í fyrra var 87 milljónir. Reikna má með að í ár veiti FR um 3.500 einstaklingum fjárhagsaðstoð sömu forsendum og eins og núna lét hann þess ógetið að allt stefnir í met- halla á ríkissjóði og fjárfestingar eru hættulega litlar. - Það er ótrúverðugt af forsætisráð- herra að blása kreppuna af með fárra mánaða millibili og í bæði skiptin án og þýða þessar tölur að nálægt 12.700 manns fái aðstoð FR, en það er um 12,4 prósent borgarbúa. Því blasir við að áttundi hver borgarbúi er í þeirri aðstöðu að vera undir fátæktarmörk- um í framferslu. Ifyrir 10 til 12 árurn samsvaraði sá fjöldi sem fékk fjárhags- aðstoð því að 5 til 7 prósent borgar- búa þyrftu á aðstoð FR að halda. þess að leggja fram nokkur haldbær gögn, segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður og varaformaður Alþýðu- bandalagsins. Steingrímur segir það skollaleik hjá forsætisráðherra að guma af því að at- vinnuleysi verði ekld eins slæmt og spáð var í upphafi árs. - Það kemur ekki á óvart að fyTÍr- tældn sýni betri afkomu á þessu ári og að skuldir þeirra við bankakerfið minnki. Ríkisstjórnin hefur staðið fyr- ir stórfelldri tilferslu á skattabyrði fiú fyrirtækjum y’fir á almenning. Enda hafa skuldir almennings við banka- kerfið aukist stórkostlega síðustu misserin. Á sarna tíma eru fjárfesting- ar í lágmarki sem segir okkur að fyrir- tækin þora ekki að ltreyfa sig þrátt fyr- ir betri afkomu, segir Steingrímur. 25% hækkun Qárhagsaðstoðar Framsýn í kjor- dæmisráð s XT'g reikna með að Framsýn JLL/taki þátt í störfúm aðalfúnd- ar kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, segir Arni Þór Sigurðsson formaður kjör- dæmisráðsins. Áður en Framsýn getur orðið formlegur aðili að Alþýðubanda- laginu þarf miðstjórn flokksins að samþykkja félagið, en miðstjórn- arfúndur verður haldinn í byrjun nóveinber. Til að Framsýn, sem var stofn- að fyrir hálfum rnánuði, geti fengið fulltrúa í kjördæmisráð þarf að seinka aðalfundi ráðsins. Árni býst við að endanleg ákvörð- un um aðalfund kjördæinisráðs verði tekin eftir helgi. Leifur Guðjónsson formaður Framsýnar fagnar þessum tíð- indum. - Eg vonast eftir góðu og breiðu santstarfi í kjördæmisráði, segir hann. Miðstjórnar- fundur á Suðurnesjum Haustfundur miðstjórnar Al- þýðubandalgsins verður haldinn á Flughótelinu í Keflavík helgina 4.-5. nóvember næstkomandi. Aðalmál fúndarins verður und- irbúningur kosninga, en nánari dagskrá verður auglýst sfðar.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.