Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 23. SEPTEMBER 1994 3 Smákóngar berjast á Bolungarvík Veldi EG er hrunið og nokkrir smákóngar berjast um eignarhaldið og völdin. Hörðust er baráttan um undirstöðuna; útgerðina og vinnsluna Mynd: Spessi Fyrt' í þessum mánuði gerðist það að Ólafur Kristjánsson bæj- arstjóri í Bolungarvík ferjaði hóp af Kínverjum um bæinn, sýndi þeim blómlegt mannlíf í smábæ á Vestfjörðum Islands og leyfði þeim að upplifa þann alkunna íslenska sið að borða hráan fisk. Skælbrosandi Bol- víkingar sýndu skælbrosandi Kínverj- um fólkið og fyrirtækin, leikskólana og skipin. Kínverjarnir voru himiniif- andi og dáðust opinberlega að því hvað allt væri friðsælt á Bolungarvík og hversu mikil hamingja svifi þar yfir vötnuin. Voru þeir að spássera um hið eina sanna torg hins himneska firiðar? Sameinast ekki innbyrðis og ekki öðrum Bolungarvík er og hefur verið sterkt vígi Sjálfstæðisflokksins, en ekki er út af fyrir sig víst að Kínverjarnir hefðu upplifað mikinn mun á bláa bænum Bolungarvík og rauða bænum Nes- kaupsstað á túristarúntum. Areiðan- lega hefur Kínverjum verið sleppt við þeim upplýsingum að örfá misseri eru síðan Bolungarvík umturnaðist hvað varðar eignarhald á helstu firam- lciðslutækjunum. A skömnmm tíma hefur helsta útgerðarfyrirtækið breyst úr því að vera hákapítalísk útgerð „byggðakóngsins“ Einars Guðfinns- sonar sáluga og niðja hans í það að vera bæjarútgerð. Á skömnmm tíma er búið að búta niður alltumlykjandi veldi „byggðakóngsins". Og Kínverj- unuin hefur áreiðanlega ekki verið sagt ffá því að Bolvíkingar ástundi nú heiftarleg slagsmál uin bitana. Tvennt er það sem einkum ein- kennir stöðuna á Bolungarvík þessa dagana. Annars vegar geta Bolvíking- ar ómögulega náð samstöðu um öfl- uga útgerð og fiskvinnslu byggða á leifunum af veldi Einars Guðfinns- sonar og fjölskyldu. Það var slegist um bitana og tveir andstæðir hópar á- stunda innbyrðis hanaat, Ósvör hf. með útgerðina og Þuríður hf. með vinnsluna. Hins vegar sýna Bolvíkingar „sam- stöðu“ í því að vilja ekki sameinast öðrum sveitarfélöguin, einkum ekki Isfirðingum. Þeir taka ekki einu sinni þátt í viðræðum og nýjustu fregnir herma að þeir telji hagkvæmara að senda rusl sitt með skipuin suður í Sorpu en að farga því í nýrri sorp- brennslustöð hjá Isfirðingum. „Klofningsstarf tveggja krata“ Þegar EG-veldið hrundi til grunna 1992-93 stofnuðu heimamenn út- gerðarfélagið Ósvör hf., sem keypti togarana Dagrúnu og Heiðrúnu á alls 721 milljón króna. Stofhendur í ntars 1993 voru 183, en eignarhaldið er samt ekki ýkja dreift því bærinn á um 64 prósent í fyrirtækinu. Þetta er því ekkert annað en bæjarútgerð með verulega dreifðri minnihlutaaðild annarra. Til stóð að hið nýja félag keypti einnig vinnsluna af þrotabúi EG-veldisins. En mánuði eftir að Ósvör hf. var stofnað varð til annað hlutafélag, Þuríður hf., sein tvcii' ein- staklingar stofnuðu, þeir Valdimar Lúðvík Gíslason fyrrunt bæjarfulltrúi og Jón Guðbrandsson. Þetta var kall- að „klofningsstarf tveggja krata". Ósvör hf. ætlaði að reyna að pressa niður verð húsa og tækja, sem voru orðin eign Fiskveiðasjóðs. Ósvör bauð 80 milljónir, sem þá vaf eina tilboðið, en Fiskveiðasjóður hafnaði þessu til- boði sem oflágu. Eignirnar voru aug- lýstar á ný og Ósvör bauð eitthvað hærra í eignirnar, en þá kom í ljós að Þuríður hf. hafði boðið 122 milljónir og því tilboði var tekið. Síðan hefur sú staða verið uppi að stórútgerðin er á einni hendi og stórvinnslan á annarri og persónuleg togstreita kemur í veg fyrir að menn sameini krafta sína. Sem er merkilegt fyrirbrigði í ríkj- andi kreppu. Fyrir rúmum áratug var heildarbotnfiskafli Bolvíkinga 12 til 15 þúsund tonn. Nú eru fyrirtæki bæj- arins með um fjögur þúsund tonna þorskígildi. EG-veldið hrundi en í stað þess að taka höndum saman slást Bolvíkingar. Helsta ágreiningsefnið Þungbúið yfir Bglungarvík. Þuríðurhf. vill fnrgang um kaupáafla Úsvarar hf. á markaðsverði, en djúpstæður ágreiningur erámilli einstaklinga. milli Osvarar og Þuríðar er aflaverð, en rótin er persónuleg togstreita. Af- leiðingin er sú að mikill afli er seldur út fyrir bæjarmörkin og því annarra að vinna úr honum en bæjarbúa. Djúpstæður ágreiningur milli nokkurra einstaklinga Björgvin Bjarnason ffamkvæmda- stjóri Ósvarar segir að ekkert sé upp á Þuríði að klaga. „Þeir eru eitthvað að ýja að því að við séum með annarleg sjónarmið, en það er ekki rétt. Þótt bærinn eigi 64 prósent í Ósvör þýðir það ekki að fyrirtækið geti verið ó- skynsamt og staðan er sú að við eruin að glínta við skuldir og verðurn að fá hæsta verð fyrir aflann og fá hann greiddan. Þuríðarmenn hafa eitthvað verið að spila inn á tilfinningar fólks og sagt að við séum vondir karlar og viljum ekki að aflinn sé unnin í Bol- ungarvík, sem er vitleysa. Við verðum að fá sein hæst verð og ef Þuríður get- ur ekki uppfyllt þetta hefur fyrirtækið cngan rétt. Þeir eru bara ekki sam- keþnnisfærari en þetta. Ég hygg að það sem hefur farið mest fyrir brjóstið á þeim er að við sömdum við fyrirtæki á Isafirði um kaup á rækju. Það fyrir- tæki var ineð betra tilboð, sem eftir þrjá mánuði hefur skilað okkur 3,2 milljónum rneira en tilboð Þuríðar. Það þýðir ekki að koma síðar með kröfu um að fá að jafna tilboðið, það segir sig sjálft“ segir Björgvin. Björgviii segir aðspurður að of mik- ið sé gert úr ágreiningnuin. „Vissu- lega virðist það vera svo að ákveðnir einstaklingar eigi í djúpstæðum á- greiningi sín á milli. Og á sínum tíma vildu inargir að útgerð og vinnsla væri á einni hendi og þá að Ósvör keypti vinnslutækin af Fiskveiðasjóði. En Þuríðarmenn voru á annarri skoðun og máttu það. Þeir máttu líka vita að þeir jiyrftu töluverðan afla til að standa undir fjárfestingunni og glím- an er erfið hjá þeim. En við gctum lít- ið hjálpað." Vilja forgang um aflakaup á markaðsverði Ágúst Oddsson forseti bæjarstjórn- ar vill lítið tjá sig unt málið og finnst raunar lítil ástæða til að fjalla um mál þetta meira en gert hefur verið. „Þessi mál verða bara að fá að hafa sinn gang. Að fyrirtækin sameinist er engin sjálf- gefm töfralausn, útgerð og vinnsla þurfa ekki nauðsynlega að vera á einni hendi. En auðvitað er best að sam- staðan sé sem mest.“ Valdimar Lúðvík Gísiason stjórn- arforinaður hjá Þuríði vill lítið gera úr ágreiningnum milli Ósvarar og Þuríð- ar. „Þetta er á góðri leið og kemur allt saman. Við höfum aldrei beðið um annað en að hafa forgang um kaup á afla á markaðsverði, að fá að ganga inn í það tilboð sem hæst er á hverjum tíma. Það eru fordæmi fyrir slíku og algengt að heimamenn séu látnir ganga fyrir að öðru jöfhu“. Valdimar Lúðvík viðurkennir að einhver persónuleg sárindi kunni að vera á ferðinni. „Það er einhver óþarfa núningur í gangi, en þetta er allt á góðri leið. Menn eiga að geta sest nið- ur og fundið þannig samstöðu að allir græði hvorir á öðrum. Við eigum skrána og þeir eiga lykilinn". Aðspurður hvort ekki væri heppi- legra fyrir bæinn og bæjarbúa að fyrir- tækin væru sameinuð sagði Valdimar það ekki sjálfgefið. „Við höfum reynsluna af því að allt sé á sörnu hendi og það fór illa. Sumir telja betra að hafa ekki öll egginn í sömu körf- unni. Aðalatriðið er að menn séu sam- taka og þá næst betri árangur við að byggja okkur upp til að komast úr þessari kreppu", segir Valdimar. Síðan kemur jafnvægi á ný Otrúlega skammt er síðan allt sem nöfnun tjáir að nefna var í eigu og/eða undir stjórn niðja Einars Guðfinns- sonar. Þar skipti mestu að hlutafélög fjölskjddunnar voru allsráðandi, til að mynda var útgerð og fiskvinnsla með urn 90 prósent af aflaverðmætinu í bænum. Veldi „byggðakóngsins" var allt umlykjandi, í sjávarútvegi, verslun og þjónustu, byggingastarfsemi og flutningum. I pólitíkinni voru fjöl- skyldumeðlimir í lykilstöðum í bæn- um, í bæjarstjórn og nefndum. Og einn var sendur suður á þing. Alltaf var nóga vinnu að fá, tekjur voru langt yfir landsmeðaltali og sköttum haldið niðri sem kostur var. Nú er bæjarsjóð- ur ofhlaðinn skuldbindingum og per- sónulegar ýfingar nokkurra cinstak- linga kemur í veg fyrir samstöðu um framgang undirstöðuatvinnugreinar- innar. Það bimar að vanda á alþýðu manna. Einn viðmælenda Vikublaðs- ins setur hins vegar fram þessa grein- ingu á stöðunni á Bolungarvík: „Stór- veldi hefur fallið. Nokkrir smákóngar hafa komið ffam og eignaskiptingar eiga sér stað. Síðan kemst á jafnvægi á nÝ“- Friðrik Þór Guðmundsson Vinstristefna Helsta vandamál vinstristefn- anna í lok þessarar aldar er eflaust það að reyna að end- urheimta þá dómgreind sem ein- kenndi þær í lok þeirrar síðusm, að hreinsa þær af draumóraruglinu sem hófst með bjartsýni „nýrra tíma“ í byrjun þessarar. Nýir tímar hefjast ekki með nýrri öld. Sú trú er eins og hver önnur villa, sprottin af því að lærðir, reikningsfróðir menn halda í vísindahjátrú sinni að hægt sé að mæla tímann og tímasetja alla hluti, þannig . hafi lausn og öryggi verið fundið: maðurinn nær tökum á hinu ókunna eða því óáþreifanlega með beitingu talna. Þjóðmál verða ekki mæld og mannshugurinn ekki heldur, jafnvel Guðbergur Bergsson ekki einu sinni þarfir okkar. Aftur á móti er vert að hafa það hugfast í stjórnmálum að leiðir þeirra hafa löngum legið í það sem við kölluin áttir. Vinstristefna þyrfti að ná áttum á ný sem framsækið afl, kannski ekki á nýjum, heldur á endurbættum grund- velli. Til að mynda verða vinstrimenn og vafagemlingar að átta sig á heiini sem hefur verið stefnu þeirra að mesm horfinn í lang- an tíma. Hér á ég ekki við fall „konnn- únismans í austri“, heldur hafa vinstri- stefhur í Vesmr-Evrópu endurhætt alræði auðhyggjunnar með hugmynd- um sínum og, ef svo mætti segja, sölu á ffamleiðslumætti almennings fyrir glingur, sífellda þörf, vanlíðan og til- gangsleysi. I hinum hluta Evrópu afsalaði fólk sér engu af sjálfsdáðum, það var neytt til sögulegs samþykkis um eitthvað sem það skildi ekki og hlaut í staðinn sjálff'alið dómgreindarleysi eða blindu í þágu „hugsjónarinnar". Hún reyndist auðvitað vera ffemur blinda en sýn, og þannig hefur hún, við fall hugmynda- kerfisins, getað snúist, ekki aðeins gegn fyrri sjötíu ára gamalli glópsku sinni heldur líka til fylgis við „uinbæt- ur“ þeirra sem sitja núna við völd og hún setti á vissan hátt í trausta valda- stóla með tryggð sinni við það að sjá ekld í raun og veru. Við á íslandi höfúin aldrei þurft að líða mikið fyrir innlenda, harmsögu- lega glópsku valdhafanna, því þeir hafa ekki haft kraft í sér til að láta allt fara til andskotans. Þetta stafar kannski af því að hjá fámennri þjóð er það sem fólk kallað „allt“ frernur lítdð. En þetta „litla allt“ er eign okkar og jafn kært og væri það auður og andleg verðmæti alls hins stóra heims. Að bjarga þessu litla, það að gera það lifandi, löngun til að hreyfa við stöðnun, breyta reglum, er áberandi í undirstraumunuin í samfélaginu. En ekki er nóg að stofha samtök, gjamma um grasrót eða kljúfa flokka, komast í fjölmiðla, verða frægur í fimmtán mínútur. Lifandi hugmyndir hreyfa ekki aðeins við gerðum manna heldur þjóðlífinu líka og hér eru næsmrn eng- ar. Upphlaup á borð við Jóhönnu Sigurðardóttur, ffekjudósar sem al- menningur kýs í skoðanakönnunum af eðlislægri samúð með þeirn „sem tap- ar“, leiðir bara til stofnunar flokks- brota. Það hringlar í þeim í nokkur ár uns grjótið í blikkmunninum verður að dufti, en vandi vinstristefnanna verður sá sarni og áður.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.