Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 23. SEPTEMBER 1994 Enn um mikilvægi þjóðríkisins Fyrir nokkru birti ég grein hér í Vikublaðinu um árátrn sem mjög er áberandi í íslenskri um- ræðu þessi misserin: að gera sem minnst úr mikilvægi þjóðríkis, full- veldis og þjóðernishyggju, spyrða allt þetta saman við neikvæð fyrirbæri eins og kúgun, ófrið, afturhald, ein- angrunarhyggju og fleira þesslegt. En láta þá lönd og leið þá jákvæðu mögu- leika sem í fullveldi og sæmilega sið- aðri þjóðernishyggju felast og ekki síst smáþjóðir eins og Islendingar hafa getað nýtt sér til að styrkja sig til nokkuð svo sérstæðrar menningar og tiltölulega farsæls mannlífs. Tilfinningasamur trúmaður Eitt af tilefhum greinar minnar voru skrif Hallfríðar Þórarinsdóttur í Vikublaðinu. Svarar hún fyrir sinn hatt í blaðinu 2. september. Því miður tekur hún í þeirri grein upp nokkra al- genga ósiði í íslenskum blaðaskrifum. Henni er mjög áffam uin að setja andmælandann í lágan sess: Arni Bergmann er að hennar viti fullur af „ógur- legri tilfinningasemi" í skrif- um sínum. Þá vill hún láta líta svo út að „þjóðernishyggja“ séu einskonar trúarbrögð og AB á þeirra valdi - sbr fyrir- sögn greinar hennar „Trúin á þjóðríkið“. Þetta er reyndar rangt: í mínum skrifum um þessi mál örlar hvergi á „trú“ eins og þeirri að þjóðríkið tryggi þjóðum lausn á þeirra tilvistarvanda - trú sem hlaut að vera algeng t.d. meðal Is- lendinga áður en þeir fengu sitt sjálfstæði. I þriðja lagi er andstæðingurinn (AB enn og aftur) gerður að einhverskon- ar fáráðlingi með því að tengja hann við skoðanir sem hann vissulega ekki hefur. Hallfríður spyr með nokkrum þjósti hvort þjóð- ríkið sé „hafið yfir alla hlutlæga krufn- ingu“. Eða hvort það sé „dauðasynd að hrófla við goðsögninni sem segir þjóðríkisfyrirkomulagið, þjóðina og þjóðarímyndina náttúrusprottna". Lesandi sem ekki man í svipinn mín skrif hlýtur að eiga að draga þá álykt- un af þessum spurningum að AB sé einmitt sá sem ekki vill kryfja fyrir- bærin eða hrófla við goðsögnum og kannski svo forneskjulegur að telja að þjóð og þjóðmenning séu „höggvin í stein", þeas. séu einhver óbreytanleg fyrirbæri. AJlt er þetta út í hött hjá Hallffíði. í mínum skrifum um þessi mál (greinin í Vikublaðinu er ein af þó nokkrum) hefúr vitanlega hvergi verið gefið í skyn að þau fyrirbæri sem hér um ræðir séu „höggvin í stein“ eða nátt- úrufyrirbæri eins og Esjan eða Tjör- neslögin. Vitanlega eru ríki nútímans og þjóðir söguleg fyrirbæri, óþarft að fjasa um svo sjálfsagðan hlut. Hitt gæti svo verið varhugavert að telja að hvorttveggja sé til orðið upp úr ffönsku stjórnarbyltingunni, reyna að negla upphaf fyrirbæranna niður við ákveðinn tíma ekki ýkjalangt ffá okkar öld. Sá sem það reynir lendir fljótt i miklum ógöngum. Einsýn túlkun Hallfríður stendur mest í slíkum og þvílíkum æfingum í grein sinni og kemur sjaldan að þvf sem máli skiptir í þessari umræðu. En það er þetta hér: Eg held því fram að sú viðleitni að túlka þjóðríki og þjóðernishyggju sem bölvald sé skaðleg einsýni. Vegna þess að sú túlkun hunsar þá jákvæðu, skap- andi möguleika sem tengjast hvort- tveggju, ekki síst fyrir þjóð í okkar stöðu. Og ég held því ffam að marg- nefnd viðleitni (hvort sem Hallfríður gerir sér grein fyrir því eða ekki) teng- Árni Bergmann ist á þessum dögum viðleitni drjúgs hluta hinnar pólitísku stéttar til að draga Island inn í Evrópusambandið. Um þessi höfuðatriði hefur Hall- ffíður næsta fátt að segja. Þar skilur nefnilega rnilli okkar tveggja að ég ber ekki fram einsýna túlkun á þjóðríki, fullveldi og þjóðernishyggju. Það er ofurskýrt ffam tekið í þeirri grein minni sem Hallfríður þykist vera að svara að öll þessi fyrirbæri rnegi hafa til góðs eða ills (rétt eins og kristin- dóm, sósíalisma, já og feminísma). Þar af leiðir vitanlega að uin þjóðríkið stendur styr, það er á hverjum tíma tekist á um það til hvérs möguleikar þess eru nýttir. Eins og ég minntist á, þá má hafa það til að kúga minni- hluta - það má líka hafa það til að rétta hlut þjóða sem illa hafa verið leiknar af voldugri þjóðum eða yfirþjóðlegum heimsveldum. En Hallfríður neitar fyrir sitt leyti að koma inn á þessa hluti. Hún tók þá stefnu að þjóðríkið væri fýrst og síðast illt í sínum praxís og virðist ekki vilja heyra neitt annað. Lýðræðið og jafn- ræðið Dæmi um þess þráhyggju er það hvernig hún víkur að sam- hengi milli þjóðríkis og lýð- ræðis. Hún tekur upp úr fyrri grein minni þá staðhæfingu, að helsta réttlæting þjóðríkis sé „sú lýðræð- iskrafa að ákvarðanir um menntun og velferð og skatta og fleira séu telcnar af þeim sem þessar ákvarðanir kosta og verða að sætta sig við eða njóta góðs af‘. Hún hleypur frá þessari röksemd með því að benda á það sem allir vita, að „lýðræði er ekki sjálfkrafa fylgifisk- ur þess ríkisfyrirkomulags sem þjóð- ríkið er“. Hver hélt því ffam? Lýðræði er ekki sjálfkrafa fylgifiskur neinnar tegundar ríkja. En hafi lýðræði verið snar þáttur í lífi þjóðríkis (eins og á Is- landi), þá rýrnar lýðræðið um leið og þjóðríkið rýrnar - lýðræðið rýrnar og visnar við það að ákvarðanir eru flutt- ar frá þeim „sem þeirra njóta eða þær bitna á“ til yfirþjóðlegs valds sem ekki er einusinni helgað af kosningarétti (valds skriffinna í Brussel eða oddvita alþjóðlegra stórfyrirtækja). Ég talaði líka um að réttlæting þjóðríkis væri og fólgin í þeirri jafn- ræðiskröfu sem byggir á því „að smærri þjóðir geti ekki síður en þær stærri leyst á sína ábyrgð þann vanda að halda uppi sæmilega siðuðu samfé- lagi og geti með því lagt sitthvað gott til í reynslusjóð þjóðanna11. Þessar röksemdir beinast gegn forsjárhyggju sem setur traust sitt á upplýstan vilja hinna miklu höfúðborga (París áður fyrr, London í gær, Washington í dag, Brussel á morgun). Þær beinast líka gegn þeirri „einsleitu menningu“ sem til verður, ekki innan þjóðríkja heldur yfir landamæri þeirra í krafti enskrar tungu og gífurlegs fjármagns. Hall- ffíður fer í engu út í þessa sálma held- ur hefur þeim mun meir hugann við þrætur innan Bandaríkjanna um þá þætti sem saman koina f þeirra menn- ingu og þjóðlífi. Og tengjast þá ffem- ur spurningum um stöðu lýðræðis í því landi en vanda þjóðríkis yfirhöfuð. Hvað um alþjóðahyggju? Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá bæiarnafn. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Loðmundur. 7" Z 3 T" 5" 2 y 2 V 2 2 10 ii L> 12 V 13 11 n V 3 W~ 1F 12 V l6! 3 ? 18 2o <2 21 22 V 13 18 23 V 2? 25 2 n V 2 3 19 /V- n 10 V n T~ 20 13 18 n 21 10 23 <2 20 TT~ w~ y 10 31 JO 10 d z? 10 W 2 2S 2~ w 11 13 V 10 5' 28 2 T~ V 11 3 23 1 ÍA V 23 3 22 23 18 H T 2ci 21 11 II l'i <2 3 20 H 18 23 23 18 13 2 V 20 13 T 10 5" J5~~ 22 n V 1 2 22 10 30 17- V 11- 2 31 23 1$ H V 31 II V H V 10 31 5 V 31 H- H 10 23 V 13 li 22 y V- /3 11 S n 2 V ? V 20 27 n H 3/ 23 y T~ 10 T 13 II 20 V 20 n /9 J? l b 12 i 8 51 ÍÓ A = 1 Á = 2 B = 3 D = 4 Ð = 5 E = 6 É = 7 F = 8 G = 9 H = 10 1 = 11 í = 12 J = 13 K = 14 L = 15 M = 16 N = 17 o = 18 Ó = 19 P = 20 R = 21 S = 22 T = 23 U = 24 ú = 25 v = 26 x = 27 Y = 28 Ý = 29 Þ = 30 Æ = 31 Ö = 32 Hallffíði er mjög í nöp við þjóðrík- ið og henni finnst það sérlega fárán- legt að „góðir og gegnir sósíalistar“ eins og ÁB haldi uppi vörnum fýrir það fyrirbæri. „Hvað varð um al- þjóðahyggjuna?" spyr hún með nokkrum þjósti. Sjálfsagt að ég svari því fýrir mitt leyti. Alþjóðahyggja er vitaskuld sögu- legt fýrirbæri rétt eins og þjóðernis- hyggja. Mín skoðun er sú að það sé pláss fýrir þætti úr hvorutveggja í hverjum manni, ekki síst vinstrisinna. Eg er í hópi þeirra sem telja íslenskri smáþjóð góða eign í þjóðríki og stofn- unum þess, sem geta púkkað undir það betur en alþjóðlegt batterí, að við týnum ekki raust okkar í heimskórn- um. Eg er í hópi þeirra sem telja sæmi- lega siðaða þjóðernishyggju (án rembu og yfirgangs) stuðla að þeirri fjölbreymi sem gerir mannlíf inni- haldsríkt, vinna gegn því að allir gali sömu auglýsingarnar á heimsmark- aðstorginu. Eg fylgi þeirri alþjóða- hyggju í mannréttindamálum og mengunarvörnum, sem má skerða og þarf að skerða fúllveldi ríkja að vissu marki í allra þágu - ekki síst vegna þess að slík alþjóðahyggja skerðir full- veldi allra nokkuð jafnt. Eg er andvíg- ur þeirri alþjóðahyggju sem fyrst og sfðast þjónar þörfum stórfyrirtækja fyrir ffjálsan leik með fjármagn og ágóða og hefúr gert nokkur harð- svíruð markaðslögmál ,að sínum trúar- brögðum og nauðhyggju - það er sú alþjóðahyggja sem ræður ferðinni í EBS. Og mér hundleiðist það alþjóðlega Heimsþorp, sem risið er beggja vegna Atlantshafsins og víðar, og geymir raunar h'tið annað en dauflegt samsafn þeirra sem hafa lagað allan sinn lífsmáta og gildismat að amrískum meðaljóni og meðalgunnu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.