Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 17500 ^rVikublaði B L A Ð S E M V I T FOSTUDAGURINN 23. SEPTEMBER 1994 Kratar juku skuldir um helmlng á hálfu ári Heildarskuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar voru um miðjan júní sl. komnar upp í 3,1 milljarð króna og höfðu aukist um 350 milljónir ffá áramót- um. Nettóskuldir Hafharfjarðar voru á sama tíma 2,5 milljarðar og höfðu aukist um 8.44 milljónir frá áramótum. Hér er um að raeða skuldir bæjarsjóðs ásamt holræsa- sjóði og leiguíbúðasjóði, en þegar skuldir ýmissa stofnana bæjarins leggjast við voru heildarskuldimar 5,1 milljarður króna um mitt þetta ár. Nettóskuldir Hafnarfjarðar samsvara 157 prósent af árlegum skatttekjum bæjarsjóðs, en það er tvöfalt hærra hlutfall en félags- málaráðuneytið telur æskilegt að sveitarfélög fari ekki ffamúr. Nýr meirihluti Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks hefúr lagt fram nið- urstöður úttektar Löggiltra endur- skoðenda hf. á fjárhagsstöðu Hafnar- fjarðar og kom ffam hjá Magnúsi Jóni Arnasyni bæjarstjóra að skýrslan væri kolsvört. Langan tíma myndi taka að koma jafnvægi á á ný og þyrfti meðal annars að grípa til allt að 20 prósent niðurskurðar á rekstri og jafnvel þyrffi bærinn að losa sig við eignir. Að auki blasir við að afskrifa þurfi um 450 milljónir króna af útistandandi kröf- um. Magnús Jón og Magnús Gunnars- son forseti bæjarstjórnar gagnrýna harðlega að fjárhagsáædanir fyrri meirihluta Alþýðuflokksins hafa verið ómarkvissar, rekstur farið alvarlega úr böndunum og að allar framkvæmdir í Borgin samþykkir húsaleigubætur Magnús Jón Árnason bæjarstjóri og Magnús Gunnarsson forseti bæjarstjórnar. Gagnrýna harðlega að fjárhagsáætlanir fyrri meirihluta Alþýðuflokksins hafa verið ómarkvissar, rekstur farið alvarlega úr böndunum og allar framkvæmdir í bænum á síðasta kjörtímabili hafi verið fyrir lánsfé. Nú stefnir í að eyðslan á þessu ári verði um einn milljarður eða 70 prósent umfram tekjur bæjarsjóðs. Mynd: ÓI.P. bænum á síðasta kjörtímabiji hafi ver- ið fyrir lánsfé. Nú stefnir í að eyðslan á þessu ári verði um einn milljarður eða 70 prósent umfram tekjur bæjar- sjóðs. Magnúsarnir benda sérstaklega á niðurlagsorðin í skýrslu endurskoð- endanna: „Reksturinn hefur því um langt skeið verið í vítahring viðvar- andi halla, sem leitt hefur dl sívaxandi skuldsetningar og aukins fjármagns- kostnaðar. Þessa þróun verður að stöðva og grípa til nauðsynlegra ráð- stafana tíl að reksturinn standi undir afborgunum lána. Þetta verður ekki gert nema með stórauknu aðhaldi í rekstri og samdrætti í framkvæmd- um“. Magnús Jón Arnason bæjarstjóri segir að þótt skuldir bæjarins séu miklar þá verði ekki leitað til félags- málaráðuneytisins vegna þessa - en þar situr cinmitt sem ráðherra Guð- mundur Arni Stefánsson fyrrum bæj- arstjóri Hafnarfjarðar. „Eg hugsa að við séum færari um að krafla okkur út úr þessum vanda en þeir í félagsinála- ráðuneytinu“, segir Magnúsjón. Guðmundur Arni og félagar í Al- þýðuflokknum hafa mótmælt skýrslu endurkoðendanna harðlega og segja niðurstöðurnar pantaðar samkvæmt pólitískri forskrift. Segja þeir tölur um nettóskuldir verulega ýktar, þær séu í raun ekki meiri en 1,2 til 1,3 milljarð- ur króna. Borgarráð samþykkti á þriðjudag að taka upp greiðslu á tekjutengdum húsaleigubótum frá og með næstu áramótum. Bæturnar eru í sam- ræmi við ný lög sem Jóhanna Sig- urðardóttir keyrði í gegn áður en hún gafst upp á ríkisstjóminni. Sveitarstjómum er í sjálfsvald sett hvort þær greiða húsaleigubætur og ákvað borgarráð að gera svo, en fram hefúr komið að Húsavík ætlar sér ekki að óbreyttu að greiða húsaleigubætur. Ilúsaleigubæturnar eru hugsaðar til þess að jafna aðstöðumun eigenda og leigjenda að íbúðarhúsnæði. Þær verða tekjutengdar og fara eftir fjöl- skyldustærð þannig að þær gagnist best tekjulágum barnafjölskyldum. Grunnbæturnar eru 7.000 krónur á íbúð og bætast við 4.500 kr. fyrir fyrsta barna, 3.500 fyrir annað barn og 3.000 fyrir þriðja. Til viðbótar koma 12% þess hluta Ieiguupphæðar sem liggur á milli 20 og 45 þúsund krónur, en bæturnar fara þó aldrei yfir 21 þúsund krónur á mánuði. Þá er þess að geta að leigjendur hjá ríki og sveitarfélögum öðlast ekki rétt á bót- unum. í greinargerð Láru Björnsdóttur fé- Iagsmálastjóra kemur fram að það sé harla óvenjulegt að lögin gera ráð fyr- ir sameiginlegri kostnaðarþátttöku ríkis (60%) og sveitarfélaga (40%) á sama tíma og verið er að sldlja sem mest þarna á milli með nýrri verka- skiptingu. Aætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar vegna húsaleigu- bóta er 125 milljónir á móti 200 millj- ónum frá ríkissjóði, en þá er ótalinn kostnaður vegna umsýslu. Þjóðhags- stofnun áætlar heildarkostnað rílds og sveitarfélaga um 650 milljónir króna og að bótaþegar verði um 5.500 manns. Um 7% fólks býr í leiguhús- næði á almennum markaði. Allar upplýsingar um þjónustu Pósts og síma í einu númeri (( Grænt númer ^ / PÓSTUR OG SÍMI Sérferðir með fararstjóra Vetur 1994 Baltimore/Washington 2 6 nóvember. Fararstjóri: Valdimar Svavarsson 4 ~1.5 2 0 j- kr. á mann í tvíbýli á Sheraton Towson Kaupmannahöfn 1 4 desember. Fararstjóri: Helga Guðmundsdóttir 40.360,-kr. á mann í tvíbýli á Hotel Opera NewYork 26 - 30 október. Fararstjóri: Einar Gunnar Einarsson 54.120,-kr. á mann í tvíbýli á Milford Plaza Amsterdam 20- 23 október. Fararstjóri: Ólöf Einarsdóttir 38.990,-kr á mann í tvíbýli á Hotel Citadel/Avenue London 6 - 9 október. Fararstjóri: Nanna Björnsdóttir 39.140,-kr. á mann í tvíbýli á Cumberland Hotel Innifalið: flug, gisting með morgunverði í þrjár/fjórar nætur, íslensk fararstjórn akstur til og frá ftugvelli, skoðunarferð um miðborgina og flugvallarskattar. Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiöa, hjá umboðsmönnum og feröaskrifstofum eða ísöludeild Flugleiða ísíma 690 300. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferdafélagi

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.