Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 1
Velferðin lögð í einelti Ingólfur V. Gíslason fjallar um merka bók hins sænska Israel þar sem hrakin eru kerfis- bundið rök ffj'álshyggjunnar gegn velferðarkerfinu. Bls. 9 Siðvæðing stjórn- málanna Vegna fjölda áskorana birtum við erindi Vrihjálms Arnasonar heim- spekings á „Siðfæðingarfundi" Félags frjálslyndra jafhaðarmanna íheild. Bls. 6-7-8 Ð M V I T E R I Eru þetta þakkirnar? Leifur Guðjónsson formaður Framsýnar hakkar fjárlagaffum- varp ríkisstjórnarinnar í sig og telur ríkisstjórnina hafa brotið gegn kjarasamningum. Bls. 2 39. tbl. 3. árg. 7. október 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Davíð tvöfaldar lífeyri fyrr- um þingmanns llokksins Porvaldur Garðar Kristjánsson er með litla viðveru en á fullum launum hjá Davíð Oddssyni við að „grúska". Hjá Davíð er einnig sonur stjórnarformanns og útgáfustjóra DV, en fjölskyldan á stóran hlut í ræstingarfyrir- tæki sem fengið hefur 100 milljón króna verk hjá Olafi G. Einarssyni. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins um nær þriggja áratuga skeið, hefur í rúmlega tvö ár verið með fasta þóknun frá for- sætisráðuneyti Davíðs Oddssonar fyrir óljóst skilgreind „sérverk- efhi". Davíð Oddsson forsætisráð- herra setti Þorvald Garðar á fasta þóknun upp á 114.993 krónur á mánuði frá og með júní 1992. Með þessu tvöfáldast effirlaun Þorvalds, sem hætti þingmennsku 1991. Hermildarmönnum blaðsins ber saman um að „sérverkefhi" Þor- valds Garðars séu léttvæg og við- vera hans í lágmarki. Einn viðmíel- enda blaðsins gekk svo langt að fullyrða að hér væri einfaldlega um að ræða launauppbót Þorvaldi til handa og sárabót þar eð hann hefði aldrei orðið ráðherra flokksins. Davíð Oddsson réð Þorvald 6. júru' 1992 og fól honum það sérverkefhi að vinna að tillögugerð um tilflutning ríkisstofnana og lauk því verkefhi sumarið 1993. Þorvaldur hélt þó á- fram í sérverkefhum og að sögn Guð- mundar Árnasonar deildarstjóra í for- sætisráðuneytinu hefur Þorvaldi verið falið að „undirbúa endurskoðun" á lögum um Stjórnarráð íslands og sagði aðspurður að krafa um viðveru væri að sjálfsögðu gerð og að unnið væri að viðkomandi verkefhum. „Þor- valdur gefur ráðherra reglulega skýrslu um sín störf', segir Guð- mundur. Lífeyrisgreiðslur til þingmanna skerðast ekki vegna annarra starfa og tekna. Þorvaldur fær hámarkslífeyri úr lífeyrissjóði þingmanna, sem er 70 prósent af þingfararkaupi og eru eftir- laun hans úr sjóðnum nú 124.595 krónur á mánuði. Með þóknuninni ffá Davíð upp á tæplega 115 þúsund krónur hafa þessi effirlaun því tvö- faldast og nálgast eftirlaun ráðherra. Davíð er einnig með við hlið sér Eyjólf Sveinsson, en fyrirtæki föður hans, Sveins R. Eyjólfssonar í DV, fékk nýverið 100 milljón króna ræst- ingarverkefhi hjá Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra. Sjá nánar bls. 3 Skráníng símtala í borgar kerfinu lýtur ekki reglum Isíðasta tölublaði Vikublaðsins var greint ffá tveim tilvikum hjá embætti borgarverkfræðings þar sem yfirmenn kröfðu undirmenn skýringa á símtölum sem þeir höfihi átt við aðila útí bæ, annars- vegar við fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn og hinsvegar við fréttamann. Yfirmennirnir vísuðu til útskriffa af símnotkun starfs- manna. Ágúst Jónsson skrifstofustjóri borg- arverkffæðings segist hafa grun um hvernig annað tilvikið hafi borið að og kallar það „hrekk." - Það var hrekkur milli manna og æðstu yfirmenn komu þar hvergi ná- lægt, segir Ágúst. I yfirlýsingu sem embætti borgar- verkffæðings sendi ffá sér í tilefhi fréttar Vikublaðsins kemur ffam að þótt „með viðeigandi forritum og tengingum [sé] hægt að skrá einstök símtöl" hafi það ekki verið gert hjá embættinu. Aðeins ein heildarskrán- ing hafi verið gerð og þá aðeins til þess að komast á snoðir um álag á sím- kerfið. I yfirlýsingu embættisins er vísað til reglna sem Póstur og sími setur fyrir skráningu símtala en þær eru byggðar á úrskurði tölvunefhdar. Embætti borgarverkffæðings fór ekki effir þessum reglum þegar heildarskráning var gerð á símnotkun embættisins. I reglum Pósts og síma er þess getið að notendum síma skuli gerð grein fyrir því að notkunin sé skráð. Starfsmenn borgarverkffæðings voru ekki látnir vita þegar skráning símtala stóð yfir. - Við töldum ekki þörf á því þar sem þetta var bara talning, segir Á- gúst. Engin undanþága er gefin fyrir „bara talningu" í reglum Pósts og síma. Arni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans segist eiga bágt Arni Þór Sigurðsson: Hætta á trún- aðarbresti milli yfirmanna borgarstofn- ana og starfsfólks. með að trúa því að embættismenn borgarinnar skrái skipulega símtöl undirmanna sinna. - En það er full ástæða til að athuga þetta mál því það gæti valdið trúnað- arbresti milli starfsmanna og yfir- manna borgarstofhana. Þegar mögu- leikinn til að skrá símnotkun einstakra starfsmanna er fyrir hendi hlýtur að vera aðkallandi að setja reglur um það hvernig skuli staðið að skráningu sím- tala, segir Arni. Hann segir það höf- uðatriði að skráningin sé gerð fyrir opnum tjöldum og að enginn þurfi að fara í grafgötur með það hvaða upp- Iýsingum sé safnað og í hvaða tilgangi. Almennir starfsmenn borgarverk- ffæðings hafa litla sem enga vitneskju um símkerfið, sem var sett upp árið 1992, og hvaða möguleika það gefúr á skráningu símtala. Símastúlkur emb- ættisins hafa til að mynda fullyrt að ekki væri hægt að skrá símtöl inn og út úr stoffmninni. Annað hefur komið á daginn. Vikublaðið dæmt fyrir Hrafnsmál Ihéraðsdómi í gær var Hildur Jóns- dóttir ritstjóri Vikublaðsins dæmd til að greiða Hrafhi Gunnlaussyni eitt hundrað þúsund krónur í miskabætur vegna umfiöllunar blaðsins um Hrafhs- mál svokölluð á síðasta ári. Kröfum Hrafhs um skaðabætur var vísað ffá. Héraðsdómur Reykjavíkur ómerkti með dómi níu tölusett ummæli í Vikublaðinu á tímabilinu frá júlí til september í fyrra um Hrafh Gunnlaugsson. Ummælin voru bæði í fféttaskrifum blaðsins og í föstum pistlum og fjölluðu um embættisfærslu Hrafhs sem þá var framkvæmdastjóri Sjón- varps svo og um tengsl hans við formann Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætis- ráðherra. I pistlunum var meðal annars lagt siðferðilegt mat á stöðu Hrafhs Gunn- laugssonar í íslensku valdakerfi. Hrafn krafðist þess að fá eina milljón króna í skaðabætur og sömu upphæð í miskabætur. Dómurinn taldi hæfi- legt að hann fengi hundrað þúsund krónur í miskabætur en hafhaði skaðabótakröfunni. Þá vildi Hrafh fá 250 þús- und krónur í birtingarkostnað en fékk 50 þúsund krónur. Vikublaðið mun birta dómsorð og forsendur þeirra í næsta tölublaði. Hildur Jónsdóttir ritstjóri og Hrund Hafsteinsdóttir lögfræðingur Vikublaðsins rýna í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Blöndal gaf févana flokks- systur hálfa milljón króna Halldór Blöndal samgönguráð- herra gaf Þórunni Gestsdótt- ur flokkssystur sinni og fyrrum varaborgarfulltrúa alls 550 þúsund krónur og var gjöfin afgreidd sem styrkur til tímarits Þórunnar og fjölskyldu, Farvís. Halldór notaði til þessa hluta af ráðstöfunarfé ráð- herra, bæði árin 1993 og 1994. Samkvæmt heimildum Vikublaðs- ins hefur útgáfa ferðatímaritsins Ear- vís gengið illa, en það er gefið út af hlutafélaginu Farvegi hf., sem er í eigu fjölskyldu Þórunnar og er hún sjálf stjórnarformaður, framkvæmda- stjóri og stærsti hluthafi. Einn hluthafanna er dóttir Þórunn- ar, Elíza Guðmundsdóttir markaðs- stjóri, en hún varð fréttaefhi fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar. Þá kom í ljós að dóttirin hafði verið látin í „skýrslugerð" á vegum ferðamála- nefndar borgarinnar þar sem Þórunn var varanefhdarmaður undir for- mennsku Júlíusar Hafstein. Dóttirin var látin taka saman efni um aðbúnað ferðamanna og skilaði litlu meir en sjö og hálfrar blaðsíðna lista yfir veitinga- staði, nokkuð sem símaskráin getur að mestu svarað til um, eða eru upplýs- ingar sem víða er hægt að fa. Dóttirin fékk400 þúsund kr. fyrir verkið.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.