Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Side 1

Vikublaðið - 07.10.1994, Side 1
Velferðin lögð í einelti Ingólfiir V. Gíslason fjallar um incrka bók hins sænska Israel þar sem hrakin eru kerfis- bundið rök frjálshyggjunnar gegn velferðarkerfinu. Bls. 9 Siðvæðing stjórn- málanna Vegna fjölda áskorana birtum við erindi Vilhjálms Amasonar heim- spekings á „Siðfæðingarfundi" Félags frjálslyndra jafnaðarmanna íheild. Bls. 6-7-8 Eru þetta þakkirnar? Leifur Guðjónsson formaður Framsýnar hakkar fjárlagafrum- varp ríldsstjómarinnar í sig og telur ríkisstjórnina hafa brotið gegn kjarasamningum. Bls. 2 39. tbl. 3. árg. 7. október 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Davíð tvöfaldar lífeyri fyrr- um þingmanns flokksins Porvaldur Garðar Kristjánsson er með litla viðveru en á fullum launum hjá Davíð Oddssyni við að „grúska". Hjá Davíð er einnig sonur stjórnarformanns og útgáfustjóra DV, en fjölskyldan á stóran hlut í ræstingarfyrir- tæki sem fengið hefur 100 milljón króna verk hjá Olafi G. Einarssyni. orvaldur Garðar Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins um nær þriggja áratuga skeið, hefur í rúmlega tvö ár verið með fasta þóknun frá for- sætisráðuneyti Davíðs Oddssonar fyrir óljóst skilgreind „sérverk- efni“. Davíð Oddsson forsætisráð- herra setti Þorvald Garðar á fasta þóknun upp á 114.993 krónur á mánuði frá og með júní 1992. Með þessu tvöfaldast eftirlaun Þorvalds, sem hætti þingmennsku 1991. Heimildarmönnum blaðsins ber saman um að „sérverkefni" Þor- valds Garðars séu léttvæg og við- vera hans í lágmarki. Einn viðmæl- enda blaðsins gekk svo langt að fullyrða að hér væri einfaldlega um að ræða launauppbót Þorvaldi til handa og sárabót þar eð hann hefði aldrei orðið ráðherra flokksins. Skraning snntala 1 borgar- kerfinu lýtur ekki reglum Isíðasta tölublaði Vikublaðsins var greint frá tveim tilvikum hjá embætti borgarverkfræðings þar sem yfirmenn kröfðu undirmenn skýringa á símtölum sem þeir höfðu átt við aðila útí bæ, annars- vegar við fulltrúa minnihlutans í borgarstjóm og hinsvegar við fréttamann. Yfirmennirnir vísuðu til útskriíta af símnotkun starfs- manna. Agúst Jónsson skrifstofustjóri borg- arverkfræðings segist hafa grun uni hvernig annað tilvikið hafi borið að og kallar það „hrekk.“ - Það var hrekkur milli ntanna og æðstu yfirmenn komu þar hvergi ná- lægt, segir Agúst. I yfirlýsingu sem embætti borgar- verkfræðings sendi frá sér í tilefni fréttar Vikublaðsins kemur fram að þótt „með viðeigandi forritum og tengingum [sé] hægt að skrá einstök símtöl“ hafi það ekki verið gert hjá embættinu. Aðeins ein heildarskrán- ing hafi verið gerð og þá aðeins til þess að komast á snoðir um álag á sím- kerfið. I yfirlýsingu embættisins er vísað til reglna sem Póstur og sími setur fyrir skráningu símtala en þær eru byggðar á úrskurði tölvunefndar. Embætti borgarverkfræðings fór ekki eftir þessum regluin þegar heildarskráning var gerð á símnotkun embættisins. I regluin Pósts og síma er þess getið að notendum síma skuli gerð grein fyrir því að notkunin sé skráð. Starfsmenn borgarverkfræðings voru ekki látnir vita þegar skráning símtala stóð yfir. - Við töldum ekki þörf á því þar sem þetta var bara talning, segir A- gúst. Engin undanþága er gefin fyrir „bara talningu" í reglum Pósts og síma. Arni Þór Sigurðsson borgarfúlltrúi Reykjavíkurlistans segist eiga bágt Árni Þór Sigurðsson: Hætta á trún- aðarbresti milli yfirmanna borgarstofn- ana og starfsfólks. með að trúa því að embættismenn borgarinnar skrái skipulega símtöl undirmanna sinna. - En það er full ástæða til að athuga þetta mál því það gæti valdið trúnað- arbresti milli starfsmanna og yfir- manna borgarstofnana. Þegar mögu- leikinn til að skrá símnotkun einstakra starfsmanna er fyrir hendi hlýtur að vera aðkallandi að setja reglur um það hvernig skuli staðið að skráningu sím- tala, segir Arni. Hann segir það höf- uðatriði að skráningin sé gerð fyrir opnum tjöldum og að enginn þurfi að fara í grafgötur með það hvaða upp- lýsingum sé safnað og í hvaða tilgangi. Almennir starfsmenn borgarverk- fræðings hafa litla sem enga vitneskju um síinkerfið, sem var sett upp árið 1992, og hvaða mögulcika það gefur á skráningu símtala. Símastúlkur emb- ættisins hafa til að mynda fullyrt að ekki væri hægt að skrá símtöl inn og út úr stofnuninni. Annað hefur komið á daginn. Davíð Oddsson réð Þorvald 6. júní 1992 og fól honum það sérverkefrii að vinna að tillögugerð um tilflutning ríkisstoínana og lauk því verkefni sumarið 1993. Þorvaldur hélt þó á- fram í sérverkefrium og að sögn Guð- mundar Arnasonar deildarstjóra í for- sætisráðuneytinu hefur Þorvaldi verið falið að „undirbúa endurskoðun“ á lögum um Stjórnarráð Islands og sagði aðspurður að krafa um viðveru væri að sjálfsögðu gerð og að unnið væri að viðkomandi verkefnum. „Þor- valdur gefur ráðherra reglulega skýrslu um sín störP1, segir Guð- rnundur. Lífeyrisgreiðslur til þingmanna skerðast ekki vegna annarra starfa og tekna. Þorvaldur fær hámarkslífeyri úr lífeyrissjóði þingmanna, sem er 70 prósent af þingfararkaupi og eru eftir- laun hans úr sjóðnum nú 124.595 krónur á mánuði. Með þóknuninni frá Davfð upp á tæplega 115 þúsund krónur hafa þessi eftirlaun því tvö- faldast og nálgast eftirlaun ráðherra. Davíð er einnig með við hlið sér Eyjólf Sveinsson, en fyrirtæki föður hans, Sveins R. Eyjólfssonar í DV, fékk nýverið 100 milljón króna ræst- ingarverkefni hjá Olafi G. Einarssyni menntamálaráðherra. Sjá nánar bls. 3 Vikublaðið dæmt fyrir Hrafnsmál ✓ Ihéraðsdómi í gær var Hildur Jóns- dóttir ritstjóri Vikublaðsins dæmd til að greiða Hrafni Gunnlaussyni eitt hundrað þúsund krónur í miskabætur vegna umfjöllunar blaðsins um Hrafns- mál svokölluð á síðasta ári. Kröfum Hrafns um skaðabætur var vísað firá. Héraðsdómur Reykjavíkur ómerkti með dómi níu tölusett ummæli í Vikublaðinu á tímabilinu frá júlí til september í fyrra um Hrafn Gunnlaugsson. Ummælin voru bæði í fféttaskrifúm blaðsins og í föstum pistlum og fjölluðu um embættisfærslu Hrafns sem þá var framkvæmdastjóri Sjón- varps svo og um tengsl hans við formann Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætis- ráðherra. 1 pistlunum yar meðal annars lagt siðferðilegt mat á stöðu Hrafns Gunn- laugssonar í íslensku valdakerfi. Hrafn krafðist þess að fá eina milljón króna í skaðabætur og sömu upphæð í miskabætur. Dómurinn taldi hæfi- legt að hann fengi hundrað þúsund krónur í miskabætur en hafnaði skaðabótakröfunni. Þá vildi Hrafn fá 250 þús- und krónur í birtingarkostnað en fékk 50 þúsund krónur. Vikublaðið mun birta dómsorð og forsendur þeirra í næsta tölublaði. Hildur Jónsdóttir ritstjóri og Hrund Hafsteinsdóttir lögfræðingur Vikublaðsins rýna í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Blöndal gaf févana flokks- systur hálfa milljón króna Halldór Blöndal samgönguráð- herra gaf Þórunni Gestsdótt- ur flokkssystur sinni og fyrrum varaborgarfúlltrúa alls 550 þúsund krónur og var gjöfin afgreidd sem styrkur til tímarits Þórunnar og fjölskyldu, Farvís. Halldór notaði til þessa hluta af ráðstöfúnarfé ráð- herra, bæði árin 1993 og 1994. Samkvæmt heimildum Vikublaðs- ins hefur útgáfa ferðatímaritsins Far- vís gengið illa, en það er gefið út af hlutafélaginu Farvegi hf., sem er í eigu fjölskyldu Þórunnar og er hún sjálf stjórnarformaður, ffatnkt'æmda- stjóri og stærsti hluthafi. Einn hluthafanna er dóttir Þórunn- ar, Elíza Guðmundsdóttir markaðs- stjóri, en hún varð fréttaefni fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar. Þá kom í ljós að dóttirin hafði verið látin í „skýrslugerð“ á vegum ferðamála- nefndar borgarinnar þar sem Þórunn var varanefndarmaður undir for- mennsku Júlíusar Ilafstein. Dóttirin var látin taka saman efni um aðbúnað ferðamanna og sldlaði litlu meir en sjö og hálfrar blaðsíðna lista yfir veitinga- staði, nokkuð sem símaskráin getur að mestu svarað til unt, eða eru upplýs- ingar sem Uða er hægt að fá. Dóttirin fékk400 þúsund kr. fyrir verkið.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.