Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 7. OKTÓBER 1994 BLAÐ S EM V I T E R ( Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf. Þjóð Davíðs Kreppunni er lokið hjá íslensku forréttindastétt- inni. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur lækkað skatta á fyrirtækin, afhumið hátekjuskatt á súperlaun forstjóranna og ætlar ekki að skattleggja íjár- magnstekjur auðugustu Islendinganna. A sama tíma hleður venjulegt fólk upp skuldum í bankakerfinu vegna þess að ríkið gengur hart firam í skattheimtu þótt tekjur almennings hafi dregist vemlega saman. Launafólk sér ekki fyrir endaxrn á kreppunni. Það sem verra er: Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa breytt tekjuskiptingunni í þjóðfélag- inu með svo afgerandi hætti að grunnur hefur verið lagður að viðvarandi fátækt stórra þjóðfélagshópa. Langtímaáhrif þessara breytinga munu felast í því að íslendingar sem em svo ógæfusamir að fæðast hjá láglaunafjölskyldum geta ekki gert sér miklar vonir um að brjótast út úr fátæktinni. Heilsugæsla, skóla- ganga, atvinnuöryggi og ellilífeyrir verður lélegri fyrir þorra almennings. Þjóð Davíðs mun hinsvegar ekki verða skotaskuld úr því að greiða fyrir fyrsta flokks þjónustu með þeim lítt skattlögðu hátekjum sem ríkisstjórnin hefur tryggt henni. Sá hluti íslensku forréttindastéttarinnar sem ekki kemst í háar tekjur hefur aðgang að fjármagni hins opinbera. í Vikublaðinu í dag er sagt ffá gömlum þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem er orðinn pró- ventukari hjá forsætisráðuneytinu og hefur þannig tvöfaldað ellilífeyri sinni. Undanfamar vikur hefur í fjölmiðlum verið títmdað hvemig einn spilltasti flokkur landsins, Alþýðuflokkurinn, hefur hyglað forréttindafólki með margvíslegum hætti. Alþýðu- flokkurinn sló skjaldborg um Guðmund Áma Stef- ánsson félagsmálaráðherra þegar almenningur krafð- ist afsagnar hans efidr að ráðherrann varð uppvís að stórfelldri spillingu og ósannindum á opinbemm vettvangi. Urkynjim Alþýðuflokksins hneyksiar al- menning meira en spilling Sjálfstæðisflokksins vegna þess að fyrir fáum árum þóttust alþýðuflokksmenn ætla að spoma gegn óheilbrigðum stjómarháttum. Höfundur orðtaksins „lögleg en siðlaust“ var alþýðu- flokksmaður. Verkefhi vinstrimaxma er að leiðrétta það óheil- brigða ffiávik sem ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er. En um leið verður að ráðast að rótunum en þær liggja í þeirri afstöðu að stjómmálaflokkamir séu tæki flokksmanna og annarra sérhagsmxmaaðila til að komast yfir ríkisvaldið og nota það í eigin þágu. Rxk- isvaldið er komið ffiá almeimingi og það á ekki að nota það nema í þágu almexmings. Ríkisstjóm Davíð Oddssonar hefur ekki borið hagsmuni almexmings fyrir brjósti heldur einkahagsmuni flokksmanna og íslensku forréttindastéttarinnar. Þjóð Davíðs hefur ekki meiri rétt en aðrir til að lifa mannsæmandi lífi. Sjónarhorn Eru þetta þakkimar? Við erum öll í sama báti, segja stýrimennirnir á þjóðarskút- unni. Það þýðir venjulega að við hásetarnir eigum að róa lífróður- inn. Og svo hraustlega hefur þjóðin róið að nú er sjálfur skipstjórinn hætt- ur að vola í brúnni. Hann er meira segja farinn að þenja brjóstið í lyfting- unni og fullyrða að það sjái til lands. Og „kallinn“ sendir okkur tóninn um leið og grátstafurinn er horfinn úr kverkum hans. Framkvæmdafé minnkar Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er stefnt að lækkun viðhalds- og stofn- kostnaðar úr 16,5 milljörðum króna í 13,2 milljarða á verðlagi ársins 1994. Þetta er niðurskurður um 3,3 milljarða króna á fjárveitingum til ffamkvæmda, eða sem nemur um 25% miðað við yf- irstandandi ár. Hann kemur aðallega ffarn í 1,3 milljarða króna niðurskurði til Vegagerðar rfldsins, 300 milljóna niðurskurði til byggingar félagslegra í- búða og 200 milljóna til hafnarmála. Þetta er í algjörri andstöðu við yfir- lýsingar forsætisráðherra að undan- fömu um að auka beri vegafram- kvæmdir á næstu þremur árum. Enda þótt hugmyndir hans yrðu samþykktar yrði samt sem áður um niðurskurð á framkvæmdafé að ræða frá því sem nú Atvinnuleysi eykst Sldlaboðin í fjárlagaffumvarpinu era skýr. Það á ekkert að gera til þess að draga úr atvinnuleysi. Þjóðhagsstofnun áætlar að það.verði 4,8% í ár en verði 4,9 % á næsta ári. Ef teldð er tillit til þess að verkfall sjömanna í janúar sl. jók nokkuð á atvinnuleysi á yfirstand- andi ári er ljóst að raunaukning verður á næsta ári þvert á yfirlýsingar forsætis- ráðherraj Hinir ríku verðlaunaðir Rfldsstjórnin virðist ekki koma auga á að til sé fé til þess að auka atvinnu í landinu. Samt á að lækka skattbyrði á hátekju- og eignafólki. Ráðgert er að lækka tekjur rfldssjóðs um 400 milljón- ir vegna afháms sérstaks 5% hátekju- skatts. Falla á ffá álagningu 10% fjár- magnstekjuskatts sem skila átti 700 milljónum. Samtals hefur ríkisstjórnin því fallið frá 1,1 milljarði í skattlagn- ingu á hátekju- og eignafólk en leggur ekld til neinar breytingar á almennri skattlagningu. Ekld kæmi manni á ó- vart þó að ffamhaldið hjá ríkisstjórn- inni væri að lækka enn skattleysis- mörkin. Þangað fara þeir yfirleitt ráð- herrarnir ef þá vantar í kassann og seil- ast í vasa láglaunafólksins. íþynging hjá bóta- fiegum Afhám eingreiðslna hjá atvinnulaus- um og elli- og örorkulífeyrisþegum á að spara ríkinu 850 milljónir. Með því að losna við tengingu bótafjárhæða við kjarasamninga hyggst rfldsstjórnin af- nema og/eða breyta eingreiðslum á næsta ári. Samkvæmt gildandi lögum um almennar tryggingar, atvinnuleys- isstryggingar, og félagslega aðstoð ber að framreikna bótafjárhæðir í samræmi við kjarasamninga verkafólks. Það er með tilvísun til þessara lagaákvæða sem ASl hefur krafist þess að eingreiðslur verði einnig greiddar til bótaþega og atvinnulausra. Lengdur biðtími eftir bótum Þegar fjárlagaffumvarpið fyrir 1994 var lagt fram í október 1993 voru uppi áform um að lengja og tekjutengja bið- tíma eftir atvinnuleysisbótum enn frekar en nú er. A þeim tíma var það gert að sldlyrði fyrir ffamlengingu kjarasamninga í nóvember 1993 að rík- isstjómin félli ffá þessum áformum. Nú gengur þessi draugur affur í nýju fjárlagaffumvarpi. Vaxtahækkun á hús- bréfum Nú hefur verið upplýst að 50% lána í húsbréfakerfinu lendir í dráttarvöxt- um, 40% lána eru send ítrekuð og 25% lenda í greiðsluáskorun. Svarið við þessu er hækkun vaxta í húsbréfakerf- inu um 0,1%. Það má furðu sæta að ríkisstjórnin hyggist mæta kreppu hús- bréfakerfisins með enn ffekari vaxta- hækkunum og þyngingu greiðslubyrði. Leifur Guðjónsson Fjármögnun húsaleigu- bóta svikin Þegar lög um húsaleigubætur voru til umfjöllunar á síðasta þingi varaði Alþýðusamband íslands við því að þessar bætur yrðu fjármagnaðar með fækkun félagslegra íbúðabygginga. Þá- verandi félagsmálaráðherra upplýsti fyrir hönd rfldsstjórnar að slíkt kæmi ekld til greina. Nú liggur hinsvegar fyrir að fram lög til byggingar félags- legra íbúða verða minnkuð um 300 milljónir króna til þess að fjármagna húsaleigubætur sem gert er ráð fyrir að kosti svipaða upphæð. Þetta gerist á sama tíma og þörfin á félagslegum f- búðum hefur aukist verulega vegna tekjusamdráttar, atvinnuleysis og þungri lánabyrði launþega. Einnig á að lækka útgjöld til sjúkraþjálfúnar. Það er og mat Alþýðusambands Islands að um 700 milljónir króna vanti upp á að stjómvöld hafi staðið við þau fyrirheit sem gefin voru í tengslum við kjara- samninga 1993. Skiptum um kalla í brúnni Svona em skipanimar úr brúnni þegar við höfiim lægt öldumar á vinnumarkaðinum og rifað seglin í okkar lífsháttum til þess að auka stöð- ugleika þjóðarskútunnar. Við höfum sagt eins og Grettir forðum að ekld slculi skuturinn effir liggja ef vel sé róið í fyrirrúminu. Þegar sér í land eftir líf- róðurinn er okkur þakkað með aðgerð- arleysi í atvinnumálum, íþyngingu fyr- ir bótaþega og sjúka og verðlaunum til hátekjufólks og fjármagnseigenda. Gott er til þess að vita að bráðum verður hægt að sldpta um kalla í brúnni. Höfundur er formaður Framsýnar

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.