Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 7. OKTOBER 1994 Forstjórarnir og hátekjufólkið eru þjóð Davíðs I stelnuræðu Davíðs Ddds- sonar torsæfisráðherna á Olafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins sagði í eldhúsdagsumræð- unni á mánudagskvöld það vera fi'fldirfsku hjá forsætisráðherra að taka sér orðið þjóð í munn þegar hann ræddi efnahagsbatann. „Kannski eru til forstjórar nokk- urra stórfyrirtækja sem geta talið hagnaðinn í 50 eða 100 milljónum á þessu ári og hinu liðna og vissulega er til hátekjufólk í landinu með 400 þús., 600 þús. og jafhvel milljóri kr. á mánuði sem fá þann fagnaðarboð- skap að hátekjuskatfurinn verði felldur niður í árslok sem geta talað um bata. En ég spyr fiskvinnslukon- una í ftystihúsinu, kennarann í grunnskólanum, iðnverkafólkið í verksmiðjunum, skrifstofufólldð og þjónustufólkið, ungu fjölskyldurnar með bömin og þunga byrði húsnæð- islánanna: Hafið þið skynjað þennan bata sem forsætisráðherra var að tala um í kvöld? Nei, þjóðin í landinu skynjar ekki þennan bata. Hún er hneyksluð á þeirri skattastefriu sem birtist í því að á sama tíma og há- tekjufólkið í landinu á að fá sérstaka skattalækkun og fjármagnseigendur eiga áfram að búa við skattffelsi verður sett á þessu ári og hinu næsta met í skattbyrði tekjuskatts á fólki með 50-60 þús. kr. í mánaðarlaun og ungu barnafjölskyldunum sem þurfa að glíma við húsnæðislánin með sameiginlegar tekjur á bilinu 100- 150 þús. kr. Nei, misréttið, óréttlætið í þessu þjóðfélagi er orðið slíkt að ekki er til- efrii til þess að halda sjálfshólsræður á Alþingi. Stjórnarstefnan skilur við þetta þjóðfélag með rneiri skulda- bagga á einu kjörtímabili en sést hef- ur áður. Hún skilur eftir sig meira misrétti hjá fólkinu í landinu en við höfum áður þekkt. Hún skilur eftir sig þúsundir atvinnuleysingja. Hún skilur efrir sig tugi milljarða í aukinni skuldastöðu heimilanna við banka- kerfið. Hún skilur efrir sig þúsundir fjölskyldna sem nú þegar em orðnar gjaldþrota eða em að verða gjald- þrota vegna byrða af húsnæðislánun- um. Hún skilur eftir sig ungt náms- fólk sem er nánast örvæntingarfullt vegna erfiðleika af námslánum. Hún skilur efidr sig aldraða og sjúka, fatl- aða og öryrkja sem búa nú við kjör sem em á barmi hreinnar fátæktar. Forsærisráðherra kemur svo hér í kvöld og hælist um og talar um bata. Þessi ríkisstjórn mun sein betur fer fara senn frá. Þá verður að taka við ný tíð með nýrri stefriu og öðmm viðhorfum.“ Skattahækkanir á launafólk Kristinn H. Gunnarsson þing- maður Alþýðubandalagsins gerði skattahækkanir ríkisstjórnarinnar að umtalsefrii, en skattar og gjöld á launafólk hafa hækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. „Persónuafsláttur hefrir Iækkað um tæp tíu prósent eða tæplega sex þúsund krónur á mánuði í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Þetta er bein skattahækkun og hún kemur þyngst niður á láglaunafólki. Sem dæmi má nefna að fyrir mann með áttatíu þús- und krónur í tekjur á mánuði þýðir lækkun persónuafsláttarins um 35% prósent hækkun á staðgreiddum sköttum.“ Kristinn benti á að tekjuskattur einstaklinga og útsvar hefur hækkað verulega samtímis sem vaxtabætur hafa lækkað. „Hinsvegar er haldið hlífiskildi yfir hátekjumönnum og þeim sem hafa tekjur af fjármagni. Það er frirðulegt að enn skuli það vera þannig að eignamaður sem hefrir eina milljón krónur í tekjur af verð- bréfum skuli engan skatt greiða af þeim tekjum, en launamaður með sömu tekjur greiði ríflega 40% þeirra tekna í skatt. Það verður ekki á þessa ríkissjóm borið að hún leggi sig efrir því að leggja skatta á efrir efrium og ástæðum," sagði Kristinn. Trúnaðarbrestur í ríkis- stjórninni Steingrímur J. Sigfusson varafor- maður Alþýðubandalagsins rifjaði upp að strax í upphafi kjörtímabilsins hafi orðið ljóst að hvernig samfélagi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar stefridi. „Við alþýðubandalagsmenn höf- um á öllu þessu kjörtímabili barist hart gegn þessari frjálshyggjustefriu. Við vömðum við afleiðingum henn- ar. Við spáðum því að hún mundi innleiða atvinnuleysi og lífskjörin mundu versna, að hér yrði stöðnun í atvinnu- og efriahagsmálum og það hefur orðið raunin á. Því miður. Það þarf að koma þessari ríkisstjóm frá. Hún er ekki starfhæf. Annar stjórn- arflokkurinn er í tætlum. Alþýðu- flokkurinn er rjúkandi rúst og finnur sér helst huggun í þrí að jafriaðar- menn í Svíþjóð hafi komið vel út úr kosningum. Þinginenn flokksins eyddu stómm hluta af ræðutíma sín- um hér í kvöld, kratar, í að gleðjast yfir því að krataflokkurinn í Svíþjóð hefði komið vel út. Það er von að þeir tali ekki mikið um stöðuna í eig- in flokki. Alþýðuflokkurinn er klof- inn. Við heyrðum fyrrverandi vara- fonnann hans, Jóhönnu Sigurðar- dóttur, hér tala utan flokka áðan og ég verð að segja það alveg eins og er að ef ég á einhver ein ráð handa Al- þýðuflokknum núna, þá era það þau að hugleiða vandlega að bjóða ekki fram í næsm kosningum, velta því fyrir sér hvort það sé ekld hyggilegt fyrir Alþýðuflokkinn að stefria ffekar á framboð í kosningunum 1999, hvíla þjóðina á sér í eins og eitt kjör- tímabil og'fara í góða endurhæfingu á meðan. Þetta væm mín ráð til þeirra leifa sem Alþýðuflokkurinn Fall hugmyndakerfanna Eflaust hafa margir fagnað svo- nefndu falli kommúnismans eða öllu heldur að það hug- myndakerfi, sem hafði verið kennt við hann af fávísu menntafólki í sjötíu ár, skyldi hafa verið lagt niður og fyrir bragðið hafi nokkur ríki farið á hausinn. Eflaust hafa þeir ekki orðið jafri glaðir þegar ekki varð ffam hjá því litið að jafn skjótt og til urðu í Evrópu allmörg „fyrrverandi ríki“, fóm að koma undan rósótta stofuteppinu meira en litlir vankant- ar á auðvaldsstefriunni á sigur- hæðinni. Fólk sem hafði áður búið í her- bergjunum á neðri hæðum hússins, eða í kjallaranum við rokk og ham- borgara og „hæ og bæ!“, byrjaði að missa vinnuna og hljómflutnings- tækin. I staðinn fyrir að geta rokkað, reykt hass og farið stöku sinnum inn á stofnanir sér til tilbreytingar, byrj- aði það brattasta að spá í fjallgöngur, éta kartöfluhýði og lofsyngja heilsu- rækt, ef þau örþrifaráð kynnu að bjarga því í sainkeppni á markaði þar sem var næstum jafri lítið „lífsmögu- leikaval“ og matvælin höfðu verið af skornum skammti í ömurlegu hill- unum í ríkjum kommúnismans. Jafnvel sljóustu menn gerðu sér grein fyrir að auðvaldið hafði líka Guðbergur Bergsson haldið sér upp á örvandi pillum og sjálfslygum. Það er algengt í sögu mannsins að þjóðfélög falli og fræði sem kennd eru við hugmyndir skolist til uin stund, uns þau finna á ný farveg. Oft þann sama en í breyttri mynd og með misjafrilega tæm vatni. Þjóð- félögum hættir til að falla alltaf á sama hátt: vegna sjálfsánægju og yf- irbyggingar. Menn reisa sér hallir, píramíta eða flugskeyti sem fara um himinhvolfið, en á meðan þeir þenj- ast út af bjartsýni og hroka yfir afrek- unuin þarf ekki annað en að litlar breytingar verði í nátnírunni, að vindar og straumar taki upp á tilvilj- unarkenndum fjanda, þá hrynji stytt- urnar yfir húllumhæið og merji hetj- urnar undir sér. Á þeim síendurteknu tímum þegar menn og atvinnan em í mörðu ástandi, hætta stjórnmálin að vera andlegs eðlis. Ekkj er rætt um heims- viðskipti, vísindalegan sósíalisma eða alþýðulýðveldi sem ná yfir hálfan heiininn. Auðinagnið gortar ekki heldur yfir að það sé síbreytilegt og geti þess vegna glímt við og sigrast á sérhverjum vanda, það festist ekki í stöðnuðum formum og geri ein- staklinginn að mildlmenni sem hann á skilið að verða með frjálsu fram- taki, fái hann að standa í samkeppni og losna við skussa. í „mörðu ástandi" fara jafrivel vitr- ustu menn að æsa sig yfir útlendri skinku eða hnakkrífast um hvort beljumar hafi bitið grasið á réttum stað. Guðfræðingar í háskólunum deila um það hvort englar séu kven- eða karlkyns. Þeir leysa niður um guð og sjá: Hann er kona! I staðinn fyrir að mala í sigurvissri mollu karlapunga í kommasellu á Sauðár- króki sem sögðu að helmingur mannkynsins væri orðinn komm- únískur, hoppa bakpokakonur núna í ámóta innfjálgum fögnuði yfir að helmingur mannkynsins séu þær. Menn em mikið fyrir helminga- skiptin og finnst þau alltaf vera jafn framleg, gáfuleg og ný undir sólinni á meðan atvinnulífið og menningin verða útþynnt, lík gutli á gítar frá fyrri tíð. manudag var ofuráhersla lögö á þau skilaboö að efnahagur þjóðarinnar færi batnandi. Stjórnar- andstaðan var osammala þessu og benfl á að al- menningur nyfl ekki efna- hagsbatans. Þjóðin sem Davíð hefur í huga er ekki íslenskur almenningur heldur efnafólkið. í lok ræðu sinnar ræddi Steingrímur um stöðu ríkis- stjórnarinnar og samskipti stjórnarflokkanna. ,Alvarlegastur er sá algeri trúnaðarbresmr sem orðinn er milli forasmmanna stjórnar- flokkanna. Forsætisráðherra hefur opinberlega lýst van- trausti á utanríkisráðherra. Gengur það í lýðræðisríki og í þingbundinni ríkisstjóm að ut- anríkisráðherra sem hefur fengið á sig vantrauststillögu frá forsætisráðherra sitji áfram eins og ekkert hafi í skorist? Ætlar forsætisráðherra virki- lega að bjóða þjóðinni upp á það að sitja uppi ineð ríkis- stjórnina svona á sig komna í allan vetur? Það er hreint á- byrgðarleysi á viðkvæmum tím- um, þegar meðal annars allir kjarasamningar era lausir, að standa þannig að málum,“ sagði Steingrímur J. Sigfusson. Hjörleifur með ðrjú frumvörp Hjörleifur Guttormsson þing- fái forgangsrétt til nýtingar á jarðhita maður Alþýðubandalagsins á eigin landi. lagði á fyrsta starfsdegi Alþingis fram - Ríkisstjórnin ætlaði sér sam- þrjú frúmvörp til laga. Fmmvörpin kvæmt stjórnarsáttmála að flytja taka til orku fallvatna og nýtingu frumvarp um þetta eírii þegar á öðm hennar, jarðhitaréttindi og rétt laun- . ári kjörtímabilsins en það hefur enn þega til launa í veikindaforföllum. ekki séð dagsins ljós og er staðfestur Fminvörpin hafa áður komið f}TÍr gmndvallarágreiningur milli stjórn- þingið en ekki fengið afgreiðslu. í arflokkanna um málið, segir Hjör- frumvarpi Hjörleifs til laga um orku leifur. fallvama ognýtingu hennar er kveð- Þriðja frumvarpið sem Hjörleifur ið á um í 1. grein að orkan í fallvötn- leggur fram er um rétt launþega og um sé eign íslenska ríkisins sem eitt sjómanna til launa í veikindaforföll- hafi heimild til nýtingar hennar. um. Með frumvarpinu á að jafria rétt Undanþágur em um smávirkjanir og launþega hér á landi til launa í veik- gagnvart þeim sem þegar hafa virkj- indaforföllum, svo sem vegna að- að. Gert er ráð fyrir að aðlögunar- gerða, rannsókna og annarrar með- tími verði tíu ár. Þingflokkur Al- ferðar að læknisráði, enda þótt laun- þýðubandalagsins stendur í heild að þegi eða sjómaður hafi ekki verið ó- þessu máli og telja flutoingsmenn að vinnufær við upphaf læknismeðferð- brýnt sé að lögfesta ákvæði frum- ar. Einnig er kveðið á um rétt heil- varpsins út frá almennum sjónarmið- brigðra sem gefa líffæri til að fá um en einnig vegna breyttrar réttar- greidd laun í forföllum frá vinnu stöðu erlendra ríkisborgara hér á vegna líffæragjafar. landi vegna samningsins um Evr- - Lögbundinn réttur sjómanna og ópskt efriahagssvæði. verkafólks til veikindaforfalla hefúr Hjörleifur leggur einnig fram verið túlkaður þröngt af dómstólum, framvarp til laga um jarðhitaréttindi segir Hjörleifur, og bætir við að og er með því mörkuð sú stefria að frumvarpinu sé ætlað að tryggja al- ríkið eigi allan rétt til jarðhita sem mennum launþegum og sjómönnum sækja þarf með bomn á hundrað sama rétt og opinberir starfsmenn metra dýpi eða meira, en sveitarfélög hafa notið. FLOKKSSTARFIÐ Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík verður hald- inn 12. nóvember nk. Nánari tímasetning og dagskrá auglýst síðar. Stjórnin Skólamálahópur miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins Eftirtaldir fundir eru fyrirhugaðir: 1. Fimmtudaginn 13. október kl. 17: Grunnskólafrumvarpið 2. Fimmtudaginn 20. október kl. 17: Grunnskólinn til sveitarfélaga? 3. Fimmtudaginn 27. október kl. 17: Framhaldsskólafrumvarpið Allir fundirnir eru á Laugavegi 3. Frá FRAMSÝN í síðasta mánuði var stofnað nýtt Alþýðubandalagsfélag í Reykjavík, Framsýn. Þeir sem áhuga hafa á að gerast félagar í því geta orðið það með því að hringja og skrá sig í síma 18020 á milli kl. 17 og 19 alla næstu viku.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.