Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 7. OKTOBER 1994 'amfélagið farsæld þjóðarinnar, hæfhi til þess að yfirvega þau mál sem varða al- mannaheill, og lagni við að koma þeim í framkvæmd. Þessi dóm- greind verður ekki lærð eins og hvert annað fag, heldur mótast hún af reynslu og byggir á almennri yfir- sýn fremur en sérþekkingu. Sú staðreynd að stjórnmálin eru ekki fag er einungis ítrekun á þeirri staðreynd að stjómmálin eru ekki afmarkaður vettvangur eða starfs- svið fáeinna manna sem lýtur ein- hverjum sérlögmálum. Ekki er þó þar með sagt að starf stjórnmála- manna sé ekki þess eðlis að því fylgi sérstakar siðferðilegar kröfur. Mér virðist sem hin sérstaka skylda stjórnmálamanna sé einkum tvíþætt. Annars vegar að þjóna fulltrúum sínum af fullri ábyrgð og heilindum; hins vegar að koma heiðarlega og kurteislega fram við samverkamenn sína í stjómmálum. Fyrri skyldan er frumskylda stjórnmálamannsins - mikilvægi hennar einnar er sam- bærileg við skyldu læknis gagnvart skjólstæðingum sínum, gagnvart al- menningi og gagnvart starfinu sem slíku, því hæfni stjórnmálamannsins ræðst af því hvernig hann þjónar al- menningi („skjólstæðingum“ sín- um). Hvernig ber að skilja frumskyldu stjómmálamannsins? Sú skylda að þjóna fulltrúum sínum af heilindum er býsna opin fyrir túlkunum og til að gefa henni raunhæft inntak til viðmiðunar tel ég nauðsynlegt að tengja hana við hina siðferðilegu sýn á stjómmálin. Einar Oddur Krijt- jánsson sagði einu sinni ffá manni sem var á hlaupum eftir fjöldanum og svaraði þegar einhver spurði hvert hann væri að fara: „Eg má ekki vera að því að tala við þig, ég verð áð hlaupa á eftir fólkinu - ég er nefni- lega foringinn". Þessi dæmisaga sýnir ágædega hvernig stjómmála- menn eiga ekki að þjóna almenningi. Ein leið til að orða þetta er að segja að það sé skylda stjórnmálamanna að þjóna almennings/>«7/ en ekki að sveiflast eftír almenningsú/h/ eða lúta kröfum flokksmanna í eigin kjördæmi. Þetta felur það í sér að heill almennings eða þjóðarinnar sé eitthvað sem hægt sé að meta og ræða með rökum, en sé ekki háð sveiflum í skoðanakönnunum eða tíðarandanum hverju sinni. Þetta felur það aftur á móti ekki í sér að einstakir stjórnmálamenn séu endi- lega beztu dómararnir um það hvaða ákvarðanir stuðla að almanna- heill hverju sinni. Þá væri menntað einveldi ákjósanlegri stjómskipan en lýðræði. Valdsmenn í lýðræðisríki eiga ekki að stjóma eins og þeir ein- ir hafi vit á málum, heldur eiga þeir að virkja fólk tíl samráðs og rök- ræðna um úrlausnarefni stjórnmál- anna. Almannaheill er ekki hægt að aðskilja fyllilega frá almannavilja og hann á að vera í stöðugri mótun í opinberri þjóðmálaumræðu. Þjóð- þingið sjálft á að vera vettvangur slíkrar umræðu, enda lýðræðishug- sjónin sú að þar sé stjórnmálum ráð- ið til lykta með rökræðum en ekki valdbeitingu.5 Þessi sýn á lýðræðið sem stjórn skynsamlegrar savirædu þegna og þingmanna felur í sér ótrúlega mörg atriði sem skipta sköpum fyrir sið- ferði stjórnmála. Ég mun aðeins tæpa á fáeinum atriðum: • Slík samræða krefst margvís- legra eiginleika af hálfu einstaklinga, svo sem sannsögli og annarra heil- inda, vilja til þess að ræða mál og lúta rökum. Hún krefst þess einnig að stjórnmálamenn miði ákvarðanir sínar við heill og vilja þeirra sem þær beinast að og hafa áhrif á. • Slík samræða krefst ákveðinna vinnubragða sem tryggja að al- menningur sé upplýstur um gang mála og geti fylgzt með umræðum um þau. Þetta þýðir að mál séu eins og kostur er unnin fyrir opnum tjöldum og að fjölmiðlar hafi greið- an aðgang að upplýsingum, t.d. um alla notkun almannafjár. Það er síð- an skylda fjölmiðla að fjalla um þess- ar upplýsingar á ábyrgan, gagnrýnan hátt. • Lýðræðishugsjónin felur það loks í sér að stjórnmál séu til lykta leidd með rökræðum en ekki hrossa- kaupum eða annarri hernaðarlist. Reyndin hefur hins vegar orðið sú að þingið er „vettvangur fyrir rök- ræður, sem settar eru á svið“6 til þess að hafa áhrif á kjósendur í gegnum fjölmiðla, enda úrslitin fyrirffam ráðin. Frumskyldu stjómmálamanna, ábyrgð þeirra gagnvart almenningi, má því útlista útfrá lýðræðishug- sjóninni. Og þyki orð mín um fram- kvæmd hennar eitthvað óraunhæf, þá breytir það engu um mikilvægi hennar sem viðmiðunar fyrir við- leitni manna til úrbóta. Siðferðis- hugsjónir risu ekki hátt ef þær færu aldrei út fyrri viðtekinn „praxís“! En víkjum nú að hinni meginsið- ferðisskyldu stjórnmálamannsins sem er samskipti hans við aðra stjórnmálamenn. Eg hef þegar sagt að frumskylda stjórnmálamannsins sé gagnvart almenningi og þess vegna eiga skyldur hans .gagnvart samstarfsmönnum að lúta ffurn- skyldunni. Að öllu jöfnu þýðir þetta að gott samstarf milli valdsmanna greiði fyrir því að þeir sinni stjórn- málaskyldum sínum. En í sérstökum tilvikum þýðir þetta að stjórnmála- Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá kvenmannsnafh. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Hvaleyri. A = 1 : Á = 2 : B = 3 : D = 4: Ð = S E = 6 É = 7 F = 8 G = 9 H = 10 1 = 11 í = 12 J = 13 K = 14 L = 15 M = 16 N = 17 o = 18 Ó = 19 P = 20 R = 21 S = 22 T = 23 U = 24 Ú = 25 v = 26 x = 27 Y = 28 Ý = 29 Þ = 30 Æ = 31 Ö = 32 menn verði að veita hver öðrum gagnrýnið aðhald. Þetta felur það til dæmis í sér að þegar hollusta gagn- vart flokksbróður og þjónusta Við al- mannaheill rekast á verður bróður- lega skyldan að víkja. Þetta þýðir það einnig að flokksþægð má aldrei verða svo sterk að hún beri stjórn- málaskylduna við almenning ofur- liði. Þetta er stundum orðað útfrá samvizku stjórnmálamannsins, að honum beri skylda til að taka á- kvarðanir í málum samkvæmt beztu vitund. En þá verður að minna á að hann hefur ekki bara „prívat sam- vizku“ heldur á samvizka hans stöðugt að vera upplýst af kröfunni um að gera það sem stuðlar að far- sæld þjóðarinnar. Þetta eru almenn atriði sem í raun varða sjálfsagða hluti og stjórnmála- menn sem rækja starf sitt af ábyrgð vita fullvel. Það fer hins vegar ekki á milli mála að brýnt er að leita leiða bæði til þess að efla hina siðferðilegu sýn á stjórnmálin og til þess að fylgja henni eftir, ef svo má segja, með auknu aðhaldi og eftirliti með störf- um stjórnmálamanna. Markmiðið væri þá að skýra ábyrgð valdhafa og þar með að gera það betur kleift en nú að draga þá til ábyrgðar fyrir embættisfærslu. Þetta þyrfti að gera á tvo vegu. Annars vegar þurfa stjórnmálaflokkarnir að einbeita sér að því að þjálfa menn til þátttöku í ' stjórnmálum og gera sérstakar sið- férðiskröfur til leiðtoga sinna því að þeir eru öðrum fyrirmynd. Hins Vegar er brýnt að skrá siðareglur sem giltu um embættisfærslur í mál- um þar sem mestar líkur er á því að valdsmenn þjóni sérhagsmunum sínum fremur en almennings. Þetta á sérstaklega við um embættaveit- ingar og um meðferð almannafjár, sem og reglur sem ætlað væri að koma í veg fyrir hagsmbnaárekstra vegna starfá stjórnmálamanna á öðr- unv sviðúm samfélagsins. Slíkar teglur geta verið afar þörf áminning og léiðsögn jafnt fyrir kjörna og skipaða ráðamenn, auk þess sem þær gætu verið mikilvæga vörn gegn spillingu og veitt aðhald umfram það sem Iög og almennar siðareglur gera. Eg tel þó að brýnast sé að breyta hinum óskráðu siðareglum sem gilda um starf stjórnmálamanna. Það gerist með því að auka virðingu fyrir almennu siðferði annars vegar og fyrir lögum hins vegar. Einn meginvandinn í íslenzku samfélagi er hve erfiðlega okkur gengur að virða almennar reglur og menn vilja heldur leysa mál hver efdr sínum sérleiðum hverju sinni. Fámennið á eflaust ríkan átt f þessum ósið. Helzti ávinningurinn af því að móta siðareglur í stjómmálum væri ef- laust það uppeldisgildi sem það hefði fyrir stjórnmálamenn að íhuga það hverjar stjórnmálaskyldur þeirra eru. Með því myndu stjórnmála- menn gera það opinbert hvernig þeir „skuldbinda sig til þess að vinna störf sín og biðja jafnframt um að verða metnir efrir því hvernig þeim tekst að virða þær skuldbindingar11.7 Slík umræða myndi því efla hina sið- ferðilegu sýn á stjórnmálin en hún er forsenda þess að raunvemleg sið- væðing stjórnmála eigi sér stað. 1 Sbr. umfjöllun Páls Skúlasonar uin stjórn- mál í Pælingum (Ergo 1987). 2 Sjá t.d. Jiirgen Habennas, „The Classical Doctrine of Politics in Relation to Socjal Philosophy“, Theory and Practice, þýð. John Viertel (Beacon Press 1973), s. 41- 81. 3 Niels I. Meyer, K. Helveg Petersen og Villy Sorensen, Uppreisn frá miðju, þýö. Ólafur Gíslason (Om og Örlygur 1979), s. 62. 4 Sjá grein mína, „I leit að lýðræði“, Skímir (haust 1991), 474-479. 5 Sjá D.D. Raphael, Problems of Political Philosophy (MacMillan 1970), s. 150, og S.I. Benn & R.S. Peters, The Principles of Political Thought (Collier Boóks 1964), s. 417. 6 Uppreisn frá miðju, s. 62. 7 Sigurður Kristinsson, Siðareglur (Rann- sóknarstoíhun í Siðfræði 1991), s. 35.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.