Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 7. OKTOBER 1994 Uttektir á íjármálum tveggja bæj- arfélaga hafa séð dagsins ljós að undanförnu og í báðum tilfellum var um svartar skýrslur að ræða. Sú í Hafnarfirði var kölluð „kolsvört". Strax barst út að úttektin á fjármála- stöðu Reykjavíkurborgar væri „engin Hafnarfjarðarmartröð". Og það er eins og allir hafi misst áhugann á Reykjavíkurskýrslunni. Hún er svört og sýnir ljóslega óskammfeilni Ihalds- ins og örvæntingu í fjáraustri fýrir kosningarnar, en saint heyrðist varla múkk ffá fjölmiðlunum. Hver þeirra kannski með eina lida almenna frétt og síðan ekki söguna meir. Markús Orn Antonsson og Arni Sigfússon urðu engir Guðmundur Arni/Ingvar Viktors. Arni Sigfússon meira að segja dreif í því að halda biaðamannafund áður en skýrslan var kynnt fjölrniðl- um. Hæstánægður Arni leyfði sér að segja að skýrslan staðfestí sterka stöðu borgarsjóðs í umsjá íhaldsins. Svo kom blaðamannafundur Ingi- bjargar Sólrúnar, aðstoðarkonu hennar, endurskoðendanna tveggja og Stefáns Jóns Hafstein. Þau voru svo yfirmáta kurteis og sanngjörn í garð fyrri meirihluta að fjölmiðla- menn áttu í erfiðleikum. Engar há- stemmdar lýsingar. Engar vísbend- ingar um krassandi fýrirsagnir. Eng- ir skandalar því þeirra var ekki leitað. Og stjómsýsluúttekt Stefáns Jóns Hafsteins? Fjölmiðlamenn næstum því sofnuðu. „nauðsyn styrkari yfir- stjómar“ bla. „Vinnuhópur til að út- færa skiptingu borgarkerfisins“ bla, bla. „Þarfir nútímastjómunar fýrir markvissa upplýsingastefnu“ bla, bla, bla. Er þá bara allt í sómanum í borg- arkassa og borgarkerfi Reykjavíkur? Aldeilis ekki. Skýrslan er uppfull af ávirðingartilefnum á íhaldið. Nefn- um nokkur atriði: • Frá janúar til júní 1994 jós í- haldið úr borgarsjóði nær 700 millj- ónum króna í aukafjárveitingum. Þama vom á ferðinni hrein og bein atkvæðakaup og kosningamútur. Of- boðslegir kosningavíxlar, sem sem betur fer dugðu ekki. • Skuldasöfnun Ihaldsins á síðasta kjörtímabili var ógnvænleg. Heildar- skuldir borgarsjóðs sem hlutfall af skatttekjum fóm úr 37% árið 1989 í 97,4% á síðasta ári. • Heildarskuldir borgarsjóðs hafa farið úr 45 til 50 þúsund krónur á mann á ámnum 1989-1991 L104 þúsund krónur á mann. Með öðrum orðum skuldar hver fjögurra manna fjölskylda nú rúmar 415 þúsund krónur, en skuídaði tæplega 200 þús- und fýrir örfáuip ámm. Heildar- skuldir borgarbúa hafa tvöfaldast. • Peningaleg staða borgarsjóðs sem hlutfall af skatttekjum breyttist úr því að vera jákvæð um 12,1% árið 1990 í að vera neikvæð um 54,8% árið 1993. Þetta samsvarar því að staðan hafi verið jákvæð upp á 13 þúsund krónur á hvem íbúa en nú er hún neikvæð um 68 þúsund krónur á mann. / • Heildargreiðslubyrði langtíma- skulda borgarsjóðs sem hlutfall af skatttekjum stekkur úr 0,3% árið 1991 í 10,1% á næsta árí. Bprgarbú- um og nýjum meirihluta er falið að borga óráðsíu og kosningavíxla í- haldsins. Þetta er hrikaleg þróun. Samf komst Arni Sigfússon upp með að segja að skýrslan staðfesti trausta stöðu borgarinnar. Solla og hennar fólk sat eftir kurtefst og sanngjarnt. „Skýrslan staðfestir ailt sem við sögðum fýrir kosningar". Og hvað svo? Rithöndin Með áberandi næmt fegurðarskyn Skriftin þín gefur til kynna að þú setjir þig stundum í ein- hverskonar varnarstöðu gagnvart heiminum, öðru fólki og aðstæðum. Hugur þinn líkist stundum ígulkeri, spjót standa í allar áttir. Kannske verðurðu þess ekki vör sjálf. Þú virðist einnig nokkuð lokaður hugur ef svo mætti orða það, vilt hafa hugsanir þínar útaf fýrir þig. Óþolinmæði er áber- andi í skriffinni. Hinsvegar ertu mjög greind, vilt vita og skilja. Þá er fegurðarskyn þitt áberandi næmt. Vinum þín- um þykir mjög vænt um þig þó sveiflur séu í skapi þínu og ffamkomu. Þú ert mjög sérstæður persónuleiki sem gerir umhverfi þitt litríkara en það væri annars. Fjölskyldutengsl eru sterk hjá þér og þér virðist líða best með þínum nánustu. Þér er nauðsynlegt að vera í ró- legu og góðu umhverfi, allar óvæntar truflanir finnst þér hafa slæm áhrif. Stundum virðist sækja að þér ástæðulaus ótti en þú getur yfirunnið hann með því að hjálpa og kenna öðrum. Þetta er af því að sjálfstraustið mætti vera meira, því það er minna en greind þín og hæfileikar gefa tilefni til. Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari. Mynd: ói.þ. Þú verður ekld ánægð fýrr en þú hefur tamið þér meira sjálfstraust. Þú hefur marga góða hæfileika. Slakaðu á og leyfðu þeim að njóta sín. Þá verður allt auðveldara. Gangi þér vel. R.S.E. Bríet Héðinsdóttir leikur Karen Blixen Dóttir Lúsífers á Litla sviðinu Dóttir Lúsífers, einleikur byggður á ævi og ritverk- um dönsku skáldkonunnar Karénar Blixen, verður frum- sýndur á Litía sviði Þjóðleik- hússins í kvöld (föstudagskvöld 7. október). Höfundur verksins er bandaríska leikskáldið Willi- am Luce, sem þekktur er fýrir leikverk sín um ffægar skáld- konur. Karen Blixen lifði mjög við- burðaríku lífi og þykir meðal ffemstu rithöfunda aldarinnar. Hún bjó lengi í Affíku, á kaffi- plantekru í eigu fjölskyldunnar og byggir sín helstu verk á minningum þaðan. Ung að árum veiktist Karen af ólækn- andi sjúkdómi sem hægt og bítandi leiddi hana til dauða, en stormasöm ævi hennar ein- kenndist af óbifandi viljastyrk og lífsgleði þessarar einstöku konu. Meðal þekktustu verka Karenar Blixen má nefna Jörð í Affíku, Skuggar í grasinu og Gestaboð Babettu. Leikritið Dóttir Lúsífers segir frá ævikvöldi skáldkon- unnar, þar sem hún er að búa sig undir mikla fýrirlestrarferð um Bandaríkin, og heimkom- una úr því ferðalagi. Brugðið er upp myndum úr lífi Karenar Blixen, við kynnumst fjöl- skyldu hennar, vinum, ástum, gleði og sorgum. Ekki síst frá- sagnargleði þessa mikla sagna- þular, gamansemi og einstöku innsæi. Þetta er hugljúf og heillandi frásögn um ógley'm- anlega konu. Það er Bríet Héðinsdóttir sem leikur Blixen, Olöf Eld- járn þýddi verkið, um leik- mynd og búninga sér Hlín Gunnarsdóttir og Ásmundur Karlsson annast lýsingu. Leik- stjóri er Hávar Sigurjónsson. Alþýðubandalagið í Reykjavík Lífskjör og velferð Almennur fundur um lífskjör og velferðarmál verður haldinn í Benédlkt Alþýðubandalaginu í Reykjavík fimmtxidaginn 13. október nk. kl. 20.30 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Frummælendur verða: Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Islands, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og Páll Halldórsson, formaður BHMR. Fundarstjóri: Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Iðnnemasambands Islands. Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn ABR hvattir til að mæta vel og stundvíslega og taka með sér gesti. Stjóm ABR og málefnahópur um kjara- og velferðarmál Ögmundur Kristinn kunnir. Þá vissi ég nákvæmlega hvaða hópar voru hvar og hvert bæri að halda efdr því hvað fyrir manni vakti. Nú er öldin önnur. Ekki hef ég minnstu hugmynd um hvað til sé af öldurhúsum í borginni og ef til þess kæmi að ég vildi leita einhvers á- kveðins hóps vissi ég ekkert hvort ég ætti að fara á Berlín, Olver eða Litla dverginn. Það eina sem ég veit er Amma Lú kallast „Endurvinnsl- an“ og dansa þar Jón Baldvin og Hannes. Síðan gerist það, sem vill henda, að ég var grasekkill í nokkrar vikur. Og fannst upplagt að bregða mér á eitthvert gleðihúsið og sjá hvort þetta hefði breytt verulega um svip frá því ég stundaði þessa staði. Eg hefði betur látið það ógert. Ekki man ég lengur hvað staður- inn hét sem ég fór á enda mun hann skipta um nafri og eigendur svona á- líka oft og Guðmundur Ami hyglar vandamönnum sínum. En staðsetn- ingin er í miðju iðnaðarhverfi einu og heldur óhrjáleg aðkoman því bílaverkstæði eru á báðar hliðar. Þar hafa menn ljóslega ekki ffétt af því að halda eigi til haga úrgangsolíu og spilliefhum því þegar ég kom voru einir fjórir eða fimm fastir í tjöru- og olíuleðju íýrir utan. Eg náði í staur sem lá þama skammt ffá og stjakaði við fólkinu. Þá féll það fram fyrir sig og með því að stikla á því tókst mér að komast inn án skakka- falla. Innan dyra vora sex Gullnámu- vélar og héngu tveir og þrír ofurölvi einstaklingar á hverri þeirra. Flestir spiluðu en þó sá ég að einn hafði raglast á vinningaskálinni og salem- isskál. Hann entist ekki lengi innan dyra. Á sviðinu var þriggja manna grúppa og fór samviskusamlega í gegnum þjóðhátíðarlög ffá Vest- mannaeyjum og útsemingar Silfur- kórsins á „vinsælum" slögurum. Þrjár konur stigu dans undir þessari skelfingu og tveir karlmenn virmst hafa fengið riðukast á gólfinu. I ljós kom að ég kannaðist við barþjóninn ffá gamalli tíð. Það kom ennfftefnur í ljós að hann átti nú staðinn. Því_fylgdu óneitanlega kostir og gallar ffá mínum bæjar- dyram séð. Kostirnir vora þeir að ég hafði einhvem tdl að spjalla við meðan ég var. að ná áttum. Gallinn var hins vegar sá að viriurinn var ekki vel að sér í að blanda kokteila og alltaf þegar einhver misheppnað- ist þá færði hann mér gutlið með kærri kveðju. Eg held ég hafi sett í mig einar sex eða sjö mismunandi blöndur. Einna verst var þó að vin- sælasti drykkurinn á staðnum var viðbjóður sem heitirTekíla Sunrise. /Honuni mistókst trekk í trekk að I blanda þetta sull og setti allt í mig. Eg kunni ekki við að neita í fyrstu og síðari fannst mér þetta ágætt. En það liðu margir dagar þar til ég losnaði við leðjukennt Grenadin- bragðið. Það kom sér vel þegar ég fór að fjölgað hafði í tjörahaugnum fyrir utan. Eg er ekki viss um að ég hefði getað stiklað jafn fimlega á öxlum og rössunt og þegar ég kom.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.