Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 7. OKTOBER 1994 11 Speed ★★★ Sýnd í Bíóborginni og Bíóhöll- inni Leikstjóri: Jan De Bont Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Sandra Bullock, Dennis Hopper. Það er ekki hægt að segja annað en að Speed sé bandarísk spennumynd frá A-Ö. Til þess að gera hana hafa aðstandendur ekki þurít annað en að horfa á aðrar bandarískar spennumyndir og fylla í eyður. Þannig eru allar aðstæður mjög dæmigerðar fyrir þennan geira kvik- myndanna og persónurnar ekki síður ófrumlegar. En í þetta skipti gengur þetta upp, það tekst að skapa raímagnaðar að- stæður sem byggja á mjög einfaldri hugmynd og myndin er nánast eitt samfellt spennuatriði ífá byrjun til enda. Það er einnig kostur að að- standendur eru ekkert að reyna að fela það hversu óffumleg myndin er eða hversu þunnar persónumar eru. Þannig lætur maður sig hafa það þó maður fái ekki að kynnast bakgrunni harðjaxlsins sem Keanu Reeves leik- ur að neinu leyti, hann er til staðar í þeim eina tilgangi að leiða áhorfend- ur í gegnum atburðarásina. I fyrstu virkar það truflandi hversu ólíkur þessi harðsoðni lögreglumað- ur er þeim hlutverkum sem Reeves hefur leikið hingað tíl, en hann venst furðu fljótt. Dennis Hopper sér um þátt þess illa í söguþræðinum og kemur lítíð á óvart því hann hefur í raun leikið hlutverkið mörgum sinn- um áður. Á köflum er eins og allar persónumar í myndinni, fyrir utan Reeves og Hopper, skortí alla sjálfs- bjargarviðleitni en það er svo sem eðlilegt þegar jafn tílgerðarlaus for- múlumynd og þessi á í hlut. Eg hélt að ég myndi seint sjá mynd þar sem þunnleiki persónanna væri hreint og beint kostur við ísak Jónsson myndina en Hér hefði auknar útlist- anir á persónum ekki gert mikið annað en að flækjast fyrir ffamrás myndarinnar og tel ég höfunda hafa breytt rétt með því að halda sig við einfaldar víðómatýpur, aldrei þessu vant. Eg mæli hiklaust með þessari mynd fyrir fólk sem vill koma adrenalíninu á hreyfingu og ítreka að efhi myndarinnar skal ekki taka of hátíðlega, það spillir einungis fyrir skemmtuninni. The Cowboy Way ★ Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Gregg Champion Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Kiefer Sutherland Formúlan um dreifbýlismanninn sem kemur tíl stóru borgarinn- ar og sker sig úr eins og mangó í eggjabakka er orðin frekar útjöskuð, það má eiginlega segja að Paul Hogan hafi gengið af henni dauðri með myndadúettnum um „Krókódíla" Dundee. Það hindrar samt ekki Holly- woodmenn í að reyna að mjólka síð- ustu blóðdropanna úr hugmyndinni eins og myndin „The Cowboy Way“ ber vitni um. Hér eru sveitamennirnir að vísu tveir en myndin er samt að nær öllu leyti samansafn af atriðum og per- sónum sem fengnar eru að láni úr öðrum bíómyndum. m útboð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: „Ölkelduhálssvæði, vegur og borplan" Verkið felst í leggja 3,8 km vinnuveg af Hellisheiði að fyrirhuguðu borstæði Hitaveitu Reykjavíkur á Ölkelduhálssvæði og byggja þar upp borplan. Helstu magntölur eru: Jöfnun undir burðarlag 25.000 m2 Burðarlag 16.000 m3 Verkinu skal lokið 25. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. október 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Þegar myndin hefst ríkir kalt and- rúmsloft á milli félaganna vegna ein- hvers misbrests í fortíðinni en að sjálfsögðu er það fljótt að fyrnast og þróun vinskapar þeirra hlýtur að vera einhver sú ótrúverðugasta og yfirborðskenndasta sem ég man eftír að hafa séð í mynd sem þessari. Onnur persónusköpun í myndinni er efdr því, aðalillmennið er dæmi- gerður smákrimmi sem þjáist af of- metnaði og til að kóróna allt saman er ástæðan fyrir heimsókn þeirra til New York björgunarleiðangur þar sem þessi dæmigerða „mær í vanda“ þarfnast bráðrar aðstoðar. Það er ekki laust við að ófrumleik- inn fari í taugamar á manni, og fyrir utan „menningaráfallsbrandarana" þar sem handritið hagnýtir sér ókunnugleika félaganna í bak og fyr- ir, er ekki gert mikið úr kímni. Þess í stað vogar myndin sér að reyna að vera spennandi, en þar eð söguþráð- urinn er ansi fyrirsjáanlegur gengur illa að ná upp rafrnögnuðu andrúms- lofti. Sú litla skemmtun sem úr mynd- inni er hægt að hafa fjarar út jafn skjótt og maður kemst að því að hún hefur ekki upp á mikið annað að bjóða en einn brandara. Þess fyrir utan er lítið af skondum uppákom- um og enn minna af áhugaverðum söguflétmm. Þetta er ein af þessum myndum sem steingleymast strax að lokinni sýningu, en því miður býður hún ekki einu sinni upp á mikið meðan á sýningu stendur. Laust lyfsöluleyfi, sem forseti ✓ Islands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Húsavík (Húsavíkur Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi vi& 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og brá&abirg&alög nr. 112/1994 um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994, a& vi&tak- andi lyfsöluleyfishafi kaupi vörubirg&ir, búna& og innréttingar lyfjabú&arinnar. Ennfremur kaupi vi&takandi leyfishafi húseign þá er lyfjabú&in ásamt íbúö fráfarandi lyfsala er í. Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og meö 1. janúar 1995. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræ&imennt- un og lyfjafræ&istörf, skal senda ráöuneytinu fyrir 1. nóvember 1994. Heilbrigbis- og tryggingamálará&uneytiö, 3. október 1994. Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.