Vikublaðið


Vikublaðið - 14.10.1994, Side 1

Vikublaðið - 14.10.1994, Side 1
Halldór Blöndal og spiUingm Hami hóf feril sinn á siðlausri fyrirgreiðslu til einkavina og ættingja - og svo þyldst íhaldið vammlaust eins og ungi í vöggu! Bls. 3 Valkostir Jóhönnu í framboðsmálum Jóhönnu verður ekki skotaskuld úr því að bjóða fram en myndi helst vilja líf eftir kosningar og því er spurt um ffamhaldslíf eins félagshyggjuflokksins til. Bls. 9 Dómurinn í Hrafnsmálinu Vikublaðið birtir í dag dóminn „á áberandi stað“ eins og það var dæmt til í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Bls. 6-7 40. tbl. 3. árg. 14. október 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Fjárlögín eru gatasigti Frumvarpið gerir ráð fyrir vaxtalækkun en Qármálaráðherra boðar vaxtahækkun. Útgjöld vegna atvinnuleysisbóta vanáætluð. Ekki gert ráð fyrir eingreiðslum til lífeyrisþega. Almenningur með miðlungstekjur og þar fyrir neðan skattpíndur en hátekjufólki og eignamönnum er hyglað. Stjórnarandstaðan leggur fram vantraust. Ríkisstjóm Davíðs Oddsson- ar leggur firam fjárlaga- ffumvarp með sex og hálf- um milljarði króna halla en í upp- hafi kjörtímabilsins var gert ráð fyrir tekjuafgangi. í fjölmiðlum hefúr Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra talað um halla upp á sjö til átta milljarða. Þegar upp verður staðið er líklegt að hallinn verði yfir tíu milljarða. í umræðum á Alþingi hefur stjórn- arandstaðan bent á mörg atriði sem ekki eru tekin með í reikninginn. Ut- gjöld vegna atvinnuleysisbóta á næsta ári eru vanáæduð þar sem gert er ráð fyrir óbreyttu atvinnuleysi þrátt fyrir fjórðungs niðurskurð framkvæmda. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að vexti lækki en á meðan þingumræður stóðu yfir viðurkenndi fjármálaráð- herra að vaxtahækkanir væru á döf- inni. Sýnt hefur verið fram á að rúman milljarð vantar í Atvinnuleysistrygg- ingasjóð. Ríkisstjórnin ædar að rukka sveitarfélögin um 600 milljónir króna í sjóðinn þrátt fyrir að skriflegt sam- komulag liggi fyrir um að sveitarfélög verði ekki látin borga í sjóðinn. Ekki er gert ráð fyrir svonefndum eingreiðslum tíl lífeyrisbótaþega í frumvarpinu. Annað hvort bendir það tíl þess að ríkisstjórnin geri ráð fyrir að verkalýðshreyfingin fallist á kaup- lækkanir, sem er ótrúlegt, eða að ein- greiðslur verði teknar af elli- og ör- orkulífeyrisþegum. Nálægt fjórðungs niðurskurður er boðaður á ffamkvæmdum hins opin- bera. Það mun leiða tíl aukins at- vinnuleysis að öðru óbreyttu en ríkis- stjórnin gerir ráð fyrir í sínum áætíun- um að atvinnuleysi verði jafnmikið á næsta ári og það er í ár. ASÍ gagnrýn- ir ríkisstjorn þeirra ríku Efhahagsbatinn sem almennt launafólk hefur lagt grunninn að með því að sætta sig við kaup- máttarskerðingu undanfarin ár verður nýttur til að auka kaupmátt hátekju- og eignamanna. Þetta kemur ffarn í ályktun mið- stjórnar Alþýðusambands Island um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Miðstjórnin bendir á að ríkisstjórnin mun auka atvinnuleysið með því að skerða verulega framlög til verklegra ffamkvæmda. Ennffemur er skorið niður í félags- og velferðarkerf- inu og bitnar það einkum á atvinnu- lausum, sjúkum og elli- og örorkulíf- eyrisþegum. Efnahagsstefnan sem ríkisstjórnin boðar er hrein „ögrun gagnvart launa- fólki í landinu og samtökum þess,“ segir í ályktuninni og þess er jafhframt krafist að ríkisstjórnin breyti stefnu sinni og bæti kjör almenns launafólks. Valdið útilokar gagnrýni Valdið undirbýr kosningar. IUuga Jökulssyni dag- skrárgerðarmanni og pistla- höfundi á Ríkisútvarpinu, út- varpi allra landsmanna, var sagt upp störfúm í gær. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefúr haft horn í síðu Illuga og í vor stóð til að reka hann. Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjáflstæðisflokksins blandaði sér þá með beinurn hætti í mál Illuga. Eftir mótmæli og þóf var hætt við að segja honum upp en núna er látið til skara skríða. Illugi hefur flutt gagnrýna pistla í morgunútvarpi Rásar 2 og gjarnan rýnt í orð og verk valds- ins og sett hvorutvegggja í sam- hengi við þær hugmyndir sem haldið er að okkur, að við lifum í siðmenntuðu lýðræðisríki. Eftir uppsögn Illuga þarf enginn að velkjast lengur í vafa. Kosningarúta Alþýðubanda- lagsins var form- lega tekin í notkun í gær þegar þingmenn flokksins prufukeyrðu fundarböinn. Frá Al- þingi var lagt upp í ferð til Vestfjarða þar sem trúnaðarmenn flokksins munu hitta almenning að máli til að ræða stjórnmál. Frá vinstri eru Krist- inn H. Gunnarsson, Svavar Gestsson, Steingnmur J. Sig- fússon og Einar Karl Haraldsson fram- kvæmdastjóri að hlusta á hátalara- magnaðan boðskap formannsins. Davfð ver Þorvald með útúrsnúmngi Davíð Oddsson forsætisráð- herra telur ekkert óeðlilegt við það að Þorvaldur Garðar Krist- jánsson hafi verið verkefnaráðinn til forsætisráðuneytisins upp á fasta 115 þúsund króna þóknun á mán- uði. Davíð lýsti því yfir í viðtali við Stöð tvö að frétt Vikublaðsins í síð- asta blaði um bitling Þorvaldar Garðars jafngilti árás á gamalt fólk. Fréttamaður Stöðvar tvö spurði ekki hvað Þorvaldur Garðar væri að gera fyrir ráðherra, um viðveru hans eða skriflegar afurðir, hvort Þorvaldur væri launamaður hjá ríkinu eða verk- taki, hvort þetta væri staða sem bæri að auglýsa til umsóknar eða hvort rík- ið hefði ekki nógu marga lögffæðinga á launaskrá til að sinna því sem Þor- valdur á að vera að gcra. Engurn þess- um spurningum hefur verið svarað. Þess í stað kaus Davíð eins og oft áður að grípa til útúrsnúninga og gera Vikublaðinu upp það viðhorf að gam- alt fólk væri ekki nýtilegt til verka. Sagðist Davíð með sömu rökum geta sett út á að Alþýðubandalagið hefði falið Lúðvík Jósepssyni að sitja í bankaráði Landsbankans. Fyrir utan að gera Vilcublaðinu upp skoðun þá afhjúpar Davíð urn leið sið- leysi sitt. Hann gerir engan greinar- mun á störfum sem menn eru kjörnir til af Alþingi og störfum sem menn fá á silfurfati effir geðþótta ráðherra. Tillögur Al- þýöubanda- lags heföu skilað mestu Rfltisendurskoðun hefúr í skýrslu sinni um áhrif skatta- breytinganna 1993, þ. e. tveggja þrepa virðisaukaskatts, staðfest að tillögur Alþýðubandalagsins í því máli hefðu sltilað hcimilunum mestu í auknum ráðstöfunartekj- um. Stofnunin staðfestir um leið að tillögur Framsóknarflokksins hefðu skilað minnstu. I skýrslu Ríkisendurskoðunar eru á- hrifin skoðuð með tilliti til þess hver áhrif laganna hafa verið og hver áhrif af tillögum tveggja minnihluta efria- hags- og viðskiptanefndar hefðu orð- ið. Heildaráhrif lagasetningarinnar á ráðstöfúnartekjur heimilanna eru aukning upp á 2.225 milljónir króna eða rúma 2,2 milljarða. Ríkisendur- skoðun segir að tillögur Alþýðu- bandalagsins hefðu skilað heimilun- um 2.865 milljónum í auknurn ráð- stöfunartekjum, 640 milljónum eða nær 30 prósent rneiru. Tillögur Fram- sóknarflokksins hefðu aðeins skilað 1.410 milljónum króna. Tillögur Al- þýðubandalagsins hefðu því sltilað heimilunum tvöfalt meiru en tillögur Framsóknarflokksins. Til að munurinn komi betur í ljós er rétt að deila heildarupphæðunum niður á heimilin. Lagasetningin færði hverri fjögurra manna fjölskyldu 33.970 krónur í auknar ráðstöfunar- tekjur, tillögur Alþýðubandalagsins hefðu á sama hátt fært fjölskyldunum 43.740 krónur, en tillögur Framsókn- arflokksins aðeins 21.530 krónur. Ólafur þegir um ráðstöfimarféð 1993 Olafúr G. Einarsson mennta- málaráðherra hefur lagt fram greinargerð um veitingu styrkja af liðnum „ráðstöfúnarfé ráðherra“. Athygli vekur að sundurliðun Olafs nær aðeins til ársins í ár, en aðrir ráðherrar hafa sundurliðað fram- lögin Iengra afitur í tímann. Olafur greinir þannig ekki frá styrkveitingum á síðasta ári, þegar ráðuneytið átti hvað mest viðskipti við Hrafn Gunnlaugsson og/eða fyrirtæki hans. Því er á lista Olafs ekki að finna útgjöld eins og þegar myndir voru keyptar af Hrafni fyrir fimm til sjö milljónir króna, án þess að myndirnar hefðu skilað sér til Námsgagnastofn- unar. Olafur staðfestir í samtali við Viku- blaðið að hann hafi beint því til fjár- málaráðuneytis og ríkislögmanns hvort upplýsingaskylda stjórnvalda gerði honum skylt að sundurliða þess- ar upplýsingar. „Ég taldi mig hafa svarað þessu, en ekki fullnægjandi að mati ykkar blaða- manna. Menntamálaráðuneytið er ó- líkt öðrum ráðuneymm með safnliði og ég hef greint frá fjórum þeirra. Þegar fjárveiting þeirra er uppurin hefur verið gripið til þess ráðs að nýta ráðstöfunarfé ráðherra og þá er erfitt að greina á milli framlaga. Spurningin var hvort ég ætti þá ekki að sundurliða 90 til 100 milljón króna fjárveitingar", segir ráðherra. - Miðað við fyrri reynslu þá hlýtur að læðast að mörgum sá grunur að þú hafir eitthvað að fela varðandi styrki til Hrafns Gunnlaugssonar? „Eg get sagt þér að Hrafri hefur engan st\Tk fengið á þessu ári. Ég fúll- )Tði að það er ekkert dularfullt við út- hlutanir af ráðstöfunarfé mennta- málaráðherra", segir Ólafur G. Ein- arsson.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.