Vikublaðið


Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 14. OKTÓBER 1994 7 stefhanda og starfsheiðri í hinum umstefndu ummælum og í þeim fel- ast ólögmæt meingerð gegn æru hans og persónu. Af þeim sökum verður fallist á þá kröfu stefnanda að hann eigi rétt á miskabómm samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50, 1993 úr hendi stefndu Hildar og þykja þær hæfilega ákveðnar kr. 100.000. Skal sú fjárhæð bera vexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga ffá þingfestingu máls þessa þann 14. desember 1993 til greiðsludags. C. Skaðabótakrafa. Stefhanda hefur að mati dómsins ekki tekist sönnun fyrir því að hann hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna ffamangreindra ummæla eða að orsakatengsl séu á milli þessara unnnæla og tjónsins og að tjónið megi telja sennilega afleiðingu um- mælanna. Samkvæmt þessu skortir þessa kröfu stefnanda bótagrundvöll og ber að sýkna stefhdu Ilildi af henni. D. Refsikrafa. Hin umstefhdu ummæli þykja varða stefhdu Hildi refsingu sam- kvæmt 235. gr. laga nr. 19, 1940 en ósamiað er að 236. gr. sömu laga eigi hér við. Við ákvörðun refsingar þykir bera að taka tillit til þess að stefnda bauð ffam sættdr og dró til baka og baðst afsökunar á fimm þeirra um- mæla, sem mál þetta er sprottið af, í Vikublaðinu þann 17. desember 1993. Samkvæmt framansögðu þykir refsing stefndu hæfilega ákveðin sekt að fjárhæð kr. 10.000 sem gjaldist í ríkissjóð. Vararefsing verður ekki á- kveðin, sbr. 57. gr. laga nr. 19, 1940, sbr. 7. gr. Iaga nr. 101, 1975, sbr. og dóm Hæstaréttar ffá 21. febrúar 1978 (bls. 210 í dómasafhi fyrir það ár). E. Krafa um birtingarkostnað. Með vísan til 2. mgr. 241. gr. laga nr. 19, 1940 er fallist á kröfu stefn- anda um að hann eigi rétt á birtingar- kostnaði úr hendi stefhdu vegna for- sendna og dómsorðs í máli þessu í opinberu blaði eða riti og telst sú fjár- hæð hæfilega ákveðin kr. 50.000. F. Krafa um birtingu forsendna og dómsorðs í Vtkubraðinu. Stefnandi hefur krafist þess að stefndu verði dæmt skylt að láta birta með áberandi hætti, í fyrsta tölublaði Vikublaðsins sem út kemur efrir dómsuppkvaðningu, forsendur og dómsorð máls þessa. Taka ber kröfu þessa til greina með vísan til 22. gr. laga nr. 57, 1956 um prentrétt. G. Kröfur á hendur stefhda AI- þýðubandalaginu. Af hálfú stefiianda er þess krafist að dæmt verði að heiinilt sé að inn- heimta með fjámámi hjá stefiida Al- þýðubandalaginu allar dæmdar fjár- hæðir í máli þessu. Ber að taka kröfú þessa til greina með vísan til 1. mgr. 17. gr. laga nr. 57,1956. H. Málskostnaður. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91, 1991 ber að dæma stefndu Hildi til að greiða stefhanda málskosmað sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 125.000, þar með talinn virðisauka- skattur. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Framangreind ummæli skulu vera ómerk. Stefnda, Hildur Jónsdóttir, greiði stefnanda kr. 100.000 í miskabætur, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga ffá 14. desember 1993 til greiðsludags. Stefhda, Hildur Jónsdóttir, skal vera sýlcn af kröfu stefnanda uin skaðabætur. Stefiida, Hildur Jónsdóttir, greiði kr. 10.000 í sekt til ríkissjóðs. Stefhda, Hildur Jónsdóttir, greiði stefiianda kr. 50.000 í birtingarkostn- að. Stefnda, Hildur Jónsdóttir, skal birta dómsorð og forsendur dóms þessa með áberandi hætti í fyrsta tölublaði Vikublaðsins efrir að dóm- ur hefur verið birtur. Stefhda, Hildur Jónsdóttir, greiði stefhanda kr. 125.000 í málskosmað, þar með talinn virðisaukaskatmr. Heimilt er að innheimta hjá stefhda, Alþýðubandalaginu, dæmdar fjárhæðir í máli þessu. Helgi I. Jónsson Sérfræðingsstaða Staða sérfræðings við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hið minnsta hafa lokið kandí- datsprófi eða öðru sambærilegu prófi á fræðslu- sviði stofnunarinnar frá viðurkenndum háskóla og æskilegt er að þeir hafi fengist við handritarann- sóknir og geti sýnt fram á færni á því sviði. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ræki- lega skýrslu um námsferil sinn, starfsferil og fræði- störf, ritsmíðar og rannsóknir, ásamt eintökum af fræðilegum ritum sínum, ritgerðum og skýrslum, prentuðum sem óprentuðum, sem þeir óska eftir að tekið verði tillit til við hæfnismat. Umsóknir skulu sendar Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk. Stofnun Árna Magnússonar á íslandi C tækniskóli II íslands Vekur athygli á, að frestur til að sækja um skólavist vorið 1995 rennur út föstudaginn 21. október. Gert er ráð fyrir að taka inn nýja nemendur í eftirfarandi nám: Frumgreinadeild. • Nám til raungreinadeildarprófs. • Einnar annar hraðferð fyrir stúdenta, sem þurfa við- bótarnám í raungreinum til að geta hafið tækni- fræðinám. Rekstrardeild. • Iðnrekstrarfræði. • Iðnaðartæknifræði. Inntökuskilyrði er að hafa lokið iðnrekstrarfræði. • Útflutningsmarkaðsfræði til B.Sc. prófs. Inntöku- skilyrði er að hafa lokið iðnrekstrarfræði. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans alla virka daga kl. 8:30 - 16:00. Nánir upplýsingar veita deildarstjórar frumgreinadeildar og rekstrardeildar. Rektor. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöíöa 16 • Pósthólf 12220 • 132 Revkiavík Laus staða eftirlitsmanns Laust er til umsóknar starf eftirlitsmanns í Vesturlandsumdæmi, með aðsetur á Akranesi. Starfið felst aðallega í eftirliti með ýmis konar tækjabúnaði, s. s. farandvinnuvélum, gufukötlum, lyftum o.fl. ásamt fræðslu, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Um er að ræða fjöl- breytt og krefjandi starf á reyklausum vinnustað. Leitað er að sjálfstæðum einstaklingi með staðgóða tæknimenntun, t. d. tækni- eða vélfræðimenntun, ásamt starfsreynslu. Önnur menntun getur þó komið til greina. Boðið er upp á starfsþjálfun. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðjón Sólmundsson umdæmisstjóri í síma 93-12670. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 31. október 1994. FORVAL F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir verk- tökum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs á stækkun Laugardalshallar vegna HM 95. Um er að ræða byggingu um 520 m2 áhorfendasalar og um 90 m2 þjónusturými. Búið verður að grafa grunninn og fylla upp að neðri brún sökkla. Forvalsgögn liggja frammi á skrifstofu vorri. Lysthafendur skili forvalsgögnum til Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, í síðasta lagi miðvikudaginn 19. októ- ber 1994 fyrir kl. 16.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: Staða forstöðumanns þjóðdeildar, er hefur umsjón með safnkosti deildarinnar og með þjónustu hennar við notendur. Hann annast starfsrækslu sérstaks lestrarsalar og hefur umsjón með sérsöfnum, m.a. safni landakorta. Krafist er háskólamenntunar á sviði hugvísinda og/eða bókasafnsfræði, auk verulegrar starfsreynslu við umsjón og varðveislu íslenskra rita og við bókasafnsþjónustu, sem þeim tengist. Staða forstöðumanns handritadeildar, er hefur um- sjón með safnkosti handritadeildar, aðföngum til deildar- innar, varðveislu ritakostsins, skráningu hans og annarri fræðilegri úrvinnslu, ásamt þjónustu við notendur. Krafist er kandídatsprófs í íslenskum fræðum eða hliðstæðrar menntunar, auk verulegrar starfsreynslu við rannsóknir og umsjón handrita. Staða forstöðumanns aðfangadeildar, er hefur umsjón með uppbyggingu safnkosts, þ. á m. vali rita og innkaup- um, ritaskiptum og móttöku efnis, sem innheimt er sam- kvæmt lögum um skylduskil til safna. Starfið kallar á víð- tæka þekkingu á starfsháttum og upplýsingaþörf há- skólakennara og annarra sem stunda rannsóknir og fræðistörf. Krafist er góðrar vísindalegrar menntunar, starfsreynslu í bókasafni og/eða sérmenntunar í bóka- safnsfræði. Staða forstöðumanns skráningardeildar, er hefur um- sjón með efnisgreiningu og skráningu safnkostsins. Hann sér um uppbyggingu gagnasafna í tölvukerfi safns- ins, Gegni, bæði að því er tekur til bóka, tímarita og greina í blöðum og tímaritum. Einnig er útgáfa bókfræði- rita á verksviði deildarinnar. Krafist er sérmenntunar í bókasafnsfræði, góðrar almennrar þekkingar og starfs- reynslu á sviði skráningar og bókfræði. Staða forstöðumanns útlánadeildar, er hefur umsjón með lánastarfsemi safnsins, annast eftirlit með ritakosti á hinum opnu svæðum í safninu, svo og að nokkru leyti rit- um í lokuðum geymslum. Forstöðumaðurinn sér um nýt- ingu lesrýma og skipuleggur kvöld- og helgarþjónustu í safninu. Krafist er sérmenntunar í bókasafnsfræði, góðr- ar almennrar þekkingar og starfsreynslu í bókasafni. Staða forstöðumanns upplýsingadeildar, er hefur auk upplýsingaþjónustu umsjón með kynningarstarfi, not- endafræðslu, útgáfu kynningarefnis og tengslum við fag- svið. Einnig er efnisleit í erlendum gagnasöfnum (tölvu- leitir) á verksviði forstöðumannsins, svo og notkun geisladiska (CD-ROM). Krafist er sérmenntunar í bóka- safnsfræði, góðrar almennrar þekkingar og starfsreynslu á sviði ugplýsingaþjónustu í bókasafni. Öll forstöðumannsstörfin kalla á frumkvæði, vilja til ný- sköpunar og góða samskiptahæfileika. Einnig er mennt- un eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg. Umsækjendur eru beðnir að láta þess getið ef þeir óska eftir að koma til álita við ráðningu í aðrar af ofangreindar stöðum en þá sem þeir sækja um sérstaklega. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun, ritsmíðar, rannsóknir og fyrri störf skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, merkt landsbókavörður, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 5. nóvember 1994. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn 12. október 1994.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.