Vikublaðið


Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 14. OKTÓBER 1994 itjórnmálin 9 Kostir Jóhönnu: Flokkur, framboð eða samstarf Sigurður Pétursson og Þor- lákur Helgason, oddvitar Jaftiaðarmannafélags Is- lands, komu fram í fjölmiðlum um síðustu helgi og töluðu um að Jó- hanna Sigurðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra íhugaði fram- boð í öllum kjördæmum fyrir þingkosningamar í vor. I beinu framhaldi hringdu Iandsbyggðar- menn í tvímenningana og lýstu yfir áhuga á því að taka þátt. - Það var eins og fólk hefði ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að Jó- hanna myndi bjóða ffam í öllum kjördæmum. Þegar það rann upp fyrir fólki að ekkert væri útilokað í framboðsmálum þá tók það við sér, segir Sigurður Pétursson sem ásamt mörgum öðrum fylgdi Jóhönnu úr Alþýðuflokknum í sumar. Þótt enn sé allt á huldu hvaða stefnu ffamboðsmál Jóhönnu og Jafnaðarmannafélags íslands taka eru einkum þrjár leiðir sem koma til greina. I fyrsta lagi að Jóhanna og Jafnaðarmannafélagið bjóði ffam í öllum kjördæmum sem myndi í raun þýða stofnun nýs flokks. 1 öðru lagi að sömu aðilar myndu bjóða ffam í tveim stærstu kjördæmunum, Reykjavík og Reykjanesi, undir þeim formerkjum að um væri að ræða hreyfingu fólks en ekki (endilega) fullmótaðan stjómmálaflokk. I þriðja lagi að Jóhanna og hópurinn í kring- um hana stofni til samstarfs við aðra flokka um framboð í einstökum kjör- dæmum eða landinu öllu. Líklegustu samstarfsflokkar Jóhönnu era Al- þýðubandalagið og Kvennalistinn. Hrekkur tiltrúin til flokks- stofnunar? Jóhanna hefur gott fylgi á lands- byggðinni en það er ekki nóg. Hún þarf stuðning sterkra einstaklinga sem era heima í héraði og gætu mannað ffamboðslista. Þeir einstaklingar sem Jóhanna þarf á að halda era langflestir félagar í eða viðloðandi einhverja fjórflokk- anna og í undantekningatilfellum í Kvennalistanuin. I fámenni lands- byggðarinnar era stjórnmálaflokkar iðulega nokkurs konar tryggingar- stofnanir fyrir fólk sem sumt hvað á flokkstengslum starfsffama sinn að þakka og annað er skuldbundið flokkakerfinu vegna ýmiss konar fyr- irgreiðslu. Einstaklingar sem þannig era tengdir flokkakerfmu taka vera- lega áhættu með því að leggja lag sitt við nýtt framboð sem engin ítök hef- ur í opinbera kerfinu og enginn veit hvernig mun reiða af í kosningum. Til að mynda hefúr Jóhönnu gengið illa að fá til liðs við sig trúnaðarmenn í verkalýðshreyfingunni. Miðað við þann andófsanda sem víða svífur yfir vötnum í samtökum launafólks væri eðlilegt að þaðan kærni fólk sem vildi skora kerfið á hólm. Það er öðra nær enda verkalýðshreyfingunni skipt upp í áhrifasvæði gömlu flokkanna og þeir sem komast þar til áhrifa gera það í skjóli stjómmálaflokks. Aftur á móti er alltaf til fólk sem af ýmsum ástæðum hefur ekki fundið sér syllu í flokkakerfinu og það er á- byggilega tilkippilegt. En það verður þá aðeins fyrir einskæra heppni að fólk með þannig ford'ð nýtist vel í flokki Jóhönnu. Loks era það þeir sem enga tilraun hafa gert til að tengjast flokkakerf- inu. Langstærsti hluti þessa hóps hefúr Iitla sem enga reynslu af félags- málastörfum og er óvanur pólid'sk- um skylmingum. Þetta era góðir liðsmenn en oft lélegir ffambjóð- endur. Samt má ekki vanmeta þá pólid'sku tiltrú semjóhanna óneitanlega hefúr meðal þjóðarinnar. Sigurður Péturs- son segir að nokkur hópur fólks úr öllum kjördæmum, sem hefur reynslu af félagsstörfum og atvinnu- málum, hafi gefið sig frarn og vilji koma til starfa. Kosturinn við ffamboð á landsvísu er að persónuvinsældir Jóhönnu munu hala inn atkvæði í öllunt kjör- dæmum og vegna þeirra gæti fi'ani- boðið gert sér vonir urn fimm til sjö þingmenn og jafnvel fleiri ef vel tekst til. Stuðningsmenn Jóhönnu hafa litl- ar áhyggjur af því að sagan ffá 1983 endurtaki sig þegar Vilmundur heit- inn Gylfason stofúaði Bandalag jafn- aðarmanna, bauð ffam og náði fjór- um þingmönnum inn en sat uppi með flokk sem var dæmdur til að tvístrast. Menn benda á að Jóhanna hefur mun lengri d'ma til að undir- búa flokksstofúun en Vilmundur á sínuin d'ma. Einnig það að Jóhanna hefur miklu meiri pólid'ska reynslu en Vilmundur hafði, en á móti kem- ur að það bar meira á hugsjónaeld- móði í herbúðum Vilmundar. Straumlínulagað þéttbýlis- framboð Annar kostur fyrir Jóhönnu er að stefna að ffamboði í Reykjavík og Reykjanesi. Ymsar áherslur í mál- flutningi Jóhönnu og Jafúaðar- mannafélagsins höfða sterklega til íbúa Suðvesturhornsins, til dæmis neytendasjónarmið og kröfúr um veiðileyfagjald. Þéttbýlisffamboð gæfi tækifæri til að setja breytta kjör- dæmaskipun á oddinn og jafúa at- Hverjir eiga heima í jafnaðar- mannahreyfingu Jóhönnu Sigurðardóttur? kvæðisréttinn. Það myndi marka ffamboðinu afgerandi sérstöðu vegna þess að þeir flokkar sem bjóða ffam á landsvísu verða að talca tillit til landsbyggðarsjónanniða. Það yrði varla vandkvæðum bund- ið að manna ffamboðslista í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi og ein- faldara væri að skipuleggja kosninga- baráttuna. Hún yrði líka ódýrari og það atriði skiptir töluverðu máli í ljósi þess að kosningabarátta á lands- vísu kostar varla minna en 10 millj- ónir króna og líklega nálægt 20 millj- ónum. Stjórnmálaflokkamir njóta opinbers stuðnings og hafa reynslu af skipulegri fjársöfúun en Jóhanna fær aðeins óveralegan stuðning og hefur ekkert skipulagt apparat á bak- við sig. Okostur þéttbýlisffamboðs er sá að stuðningsmenn Jóhönnu á lands- byggðinni fá ekki tækifæri til að vera með. Með ferðalögum sínum und- anfarið um landið þvert og endilangt hefur Jóhanna áþreifanlega leitað efdr stuðningi landsbyggðarfólks og sagt opinberlega að hún hafi orðið vör við vilja til breytinga. I þingræðu á dögunum beindi hún orðurn sínuin til dreifbýlinga þegar hún sagði að „víða á landsbyggðinni hrökkva launin varla fyrir húshitunar- og matarkostnaði." Af langferðum og þingræðum Jóhönnu að dæma stendur hugur hennar ekld til þess að sniðganga landsbyggðarkjördæmin. Samstaða hér, andstaða þar Þriðji kosmr Jóhönnu er að leita eftir samstarfi við starfandi stjórn- málaflokka. I Jafúaðarmannafélagi Islands hafa ýmsar útfærslur verið ræddar, allt frá samvinnu í einstök- um kjördæmum yfir í samstarf á landsvísu. Andrúmsloftið sem ein- kenndi starf Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningunum í vor gerir það að verkum að margir fé- lagshyggjumenn hafa lítinn áhuga á því að raða sér á þrjá tdl fjóra ffam- boðslista og deila innbyrðis. Hlut- irnir er hinsvegar ógleggri á lands- vísu: Alþýðuflokkurinn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og víglín- umar milli flokka era ekki þær sömu ffá einu kjördæmi til annars. Líklegustu samstarfsflokkar Jó- hönnu era Alþýðubandalagið, sem hefur verið jákvætt gagnvart sam- starfi, og Kvennalistinn, sem hefur verið neikvæður. Samstarf við Alþýðubandalagið eitt og sér kemur varla til greina af hálfu Jóhönnu. Alþýðuflokkurinn hefur áður klofnað til vinstri og hóp- ar flokksmanna gengið til liðs við AI- þýðubandalagið og forvera þess. Jó- hönnu líst illa á þessa sögulegu tilvís- un. Þá segir Sigurður Pétursson að stuðningsmenn Jóhönnu óttist í- haldssöm öfl í Alþýðubandalaginu. Kvennalistinn er lyldllinn að sam- fylkingu en forystukonur þar á bæ sýna samstarfi Iítinn áhuga. Það kann þó að breytast enda hefur það kvisast út að konur í forystu launþegasam- taka á höfuðborgarsvæðinu séu tdl- búnar að leggja Jóhönnu lið. Síðusm daga hefúr lítdð gerst í um- ræðum um samstarf Jóhönnu við önnur stjórnmálaöfl. - Þetta er varla komið á kaffihúsa- stigið, segir einn félagsmaður í Birt- ingu, en það Alþýðubandalagsfélag er mjög hlynnt samstarfi á vinstri kanti stjómmálanna. í þingumræðum um stefúuræðu forsætisráðherra sagði Jóhanna að „í undirbúningi er stofúun nýrrar stjómmálahreyfingar jafúaðarmanna sem hefur það að markmiði að mynda breiðan samstarfsvettvang fyrir alla þá sem aðhyllast fi-amsækna jafúaðarstefúu, þar sem meginá- herslan verður lögð á atvinnuöryggi, , jafúrétti, ábyrgð, samhjálp, valdj dreifingu og siðvætt samfélag.“ A næsm tveim til þrem vikum verður skorið úr um það hvort jafúaðar- mannahreyfing Jóhönnu tekur flug- ið. Páll Vilhjálmsson Hasarinn í heilbrigðisráðuneytinu að er með ólíkindum hvað við íslendingar erum að verða smásmugulegir. Skyndilega má ekki neitt. Eg man þá tíð er einn skólabróðir minn ók um ineð félaga sína á ráðherrabíl föður síns og öllurn fannst það í lagi. Ja, að minnsta kosti sagði enginn neitt. Nú væri þessu ef- laust slegið upp á forsíðu sorpritanna og reynt að gera að brottrekstrarsök. Eg hef rn.a.s. heyrt fólk fetta fingur út í það að ráðherrafrar láti ráðherra- bílstjóra sækja sig ef þær era í einka- erindum. Það er svo sannarlega vandlifað. Jafúvel góðir og gegnir opinberir starfsmenn era ekki óhultir Iengur. Sögurnar úr heilbrigðisráðuneytinu minna meir á ameríska sápuópera en íslenskan veraleika. Landsmenn sein hafa aldrei haft áhuga á opinbera geiranum og jafnvel litdð niður á þá sem þar vinna, keyra nú á sunnudög- uin milli ráðuneyta til að athuga hvort allt sé með felldu. Eitt ráðu- neytanna var milli tannanna á fólki fyrir nokkrum áram vegna ástarævin- týris sem þar gerðist, en það væri löngu gleymt ef hlutaðeigendur væra ekki alltaf að rifja það upp á síðum glanstímaritanna. En það hafði alltaf verið hljótt um heilbrigðisráðuneyt- ið. Reyndar beindust kastljósin að því um tíma vegna gífurlegrar hörku ráð- herrans í niðurskurðarmálum. En nú er sá ráðherra farinn og kominn aft- ur. I millitíðinni sat þar bráðhuggu- legur ungur maður sem naut trausts og virðingar þjóðarinnar. Þótti eiga framtíðina fyrir sér. 1 fyrsta þætti var ungi fyrrverandi heilbrigðisráðherrann undir smásjá, en þó ekki eingöngu vegna starfa sinna í því ráðuneyti. Hann var bor- inn svo þungum sökum að allt snerist um hann vikum saman. Jafúvel mataræði hans þótti saga til næsta bæjar. I öðram þætti var aðstoðar- maður hans kynntur til sögunnar. Fjallmyndarlegur karlmaður, sem af tilviljun var mágur ráðherrans og því lék fjölskyldan enn stórt hlutverk í myndaflokknum. 1 þriðja þætti birdst bróðir ráðherrans. Hann er prestur útí á landi en gegnir jafúffaint þing- mennsku og er formaður heilbrigðis- nefúdar. Hlutverk hans var að flækja atburðarásina enn frekar með því að kalla núverandi heilbrigðisráðherra, sem jafúframt er forveri fyrrverandi heilbrigðisráðherrans tíl leiks. Sá lék þó bara aukahlutverk og hvarf fljótt úr sögunni. í fjórða þættí var kynntur til sögunnar háttsettur embættismað- ur þekktur fyrir störf sín að mannúð- armálum. Sá virtist hafa unnið sér það eitt til saka að komast að frábær- um samningum við yfirboðara sína og láta drauma hvers manns rætast, þ.e. að vera áskrifandi að launum og það frá mörgum. Nú barst leikurinn út fyrir landsteinana. Ahorfendur höfðu það á tilfinningunni að innan ráðuneytisins væri bullandi valdabar- átta og ekki dró það úr spennunni þegar dóttír ráðuneytisstjórans var skyndilega í aðalhlutverki. Ráðuneyt- isstjórinn sem fram að þessu hafði verið í þöglu aukahlutverki, eins og opinberir starfsmenn eiga að vera, var nú allt í einu í aðalhlutverki í þessari flóknu fléttu. Dóttirin slapp inn í ráðuneytið fyrir stjómsýslulögin þannig að ekki var hægt að hanka hana á því að vinna hjá föður sínum. Þess í stað var reynt að gera það tor- tryggilegt að hún tók ekld námslán í ffamhaldsnámi sínu í Bandaríkjunum heldur var í námsleyfi á launum frá ráðuneytínu. Hvað skyldi verða dregið fram í dagsljósið næst, fram- hjáhald, kynferðisleg áreitni, mútur eða vafasamar stöðuveitingar? Er ftirða jiótt þjóðin bíði spennt effir næsta þætti?

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.