Vikublaðið


Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 14. OKTOBER 1994 Hann var í essinu sínum, Davíð Oddsson, þegar utandag- skrárumræðan fór fram um stöðu ríkisstjómarinnar í vikunni. Dró upp gamla, góða íslenska fyndni og reitti af sér brandara. Hann hafði ekki á- hyggjur af stjórnarheimilinu frekar en öðrum heimilum landsins. Davíð var líka í stuði fyrir viku, þegar Vikublaðið sagði frá góð- mennsku hans gagnvart hinum ráð- herrastólalausa Þorvaldi Garðari Kristjánssyni. Davíð ræskti sig og Elín Hirst fréttastjóri Stöðvar tvö fékk hugljómun (hún fær oft hug- ljómun þegar hún ræðir við eigin- mann sinn, kosningastjóra Davíðs, sem sé Friðrik Friðriksson sem nú hefur siglt Pressunni í þrot). Davíð ræskti sig og Elín sendi Heimi Má Pétursson fréttamann á Davíð útaf frétt Vikublaðsins. Heimir Már, fyrrum blaðamaður Þjóðviljans, stundi nokkrum kurteis- islegum orðum að fyrrum höfuðó- vini sínum (leiðtoga búrgeisanna), spurði efnislega sisvona hvort þetta væri nokkuð dæmi uin spillingu sem Vikublaðið væri að segja. Og svo fékk Davíð að rausa. Náði hugmyndarflug Elínar og Heimis Más ekki lengra? Hvers vegna var Davíð ekki spurður um hvað Þorvaldur væri eiginlega að gera? Hvort honum bæri að stimpla sig inn eins og sýslumanninum á Akranesi? Hvers vegna einhver hinna íjölmörgu lögffæðinga á launaskrá ríkisins gæti ekki annast „undirbúning á endurskoðun" laga um Stjómarráð Islands? Flvemig hin fasta þóknun væri útreiknuð? Hvort Þorvaldur væri verktaki eða laun- þegi? Ef Þorvaldur væri verktaki, til hve mikilla fjármuna það væri metið að útvega honum húsnæði? Ef hann væri launþegi, hvort staða hans hefði verið auglýst? Áfrain mætti telja. En Davíð bara fékk að rausa út og suður að vild. Hann fékk að halda því blákalt frain að Vikublaðið væri að ségja gamalt fólk ónýtt til verka. Hann' fékk óá- reittur að segja Þorvald Garðar í sömu stöðu og Lúðvík Jósepsson og fféttamanninum datt ekki í hug að spurja hvort ekki væri munur á lög- formlega kjörnum fulltrúum Alþing- is annars vegar og hins vegar mönn- um sem ráðnir em í sérverkefni að geðþótta ráðherra. Og Davíð fékk ó- áreitmr að benda á aðra frétt í blað- inu sem „sönnun" þess að Vikublað- ið væri lygari, ffétt um að Vikublað- ið hefði verið dæmt af undirrétti í s.k. Hrafhsmáli. Hrafn nýtir sér úr- elta meiðyrðalöggjöf eins og um kvikmyndasjóð væri að ræða. Lög- gjöf sem segir að það sé bannað að segja sannleikann ef það er ekki gert á kurteisan hátt. Sjálfur hjó Davíð a.m.k. ansi nærri því að brjóta sömu löggjöf. Stöð tvö leyfði honum að koma fram með mjög alvarlega aðdróttun í garð Vikublaðsins og blaðamanns þess, þar sem Davíð gerði blaðinu og blaðamanninum upp viðhorf og for- dóma í garð aldraðra. Sumir vina Davíðs myndu flokka svona undir grófa og meiðandi aðdróttun. Meðal annarra orða: Hvers vegna sendi Elín Heimi Má ekki á Þorvald Garðar sjálfan? Hefði ekki verið eðlilegast að Stöð tvö, eins og Viku- blaðið, leitaði effir áliti og svörum ffá sjálfu umfjöllunarefninu, um hvað í ósköpunum hann væri að gera svona merkilegt? f Rithöndin AUtaf tilbúin að hiusta á álit annarra Skriffin þín er sérkennileg. Þú virðist bæði kjarkmikil og líka varfærin. Þú skipuleggur þig vel og úthugsar hvað eina áður en þú fram- kvæmir. Þú vilt hafa allt á hreinu, ert sómakær og teflir ekki í tvísýnu. Þú ert rnild og sveigjanleg í lund, alltaf tilbúin að hlusta á álit annara án þess þó að það trufli þínar eigin skoðanir. Þú ert laus við stéttaríg, fyrir þér eru allir jafnir. Þú ert frem- ur glaðlynd en kærir þig ekki um of rnikil læti. Þú ert verndandi og heim- ilisleg í þér. Störf þar sem þessir eig- inleikar njóta sín munu henta þér vel, svo sem störf við lækningar eða félagsmál, einnig ritstörf. Þú ert mjög næm á tilfinningar annara og líklega eitthvað dulræn, a.m.k. óvenjulega næm. Þér er illa við að lenda í einhverjum stórátök- um, helst viltu að straumur lífsins sé nokkuð jafh enda tekst þér sennilega að halda honum þannig. Þú hefur áhuga á listum, gætir sennilega náð árangri bæði í dráttlist og trúlega í tónlist eða dansi. Þú ert samviskusöm og heiðarleg sál. Þú ættir að fá mikið í aðra hönd í lífsbar- áttunni. Varasm að gleyma þér í smáatrið- um þó þú sért aðgætin. Gangi þér vel. R.S.E. Djassmeist- arará HótelSögu Sunnudaginn 16. október kl. 21:00 verða lokatón- leikar danskrar haustviku í Reykjavík. Verða þeir haldnir í Súlnasal Hótel Sögu þar sem kvartett danska bassaleikarans Jespers Lundgaards leikur. Auk Jespers eru í kvartettinum þeir Bob Rockwell tenórsaxó- fónleikari, Jakob Fischer gítarleikari og Alex Riel trommuleikari. Jesper Lundgaard heimsótti Island á RúRek 93. Hann var í kvartetti Svend Asmussens og kom svo til að leika með Freddie Flubbard, en bassaleikari hans varð stranda- glópur í Los Angeles. Það er óhætt að segja að Jesper hafi komið, séð og sigrað og hann var hetjan á Hubbardtón- leikunum. Jesper fæddist árið 1954 og má kalla hann arf- taka Niels-Hennings í dönsku djasslífi, því eftir að Niels hætti að mestu að leika méð érlendum djasstjömum er heimsóttu Kaupmannahöfn tók Jesper við. Jesper leikur víða um heim og hefhr m.a. verið basssa- leikari EIIu Fitzgerald undanfarin ár, þá sjaidan hún heldur tónleika. Árið 1978 lékjesper með Thad Jones/Mel Lewis stór- sveitinni í Bandaríkjunum og um tíma ferðaðist hann um heiminn með Chet Baker og Tommy Flanagan. Þegar Flanagan fékk Jazzpar verðlaunin, nóbelsverðlaun djass- ins, lék Jesper með honum á bassa og Billy Hart á trommur. Bob Rockwell fæddist í Oklahoma árið 1945, en hefur búið í Danmörku frá árinu 1983. Hann byrjaði ungur að leika með rýþmablús- og rokksveitum og seinna með orgeltríóum og stórsveitum, en eftir að hann flutti til New York lék hann með Thad Jones/MelLewis stór- sveitinni, Greddie Hubbard og eigin hljómsveitum. Eft- ir að Bob flutti til Kaupmannahafnar stofnaði hann kvar- tett með Jesper Lundgaard. Flann er nú einn höfuðein- leikari Radioens Big Band og leikur mikið með Jan Kasp- ersen og hljómsveitinni The Organizer, en sú frábæra orgel/tenor hljómsveit var fulltrúi Dapa á norrænum út-- varpsdjássdögum í Osló 1992'. Bob Rockwell er óhemju kraftmikill'tenórblásari ogsérstakur ballöðutúlkandi. Jakob Fischer er.yngstur þeirra félaga og jafnvígur á rafmagnaðan sem órafrnaghaðan gítar. Flann byrjaði að spila á gítar 14 ára eftir að hafá.heyrt í Jkni Hendrix, en fljótt fór hann að hlusta á inenn á borð við Wes Montgomery, Jim Hall og Géorge Benson. Urn þessar mundir er hann ein skærasta úhgstjarnan í norrænum djassi og hefur hlotið fjölda verðlauna undanfarin ár, s.s. JASA verðlaunin 1992 og Ben Webster verðlaunin 1993. Hann hefur m.a. leikið með tríói Peter Gullins og kvar- tetti Svend Asmussens, en með Svend lék hann á RúRek djasshátíðinni í fyrra við mikla hrifningu íslenskra tón- listarunnenda. Alex Riel er nú 54ra ára og einn fremsd trominuleikari Evrópu. Hann kom fyrst tíl Islands 1966, er hann var á heiinleið eftir náni við Berklee tónlistarskólann í Boston, en saina ár var hann trommari í tríói Bill Evans. Síðan hefúr hann komið í tvígang með tríói Niels-FIennings tíl Islands: árið 1977 í fyrra skiptí er Niels kom hingað og á RúRek djasshátíðina í september s.l. Það er ævintýri að hlusta á Alex enda hafa fáir norrænir tronnnuleikarar hljóðritað með eins mörgum bandarískum djassmeistur- um og hann. Það er mikill fengur að komu þessara sniilinga hingað og ættu unnendur alvöru djasstónlistar ekki láta þessa tónleika frani hjá sér fara. Aðgangseyrir er 1.000,- krón- ur. Nokkuð er það merkilegt að það virðist svo sem alveg sé sama í hvaða félagsskap rnaður lendir, þar er alltaf einn sem veit allt betur en allir aðrir. Það rná einu gilda hvort um er að ræða hvernig á að neyta saman hrútspunga og brennivíns á Þorra- blóti Skagfirðingafélagsins eða umræður um hvar eigi að stinga niður asparræflunum á blokk- arlóðinni. Alltaf kemur einhver snillingurinn eftir á og bendir á hvað þetta hafi nú verið einstak- lega hálfvitalega gert. Og það sem er hvað undarlegast er að það má einu gilda hvort þetta er gert svona eða hinsegin, það er alltaf vitlaust. Það er einna svona í blokkinni og ég er alveg viss um að þó svo við keyptum allar aspir í bænum og settum þær svo þétt niður að ekki gæti fluga lent á lóð- inni án alvarlegra líkamsskaða, þá myndi hann eftir sem áður koma eftír á og benda á að betra hefði nú verið að nota reynitré. Og þá breytti engu þó hann hefði talað sig svo heitan fyrir öspum á íbúa- frmdi að halda mætti að eilíf vel- ferð okkar hvíldi á þessum leiðinda hríslum. Þó tekur steininn úr þegar kem- ur að þrifum á sameigninni. Það er hreint með ólíkindum hvílík svín byggja þessa blokk að honmn frá- töldum. Hann lagði í fullri alvöru fram tillögu um það á íbúafundi að við byðumst til að taka að okkur sorphaugana. „Það tekur hvort eð er enginn eftir að nokkuð hafi breyst. Þetta er alveg eins og Gufunesið!" Daglega og helst tvisvar á dag fer hann um stigaganginn, strýkur fingri yfir gluggakistur og ljósa- stæði, þefar úr sorplúgunum og lyfirir mottum. Og síðan beint í formann húsfélagsins með sönn- unargögnin í eftirdragi, ryk á fingrum, fylu í -néfi og söndugar mottur. Einu sinni kom hann meira að segja með blóm sem sett hafði verið í einn gluggann til upp- lyftingar og krafðist þess að sá sem hefði sett þetta upp yrði þvingaður til að sápuþvo ræfilinn ef þar kynnu að leynast einhver kvikindi. Þegar þessu’ var rieitað setti hann hljóðan yflr þessári fáheyrðu ó- svífni og þegar hann mátti aftur mæla spurði hann hvort næsta skref yrði ekki að fá hrossastóð til . að fara upp og niður, stigana og skilja eför afurðir sínar. Á þessu væri engínn munur. Þá er það hreint með ólíkindum að þeir sem eigá þrifin á sameign- inni skuli ekki þrtfa gluggana að utan. Þegar vakin er athygli á því að til þess þurfi annaðhvort lyftubíl eða 20 metra langan kúst segir hann það enga afsökun, gluggana verði að þrífa og megi þá einu gildá þó það kosti mannslíf. Ekkert sé því til fyrirstöðu að síga fram af þakinu og athafna sig þannig. Þetta geri hanri alltaf og verði ekki nteint af. Annars verði ástandið þannig eftir nokkrar vikat að ekki sjáist til sólar um gluggana og þetta sóða- pakk korni til með að sofa allan sól- arhringinn. Því fylgi að vísu sá kostur að það svíni þá ekki út á meðan og þá verði þessi blokk loks byggileg. Þá verði unnt að renna sér niður sorprennurnar í spariföt- unum. Þá fyrst telst vel þrifið.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.