Vikublaðið


Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 14. OKTOBER 1994 11 Forrest Gump ★★★ Sýnd í Háskólabíó og Bíóhöllinni Leikstjóri: Robert Zemeckis Aðalhlutverk: Tom Hanks, Robin Wright, Gary Sinise, Sally Field Það er ekki laust við að mynd- inni Forrest Gump færist mikið í fang. Henni er ætlað að segja sögu síðustu 30 ára í gegn- um augu eins manns, og tdl að kórona allt er þessi einstaklingur þroskaheítur. Þarna hafa aðstandendur fetað út á hálan ís, það er hreint helvíti að ætla að spanna svo langt tímabil á rúmum tveim tímum auk þess sem myndir þar sem þroskaheftir koma við sögu hafa tilhneigingu dl að verða annað hvort of væmnar eða hreint og beint niðurlægjandi. Sem betur fer tekst Zemeckis og félögum að halda lág- markssamhengi og Gump í meðför- um Hanks er fúllmótuð persóna sem sómir sér vel án þess að að reynt sé að velta sér upp úr samúð með hon- um. Að vísu er hann gerður að at- hlægi í sumum atriðunum en þau eru sem betur fer í minnihluta. Þó svo að einfeldningurinn Gump sé heilsteypt persóna er hann aðal- Iega einskonar miðill fyrir áhorfend- ur. í gegnum hann gefur að líta hin- ar ýmsu hliðar mannkyns auk ffægra söguatburða. Sú staðrevnd að per- sónan er þroskaheft er kbstur í þessu sambandi því að það gefur honum kost á að vera hlutlaus, hann myndar sér enga sérstaka skoðun á því sem fram fer og veitir það áhorfendum frelsi til skoðanamyndunar, nokkuð sem vantar í fjöldann allan af mynd- um. A köflum má líta á það sem veik- leika myndarinnar hversu mikið far hún gerir sér unt að sýna fræga at- burði og persónur. Það virkar stund- um úr samhengi og dregur úr fram- vindunni. Að auki er eins og til- hneiging höfunda til að gera Gump hlægilegan sé mest að finna í þessum atriðum og er það miður. Tölvutæknin er mikið nýtt í myndinni, ekki síst þegar atriðum með Gump er skeytt saman við tölvuinyndir af ffægum persónum, það kom mér eiginlega á óvart hversu hroðvirknislega þetta er gert á köflum, þó svo að tekist hafi snilld- arlega að falsa útjaskaðar filmuupp- tökur vantar mikið upp á að sam- ræming tals og munnhreyfinga sé í lagi í sumum atriðunum. Myndin skartar stórkostlegum leik nær allra í leikhópnum. Eg tel nokk- uð víst að Hanks muni hljóta Osk- arstilnefningu á nýjan leik á næsta ári. Þegar heildin er skoðuð er erfitt að segja annað en jákvæða hluti um þessa mynd. Hún ætti að blása lífi í jafnvel þá lífsleiðustu, slík er bjart- sýni hennar og jákvætt viðhorf. Escape from Absolom ★ Sýnd í Laugarásbíó og Stjömubíó Leikstjóri: Martin Campbell Aðalhlutverk: Ray Liotta, Kevin Dillon, Stuart Wilson, Lance Henriksen ✓ Arið 1981 gerðijohn Carpent- er myndina Escape ffom New York þar sem stóra eplið hafði verið gert að risastórum fangabúð- um. 13 ámm síðar stingur þessi mynd upp kollinum á ný, með öðr- um titli og örlíttið breyttum aðstæð- um. Myndin sem er hér til umfjöllunar hét upphaflega „No Exit“ en vegna dræmra viðtaka var nafninu breytt í „Flóttinn frá Absolom“ og gerir það líttið annað en að undirstrika skyld- leikann við áðumefnda mynd. Að vísu er hér notast við eyland nokkuð til fangahirslu í stað stórborgar en engu að síður gerir myndin mikið út á að reyna að fanga það andrúmsloff sem var til staðar í mynd Carpenters. „íbúar“ eyjunnar skiptast í tvo hópa, þ.e. „góðir“ stórglæpamenn og „vondir" stórglæpamenn. Mér finnst það nokkuð þreytandi við myndir sem þessar hversu skörp skilin milli góðs og ills þurfa alltaf að vera, ann- að hvort er fólk rakin illmenni eða stökustu heiðursmenn. Þannig er gert mildð úr því að „góðu“ íbúarnir séu fómarlömb aðstæðna og að þjóðfélagið eigi sökina, en „vondu“ íbúarnir era hins vegar blóðþyrstar mannætur sem hafa enga góða kosti til að vega upp á móti. Þannig á Ray Liotta að vera hinn mesti sæmdar- borgari þó svo að hann víli ekki fyrir sér að murka úr fólki líftóruna, mennimir sem hann drepur em nefnilega svo vondir. Það myndi gera persónur myndar- innar öllu áhugaverðari ef reynt væri að túlka einhverja innri baráttu eng- ilsins og púkans sem blunda í okkur öllum, en þess í stað em allar persón- umar einvíðar og ekki nokkurn breytileika að finna í fari þeirra. Annað af aðalillmennum myndar- innar er leikið af Stuart Wilson, sem þjóðhollir íslendingar ættu að muna eftir, en hann lék nú einmitt höfuð- varmennið í þáttunum um Nonna og Manna. Wilson leikur týpu sem er púsluð saman úr einkennum ann- ara illmenna og útkoman verður yf- irborðskennd fígúra, sem Wilson leikur þó af stakri leikgleði og fær hann punkt fyrir. Michael Lerner hefur þann vafa- sama heiður að leika hitt aðalill- mennið. Sá er æði klisjukenndur einnig og verð ég að telja endalok hans einhverja ódýmstu söguffam- vindu seinni tíma. Aðrir krókar og kimar sögunnar em svo sem ekki dýrt keyptir og í ofanálag em mörg hasaratriðanna, sem ættu að halda mynd sem þessari á floti, ansi illa uppbyggð og óspennandi. Þessi mynd er eflaust í lagi ef fólk fer á hana með því hugarfari að hér sé um hreint tímadráp að ræða, en ég rnæli ekkert sérstaklega með henni sem slíkri. Lausn niyndagátunnar í síðaSta blttði er: „Bandaríkin hafa tekið öll völd á Haití. Verður j)að Kúba næst?w

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.