Vikublaðið


Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 12
4*Vikubla B L A Ð S E M V I T FOSTUDAGURINN 14. OKTOBER 1994 Alþýðubandalagíð rekur á eftir Sjálfstæðisílokki í efnahagsmálum Efhahagsstefha Sjálfstæðis- flokksins byggir á röngum forsendum, þeim að opin- bera kerfið á Islandi sé of stórt, en stefha Alþýðubandalagsins tekur mið af reynslu árangursríkra hag- kerfa og nýrri hugsun í hagvísind- um. Þetta sagði Olafur Ragnar Grímsson formaður Afþýðubanda- lagsins á fundi með háskólanemum á þriðjudag. Ólafur Ragnar Grímsson og Þór Sigfusson ráðgjafi Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra voru fengnir til þess að ræða efnahagstjórn á ís- landi á fundi Ökonomíu, félags hag- fræðinema við Háskóla Islands. - Satt að segja er það undarlegt að formaður Alþýðubandalagsins skuli vera í þeirri aðstöðu að þurfa að reka á eftir Sjálfstæðisflokknum í efnahags- og atvinnumálum. En staðreyndin er Sellurnar með aðalfund Sellumar, samtök kvenna í Alþýðubandalaginu og annarra róttækra jafhaðarkvenna, halda aðalfund laugardaginn 29. október næstkomandi, á efri hæð veitingahússins Lækjar- brekku. Fundurinn hefst kl. 11. Fyrir utan venjuleg aðalfund- arstörf verður fundurinn helgað- ur málefnum sveitarstjórna og því að efna tengsl kvenna sem starfa að sveitarstjómarmálum fyrir Al- þýðubandalagið. Á aðalfundinum fjalla fjórar konur um sveitarstjórnarstörfin út frá ýmsum sjónarhornum. Guðrún Agústsdóttir úr Reykja- vík fjallar um valdatöku kvenna í borginni. Ingibjörg Sigmunds- dóttir frá Hveragerði fjallar um að konur þar hafi misst meirihlut- ann. Anna Kristín Gunnarsdóttir frá Sauðárkróki fjallar um aukið fylgi kvenna og Heiðrún Sverris- dóttir talar um konur í Alþýðu- bandalaginu, völd þeirra eða valdaleysi. Þór Sigfússon, til vinstri, og Ólafur Ragnar Grímsson ræddu efnahagsstjórnun á fundi með háskólanemum á þriðjudag. Til hægri er Stefán Sigurðsson fundarstjóri. sú að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar telur að brýnasta verkefnið í hag- stjómimú sé að draga úr umsvifum hins opinbera þegar það liggur fyrir að ríkisgeirinn á íslandi er lítill miðað við aðrar vesturlandaþjóðir, sagði Ólafur Ragnar á fundinum. ITann kvað stöðugleika í efnahagstjórninni hafa náðst í tíð síðustu ríkisstjómar þegar þjóðarsátt tókst og verðbólgan var slegin af með samræmdu átaki rík- isstjórnar, launþegahreyfingar og samtaka atvinnurekenda. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi fengið stöðug- leikann í arf frá ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Stjórn Sjálfstæðis- flokks og Afþýðuflokks hafi hinsvegar ekki gripið tíl þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar em til að auka þjóðar- tekjur og örva hagvöxt. Þór Sigfússon sagði helstu verkefni efnahagsstjómunar vera að viðhalda stöðugleika, auka skilvirkni og örva vöxt. Hann sagði að íslendingar væru komnir í sömu ógöngur og Svíar og Færeyingar. A íslandi væri efhahags- kerfinu ofstjórnað, iðnaðurinn stæði á brauðfótum, flokksskírteinið væri tek- ið fram yfir hæfileika, alltof margir væm á ffamfæri hins opinbera. Kerfið væri fátækragildra þar sem bætur lækkuðu þegar menn ynnu sér inn meiri tekjur. Þór telur að núverandi ríkisstjórn sé á réttri leið. Regnboginn með borg- arafund og vetrarfagnað Regnbogmn, samtök um Reykjavíkurlistann, efna til opins borgarafundar um málefhi Reykjavíkur næstkomandi mánu- dag kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Þá liggur fyrir að vetrarfagn- aður Regnbogans verður í Súlnasal sama hótels föstudagskvöldið 21. október. Á borgarafundinum á að fjalla um næstu skref Reykjavíkurlistans eftir kynningu á úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar og á forkönnun Stefáns Jóns Hafstein á stjórnkerfi borgarinn- - Peningaprentunin hefur verið stöðvuð mcð því að fjármálaráðherra fer ekki lengur yfir götuna í Seðla- bankann og fær yfirdrátt þegar hann vantar peninga í kassann. Það er búið að markaðsvæða vextina. Ríkiskerfið hefur verið einfaldað og ný hugsun er komin á fulla ferð, sagði Þór. Hann sagði forgangsverkefni að auka fjár- festingu í menntun og rannsóknum. - Við þurfum að byggja upp á nýtt heildarkerfi eins og.tíl dæmis gert var á Nýja Sjálandi þar sem stjórnvöld mótuðu stefnuna og töluðu síðan við aðila vinnumarkaðarins. Ungt fólk þarf að vera í lykilhlutverki í þessari vinnu, sagði Þór. Ólafur Ragnar minnti á að rílds- stjórn Davíðs Oddssonar hefði verið mynduð utanuni álver og einkavæð- ingaráætlun. Hvorugt hefði gengið eftir. - Og þegar Seðlabankinn er látinn kaupa húsbréf og aðra ríkispappíra fyrir 13 inilljarða, eins og gerst hefur á árinu, þá er ekki hægt að tala um að ffjáls markaður ákveði vextína, sagði Ólafur Ragnar. Þá fjallaði Ólafur Ragnar um ný- lega skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, þar sem farið er í saumana á velheppnuðum hag- kerfum smáríkja í Austur-Asíu. - í skýrslunni koma ffam mörg þau atriði sem Alþýðubandalagið setti ffam í Grænu bókinni, Otflumings- leiðinni, fyrir ári. Hlutverk hins opin- bera er að leggja sóknarlínur atvinnu- lífsins og taka samræmdar ákvarðanir sem styðja við bakið á einstaklingum og fyrirtækjum, sagði Ólafur Ragnar. Allmargar spurningar og athuga- semdir komu frá háskólanemum og auðheyrt að töluverður áhugi er á framtíðarstefhumörkun efhahags- stjórnunar á íslandi. ar. Fjórir frunnnælendur tjá sig, Guð- rún Ágústsdóttír forseti borgarstjórn- ar, Pétur Jónsson borgarfulltrúi, Sig- rún Magnúsdóttír borgarfulltrúi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri. Fundurinn er öllum opinn og kaffigjald er 500 krónur. Markmiðið með vetrarfagnaðinum er tvíþætt, annars vegar fjáröflun, en hins vegar að gefa stuðningsmönnum Reykjavíkurlistans færi á að eiga sam- an góða stund og efla samhug fyrir starfið ffamundan. Haustfundur miðstjórnar 5.- 6. nóvember á Flug Hóteli í Keflavík Kjarabætur og rettlátt skattakerfi Haustfundur miðstjórnar Al- þýðubandalagsins verður haldinn á Flug Hóteli í Keflavík helgina 5. - 6. nóvember næstkom- andi. Auk miðstjórnarmanna sitja formenn allra flokksfélaga fundinn enda er flokksstarfið þar sérstak- lega til umræðu. Kjarabætur, rétt- látt skattakerfi og nýjar hugmyndir í ríkisfjármálum eru yfirskriffin á almennum stjómmálaumræðum sem formaður og varaformaður flokksins, Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur J. Sigfusson, inn- leiða í byrjun fundarins. Miðstjórnarfundurinn hefst kl. 09:30 á laugardagsmorgni 5. nóv- ember með fundarsetningu og inn- töku nýrra flokksfélaga. Gert er ráð fyrir að almennum stjómmálaum- ræðum ljúki um kl. 15:00 og þá taki við umræður um flokksstarfið, og þá sérstaklega um undirbúning al- þingiskosninga, áherslur Alþýðu- bandalagsins og kynningu á út- flumingsleiðinni. Hlé verður gert á umræðum klukkan hálf sex og snæddur léttur verður, en að því búnu hefjast nefndastörf. Kvöld- mamr og samvera með Suðurnesja- mönnum hefst svo kl. 21:00 um kvöldið. Á sunnudag, 6. nóvember, er gert ráð fyrir að starfshópar fái tíma til að ljúka störfum sínum en um- ræðum á miðstjómarfundi verði ffamhaldið kl. 10.30. Að loknum hádegisverði kl. 13:00 verður tekið til við afgreiðslu mála og við það miðað að fundinum verði slitið kl. 16:00. Brauðostur kg/stk. 15% AFSLÁTTURÍ 612 kr ■ kílóið. VERÐ NU: VERÐ AÐUR: ÞU SPARAR: ■ kílóið. 108 kr. á hvert kíló. OSTA OG SMJÖRSALAN SE

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.