Vikublaðið


Vikublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 21. OKTOBER 1994 Er það eklá grátbroslegt að á nánast sömu stund og dómari tuktaði ritstjóra Vikublaðsins til að borga Hrafni Gunnlaugssyni miskabætur fyrir ærumeiðingar, þá birti Ríkisend- urskoðun lista sem Ólafur G. Einars- son vildi helst ekki að birtur yrði, en þar gaus gamla deilumálið um bönn- uðu kvikmyndimar upp að nýju? Er það ekki grátbroslegt að um leið og ritstjórinn var dæmdur og þau um- mæli meðal annars gerð ómerk að Hrafn hafi haft úrslitasambönd í menntamálaráðuneytið að þetta kvik- myndamál skuli ganga aftur? Sáuð þið hversu ókvæða Ólafur G. Einarsson brást við þegar hann var af fréttamanni Stöðvar 2 spurður hvort Hrafh hefði ekki fengið 5,3 milljónir af ráðstöfunarfé ráðherra 1993? Hann játaði því en spurði með þjósti og af fullkominni óþolinmæði: A nú að fara að rifja upp þá umræðu alla?! Hrafh fékk aurinn úr einkavasa menntamálaráðherra fyrir bíómyndir. Ólafur sagði Hrafni að Námsgagna- stofhunþyrfti áreiðanlega að fá mynd- imar. Áreiðanlega hafa Ólafur og Hrafn verið innilega sammála. Aldeil- is'brillíant hugmynd. Hugsið ykkur menningarverðmætin sem ríkið var að fa fyrir, ja, bara alls ekki svo mikið fé. Þetta vom mánaðarlaun 76 verka- manna aðeins. Mánaðarlaun bara fimm Eimsldpaforstjóra. Og Óiafúr hefur hringt í Náms- gagnastofhun og tilkynnt að hann væri búinn að gera góðan díl. Búinn að kaupa sýningarréttinn á helstu meistaraverkum hins heimsffæga Hrafhs. Námsgagnastofhun gætí fengið fullt af spólum og byrjað að sýna myndimar í skólunum. Þá getur maður ímyndað sér að ein- hver á Námsgagnastofnun hafi sagt eitthvað á þessa leið: Við þökkum, hæstvirtur ráðherra. En era ekki myndimar hans Hrafhs bannaðar inn- an sextán? Er ekki ólöglegt eða að minnsta kosti gagnstætt góðum og gildum reglum að sýna skólabömum myndimar? Og hvað gerðist? Hinar keyptu myndir fóru ekki upp í Námsgagna- stofnun. Hrafn sjálfur var Iátinn geyma þær. Hvað þær heita nú afturj Blóðrautt sólarlag, Hrafhinn flýgur, 1 skugga Hrafnsins, Böðullin og skækj- an, Hvítí víldngurinn o.s.ff.. Þegar þetta hefur gerst (kannski með þessum hætti, kannski ekki) var engin eða takmörkuð umræða á þeim nótum sem nú fer ffam um gláp bama á ofbeldismyndum og afleiðingamar þess. Þá hafa embættismenn áreiðan- lega ekki getað ímyndað sér að böm færu að herma eftír víldngum sem höggva mann og annan, pynta, nauðga og brenna. Þá hafa menn sjálf- sagt hugsað: Jú, myndimar era bann- aðar innan sextán, en era ekki allir krakkar að glápa á bannaðar myndir? 1 Noregi taka menn nú af dagskrá sjónvarps mynd vegna þess að í henni er ofbeldi sem ungir krakkar horfa á. I Noregi er nú talið að sex ára guttar sem drápu fimm ára stelpu hafi verið undir áhrifum Teenage Mutant Ninja Warriors, „bama- ogunglingamynd". Ætli þeir einstaklingar séu tíl sem nú hugsa eitthvað á þá leið að sem bet- ur fer hafi víkingamyndir Hrafhs ekld verið sýndar í grunnskólum landsins? Er það ekki fin löggjöf sein vemdar góðborgara landsins fyrir ritsóðum, sem segja óviðurkvæmilega og hér- með ómerka hlutí eins og að tíltekinn maður hafi haft úrslitasambönd inn í memitamálaráðuneytíð? í dagsins önn Jazzkvartetf Reykjavíkur f.v. Tómas R. Einarsson, Einar Valur Scheving, Sigurður Flosason og Eyþór Gunnarsson. islenskup djass gefln út í Brettandi Nýlega var gefin út í Bret- landi geisladiskur með Jazzkvartett Reykjavíkur sem hljóðritaður var í febrúar s.l. þegar hljómsveitín lék í djassklúbbi Ronnie Scott í Lundúnum. Diskur- inn ber nafnið Hot House - The Reykjavík Jazz Quartet live at Ronnie Scott's og er gefinn út af for- lagi klúbbsins, RS Jazz House. Það fyrirtæki hefur á undanfömum árum gefið út diska með tónlistarfólki sem komið hefur ffam í klúbbnuin, s.s. Airto og Floru Purim, George Coleman, Arturo Sandoval og Chico Freeman. Jazzkvartett Reykjavíkur skipa sax- ófónleikarinn Sigurður Flosason, Tómas R. Einarsson kontrabassa- leikari, Eyþór Gunnarsson píanó- leikari og trymbillinn Einar Valur Scheving. Kvartettinn hefur starfað undanfarin þrjú ár og leikið víða um lönd; í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Englandi, Skotlandi og Þýskalandi. Einnig hefur kvartettínn leikið með ýmsum erlendum gestum hér heima, þeirra á meðal skoska saxófónleikar- anum Tommy Smith og bandaríska gítarleikaranum Doug Raney. Sérstakur gesmr kvartettsins á nýja geisladisknum er breski tromp- ettleikarinn Guy Barker, en hann er í hópi fremstu djasstrompettleikara Breta. Á disknum eru átta lög; sex eftir þá Sigurð, Tómas og Einar og tvö eftír erlenda höfunda. LR frumsýnir í kvöld Hvað um Leonardo? Ikvöld mun Leikfélag Reykjavíkur frumsýna nýtt slóvenskt leikrit, Hvað um Leonardo? effir Evald Filsar. Leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson, en Ieikmynd hannar Axel Hrafnkell Jóhannesson. Veturliði Guðnason þýddi verkið. Leikritið var ffumsýnt í Ljubljana fyrir tveim- ur árum og vann sýningin til fjölda verðlauna þar í landi. Verkið er ný- stárlegt. í umfjöllun sinni um fólk með ólæknandi sjúkdóm sem virðist eiga sér geðrænar rætur en er af taugalegum ástæðum. Það lýsir kringumstæðum þess á heimili fyrir sjúklinga af því tagi og er í senn skemmtílegt og sorglegt. Atvik haga því svo að ungur sálfræðingur fær á- huga á einum karlsjúklingnum og vill vinna um hann rannsókn. Bregð- ur þá svo við að sjúklingurinn fer í stjarfa og þegar hann vaknar af dáinu er hann gerbreyttur maður. Leikur- inn lýsir síðan hvernig samfélag og sérffæðingaveldi, fjölmiðlar og fjöl- skylda leika þennan mann sem virð- ist gæddur ofurmannlegum hæfileik- um. Verkið er þannig undarleg bianda af spennuleik, skopleik og sorgarleik um manneskju á ystu nöf og bætast við ríkulegar tilvitnanir í heimsbókmenntirnar sem stílla at- vikum í sérstakt ljós. Höfundur verksins, Evald Flisar, er afkastamikill rithöfundur og hefur á undanförnum áratugum sent ffá sér fjölda rita, bæði leikrit, ljóð og ritgerðir. Hann er víðförull og hefur á ferðum sínum um fimmtíu lönd sinnt ólíkustu störfum. Hann er óþreytandi í skrifum sínum og lætur sér fátt maimlegt óviðkomandi. Hann býr ýmist í Ljubljana eða London og skrifar bæði á ensku og slóvensku. í tilefhi af frumsýningu Leikfélags Reykjavíkur á Hvað um Leonardo? mun höfundur verksins koma hingað til lands ásamt fulltrúa sjónvarpsins í Slóveníu sem ætlar að flytja fréttir af sýningunni hér um gervihnött. Einnig kemur fulltrúi ffá Rithöf- undasainbandi landsins sem ætlar að hitta íslenska rithöfunda. Heimsókn- in er styrkt af borgarstjóranum í Reykjavík og menntamálaráðuneyt- inu. Standa vonir til að samstarf milli þjóðanna tveggja á menningarsvið- inu eflist við þessa heimsókn. Leikfélagsmenn hafa fundið mjög fyrir þakklætí í garð Islendinga hjá Slóvenum. I undirbúningi er svið- setning á leikrití Hrafnhildar H. Guðmundsdóttur, Ég er meistarinn, í Slóveníu á næsta ári. Auk Hallmars og Axels eru aðstendur sýningarinnar á Hvað um Leonardo? Baldur Már Arngrímsson sem hannaði hljóðmynd, Elfar Bjarnason annast lýsingu og Aðalheiður Al- ffeðsdóttir sem gerir búninga. Alls fara ellefu leikarar með hlutverk í sýningunni og mæðir inest á Þor- steini Gunnarssyni. Aðrir leikarar eru Ari Matthías- son, Bessi Bjamason, Guðlaug E. O- lafsdóttir, Magnús Olafsson, Mar- grét Helga Jóhannsdóttír, María Sigurðardóttir, Pétur Einarsson, Soffía Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Vigdís Gunnarsdóttir og Þór Tulin- íus. Næsta sýninga á Hvað um Leon- ardo? verður sunnudagskvöldið 23. október. Hpingui* opnar tvæp sýningar sama daginn Hringur Jóhannesson listmálari opnar tvær málverkasýningar laugardaginn 22. október. I Lista- safni ASÍ við Grensársveg sýnir hann rúmlega 30 olíumálverk og 25 pastelmyndir í Gallerí Fold, Lauga- vegi 118. Síðast sýndi Llringur málverk í Norræna húsinu fyrir tveimur árum. Sýningin í A.S.I. verður opnuð kl. 14:00 og síðan er opið daglega frá 14 -17. Lokað miðvikudaga. I Gallerí Fold er opið ffá kl. 10 - 18, nema sunnudag frá kl. 14- 18. Sex hugleiðingar á hátíðarári Ut er komið 2ja arka (32 hls.) smárit eftir Þorgeir Þorgeirsson: Sex hugleiðingar á hátíð- arári. Á bókarkápu segir að Smárit ffá Leshúsi séu hugsuð sem útgáfuvettvangur fyrir hvaðeina, sem hefur minna umfang en heil bók út- heimtir og kemst ekki fyrir í þröng- um stakki blaðagreinar eða tímarit- spistils. Hugleiðingarnar sex heita: Bamið og túkallinn, Lögrétta, Svefitró Hæstaréttar, Opinber skrif eiga að vera opinber, Tvö bréf til stjórnar Lögmannafélags íslands ogLokaorð. I þessum textum leit- ast höfundurinn við að skilgreina takmarkanir lýðræðisins hér á landi. Hann rekur í því sam- bandi stórfurðulegt pukur með réttaröryggi landsmanna og flettir ofan af hefðgróinni ritskoðun ITæsta- réttar á fréttum Ríkisútvarpsins og jafnvel fleiri svokallaðra upplýsinga- miðla af þessum málum. Bæklingurinn fæst í Bókabúð Máls og Menningar við Laugaveg, hjá Ey- mundsson í Austurstræti og hjá út- gefandanum, Lisdtúsi. Skilningur minn á vandamálum bæjarfélaga landsins hefur auk- ist verulega undanfama mán- uði. Fólk mér nákomið situr nú í nefndum tveggja bæjarfélaga og einn meira að segja í hreppsnefnd. Síðast en ekki síst hef ég neyðst til að sitja nokkra fundi einnar bæjarnefndar. Og það verður að segjast eins og er að eftír þessa reynslu mína og minna eru áhyggjur Morgunblaðsins af því að illa gangi að fá þokkalegt fólk í pólitík mér vel skiljanlegar. Maður hefði nú haldið að í einu af stærstu bæjarfélögum landsins ættí að vera mögulegt að manna aðal- nefndir bæjarins þokkalega færu fólki. En fjandinn fjarri mér, þar er hver aulinn öðram verri. Annar meirihlutaflokkurinn sendir sem að- almann pilt sem er í þrígang búinn að reyna við filuna í Háskólanum án þess að komast þar í gegn og er auk þess eini maðurinn sem ég veit til að hafi beinlínis verið beðinn um að koma ekld í viðskiptaffæðina. Og ekki tók betra við þegar varamaður drengsins mætti einu sinni. Ástæðan var sú að hann hafði komist yfir myndband með Mary Poppins og var frá öllurn störfum í nokkra daga. I hans stað kom fimmtug safnaðar- stjórnarjúnka. Sú var umrædd í bæn- um fyrir allnokkrum árum þegar hún féll í húsmæðraskóla og vann eftir þáð í nokkur ár við heilun og nárns- ráðgjöf fyrir unglinga á glapstigum. Kosturinn við þetta lið er þó að það tefur ekki fundi. Þaðan heyrist hvorki hósti né stuna utan hvað drengurinn lét einhverju sinni orð falla um að það færi að styttast í beina útsendingu frá einhverjum kappleik. Slíkt hið sama verður ekki sagt um fulltrúa hins flokksins. Ann- ar er ritari nefndarinnar og telur sér illilega misboðið og íþyngt með því starfi. Vilji rnenn leggja ffam bókan- ir þarf fúndahlé meðan vinurinn klippir og límir þannig að ekki þurfi að handskrifa adiugasemdirnar. Raunar hefur honum farist þetta svo óhönduglega að síðast var kallaður til starfsmaður á skrifstofu bæjarins til að sinna þessum þætti verksins. Þá hafði ritaranum á einhvern hátt tek- ist að koma lími í alla stóla fundaher- bergisins og að auki klippt svo illa í lófann á sér að fundargerðabókin var öll alblóðug. Og svo engu sé logið þá sótti ritarinn um bætur til bæjarins vegna vinnuslyss og hótaði að fá Vinnueftirlitið til að líta á skærin sem kjörnum fulltrúum væri boðið upp á. Ég held mér sé óhætt að full- yrða að hann hafi fengið bæturnar. Þó er öllu verra að í upphafi var á- kveðið að fundir nefiidarinnar stæðu helst ekki nema í tvo tíma. Og ritar- inn tekur þetta svo alvarlega að eftir að hinum ákveðna tíma er náð þá harðneitar vinurinn að bóka nokkurn skapaðan hlut. Vilja fund- argerðirnar því verða nokkuð snubb- óttar auk þess sem andstaðan er heldur ósátt við að þegar loks kemur að liðnum „önnur mál“ þar sem færi er að taka eitdivert frumkvæði, þá er haft sama kerfi og hjá Lykla-Pétri og lokað Iífsins bók. Maður verður bara að vona að þetta sé skárra í öðrum nefndum. Annars held ég maður verði að ráðleggja fólki að flytja.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.