Vikublaðið


Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 1
Kohl brátt allur Eins og margir einræðis- hyggjumenn hefur Kohl saf- nað um sig hugmynda- lausum og gagnrýnislausum jábræðrum en þar getur ein- mitt fall hans falist. Bls. 6-7 Hver treystir ríkisstjórninni? Við birtum ræður Ragnars Arnalds og Svavars Gestssonar við umræðu um vantrauststil- Iöguna sem Davíð þorði ekki til atkvæða um á bls. 5 M Utangarðs á Irlandi Ólafur Gíslason fór til Dyflinar og skoðaði myndhst og leiklist sem utangarðs er við megin- strauma í menningarlífinu eins og Bretar hafa tekið sér vald til að skilgreina þá. Bls.8-9 42. tbl. 3. árg. 28. október 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. VSÍ flytur inn samevr- ópska markaðshyggju íslenskir atvinnurekendur áskrifendur að samevrópskri markaðshyggju atvinnurekenda: Lægri bætur til atvinnulausra. Meira launabil milli hæstu og lægstu tekna. Fyrirtækjum gert auðveldara að segja upp fólki. Formaður BSRB og Seðlabankastjóri vara við afleiðingunum. Vinnuveitendasamband ís- Iands hefur kynnt félags- mönnum sínum skýrslu Evrópska vinnuveitendasam- bandsins, UNICE, þar sem stefha atvinnurekenda í Evrópu er út- máluð. Evrópskir atvinnurekendur vilja auka samkeppnishæfni sína meðal annars með því að auka bihð á milli hæstu og lægstu tekna launþega, auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum og lækka atvinnuleys- isbætur. Þá hafa þeir horn í síðu um- svifa hins opinbera og vilja samdrátt í ríkisrekstri. Opinbert heiti skýrsl- unnar er Gerum Evrópu samkeppn- ishæfari (Making Europe more competitive). Vinnuveitendasambandið á aðild að UNICE og Hannes G. Sigurðs- son aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ segir að umrædd skýrsla hafi verið kynnt á fundum atvinnurekenda. Arni keypti atkvæði Arni Sigfússon notaði daginn fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar meðal annars til þess að framlengja til tveggja ára uppsögðum leigusamningi á einbýlishúsi í eigu borgarinnar. Ekki einasta batt hann þannig hendur nýs meirihluta og kom í veg fyrir aðra ráðstöfun hússins í þágu embættis garðyrkjusrjóra, heldur er leigusamningurinn með þeim hætti að engin leiga er greidd. Viðkomandi fjölskylda er þó ekki á flæðiskeri stödd, en fjölskyldufaðir- inn er verkfræðingur. Ef til vill hefur fiölskyldan verið í vandræðum með ráðstöfun kosningaréttar síns þessa góðviðrisstund daginn fyrir kosning- ar. Alténd framlengdi Arni samning- inn leigulaust til tveggja ára án sam- ráðs við embætti garðyrkjustjóra, sem átti að fá húsið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur beðið embættis- menn borgarinnar að yfirfara alla samninga sem fyrrum borgarstjóri gerði síðustu dagana fyrir kosningar. Ekki síst beinist athyglin að leiguí- búðum sem borgarsriórinn úthlutaði að eigin geðþótta, meðal annars við Tjarnargötu, þar sem stöndugt fólk á borð við Súsönnu Svavarsdóttur hef- ur fengið leigt á vildarkjörum. Ingibjörg Sólrún segir í samtali við Vikublaðið að meginatriðið í hennar huga sé að það sé ekki í verkahring borgarstjóra persónulega að úthluta leiguhúsnæði frá skrifstofu sinni. „Það verða að vera leikreglur sem allir geta gengið að vísum. Geð- þóttaákvarðanir eru óréttlætanlegar í þessu sambandi", segir Ingibjörg Sólrún. Davíð fallinn í Stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins Með því að leggja fram og fá samþykkta „dagskrár- tillögu" um frávísun á vantrauststillögu srjórnarand- stöðunnar braut Davíð Oddsson forsætisráðherra lýðræðisreglur sem kenndar eru í Stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson flutti sem kunn- ugt er tillögu um rökstudda dagskrá sem fól í sér frávísun á vantrauststil- lögu sriórnarandstöðunnar og var frávísunin samþykkt 34 gegn 26. Vantraustið komst því ekki á dag- skrá. Með dagskrártillögu sinni braut Davíð gegn því sem Sjálfstæðisflokk- urinn boðar sjálfur í stjórnmálaskóla sínum. I þeim skóla er kennt eftir sérstakri handbók sem tekin var saman fyrir nokkrum árum, meðal annars af Sigurbirni Magnússyni sem þá var framkvæmdastjóri þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. I hand- bókinni segir: „Enda þótt dagskrár- tillögur geti verið hentugar til þess að binda enda á langvinnt málaþras, Forsætisráðherra braut skráða lýðræð- isreglu Sjálfstæðisflokksins með því að vísa vantrauststillögunni frá. skal hér ekki hvatt til notkunar þeirra. Tiltölulega lítill meirihluti getur," með oíhotkun dagskrártil- lagna lokað fyrir málefni minnihlut- ans og hindrað umræður um þau, samhliða því sem hann getur vísað frá tillögum, sem hann kinokar sér við að fella. Slík vinnubrögð sam- rýmast ekki lýðræðisreglum". Sigurbjörn Magnússon sagði að- spurður að hann myndi ekki hvort hann hefði skrifað þennan kafla eða ekki. Hann var spurður hvað honum þætti um dagskrártillögu forsætis- ráðherra í ljósi þessa námsefnis stjórnmálaskóla flokksins. „Ég er ekki tilbúinn til að tjá mig um það", var svar Sigurbjörns. Við atkvæðagreiðsluna um frávís- unina sagði Ólafur Ragnar Gríms- son meðal annars að tillaga Davíðs væri einstæð atlaga að þingræðis- venjum. „Með þessum tillöguflutn- ingi forsætisráðherra er verið að skapa það fordæmi að Alþingi fai hugsanlega aldrei að greiða atkvæði um vantraust á ríkisstiórn eða ein- staka ráðherra, heldur verði því ávallt vísað frá. Skref forsætisráð- herra hér í kvöld er þess vegna atlaga að þingræðinu og lýðræðinu", sagði Ólafur Ragnar. Hann telur að sumt efni skýrslunnar eigi við Island en annað ekki. Hann- es er þeirrar skoðunar að atvinnu- leysisbætur virki á vissum sviðum at- vinnuleriandi. - Til dæmis þekkist það í hótel- hreingerningum að erfitt sé að fá fólk til starfa þótt margir séu á at- vinnuleysisskrá, segir Hannes. Ögmundur Jónasson formaður BSRB varaði við framtíðarsýn mark- aðshyggjunnar í setningarræðu á 37. þingi Bandalags starfamanna ríkis og bæja. Ögmundur sagði aukið launa- misrétti og niðurskurð velferðar- kerfisins búa til þjóðfélag.öfga og ó- réttlætis. I sama streng tók Stein- grímur Hermannsson Seðlabanka- stjóri sem var gestafyrirlesari á þingi BSRB. Steingrímur sagði að mark- aðshyggjan tæki ekkert tillit til vel- ferðar fólks heldur legði hún mælistiku fjármagnsins á alla hluti. I stefhu evrópskra atvinnurekenda er að finna enduróm af bandarískri umræðu síðustu ára um samkeppni á milh þjóða. Hinsvegar eru Banda- ríkjamenn núna að snúa baki við hugmyndinni um að þjóðir standi í efnahagslegri samkeppni sín á milli. Ahrifamiklir hagfræðingar, til dæmis Paul Krugmann, segja að samkeppn- ishugmyndin skýri ekki þann vanda sem atvinnulíf einstakra landa standi frammi fyrir. Og það sem verra er; röng stefriumótun kemur í kjölfar rangrar greiningar. Evrópskir at- vinnurekendur eru á leiðinni í vit- lausta átt og þeir íslensku fara í humátt á eftir. Félagsmálaráðherra hótar Hafnfirðiiigum Guðmundur Arni Stefans- son félagsmálaráðherra hótaði bæjarstjóra Hafh- arfjarðar að standa í vegi fyrir framgangi hagsmunamála Hafn- firðinga. Félagsmálaráðherra er yfirmaður syeitarstiórnamála og Guðmundur Arni lét þau orð falla í fréttatíma Sjónvarps á þriðjudagskvöld að hann ætti sem félagsmálaráðherra eftir að ræða við Magnús Jón Arnason bæj- arstjóra um ýmis málefni bæjarfé- lagsins og sagði að það væri eins gott fyrir bæjarstjórann að hafa félags- málaráðherra ekki á móti sér. - Félagsmálaráðherra er komin á mjög hættulegar brautir með mál- flutningi sínum, segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubanda- lagsins sem tók málið upp utan dag- skrár á Alþingi. I fréttatímanum tókust þeir á Magnús Jón og Guðmundur Árni um framkvæmd Listahátíðar Hafha- fjarðar í fyrra þegar Guðmundur Arni var bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Guðmundur Árni liggur undir ámæli fyrir að hafa sólundað peningum bæjarsjóðs eins og skýrsla endur- skoðenda um listahátíðina ber með sér. Bæjarstiórn Hafharfjarðar á eftir að ræða við félagsmálaráðuneytið um framkvæmd á verkefhi um til- raunasveitarfélag sem Hafnarfjörður tekur þátt í. - Með hótunum er félagsmálaráð- herra reyna að tefja fyrir rannsókn á embættisfærslu hans sem bæjarstjóra í Hafnarfirði og þetta er grafalvar- Iegt mál, segir Ólafur Ragnar Grímsson. • • Össur í raniisókii T Tlörleifur Guttormsson og JL Ifimm aðrir þingmenn stjórn- arandstöðunnar hafa lagt fram til- Iögu á þingi um kosningu sérstakr- ar rannsóknarnefhdar þingmanna til að rannsaka framgöngu Ossurar Skarphéðinssonar umhverfisráð- herra við ákvörðun um að flytja embætti veiðistjóra til Akureyrar. Akvörðunin var tekin fyrr á þessu ári og telur Hjörleifur að ráðherrann hafi valtað yfir starfsfólk embættisins svo brjóti í bága við skráðar og ó- skráðar reglur um mannleg samskipti. Hjörleifur segir þetta ekki spurn- ingu um flutninginn sem slíkan held- ur framkomu gagnvart starfsfólM. Al- þingi eigi að grípa inn í, enda ekki í fyrsta skiptið sem ráðherrann tekur svona á flutningsmálum stofhana án þess að taka starfsfólláð með í reikn- inginn. Hjörleifur segh málið mjög alvarlegt, þar sem ákvörðun er tekin og hún tilkynnt starfsfólki eftir á. Meðflutningsmenn hans eru Finnur Ingólfsson og Jón Helgason Fram- sóknarflokki, Kristín Astgeirsdóttir og Kristín Einarsdóttir Kvennalista og Svavar Gestsson.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.