Vikublaðið


Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 28. OKTÓBER 1994 itjornmAlin 5 Umræðurnar um vantraustið og frávísunartillögu Davíðs DAVÍD OG JÓN ÞORÐU EKKI í LIDSKÖNNUN Vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar var mætt með frávísunartillögu frá forsætisráð- herra sl. mánudag og var tillaga Davíðs sam- þykkt 34 gegn 26. Stjórnarandstaðan gagn- rýndi frávísunartillöguna harðlega og nú ber- ast fregnir um fyrirspurnir utan úr heimi um þessa grátbroslegu afgreiðslu stjórnarmeiri- hlutans. Hér fara á eftir ræður Ragnars Arn- alds og Svavars Gestssonar við umræðurnar á mánudag, örlítið styttar og búið að sleppa virðingarávörpum. Millifyrirsagnir eru blaðs- ins Ragnar Arnalds: Réttlætiskennd- inni herfilega misboðið Ráðherrum líður ekki vel, við heyrðuin það áðan. Þeiin líður ekki vel vegna þess að þeir óttast að at- kvæðagreiðsla um vantraust á hvern þeirra fyrir sig muni afhjúpa það sem flesta grunar, að ríkisstjórnin er ó- starfliæf vegna innbyrðis átaka. Henni hefur gersamlega inistekist að ná ýmsum helstu markmiðum sín- um. Hún stefndi í upphafi að því að tryggja hallalausan ríkisbúskap og viðunandi aninnuástand en hvort tveggja hefur mistekist með hrapal- legum hætti. Það er þjóðarnauðsyn að gengið verði til kosninga þegar í desember og ný ríkisstjórn taki við uin næstu áramót. Þess vegna er vantraust flutt á for- sætisráðherra. Vantraust á hann er vantraust á ríkisstjórnina alla. Þung ámæli fyrir afglöp Undir venjulegum kringumstæð- um hefði sú atkvæðagreiðsla nægt en svo er ekki að þessu sinni. Akveðnir ráðherrar hafa legið undir þungu á- mæli fyrir afglöp í störfum sínum, ekki aðeins ffá stjórnarandstöðu heldur og ffá stjómarsinnum. Því er lýðræðisleg nauðsyn að staða þeirra gagnvart þinginu sé könnuð sérstak- lega í atkvæðagreiðslu og því verður ekki trúað að ríkisstjómin þori ekki að láta atkvæðagreiðsluna fara fram í kvöld. Embættisferill félagsmálaráðherra hefur mjög verið til umræðu í fjöl- miðlum. Hann hefur ekki verið sak- aður um lögbrot en störf hans bera vott um dómgreindarleysi. Umræð- ur urn hugsanlega afsögn hans risu svo hátt í flokk hans sjálfs að formað- ur flokksins, utanríkisráðherra, varð að vanrækja þá skyldu sína að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til þess að geta helgað sig þessu vandræðamáli. Raunar hefur for- maðurinn sjálfur legið undir þungu ámæli þótt með öðmm hætti sé. Sem ráðherra starfar hann í umboði Al- þingis og ríkisstjórnar en hann hefur þó hvað eftir annað gengið þvert á á- lyktanir Alþingis í ummælum sínuin á erlendum vettvangi. 7. maí 1993 fól Alþingi honunt að undirbúa gerð tvíhliða samnings við Evrópusambandið með hliðsjón af hugsanlegri inngöngu Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands í sambandið. Hjaðnar bólusótt ráðherr- ans? Þessu verkefni hefur ráðherrann í engu sinnt. Þvert á móti hefur hann aftur og aftur lýst því yfir við forysm- menn sambandsins að von gæti verið á umsókn frá Islendingum um fulla aðild. Vissulega má til sanns vegar færa að allir séu frjálsir orða sinna. En það gildir þó ekki um ráðherra sein talar fyrir hönd þjóðar sinnar á erlendri grand. Villandi yfirlýsingar, sem gefa ranga mynd af vilja Alþing- is og ríkisstjómar, geta skaðað hags- muni þjóðarinnar og gerðu það vafa- laust í þessu tilviki. Að sjálfsögðu er lítið inark tekið á óskum Alþingis og ríkisstjórnar urn nýjan tvíhliða samn- ing íslands við Evrópusambandið meðan utanríkisráðherra flytur allt annan boðskap í einkaviðræðum við forystumenn sambandsins. Einleikur ráðherra þvert á vilja Alþingis og rík- isstjórnar er meira en næg ástæða til að honurn sé vikið frá störfum. Forsætisráðherra lét sér þó lengi vel nægja að svara ráðherranum með niðrandi orðavali um „einkaskoðanir utanríkisráðherra“ og nefndi yfirlýs- ingagleði hans sumarbólu. Hann virtist gera sér vonir um að bólusótt ráðherrans hjaðnaði bráðlega. En því var ekki að heilsa. Utanríkisráð- herra hóf að gylla fyrir þjóðinni í krafti hárrar stöðu sinnar hvað Norðmenn hefðu gert hagstæðan sjávarútvegssamning við Evrópu- sambandið. Þessu mótmæltu hags- munaaðilar í sjávarútvegi sem kynnm sér samninginn, þar á meðal sjávarútvegsráðherra, enda blasir við að Norðmenn eiga á hættu að missa yfirráð sín yfir fiskimiðum sínum að nokkram áram liðnum þegar aðlög- unartímanum lýkur. Loksins kom að því að forsætisráðherra glataði þolin- mæði sinni og lýsti því yfir 25. sept- ember sl. að slíkum mönnum væri, svo að notuð séu hans óbreyttu orð, ekki treystandi fyrir því að semja um okkar fiskveiðimál ef þeir halda að þessi samningur sé góður. Við stjómarandstæðingar tökum sterklega undir með forsætisráðherra að slíkum mönnum er ekki treystandi og nú fær hann tækifæri til að standa við orð sín. Lætur reka á reiðanum Ferill ríkisstjórnarinnar er senn á enda. Hennar verður helst minnst í sögunni fyrir að í tíð hennar magn- aðist upp stórfellt atvinnuleysi, margfalt á við það sem verið hafði í áratugi á undan. Þegar ráðherrar tala uin atvinnuleysið er eins og þeir séu að ræða um óvænt norðanáhlaup sem senn gangi yfir og þeir beri enga ábyrgð á. En er það svo? Atvinnu- leysi er alvarlegur þjóðfélagssjúk- dóinur sem breiðir úr sér eins og drep í þjóðarlíkamanum ef ekki er snúist til vamar. Efnahagslífið lendir í vítahring, minnkandi tekjur fólks- ins leiða til gjaldþrots fyrirtækja, enn meiri samdráttar, aukins atvinnu- leysis, enn meiri neyðar. Enginn heldur því fram að atvinnuleysi sé viljaverk hæstvirtrar ríkisstjómar. En sök hennar felst í afskiptaleysi, for- ustuleysi. Hún hefur enga stefhu haft í atvinnumálum aðra en þá að láta reka á reiðanum. Hún byrjaði feril- inn á því að hækka vextina veralega Ragnar Arnalds: Ríkisstjórnarinnar verður helst minnst í sögunni fyrir að í tíð hennar magnaðist upp stórfellt atvinnu- leysi, margfalt á við það sem verið hafði í áratugi á undan. og hélt þeim háum fyrstu tvö árin. Þegar hún loksins skildi að þeim varð að ná aftur niður var skaðinn skeður. Ríkisstjórnin treysti á kreddu- kenningar frjálshyggjunnar og trúði því að lögmál peninganna leysti allan vanda. Nú að þremur áram liðnum sjáurn við afleiðingar þessarar stefnu ef stefnu skyldi kalla. Atvinnuleysið hefur magnast ár ffá ári með ógn- vænlegum hraða. Það var rúmt 1% þegar stjómin tók við og er nú um 5%. Vonir hafa staðið til að botnin- um væri náð og betri tíð væri í vænd- Tim en fyrirætlun stjórnvalda sam- kvæmt fjárlagaffumvarpi næsta árs, um 25% niðurskurður verklegra ffamkvæmda, gerir þá von að engu. Hátekjur og pappírsgróði sleppa Atvinnuleysið hefúr skapað mikla neyð. Á sama tíma hafa kjör launa- fólks rýrnað mjög veralega. Játa verður hreinskilnislega að atvinnu- leysið hefur lamað baráttu verkalýðs- hre\'fingarinnar fyrir bættum kjör- um. Fjölskyldufólk sem vinnur myrkranna á milli nær ekki endurn saman hvað sem það reynir. Skuldir heimilanna hafa vaxið hröðum skref- um seinustu þrjú árin og vanskil hjá húsbyggjendum hafa aukist gríðar- lega. Upplýst er að um 10 þúsund hjón og einstaklingar skuldi þrjár milljón- ir eða rneira umffam eignir sínar. Gjaldþrot hjá'venjulegu fjölskyldu- fólki, sem hefur ekki stundað á- hætturekstur af neinu tagi, er dag- legur viðburður. Að sjálfsögðu ber hverri ríkisstjórn að stuðla að því með skattastefnu sinni að draga úr neyðinni eftir því sem nokkur kostur er en því hefur ríldsstjómin ekki sinnt. Þvert á móti hefur hún stráð salti í sárin. Tekjuskattar hafa stór- hækkað og mest era viðbrigðin fyrir fólkið með lægstu tekjumar þar sem skattleysismörkin hafa lækkað mjög veralega. Síðan bæta þeir gráu ofaná svart og storka láglaunafólkinu með því að afnema þann litla hátekjuskatt sem kominn var á. Jafnffamt er tekju- skattur fyrirtækja lækkaður um hálf- an milljarð. Og enn ætla stjórnar- herrarnir að koma sér hjá því að leggja skatt á tekjurnar af 160 millj- arða skuldabréfaeign. Svavar Gestsson: Ekkert sameinar þessa ríkisstjórn nema óttinn og þetta skjóllitla fíkjublað sem forsætisráðherra fleygði inn é borð þingmanna. Atvinnuleysi og sívaxandi neyð Ég er þess fullviss að mikill meiri- hluti fólks, þar á rneðal tugþúsundir rnanna sem kusu Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn í seinustu kosn- ingum, áttar sig á því að þannig verð- ur ekki áffam haldið. Réttlætiskennd almennings er herfilega misboðið. Við verðum að rífa okkur út úr víta- hringnum með nýrri stjórnarstefnu og allt öðram áherslum í efnahags- og skattamálum en nú er fylgt. Það ástand sem hér hefúr skapast, ein- stætt atvinnuleysi og sívaxandi neyð, er meira en næg ástæða fyrir sér- hvern ráðherra þessarar ríldsstjómar að segja af sér. Einn þeirra hefur þegar gert það og aðrir hafa enn meiri ástæðu til þess. Þess vegna er þessi tillaga flutt. Svavar Gestsson: RíkissRórnin er maokétin að innan Fátæktin er fastagestur á þúsund- um heimila uin þessar mundir. Santt töluðu ráðherrarnir af þvílíkum h roka og þvílíkri sjálfumgleði hér áðan og þvílíkri lítilsvirðingu fyrir þessum fjölskylduin að aldrei hefur heyrst annað eins. Nauðungarapp- boð hafa aldrei verið fleiri en núna. Atvinnuleysi aldrei verið ineira. Spilling í stjórnarfari aldrei hrika- legri en nú þar sem fféttir berast mánaðarlega a.m.k. um spillingu í embættisfærslu og í meðferð fjár- muna. Þessi ríkisstjóm hetði auðvit- að fyrir löngu átt að vera búin að segja af sér. Það viðurkenndi Davíð Oddsson í raun og vera sl. sumar er hann hugðist efina til kosninga í haust á þessu ári. Framtíð í fjötrum Það era hinar almennu stjóm- málaforsendur sem ráða úrslitum, fyrir utan allt annað sem hefur verið nefnt hér í kvöld. Það er þáð hvernig þessi ríkisstjóm hefúr með stefnu sinni fært framtíðina í fjötra. I fyrsta lagi með því að skuldir ríkissjóðs hafa vaxið urn 40 milljarða kr. í hennar tíð og verða í lok þessa kjörtímabils, ef svo heldur sem horfir, 160 til 170 milljarðar króna. Þrátt fyrir allan bægslaganginn, svokallaðan niður- skurð á sumum sviðum, hefur komið í ljós að það er aukning á kostnaði ríkisins, t.d. að því er varðar kaup á lyfjum. En hið alvarlegasta er þó kannski það að þessi ríkisstjórn hefur skorið niður ffamlög til menntamála uni 2,1 milljarð ffá árinu 1991 til árs- ins 1995. Það er hætt við að þessi hrikalegi niðurskurður komi niður á lífskjöram á íslandi á komandi áram af því að menntamál era undirstaða efnahagsmála í landinu sem jafnvel forstjóri Vinnuveitendasambandsins er farinn að skilja. Þessi veraleiki blasir við. Háskóli Islands er kominn á það stig að það er talið vafasamt að er- lendir háskólar geti tekið við okkar stúdentum. Ríkisstjórn sem þannig fómar ffamtíðinni og eykur skuldir ríkissjóðs og sker niður skólakerfið á að víkja svo unnt verði að kjósa urn ný fjárlög og framtíð strax í haust eins og reyndar Davíð Oddsson vildi gera fyrir nokkrum mánuðum. (Hér skaut Salome Þorkelsdóttir forseti þingsins inn athugasemdinni „hæstvirtur forsætisráðherra“ að Svavari, sem ávarpaði svo Davíð eins og forsetinn vildi, en lét þess getið að hann kynni ekki að rneta athuga- semd forsetans.) Óttinn og fíkjublaðið Ráðherramir þora ekki að horfast í augu við veraleikann af því að ein- stakir þingmenn era með klígjuna í hálsinum af tiihugsuninni einni um að styðja ýmsa ráðherra. Allir þekkja viðhorf Egils og Eggerts. Allir vita að forsætisráðherra sjálfur vantreyst- ir utanríkisráðherra. Ríkisstjómin er öll maðkétin að innan af vantrausti hvers ráðherra á öðram. Sú frávísunartillaga sem hér hefur verið flutt af forsætisráðherra er ffá- leit. Hún er í fyrsta lagi alvarlegt vantraust á forseta Alþingis, sem hafði metið vantrauststillöguna gilda. Þessi tillaga er tillaga urn van- traust á forsætisnefndina, sem hafði engar athugasemdir gert við van- trauststillöguna. Eg tel að sú ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að vísa þessari tillögu ffá sé til marks um þá hrikalega veiku stöðu sem núverandi ríkisstjóm stendur frannni fyrir. Það er ekkert sem sameinar þessa ríkisstjórn nema eitt. Það er óttinn, það er óttinn, og svo þessi tillaga sem hér liggur fyrir, þessi litla tillaga. En það verður lítið skjól í henni á þeim kosningavetri sem framundan er, þessu fíkjublaði sent forsætisráðherra fleygði inn á borð þingmanna núna áðan. fþg

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.