Vikublaðið


Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 12
Mimið áskriftarsímann 17500 BSRB gerir upp við þjóðarsátt rítugasta og sjöunda þingi BSRB er lokið og ríkti þar þung undiralda í kjara- og réttindamálum. Kom baráttuhug- urinn meðal annars íram í því að verkfallsboðun og kröfugerð sjúkraliða naut mikils stuðnings og skilnings á þinginu. Hljóðið í þingfúlltrúum minnti á allt annað en ómana firá þjóðarsáttarkóm- um. Andinn á fúndinum var að ríkisstjómin hefði svikið þjóðar- sáttina og að tími væri kominn tdl að ná firam áþreifanlegum kjara- bótum. „Bandalagið lýsir fúllri ábyrgð á hendur stjómvöldum og atvinnurek- endum vegna vaxandi misréttis í þjóðfélaginu og hvetur allt launafólk til að fylkja liði um kjarajöfnun og aukið efnahagslegt réttlæti í landinu. Það hefur verið mjög ákveðinn og harður tónn í þingfulltrúum og aug- ljóst að geisileg reiði er ríkjandi", segir Ogmundur Jónasson í samtali við Vikublaðið, en hann var endur- kjörinn formaður BSRB. Þingið samþykkti fjölmargar á- lyktanir, en aðeins hluti þeirra barst Vikublaðinu fyrir prentun. Þing BSRB varar við öllum tilraunum til að veikja velferðarkerfið og leggur á- herslu á mikilvægi öflugrar heil- brigðisþjónustu, þar sem spamaður og hagræðing megi aldrei verða á kostnað meginmarkmiða heilbrigð- isþjónustunnar. Þingið mótmælir þjónustugjöldum í heilbrigðis- og menntakerfi og skorar á ríldsstjórn- ina að afnema reglugerð sem fellir niður tryggingabætur til aldraðra og öryrkja þurfi þeir að dvelja lengur en 4 mánuði á sjúkrastofnun. Þing BSRB hvetur til átaks í hús- næðismálum aldraðra, einkum gagn- vart þeim sem búa við bágan fjárhag og að framboð á hjúkmnarrými fyrir aldraða verði stóraukið. Þingið ályktaði að áfram skyldi haldið vinnu við endurskoðun á líf- eyrismálum opinberra starfsmanna og lagði áherslu á að breytingar verði ekki gerðar nema í tengsluin við kjarasamninga. Einnig telur þingið að greiðslur úr lífeyrissjóðum eigi ekki að skerða tekjutryggingu og heimilisuppbót lffeyrisþega og að opnað verði fyrir þann möguleika að ákveðnir hópar getí fyrr farið á líf- eyri, enda fái lífeyrissjóðurinn við- bótargreiðslur til að mæta þeim kosmaði. I húsnæðistillögum ber einna hæst tillögu um lengingu á húsbréfum úr 25 í 40 ár ásamt kröfu um að stjóm- völd láti af sífelldum skerðingum á vaxtabótum og um að vextir verði ekki hækkaðir aftur í tímann. Lögum um húsaleigubætur er fagnað þótt deilt sé um greiðslutilhögun. Þingið telur nauðsynlegt að Húsnæðisstofn- un fái ffekari heimildir til að aðstoða fólk sem lendir í vanskilum og viO fá ffam ffumvarp um greiðsluaðlögun ffá ríkisstjóminni (innskot blaðsins: Slíkt frumvarp er koinið ffam að ffumkvæði Svavars Gestssonar). Þá skorar þingið á lífeyrissjóðina að gera sitt til að veita þeim sem era í greiðsluerfiðleikum úrlausn. Hvatt er til þess að ffamboð leiguhúsnæðis verði aukið og að nýtt verði innan fé- lagslega húsnæðiskerfisins eldra hús- næði sem víða um land stendur autt. Samþykkt var ítarleg ályktun um vinnuvemdarmál. Þar kemur meðal annars fram krafa um að ekkert varð- andi EES verði samþykkt hér þar sem í vinnuverndarmálum séu gerð- ar minni kröfur en hér era fyrir. Landvernd 25 ára: Umræðu um náttúruvernd þarf að efla Náttúruverndasamtökin Landvemd halda upp á 25 ára afmæli sitt þessa dag- ana með tveim ráðstefúum, ann- arsvegar um umhverfismál sveit- arfélaga og hinsvegar um nýtingu auðlinda hafsins. Ráðstefina um umhverfismál sveit- arfélaga hefst í dag, föstudag, á Hót- el Sögu. Meðal þeirra sem flytja er- indi á ráðstefnunni er Högni Hans- son ffá Hjalla í Kjós en hann er for- stöðumaður Hollustuvemdar í Landskrona í Svíþjóð. Erindi Högna fjallar um breytingar í sænskum um- hverfisvemdarmálum í kjöfar Ríó- ráðstefnunnar. Hann telur að breyt- ingar á lífsstíl Vesmrlandabúa séu aðkallandi og að mengunarvamir muni í auknum mæli beinast að því að koma í veg fyrir mengun. Aðrir sem flytja undirbúin erindi í dag eru Isólfur Gylfi Pálmason sveit- arstjóri á Hvolsvelli og Birgir Þórð- arson umhverfisskipulagsffæðingur. Þeir munu fjalla um ffáveimmál og sorpurðtm sveitarfélaga. A sunnudag hefst á Hótel Sögu seinni ráðstefna Landvemdar sem er kynnt með yfirskriffinni Hófleg nýt- ing - Hagur þjóða, nýting auðlinda hafsins. Tveir norskir fyrirlesarar, Bente Aasjord og Gunnar Album, halda erindi um hagsmunaárekstra við auðlindanýtingu og smábátaút- gerð á norðurslóðum. Einar Júlíus- son eðlisffæðingur, Ólafur Karvel Pálsson fiskiffæðingur og Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda útskýra ýmsa þætti auðlindanýtingar. I prentaðri dag- skrá er gert ráð fyrir að fulltrúi ffá Landssambandi íslenskra útgerðar- manna hafi ffamsögu um úthafsveiði Auður Sveinsdóttir formaður Land- verndar: Viljum efla umræðuna um nátt- úrvernd og fá fram sem flest sjónarmið. en þegar þetta er skrifað er óvíst hvort útgerðannenn sendi talsmann á ráðstefiiuna. Auður Sveinsdóttir formaður Landverndar segir að markmiðið með ráðstefnunum sé að efla um- ræðuna annarsvegar um umhverfis- mál sveitarfélaga og hinsvegar um nýtingu auðlinda hafsins. - Við reynum að fá sem flest sjón- armið ffam í þessum málaflokkum, segir Auður. Það hafa skipst á skin og skúrir í starfi Landverndar. Félagið fékk gott start með því að ríkissjóður lagði fé- laginu til peninga sem dugðu til að kaupa 350 tonn af áburði til að dreifa á örfoka land. Arið 1979 dugði framlag ríkissjóðs til að kaupa 50 tonn af áburði en sama ár tók Landgræðslan við þessu hlutverki Landvemdar. Noklcuð dró úr sjálfboðastarfinu sem hafði ein- kennt Landvernd ffaman af en sam- tökin sneru sér að útgáfu- og kynn- ingarstarfi. Arið 1989 náðu samtökin sam- komulagi við kaupinenn um poka- sjóðinn svokallaða sem er fjánnagn- aður með sölu plastpoka. Ur poka- sjóðnum hefur samtökum hvarvema á landinu verið úthlutað 90 milljón- um króna. Auður telur að margföld- unaráhrif ffamlaga Landverndar nemi um hálfum milljarði króna. Aðild að Landvernd eiga um 80 félög en þau voru milli 40 og 50 þeg- ar samtökin voru stofnuð. Auður Sveinsdóttir er þriðji formaður Landverndar en áður hafa Þorleifur Einarsson jarðfræðingur og Hákon Guðmundsson borgardómari gegnt fonnennsku. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í KÓPAVOGI Að starfa saman Ráðstefna um stjórnkerfi Kópavogskaupstaðar og samskipti sveitarfélaga við ríkisvaldið Laugardaginn 29, október kl. 13:00 í Þinghól, Hamrab'org 11 Ráðstefnustjóri Birna Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi Hvernig virkar stjórnkerfið? Jón Gauti Jónsson, viðskiptafræðingur hjá Rekstri og ráðgjöf hf Björn Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Fræðslu- og menningarsviðs Kópavogs Ingibjörg Sigmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hveragerði Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri í Kópavogi Hvernig á að starfa: Fulltrúar Alþýðubandalagsins í Kópavogi í starfsnefndum kaupstaðarins bera saman bækur sínar. Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi stýrir umræðum Ráðstefnuslit áætluð kl. 17:00. Að loknum umræðum í Þinghól færa ráðstefnugestir sig um set á Kópavogskrána Mömmu Rósu og ræða málin fram eftir kvöldi. Ekkert ráðstefnugjald - Állir velkomnir Stjórn Alþýðubandalagsins í Kópavogi Þaö tekur aöeins einn virkan aö koma póstinum þínum til skila PÓSTUR OG SÍMI Viö spörtim þér sporin

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.