Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Qupperneq 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005
E
llen Gunnarsdóttir er doktor í
sagnfræði frá Cambridge-
háskóla í Bretlandi og hefur
starfað við spænskudeild Há-
skóla Íslands en er nú að hefja
kennslu við Háskólann í
Reykjavík. Hún hefur ritað bókina Mexican
Karismata um köllun Franciscu de los Angeles,
mexíkóskrar nunnu sem uppi var á árunum
1674-1744 og naut mikils álits í heimaborg sinni,
Queretaro, þótt hún væri af lágum stigum. Bók-
in kom út í fyrra hjá for-
lagi Nebraska-háskóla í
Bandaríkjunum.
Francisca þessi sá sýn-
ir og samband hennar við
guðdóminn var náið og persónulegt, hún féll í
trans eins og það er stundum kallað. Seldir voru
gripir sem hún hafði gert, þar á meðal lítil syk-
urlíkneski af Frelsaranum og þóttu þeir jafnvel
stuðla að kraftaverkum.
Ellen notaði sér við bókarskrifin hundruð
bréfa sem Francisca ritaði. Um þetta leyti var
kaþólska kirkjan í sókn í Mexíkó eftir áföllin
sem hún hafi orðið fyrir í Evrópu vegna sið-
breytingarinnar á 16. og sautjándu öld og að
sögn Ellenar nýttu frumkvöðlar þessarar gagn-
siðbreytingar í Mexíkó Franciscu til að efla
tengslin við óbreytt alþýðufólk.
Kaþólska og trúarbrögð indjánanna
– Trúarhefðir eru mjög ólíkar á Íslandi og í
Mexíkó og voru það líka á þessum tímum eða
hvað?
„Fyrst vil ég segja að við verðum að líta á
Mexíkó á þessum tíma sem þjóðfélag barokk-
kaþólsku sem rann saman við trúarbrögð
indjána. Útkoman var blanda sem varð mjög
kraftmikil og þannig er sá heimur sem hún lifir
í, þessi kona. Dýrlingar kaþólskunnar gerðu
samrunann auðveldari en ella. Til allrar ham-
ingju höfðu kaþólikkar þennan stóra dýr-
lingaheim sem indjánar gátu meðtekið í staðinn
fyrir sína eigin mörgu og merkilegu guði. Þeir
gátu heimfært dýrkun sína á þeim yfir á dýr-
lingana sem skiptu miklu í lífi Franciscu.
Gagnsiðbótin í Mexíkó tekur á sig allt aðra
mynd vestra en í Evrópu vegna þess að þar var
enginn Lúter eins og í Gamla heiminum. Hætt-
an var engin. Trúboðarnir nýju lögðu því
áherslu á að berjast gegn djöflinum sem þeir
sáu í leynilegum trúariðkunum indjánanna.
Þeir álíta að þetta framferði smiti Spánverjana
og fólk af blönduðum uppruna. Hlutverk trú-
boðanna er því að fara upp í fjöllin, messa fyrir
indjánana, reisa kirkjur en beita sér líka ákaft í
borgunum, draga fólk aftur til kirkjunnar. Þeir
telja að kirkjan sé búin að gefa því of lausan
tauminn.
Þessir menn taka upp samstarf við Franc-
iscu, þeir nota hana. Hún nær til almúgafólks en
ekki þeir. Þetta eru mjög klókir menn, þeir
skilja mjög vel alþýðutrúarbrögð. Þó að þeir
séu sjálfir hámenntaðir og úr spænskri yfirstétt
lifa þeir sjálfir og hrærast í þessari alþýðlegu
kaþólsku og eru mjög vel tengdir. Þeir náðu því
miklum árangri í trúboði sínu, í Mexíkó, Perú
og víðar. Þetta voru menn með allt annað yfir-
bragð en kirkjunnar menn yfirleitt á þessum
tíma í Mexíkó sem voru orðnir hálfgerðir kerf-
iskallar og sinntu lítið trúboði. Þetta voru inn-
blásnir menn.“
Góðar móttökur á himnum
– Bréf Franciscu eru að verulegu leyti skriftir
hennar fyrir prestum sínum. Játar hún miklar
syndir?
„Sum af bréfunum eru hreinskrifuð af
skriftafeðrunum og þau eru ekki jafn spennandi
og þau sem eru varðveitt óbreytt, prestarnir
sleppa ýmsu hversdagslegu og þeir sleppa öllu
sem gæti jaðrað við villutrú. En flest eru rituð
af henni og ekki búið að ritskoða neitt. Hún er
að lýsa þarna sýnum sínum og á yngri árum er
hún mjög sjálfsörugg. Hún segir frá því hvernig
farið er með hana upp til himna og þar er hún
meðhöndluð eins og nunna, þ. e. nánast eins og
prinsessa. Francisca er því á himnum komin í
yfirstéttina sem hún er ekki hluti af á jörðu
niðri, hún fékk ekki að verða nunna fyrr en eftir
langa baráttu.
Hún reyndi að taka prestana sína, sem sumir
voru miklir meinlætamenn, sér til fyrirmyndar
en viðurkennir að hún hafi ekki getað það. Hún
lifði mjög heilbrigðu lífi, sumir meinlætamenn-
irnir dóu tiltölulega ungir vegna álagsins. En
hennar trúariðkun gengur greinilega út á að ná
til fólks og það fannst mér svo athyglisvert við
hana.
Hún reynir að fasta en getur það ekki, frá
þessu segir hún í bréfunum sínum, segist bara
fá höfuðverk af því og verða veik og til einskis
nýt. Einnig reynir hún að liggja lengi á köldu
gólfinu í krossfestingarstöðu en finnur strax að
það færir hana ekkert nær Guði. Það sem færir
hana nær honum eru daglegar athafnir hennar
og það að sitja við skriftir. Sum bréfin byrja á
miklum fyrirheitum, hún segir t.d að morgni:
„Ég ætla að henda mér niður, kyssa gólfið og
fara með trúarjátninguna 50 sinnum.“ En bréf-
inu lýkur á því að hún segist ekki hafa getað
það.“
Ósammála sumum
túlkunum kirkjunnar
Hvergi sér þess merki í þessum hreinskilnu
bréfum að Francisca hafi látið holdsins freist-
ingar beinlínis æra sig, ekki einu sinni á unga
aldri. „Einstaka sinnum kemur það upp að
henni finnst að hún hafi bundið djöfulinn við
stól í herberginu sínu. Hann er í líki karlmanns
og henni finnst hann oft allt of skemmtilegur,
hann kemur henni til að hlæja, er ræðinn og
veitir henni félagsskap.
Hún gengur hins vegar langt þegar hún viðr-
ar efasemdir sínar gagnvart orði kirkjunnar.
Oft viðurkennir hún að hún sé einfaldlega ekki
sammála túlkunum kirkjunnar á Guðsorði. Hún
er t.d. ósammála því að konur séu sérstaklega
viðkvæmar fyrir djöflinum og það verði að
passa þær vel vegna þessa veiklyndis. En
Francisca segir: Hver sú kona sem virkilega vill
iðka Guðstrú sína og hefur til þess sterkan vilja
lætur ekki blekkjast af djöflinum.
Einhvers staðar lýsir hún sjálfri sér sem
manneskju sem virkilega njóti lífsins en í sér
búi einnig döpur sál sem henni finnst að sé alltaf
að toga sig niður, nær djöflinum. Það er stöðugt
reiptog í sál hennar. Í bókinni er ég ekki síst að
reyna að lýsa manneskjunni sjálfri frekar en að
greina aðstæður hennar. Meirihlutinn af bréf-
unum er beint frá henni, ekki búið að sía neitt
þótt prestarnir hafi auðvitað séð bréfin. Við eig-
um ekki aðra persónulega lýsingu frá almúga-
manneskju á barokk-tímabilinu í Mexíkó.
Francisca byggir smám saman upp skóla-
stofnun sína sem fær konunglega viðurkenn-
ingu eftir 20 ára baráttu og líka sinn eigin trúar-
heim. Og þessi heimur hennar er í stöðugri
þróun.
Hið mannlega í kaþólsku kirkjunni birtist í
Franciscu. Hugmyndir okkar um kalda og mis-
kunnarlausa kirkju, þegar gagnsiðbótin hófst,
móta okkur mikið en þær virðast ekki eiga við
rök að styðjast, að minnsta kosti ekki í Nýja
heiminum á þessum árum. Kirkjan var og er
opin og sveigjanleg stofnun,“ segir Ellen Gunn-
arsdóttir sagnfræðingur.
Djöfullinn var allt
of skemmtilegur
Ellen Gunnarsdóttir sagnfræðingur hefur
skrifað sögu mexíkóskrar nunnu, Franciscu
de los Angeles, sem uppi var fyrir þrem öld-
um og byggir verkið á bréfasafni hennar.
Morgunblaðið/ÞÖK
Francisca de los Angeles Nunnan áhrifamikla í
Queretaro í Mexíkó.
Eftir
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
’Hún reynir að fasta engetur það ekki, frá þessu
segir hún í bréfunum sín-
um, segist bara fá höfuð-
verk af því og verða veik
og til einskis nýt.‘
Ellen Gunnarsdóttir „Kirkjan var og er opin og sveigjanleg stofnun.“
Ég átti von á því að við hittumst einhvern tíma öll á einum stað. Égvar á leiðinni þangað. Að vísu kortlaus, en það var sama. Ég fann
alltaf til þess hvert leiðin lá. Hélt mig finna það
á mér. Og að sama gilti um ykkur. Nú er ég
farinn að trúa því að allt sé þetta
órar; við séum, hvert um sig, á
óráðskenndu flandri um kynja-
heim sem aðeins ber merkingu
stundarinnar. Meira að segja er hreint ekki
víst að á ferð sé einn og sami maður þótt svari
til sama heitis; hitt líklegra að sé svipmyndir
þeirra sem framhjá fara, ein af annarri sem
beri þér svarið. Og það þótt þú haldir þig tala
við sjálfan þig.
Getur ríkt gleði við svo óviss kjör? Spurn-
ingin er út í hött, ég veit, en reynist, í fram-
haldi af framansögðu, kunnugleg, þrungin
sannfæringu, í leit mennskrar merkingar. Ég
læt hana flakka.
Gleymduð þið öll að við ætluðum að hittast
þótt um síðir yrði, einhvers staðar, einhvern
tíma, sama hvar? Ráðin í að varðveita mennskt
svipmót sem við höfðum vanist að okkur bæri
af umgengni við spegla.
Veiðimaður sem tekur skugga fyrir bráð
sína er ekki beysinn. Við egndum gildru fyrir
svipmynd í vatnsborði á hraðri ferð hjá. Nú
berum við feng okkar á fyrirhugaðan fund-
arstað. –
Við efnum til markaðar. Hver um sig
falbýður mynd sína hæstbjóðanda. Sumar
skipta um eigendur í erli dagsins. Aðrir sitja
uppi með sínar eigin. Það gerir ekkert til því
það eitt er víst, við munum ekki hittast á
hinum langþráða stefnumótsdegi.
Daglangt gleðjumst við yfir varningnum.
Við krefjum jafnvel andlitin svara, hin ný-
fengnu. Sumir láta þó eins og engin skipti hafi
farið fram heldur hagræða nýfenginni ásýnd
sinni eins og hún hafi alltaf verið þar.
Kannski þeim gömlu verði fundinn mót-
staður í húsasundi í nágrenninu þegar kvöldar.
Það vona ég.
Daglangt gleðjumst við yfir varningnum
Höfundur er rithöfundur.
Eftir
Þorstein
Antonsson